Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 27 Reuter Listaverk Míkelangelós hreinsað Öldum saman fengu kirkjugestir ekki notið til fulls freskunnar í lofti sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu sökum óhreininda. Nú hefur ryk fjögurra alda verið hreinsað af verkinu svo engum dylst listfengi Míke- langelós. Græningjar í forystu í könnunum í Slóveníu Belgrad. Reuter. KOSNINGAR fara fram í Slóveníu um næstu helgi og sýna skoðana- kannanir að frambjóðendur Græningja, flokks umhverfissina, njóta mesta fylgis. Samkvæmt könnun, sem birtist í blaðinu Vecernje Novosti í gær, fengju Græningjar 31,3% atkvæða. Kommúnistar, sem breytt hafa nafni flokks síns í Lýðræðislegi umbótafiokkurinn, kæmu þar næst- ir en blaðið gaf ekki upp fylgi þeirra né annarra flokka. Alls taka 17 flokkar og stjómmálasamtök þátt í kosningunum. Kannanir benda til að Milan Kucan, fyrrum leiðtogi kommúnistaflokksins, muni sigra í forsetakosningum Slóveníu en stjórnarandstöðuflokkar muni ná meirihluta á þingi lýðveldisins. Bandaríkin: Kartöfluát og fóstureyðingar Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. í fljótu bragði virðist ekki greinilegt samband á milli fóstureyð- inga og kartöfluáts, en nú er það þó heldur betur upp á tengingun- um í Bandaríkjunum. í Idaho-ríki, þar sem vinsælustu og beztu kartöflur Bandaríkjanna eru framleiddar, bíða nú ný fóstureyðing- arlög undirskriftar ríkisstjórans. Þessi nýju lög banna fóstureyð- ingar nær undantekningarlaust — nema í sumum nauðgunartilvik- um, líf verðandi móður sé í hættu eða fóstrið sé alvarlega vanskap- að. arvald Idaho hyggst svipta konur ákvörðunarrétti yfir fóstrum þeirra,“ segir Molly Vard, formað- ur kvennasamtakanna. Idaho-búar framleiða tæpl. 5 milljónir tonna af kartöflum á ári og hafa 630 milljóna dollara tekj- ur af. Hvert % í sölusamdrætti þýðir þv? 6,3 milljóna dollara tap fyrir íbúa Idaho. Mál þetta vekur mikla athygli í Bandaríkjunum því fóstureyð- ingar eru eitt viðkvæmasta um- ræðuefni á félagsmálasviðinu og hafa víðtæk áhrif á stórnmála- sviðinu. Margir veitingahúsaeig- endur hafa til vonar og vara rift gerðum kaupsamningum og lýst því yfir að þeir muni ekki hafa kartöflur frá Idaho á boðstólum meðan fóstureyðingarlöggjöfin nýja í Idaho er í brennidepli. Aðal- stuðningsmenn nýju fóstureyð- ingarlaganna í Idaho segja hins vegar að kartöflur hafi ekki at- kvæðisrétt. Eftir er að sjá hvort vegur þyngra, óttinn við hrun aðalatvinnugreinarinnar eða hug- sjónin um stranga fóstureyðingar- löggjöf. Lögin eiga mikinn hljómgrunn meðal íbúa ríkisins, sem að fjórð- ungi til eru mormónar sem vilja engar hömlur á barneignir. Ríkis- stjórinn er talsmaður strangrar löggjafar um fóstureyðingar, en hann hefur þó tekið sér frest til að undirrita nýju lögin. Þau verða að lögum 1. júlí nk. ef hann undir- ritar eða gerir ekkert í málinu. Neiti hann hinsvegar að undirrita þau fara þau aftur til ríkisþings Idaho og þurfa 3A hluta atkvæða til að hljóta staðfestingu. Kartöflurnar, frægasta og helzta framleiðsluvara íbúa Idaho, hafa hinsvegar sett babb í bátinn. Samtök bandarískra kvenna, „National Organization for Wom- en“, hafa ákveðið að hefja áróður gegn Idaho-kartöflum ef ríkis- stjórinn synjar ekki undirskrift nýju fóstureyðingarlaganna. Samtökin telja að þau geti orðið fordæmi nýrra og hertra fóstur- eyðingarlaga í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. „Við munum skora á fólk að fara ekki til Idoho né kaupa kart- öflur þaðan svo lengi sem löggjaf- Japan: Hlutabréfiii falla og geng’i jensins lækkar Tókýó. Reuter. MIKIL verðlækkun varð á hluta- bréfúm í kauphöllinni i Tókýó í Japan í gær, sú mesta síðan í hruninu í október 1987. Lækkaði gengi jensins í kjölfarið eða þar til japanski seðlabankinn greip til aðgerða því til styrktar. Veru- legur órói hefúr verið á japanska verðbréfamarkaðnum að undan- förnu og þar sem greiðsligöfúuð- ur Japana hefúr minnkað mánað- arlega í heilt ár er óttast, að gengislækkun jensins verði ekki umflúin. Það, sem olli verðfallinu í ^ær, er frétt um, að stór tryggingafyrir- tæki ætluðu að selja mikið af hluta- bréfum vegna fyrirhugaðrar endur- skipulagningar. Féll Nikkei-verð- bréfavísitalan japanska um 6,60% og er það annað mesta fall frá upp- hafi og það mesta frá 1987. Hefur hún þá fallið um 28% frá áramótum og er það rakið til áhyggna af gengi jensins, hærri vaxta og minni hagn- aðar fyrirtækja. Japanski seðlabankinn greip í gær til ráðstafana til að styrkja gengi jensins en flestum ber saman um, að til lengdar verði erfitt að koma í veg fyrir gengislækkun. Viðskiptajöfnuðurinn og greiðslu- jöfnuðurinn eru ekki jafn hagstæðir og áður og auk þess segja sumir sérfræðingar, að það hafi líka sín Að sögn Nakajima deyr hálf milljón manna á ári í Evrópu af völdum tóbaksreykinga. „í Frakkl- andi deyja t.a.m. meira en eitt þús- und manns af völdum reykinga í viku hverri. Það eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem deyja af völdum áfengisnotkunar. Nakajima skýrði frá þessu við setningu alþjóðaráðstefnu um áhrif tóbaksreykinga á heilsu manna er áhrif, að sviðsljósin beinast nú ekki lengur að Japan og Suðaustur-Asíu, heldur að Evrópu 1992 og Austur- Evrópu. „Það hefur borið skugga á hina rísandi sól Kyrrahafsþjóð- anna,“ sagði einn þeirra. hófst í Ástralíu í gær. í ræðu sinni skoraði hann á þjóðaleiðtoga um heim allann að fara á undan með gott fordæmi og hætta reykingum. Vitnaði hann í því sambandi til þess að franski neðansjávarlíffræð- ingurinn Jacques Cousteau hefði á sínum tíma fengið Castró Kúbufor- seta til þess að hætta vindlar- eykingum. 2,6 millj. deyja ár- lega vegna reykinga Pcrth, Ástralíu. Reuter. ARLEGA deyja 2,6 milljónir manna úr sjúkdómum sem rekja má til tóbaksreykinga, að sögn Hiroshi Nakajima, forstjóra Alþjóða heil- brigiðisstofnunarinnar (WHO). SKATABUÐIN /. fermi Narvik Thermofil fylling + 25° C — + 8° C Þyngd 1900 gr. Verö kr. 5.690.- Femund Hollofil fylling + 25° C — - 10° C Þyngd 1900 gr. Verð kr. 6.980,- Igloo Hollofil fylling + 25° C — + 15° C Þyngd 2000 gr. Verö kr. 7.990,- Jaguar E50 50 lítrar Þyngd 1700 gr. Verö kr. 7.690.- Panther 3 65 lltrar Þyngd 1600 gr. Verð kr. 8.390.- Lynx 4 60 Iftrar Þyngd 1100 gr. Verð kr. 5.590,- -SKARAR FRAMÚR ATH. Póstsendum samdægurs um allt land SNORRABRAUT 60 — SIMI 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.