Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 21 Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn og eigandi Höfða- hallarinnar, frá vinstri Jóhann H. Jóhannsson sölumaður, Sæ- björn Valdimarsson söiumaður og Einar Hjaltason eigandi. ■ BÍLASALAN Höfðahöllin hefur nýlega hafið starfsemi á Vagnhöfða 9 í Reykjavík. Sérstök áhersla verður lögð á að Höfðahöll- in veiti landsbyggðarmönnum að- stoð í bílaviðskiptum með því að finna réttu bílana eða kaupendurna áður en fólkið kemur í höfuðborg- ina. Eigandi Höfðahallarinnar er Einar Hjaltason, hann rak áður Bílasöiu Alla Rúts og hefur verið bílasali undanfarin 5 ár. Sölumenn eru Sæbjörn Valdimarsson, sem meðal annars var verslunarstjóri í Herrahúsinu á annan áratug, og Jóhann H. Jóhannsson, en hann starfaði áður á Borgarbilasölunni. Höfðahöllin er í rúmgóðu, björtu húsnæði með stóra útiaðstöðu, að sögn Einars Hjaltasonar. Hann segir staðarvalið vera í takt við þá þróun sem hefur verið undanfarið, að bílasölum hefur ijölgað mjög á Artúnshöfðanum. „Við höfum það að sjálfsögðu að markmiði að veita góða og trausta þjónustu og sér- staklega munum við kappkosta að aðstoða landsbyggðarfólk við bíla- kaup og skipti. Landsbyggðarmað- urinn hefur oft knappan tíma í bæjarferðum og starfsmenn Höfða- hallarinnar munu gera sitt besta til að finna réttu bílana eða kaupend- urna fyrir fólkið áður en það kemur til borgarinnar," sagði Einar Hjaltason í samtali við Morgun- blaðið. ■ SAMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð halda fyrirlestur um vöggudauða í dag, þriðjudag, í Safnaðarheimili Laugarnes- kirkju og hefst hann kl. 20.30. Jóhann Heiðar Jóhannsson, lækn- ir á Rannsóknastofu Háskólans mun fjalla um vöggudauða, orsakir og rannsóknir. ■ ALMENNUR fundur um breyt- ingarnar í Austur-Evrópu og áhrif þeirra á öryggismál, stjórnmál og efnahagsmál í ríki Evrópu með sér- stöku tilliti til íslands verður hald- inn á Holiday-Inn miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 16.30. Málshefj- endur eru Björn Bjarnason, að- stoðarritstjóri, Ólafur ísleifsson, hagfræðingur, Ragnhildur Helga- dóttir, alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður og # AFGASBULLUR fyrir bílaverkstæði Olfufélagið hf 681100 Arnór Hannibalsson, prófessor. Fundinn setur Matthias A. Mathi- esen, aiþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra. Fundarstjóri er Hreinn Loftsson, formaður Ut- anríkismálaneftidar Sjálfstæðis- flokksins. Að fundinum standa Utanríkismálanefnd Sjálfstæðis- flokksins og Utanríkismálanefnd Sambands ungra sjálfstæðis- manna. ■ Breski íjallaklifrarinn, Jim Fotheringham, heldur myndasýn- ingu frá Himalayaferðum sínum á Hótel Loftleiðum kl. 20.30 í kvöld. Hann hefur skipað sér í hóp fremstu og reyndustu háfjallaklifrara Breta á undanförnum árum, en hann er jafnvígur á kletta- og ísklifur. Haustið 1983 fór Jim Fotheringham ásamt Chris Bonington, einum þekktasta háfjallaklifrara heims, á áður óklifinn tind í indverska hluta HimalayaQalIa, og hefur hann síðan farið á hveiju ári með Bonn- ington og öðrum og klifið marga tinda í Himalaya. Myndirnar á sýn- ingunni eru sérstaklega frá þeim ferðum sem hann hefur farið með Bonington. Aðgangseyrir er 200 krónur og er sýningin opin öllum. ■ HÓTEL Lind hefur tekið upp þá nýbreytni að sýna verk ungra myndlistamanna í veitingasal hót- elsins. Anna Gunnlaugsdóttir er sú fyrsta sem sýnir verk þar og mun hennar sýning standa yfir til 27. maí. Flest málverkin eru unnin á Kýpur í febrúar-apríl á síðasta ári. Anna Gunnlaugsdóttir útskrif- aðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978. Hún dvaldi í París veturinn 1978-1979 við nám í ecole des supereurdes Beaux arts. Anna lauk námi úr auglýsingadeild MHÍ vorið 1983. Hún hefur haldið þijár einkasýning- ar og auk þess tekið þátt í nokkrum samsýningum. (Frcttatilkynning) Fyrst hótela í Reykjavík fyrir Reykvíkinga og nágranna Við fögnum nýju vori með nýrri stefnu og bjóðum Reykvíkinga. og nágranna velkomna í hóp hótelgesta. Apríl, og þá sérstaklega páskavikan, verða tileinkuð ykkur á HóteI Loftleiðum. Af því tilefhi bjóðum við sérstök vor- kjör á eins og tveggja manna herbergjum með morgun- verði. Endumýjaðir veitingastaðir okkar munu skarta sínu besta í apríl og öll þjónusta hótelsins, ss. sundlaugin, nuddpotturínn, gufubaðið og Ijósalampinn standa ykkur til boða alla páskadagana jafnt og aðra daga. Hvort sem þið viljið njóta einveru eða samvista við ykkar nánustu munum við reyna að gera ykkur dvölina jafn ánægjulega og okkur er unnt Hótel Loftleiðir - hótel allra landsmanna. Ykkar dagur á Hótel Loftleiðum gæti orðið með ýmsum hætti: Dagur víns og rósa, dagur dýrðlegra máltíða, dagur hvíldar og heilsubótar, allt í senn, en fyrst og fremst dag- urínn ykkar. Möguleikamir eru margir. Öskjuhlíðin, einn rómantískasti staður í allrí Reykjavík, býður upp á margbreytilegar skokk- og gönguleiðir auk útsýnis til allra átta. Hægt er að taka lífinu með ró á hótelinu, Hta í blöð og tímarít í Koní- aksstofunni og blanda geði við aðra hótelgesti eða notfæra sér heilsuaðstöðuna með öllu sem henni tilheyrír. Einnig er sjálfsagt að nota tækifærið og bregða sér í hársnyrtingu eða á nýju snyrtistofu hótelsins. Af Ijúfu tilefni “Dagamunur“ Sérstakt vortilboð á kr. 8.900.- fyrir hjónin. Gisting eina nótt fýrír tvo. Óvæntur glaðningur við komu á herbergið. Aðgangur í sund, gufubað, nuddpott og Ijós. Fordrykkur í Koníaksstofu. Fjórréttuð máltíð í Blómasal, það besta frá matreiðslumeistara hverju sinni. Morgun- verður daginn eftir í Lóninu. Efþið hafíð einhverjar sérósk- ir munum við uppfylla þær eftir bestu getu. Vissara er að panta Dagamun, og þjónustu eins og hársnyrtingu og snyrtingu, með nokkrum fyrírvara. Síminn okkar er 91-22322. FLUGLEIÐIR M H wmi 8. MIKLU MEIRA EN COTT HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.