Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 47
oeei JIM'IA .£ HUOACIUlGIHcI GIGAJaHUOaOM þar sem ég var mikill áhugamaður um þessa ferfætlinga frá upphafi, en jafnframt borgarbarn, voru þess- ar myndir hreinn fjársjóður. Ég átti því góða hunda á þessum árum og geymdi þá þarna í skrifstofunni hans afa. Það var um þetta leyti að ég fór að spjalla við bókamanninn sem var giftur henni ömmu. Við spjölluðum dálítið um hunda fyrst, en fórum svo út í aðra sálma og þá kom í ljós að hann hafði sjálf- ur verið svona strákpjakkur einu sinni og iðkað svipaðar íþróttir og leiki, meira að segja stríðsleiki. Þetta þóttu mér mikil tíðindi um svo yfirvegaðan skólamann og upp úr þessu ijölgaði samverustundum okkar. Afi kunni ótrúlegan fjölda af vísum og hafði þvílíkt stálminni að þeim sem ræddu við hann fannst oft að þeir hefðu hálfgert hrip í stað heila og ágerðist þessi tilfinn- ing eftir því sem viðkomandi eyddi fleiri árum í að mennta sig. Það var því ekki ónýtt fyrir skóla- nema að geta leitað til hans með óþjálar þýskar málfræðireglur eða langdregnar margföldunartöflur. En mestur fjársjóður var hann þeg- ar talið barst að íslenskum fræðum, hvort heldur var málfræði, málsaga eða skáldskapur. Þessar greinar stóðu jafnan hjarta hans næst. Sú ást og virðing sem hann auðsýndi íslensku máli í öllum myndum reyndist smitandi og líklega eiga íslenskir hundar og hundaeigendur honum það að þakka að ég fór ekki út í dýralækningar. Þegar fór að bera á því að ég væri að stelast til að raða saman íslenskum orðum í það sem ég kall- aði ljóð og fannst glóa af snilld og dýpt, færði ég það í tal við hann. Afi var ekki margorður. Minntist til dæmis hvorki á snilld né dýpt. Hann þekkti auðvitað íslenskan skáldskap gervallan og leit því silfr- ið ekki sömu augum og nýgræðing- urinn. Hann hafði líka sjálfur ort í gegnum tíðina en mest á yngri árum, en þótti samanburðurinn vera sér í óhag og kaus að feta ekki þá leið sem sumir félagar hans í sext- ánskáldabekknum svonefnda völdu, heldur helga sig kennslu og uppeld- ismálum. Hann sagðist ekki hafa nóg vit á nútímaljóðum en sér sýndist þetta svo sem ekki vitlausara hjá mér en margt annað sem hann hefði séð. Mér fannst mikilsvert að hann nefndi hvorki við mig kennslu eða uppeldisstörf. Það var svo seinna að mér tókst að toga út úr honum orð eins og snoturt og laglegt og þá taldi ég mér óhætt. Þótt hvers kyns forstokkun væri afa frábitin, hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á íslensku máli og þróun þess og var ósáttur við að kennarar og íslenskumenn gerð- ust bara áhorfendur að síaukinni flatneskju málsins og litu á aulaleg- ar málvillur sem áhugaverð sér- kenni. Fyrir honum var íslensk tunga meira virði en svo. A þessum hraðfleygu og fjöl- miðlabólgnu tímum er enn mikil- vægara en ella að minna menn á að sýna málinu okkar virðingu til að hamla gegn þeirri andlegu mal- bikun sem við blasir. Þess vegna er það, að mér finnst lát afa ekki aðeins missir fyrir sjálfan mig, ijöl- skyldu hans og vini, heldur hverfi með fólki af hans tagi ákveðið jarð- samband sem er mikilvægt þjóðinni allri. Aldrei hefði afa dottið í hug að tala í þvílíkum vendingum um sjálf- an sig, honum hefði hvorki þótt það snoturt né laglegt. Minningarnar um hann eru í annarri tóntegund. Næst þegar ég kem á Smáragöt- una með börnin ætla ég því að setj- ast með þeim inn á skrifstofuna hans afa og sýna þeim gamla bók, dökka og máða að utan. Svo skoð- um við hundana saman og ég segi þeim frá prakkarastrikum og ólát- um sem rauðbirkinn stráklingur stóð fyrir ásamt bróður sínum, aust- ur í Flóa upp úr aldamótum. Við bræðurnir og fjölskyldur okk- ar biðjum Guð að geyma afa og styrkja ömmu Soffíu og Gunnu frænku. Sveinbjörn I. Baldvinsson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 34 47 Kveðja: Jón R. Helgason Nú, þegar elli, kvef og ófærð hafa sameinast um að útiloka mig frá að kveðja frænda og vin, er hann leggur í för þá, sem okkur öllum er fyrirbúin, langar mig til að skrifa fáeinar línur, trúandi því, að þær birtist honum, hvar á „piani“ sem hann er staddur. Svo margar minnis- og mark- verðar eru þær minningar, sem upp koma í huga minn við þessi tíma- mót, að varla tekst mér að færa þær allar í letur, heldur verður þar fremur tilviljunin að ráða hvað á pappír fer og hvað framhjá flýgur. Hann hafði ekki verið þar nein undantekning. Veikindi á barns- aldri, sem hann alla ævi bar menjar eftir og á sinn hátt settu honum þau takmörk, sem hann átti erfitt með að sætta sig við, móðurmissir skömmu síðar, sem góðrar fóstru hugur og hendur lögðu honum líkn við, svo sem unnt var, margskonar tilfelli, eins og maga-„perforing“, sem telja má til óskiljanlegra undra að ekki varð honum að aldurtila á miðri ævi. Parkinsonveiki og gamli ættardraugurinn, glákan, á síðaðri árum, allt þetta setti á hann sín mörk, sem hlutu að verða meira og meira ljós, þeim sem með honum fylgdust. En ljósu punktarnir urðu líka margir. Honum hlotnaðist góð og mikil eiginkona, sem ávallt hefur staðið með honum, jafnt í blíðu sem stríðu. Þau höfðu eignast, alið upp og fært þjóðinni myndarlegan hóp glaðra og góðra barna, sem til alls góðs eru líkleg. Jón Ragnar mynd- aði um sig dijúgan hóp vina, sem ávallt hefir farið stækkandi. Og ótaldar ánægjustundir hefir hann átt með þeim „Musiku“ og „Braga“, sem mér er kunnugt að víða hafi borið nafn hans og hróður. Það má ég því fullyrða, að sjóður þess, sem mölur og ryð fá ekki grandað og nafni hans er og verður tengdur, mun nú þegar dávænn orðinn og líklegur til þroska er fram líða stundir. Ljúft væri mér, ef hann safnaði saman gömlum söngfélögum okkar, konum jafnt sem körlum, til mót- töku, þegar ég stíg yfir strikið. Frændi minn og vinur hafi þökk fyrir samveruna og fari hann heill. Páll Helgason t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR VALDIMARSDÓTTUR, fyrrv. Ijósmóður. Sérstakar þakkirfærum við þjónustuheimilinu á Dalbraut og Vífils- staðaspítala fyrir hjúkrun og vináttu þegar hún mest þurfti með. Fyrir hönd ættingja og tengdabarna, Christina Kjartansson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KIRSTEN ÁSE MAGNÚSSON, Geitlandi 8, Reykjavík. Oddur Magnússon, Ingrid Oddsdóttir, Magnús Helgason, Erna Freyja Oddsdóttir, Einar Ólafsson, Magnús Oddsson, Sigurlína Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, fóstra, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR GÍSLA JÚLÍUSSONAR, Sjólyst, Stokkseyri. Sérstakar þakkirtil sr. Úlfars Guðmundssonar, organista og kirkju- kórs Stokkseyrarkirkju. Edda Karen Haraldsdóttir, Baldur Gunnarsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Björn Eggert Haraidsson, Hjördís Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, ARNDÍS BALDURS, andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 31. mars. Theodóra Berndsen, Jóhann Baldurs. + Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ GUÐBERGSDÓTTIR, Marklandi 2, sem lést 18. mars sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.30. Óli B. Jónsson, Hólmfrfður Marfa Óladóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Jón Már Ólason, Björg Sigurðardóttir, Jens Valur Ólason, Ólöf Hjartardóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR, áður til heimilis f Ásgarði 115, Reykjavfk, sem lést í Hafnarbúðum 29. mars sl„ verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju þriðjudaginn 3. apríl. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Bústaðakirkju. Hannes Páll Hannesson, Mildred Hannesson, Erla Hannesdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Ottó Örn Pétursson, Ingibjörg Hannesdóttir, Haraldur Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR SIGURBJÖRNSSON frá Brandagili, Lönguhlíð 19, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 24. mars, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu miðvikudaginn 4. apríl kl. 10.30. Vilborg Sveinsdóttir, María Sigmundsdóttir, Sigfríður Ásbjörnsdóttir, Kristinn Jónsson, Jón Gunnar Kristinsson, Svavar Knútur Kristinsson. VIÐSKIPTA- SÍÓLPI FJÖLNOTENDAKERFI FYRIR UNIX EÐA NETKERFI 1. Öflug 386 aöalvél með litaskjá, 100Mb diski, 4Mb innra minni, fjórum skjám, tveimur prenturum, Unix stýrikerfi ásamt STÖLPA-fjárhags-, skuldunauta-, sölu- og birgöakerfi. Verð án uppsetningar frá kr. 873.000,- 2. Sama, en með HP-9000 RISC vél með gulbrúnum aöalskjá, 152Mb diski, 8Mb innra minni og 67Mb segulbandsstöð. Verð frá kr. 2.218.000,- Viö gerum tilboð í uppsetningu, kennslu og flutning á gögnum úr eldri kerfum. STÚIPI - fjárhags,- skuldunauta-, sölu- og birgðakerfi. Verð frá kr. 125.000,- án vsk. fyrir einmenningstölvur. UTU-STÚLPI fyrir smærri fyrirtæki. Fjögur kerfi („pakka". Verð frá kr. 35.000,- Launakerfi frá Kp. 20.000,- Verkbókhald frá kp. 25.000,- SÉRTILBOÐ BÚSTÚLPI fyrir þá sem eru að byrja tölvuvinnslu. - Fjárhagsbókhald m.a. meö vsk. skýrslugerö. kp. 20.000,- Launakerfi frá kp. 20.000,- Haíið samband vlð sölumenn akkar. Öll verö eru án vsk. SKERFISÞRÓUN HF. SKEIFUNNI 17, 108 REYKJAVÍK Sölu- og þjónustuaðílar um land allt. Símar 91 -688055 / 687466
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.