Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 32
<32 MORGUNBLAÐIÐ VPSHPTIÆBVIHNinlF ÞRIÐJyDAGUR 3. APRÍL 1990 Sauðárkrókur Um 88 millj. kr. tap á Stein ullarverksmiðjunni Aukin eignaraðild OY Partek A/B Sauðárkróki. SALA Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki varð á síðast- liðnu ári 5.212 tonn og er þar um 21% magnaukningu að ræða frá árinu 1988. Um það bil einn þriðji hluti framleiðslunnar eða 1.789 tonn voru seld úr landi en á innanlandsmarkaði seldust 3.423 tonn. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað nam um 84,5 millj- ónum, sem er um 70% hækkun milli ára, og í fyrsta sinn er um hagnað að ræða eftir afskriftir, 13 milljónir króna. Helstu niðurstöðutölur rekstrar- og efnahagsreiknings eru: 1989 1988 þús. þús./% Rekstrartekjur 297.500 210.000/42 Rekstrargjöld 214.000 158.700/35 Afskriftir 70.500 58.900/20 Hagn. f. fjárm.k. 13.000 (7.600)/ Fjármagnsgj. (n.) (101.000) (70.000J/44 Tap (88.000) (77.600)/13 Eignir 832.000 673.000/ Skuldir 523.000 533.700/ Víkjandi lán 136.000 0/ Eigið fé 173.000 139.100/ Fjármagnsstreymi fyrirtækisins sýnir að veltufé frá rekstri nemur u.þ.b. 28 milljónum króna sem er um þreföldun frá fyrra ári. Ástæða hins mikla fjármagns- kostnaðar á árinu er helst lækkun íslensku krónunnar gagnvart helstu lánagjaldmiðlum verksmiðjunnar, sem var á árinu 35-38% meðan breyting byggingavísitölu varð á sama tíma 27%. Hreint veltufé var í árslok 87 milljónir sem er hækkun um 68,5 milljónir milli ára og veltufjárhlut- fall um 2,3. Skuldastaða fyrirtækisins og fjármagnskostnaður vegna gengis- breytinga gerðu það að verkum að grípa varð til aðgerða sem komu til framkvæmda í lok ársins, og höfðu því ekki umtalsverð áhrif á rekstrarniðurstöðu en skipta höfuð- máli varðandi framtíð fyrirtækisins. Aðgerðir þessar fólust í hlutafjár- aukningu um 90 milljónir ISK, leng- ingu á afborgunartíma langtíma- lána og breytingu á hluta þeirra í víkjandi lán, sem og lækkunar vaxta. Aukin eignaraðild finnska stór- fyrirtækisins Oy Partek A/B er tal- in verða fyrirtækinu mikill styrkur, sérstaklega hvað varðar tækni og vöruþróun. Á árinu störfuðu 37 starfsmenn hjá fyrirtækinu í 34 'Astöðugildi. Heildarlaunagreiðslur voru 52,5 milljónir sem er 23% aukning á milli ára. - BB. Morgunblaðið/SigurgeirJónasson VINNSLA — Unnið við snyrtingu á fiski og nýja kerfið frá Marel notað við vigtunina. Vestmannaeyjar Skráningarkerfí og vogir frá Marel ífrystihúsin Vestmannaeyjum. TÖLVUVOGIR og skráningar- kerfi frá Marel hf. voru fyrir skömmu tekin í notkun í vinnslu- sölum Vinnslustöðvarinnar, Fisk- Póstur og sími áætlar 935 milliónir króna til fjárfestinga Svonefhdur „grænn sími“ er ný þjónusta sem Póstur og sími býð- ur upp á í ár. Með grænum síma geta til dæmis fyritæki boðið við- skiptavinum sinum í fjarlægum landshlutum að hringja í fyrir- tækið með kostnaði staðargjalds en handhafi númersins greiðir langlínugjaldið. Á þessu ári eru fjárfestingar Pósts og síma ráð- gerðar 935 milljónir króna. Mestur hluti framkvæmdafjárins er vegna sjálfvirkra símstöðva eða tæpar 200 milljónir króna. Stefnt er að því að bjóða notendum í staf- ræna símakerfinu upp á sundurlið- aða símareikninga um mitt árið. Fjöldi stafrænna númera á landinu öllu er nú um 44 þúsund sem er 32% af öilum uppsettum númerum. Um 140 milljónum verður varið til notendalína og 126 milljónir til fjölsíma en með því er átt við ýms- an endabúnað sem notaður er til móttöku á mörgum rásum samtím- is, til dæmis talrásum, gagnasend- ingum og sjónvarps- og hljóðvarpsr- ásum. Til lagninga langlína sem eru ljósleiðarar verða notaðar 119 millj- ónir og 116 milljónir til farsíma- og strandstöðva. Alls voru rúmlega 7.800 farsímar skráðir á landinu í lok síðasta árs og er gert ráð fyrir að um 1.200 bætist við á þessu ári. Er það held- ur minni fjölgun en árið 1989. Af öðrum liðum í framkvæmdaá- ætlun Pósts og síma má nefna að húsbyggingar taka liðlega 80 millj- ónir króna, fjárfestingar vegna gervihnattafjarskipta nema 27 milljónum og vegna tölva 35 millj- ónum króna. iðjunnar og ísfélagsins. Hluti vinnslusala húsanna þriggja er búinn töivuvogunum. Vogirnar eru tengdar skráningar- kerfi sem skráir allt sem um vogirn- ar fer og auðveldar því eftirlit með nýtingu og stöðu birgða. Fulltrúar Marels hf., Þórólfur Árnason markaðsstjóri og Friðrik Guðmundsson sölustjóri, komu til Eyja og afhentu búnaðinn form- lega. Með Marelsmönnum í för voru tveir Ný-Sjálendingar. Þeir eru frá stærsta fiskiðjuveri Nýja Sjálands, sem framleiðir úr um 40.000 tonn- um á ári, en það er svipaður afli og berst á land af bolfíski í Eyjum á ári. Tilgangur ferðar Ný-Sjálend- inganna var að kynna sér mögu- leika þá sem Marel-kerfið býður upp á og hvernig það er notað. — Grímur A MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Nei, því miður, hann er á íundi! Pökkunar- límbönd dmSmmm ÁRVÍK ARUÚU 1 -R£YKJAV(K- SlMI 887222 -TELEFAX 887296 Hvers kyns fundir eru að verða ein af helstu plágum nútímans, og þróast og dafna innan atvinnulífsins eins og órækt í illa hirtum akri. Sérfræðingar á sviði vinnuhátta eru sammála um það að vel undirbúnir fundir sem hafa skýr markmið geti verið þarfaþing tii að ná samkomu- lagi um málefni, koma upplýsingum á framfæri og samhæfa starfs- krafta. En flestir þeir fundir sem daglega tefja menn í vinnunni hafa annan og óþarfari tilgang. Vinnufundir hafa aðeins þrjú markmið: Að þjálfa fólk eða kenna því vinnubrögð, að koma upplýsing- um á framfæri og að finna úrlausn vandamála. Tvær fyrrnefndu gerð- irnar skýra sig sjálfar og þarfnast ekki réttlætingar. Síðasttalda ástæðan er hins vegar óljósust og varasömust. Það er ekki hægt að útiloka að úrlausn vandamála finn- ist þar sem fólk kemur formlega saman í herbergi, en oftast leysa menn vandann á eigin spýtur og taka þá ákvörðun (til þess eru þeir ráðnir til starfa) og komast þá kannski af með að nota sfma eða símfaxa. Notaleg samkvæmishlé Oftar er þó um það að ræða, að ráðþrota maður kallar saman fund til þess að varpa ábyrgð á annarra herðar í nafni lýðræðislegrar „Oft eru tíð fundahöld að- eins flótti ráð- þrota manna.“ ákvarðanatöku. Það þekkist svosem líka að þörfin fyrir ótímabært en notalegt samkvæmishlé frá skyldu- störfum reki menn á fund án sýni- legrar brýnnar ástæðu. Ekki má heldur gleyma öllum þeim ráðstefnum og námsstefnum og þingum, þar sem menn mæta til þess helst að sýna sig í hópi sammerktra. Þannig láta ungu Boss-frakkaklæddu uppastrákarnir með ektaleður-stressarana sig ekki vanta þegar nafntogaðir hálfguðir úr heimi stjómunarfræðanna kynna guðspjall sitt, og enginn getur tal- ist alvöru trúnaðarmaður á sínum vinnustað ef hann lætur sig ekki hverfa reglubundið á samráðsfundi og námstefnur. Félagsfræðingar gætu eflaust líka séð skyldleika með hvítasunnu- o g verslunarmannahelgarferðum unglinganna annars vegar og létt- fríkuðu samkvæmislífi foreldra þeirra, þegar þeir komast að heiman á þing og ráðstefnur. Klórað yfir ráðleysið Þegar verst lætur eru fundir á vinnustað eða í óljósum tengslum við vinnuna yfírklór yfir ráðleysi, eða jafnvel hreinn flótti frá ákvarð- anatöku. Stundum er sýnilegur árangur sá einn að menn klára kaffið sitt og hálfan kökuskammt- inn. Oundirbúnir fundargestir hlýða á óskipulagðan fundarstjóra, og síðan er rætt handahófskennt um smáatriði. Fundir geta hins vegar verið bæði gagnlegir og nauðsynlegir. En að greina á milli er mikil list. Þess vegna má benda á sjö megin- reglur sem hafa skyldi í huga þegar ákveðið er hvort skuli hóa mönnum saman. Fund skyldi sá forðast sem: • Hefur þegar komist að niður- stöðu sjálfur. • Þykist vita hvað gera skuli, en veigrar sér við að taka ákvörð- un. • Veit ekki hvað til bragðs á að taka, en vill að einhver annar taki ákvörðun. • Er í sjálfsvímu og hefur gam- an að hlusta á sjálfan sig tala. • Vill bara lýðræðislega þátt- töku allra í sameiginlegri ákvörð- un. • Telur málið of léttvægt til að funda um það. • Hefur orðið undir á öðrum vettvangi og vilt samt safna liði. Hver er vandinn. Góð regla er sú að gefa sér smá stund til að meta þörfina áður en blásið er til fundar. Hvaða vanda þarf að leysa? Hverjir þurfa nauð- synlega að vera tií staðar til að ráða við vandann? Hverjum má svo hugsanlega sleppa úr þeim hópi? Þegar úrlausnarefnið er ljóst má biðja fundarmenn um leið og þeir eru boðaðir að svara með sjálfum sér nokkrum meginspurningum varðandi málið og hafa svörin tilbú- in á fundinn. Það þarf nefnilega að hafa í huga að hver einasti fundarmaður gæti verið að vinna þarft og brýnt verk- efni, sem hann eða hún þarf að leggja til hliðar vegna þessa fund- ar. Þeir sem eru haldnir ólæknandi fundaáráttu sóa nefnilega því miður ekki aðeins sínum eigin tíma, held- ur eru þeir stöðugt að trufla aðra. Verði niðurstaðan sú að fundur sé óhjákvæmilegur, hafið hann þá eins fámennan og hægt er, minnug- ir þess að árangur er oftast í öfugu hlutfalli við þátttakendafjölda. Og gleymið ekki þeirri gullnu speki, að því verr gefast heimskra manna ráð, sem fleiri koma saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.