Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 14
GOTT FÓLK/SlA, 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 og allir af stað.J Það er stórkostlegt skemmtanalíf í Fríklúbbnum, íþróttir, uppákomur! Hópurinn fer saman útað borða,á diskótek, skellir sér á seglbretti eða i jeppasafarí og.. og og..og.. alveg pottþétt! 2ja vikna ferð til Æ£* Costa del Sol frá flfv Twi/yw/ og 156.800,- fyrír alla fjölskylduna, tvo fullorðna og tvö börn, 2 - 11 ára 3ja vikna ferð {,» ÆQ /%/%/%* til Mallorka frá ffft tOi " 2ja vikna ferð til (,« Æy £/1/1* til Portúgal frá Kit w7tOUUym *Staðgreiðsluverð miðað við 4-6i ibúð og 1000 króna innlegg i feröasjóðinn. Sjá innleggsmiða á öðrum stað i blaðinu. IÍRVAL-ÚTSÝN AiaUHiytfia- Álfabakka 16, sími 60 30 60 Borg sem gleym- ir börmim sínum eftir Ólínu Þorvarðardóttur Kindin sem ekki vill kara lamb sitt, snýr við því baki og hrekur það frá sér er kölluð „óart“. Hegðun hennar vekur andúð. Sama er að segja um foreldra sem ekki sinna bömum sínum heldur vanrækja þau. Þeir standa ekki undir nafni sem foreldrar. Þetta eru alþekkt sannindi sem allir eru sammála um. Það vill svo til að maðurinn, líkt og fjölmargar dýrategundir aðrar, er samfélagsvera. Allt frá morgni tímans hefur lífsbaráttan kennt hon- um að samhjálp og samvinna er far- sælasta leiðin til að komast af og viðhalda þannig sjálfum sér og stofn- inum. Þessvegna erum við ekki ein- farar á rangli um víðáttur landsins, hver og einn í örvæntingarfullri lífsbaráttu, heldur samstæður hópur sem ber sameiginlega ábyrgð á lífi og velferð hvers og eins. Sá sem verður undir nýtur aðstoðar hinna, en er ekki látinn deyja drottni sínum úti á freðísnum. Þannig er það a.m.k. í svokölluðum „siðmenntuðum" sam- félögum og raunar einnig meðal óæðri dýrategunda. I samfélögum hjálpast menn því að og styðja hver annan frá vöggu til grafar. Þetta gerir kirkjan, og þetta gerir samfélagið í heild sinni — víðast hvar. En snúum okkur þá aft- ur að óartinni — þeirri sem hafnar afkvæmi sínu. A afmælisdegi Reykjavíkur, þann 18. ágúst 1960, var opnað hér í Reykjavík nýtt heimili fyrir fæðandi konur og hlaut nafnið Fæðingar- heimili Reykjavíkur. Þetta ágæta heimili hefur starfað árum saman við góðan orðstír og reynt eftir megni að anna mikilli eftirspurn, ekki síst efir að álagið var orðið svo mikið á fæðingardeild Landspítalans að til vandræða hefur horft síðustu ár. Þetta yndislega heimili þekki ég vel — enda hef ég fætt þar þijú yngstu bömin nn'n og notið góðs af elsku- legu viðmóti og manneskjulegri stjórnun sem alla tíð hefur verið höfð þar í fyrirrúmi. Þarna gat ég legið og jafnað mig eftir erfíða með-. göngu sex til átta daga, safnað mjólk og kröftum fyrir það vandasama verkefni að sinna móðurhlutverkinu og annast hið nýfædda líf, þegar heim var komið. A sama tíma voru kynsystur mínar að koma heim af fæðingardeild Landspítalans, jafnvel á þriðja og fjórða degi eftir fæðinguna, fölar og teknar, og illa undir það búnar að mæta andvökunóttum með grátandi ungbarn á armi. Örtröðin og vinnuá- lagið á fæðingardeild Landspítalans er orðin þvílík, að starfsfólk deildar- innar er orðið verulega uggandi um velferð og öryggi þeirra sængur- kvenna sem þangað Ieita. Og ekki er við starfsfólkið að sakast, því það fólk reynir af fremsta megni að sinna skyldu sinni, oft á tíðum undir ómanneskjulegu vinnuálagi. í sveita síns andlitis hleypur það um ganga, á milli fæðandi kvenna, grátandi barna og sængurkvenna sem jafnvel þurfa að liggja á göngum spítalans þegar hroturnar gerast stærstar. Já, Ijótt er að heyra. Einkum í Ijósi þess, að nú hefur mjög verið þrengt að þeirri fæðingarhjálp sem Fæðing- arheimili Reykjavíkur hefur hingað til sinnt, og það fyrir tilstilli borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þeir menn og þær konur sem þar skipa raðir sáu ekki ástæðu til þess að styðja við bakið á Fæðing- arheimili Reykjavíkur, þrátt fyrir hið augljósa ástand sem ríkt hefur lengi. í skjóli svokallaðrar „rekstrarha- græðingar" sá þetta fólk fremur ástæðu til þess að skerða húsakost Fæðingarheimilisins og taka hús- næðið undir einkavædda sérfræð- ingaþjónustu. Þar geta menn nú m.a. látið búa um skeinur og sár fyrir tvöþúsund krónur (Það kostar hinsvegar 900 krónur að koma í bráðamóttöku slysadeildar Borg- arspítalans). Þetta þótti þarfara verkefni heldur en að hlynna að fæð- andi konum, þeim að kostnaðarlausu. Þjóð sem gleymir ungviði sínu stendur ekki undir nafni sem þjóð — og hið sama á raunar við um borg sem ekki hirðir um börnin sín. Og Reykjavíkurborg hirðir lítt um börn, hvort sem um er að ræða vöggubörn eða börn sem eru að stíga sín fyrstu spor út í lífíð. Um það vitnar m.a. ástandið í dagvistarmálum Reykjavíkur. Á meðan velflestir for- eldrar þurfa að vinna hörðum hönd- um fullan vinnudag, leyfir Sjálfstæð- isflokkurinn sér að geipa um fjölgun Ólína Þorvarðardóttir „Þjóð sem gleymir ung- viði sínu stendur ekki undir nafhi sem þjóð — og hið sama á raunar við um borg sem ekki hirðir um börnin sín. Og Reykjavíkurborg hirðir lítt um börn, hvort sem um er að ræða vöggubörn eða börn sem eru að stíga sín fyrstu spor út í lífið.“ leikskólarýma fyrir börn giftra for- eldra (vistunartími: 4 klst. á dag) á kostnað heilsdagsvistunar. Ég spyr: Hvar eiga blessuð börnin að vera aðra klukkutíma dagsins? Við vitum að börn giftra foreldra — sem er meinað að skrá sig á bið- lista eftir dagheimilisvistun þar sem eru fyrir á annað þúsund barna í forgangshópi — eiga engrar úrlausn- ar von af hálfu borgarinnar. Börn á skólaaldri, en það eru börn á aldrin- um sex til tólf ára, eiga heldur ekki í nein hús að venda. Á sama tíma og vímuefnanotkun unglinga er orðin alvarlegt áhyggju- efni, og ofbeldi þeirra á meðal færist stöðugt í vöxt — aðallega á höfuð- borgarsvæðinu — sér Reykjavíkur- borg ekki ástæðu til þess að styðja betur við bakið á sínum ungu þegn- um. Á síðasta ári var 35 milljónum króna varið til æskulýðsmála í borg- inni. Til samanburðar má nefna að kringlan í Öskjuhlíð kostar tæpan milljarð. Er þá ónefnd sú geigvæn- lega peningahít sem nefnist Ráðhús (1,6 milljarðar). Hönnunarkostnaður þeirrar byggingar er algerlega farinn úr böndum. Hann nemur nú tæplega fjögurhundruð milljónum króna og er mun hærra hlutfall en þekkist við aðrar byggingar borgarinnar — þvílíkur er hamagangurinn við það að flýta framkvæmdum fyrir kosn- ingar. Það sem hér hefur verið nefnt er aðeins toppurinn af ísjakanum. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um forgangsröðun núverandi borgarstjóra? Segir þetta ekki það sem segja þarf um knýjandi nauðsyn þess að breyta forgangsröðinni? Reykjavíkurborg ber skylda til þess að búa börnum sínum manneskjulegt umhverfi. Hvernig er hægt að stuðla að fegurra mannlífi þegar börnin hafa ekki annað fyrir augunum en gráan veruleika götunnar? í fjarska sjá þau glitrandi kúluhúsið gnæfa — mammonslíkneski Reykjavíkurborg- ar! Þar er ekki þeirra athvarf. Höfímdur hefur starfað sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi, en stimdnrnú magistersnám í íslensku við HAskóla íslands. Vinningstölur laugardaginn 31. mars '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 2.816.008 o PUJSrs8íBÍ 4. 4af5^^(| 4 143.975 3. 4af 5 173 5.742 4. 3af 5 5.392 429 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.514.450 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.