Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 55 Barist um heildarsigurvegara. Guðmundur Bragason og Ivar Hauksson spenna vöðvana fyrir dómara, en Kjartan Guðbrands- son, Hreinn Vilhjálmsson og Gestur Helgason bíða átekta eftir úrslitunum. fínpússa þá vöðva sem ég er komin með, en ætla ekki að bæta á mig vöðvum, halda kvenleikanum." sagði Inga í samtali við Morgun- blaðið. „Ég byijaði fyrst að æfa vegna bakmeiðsla sem ég hlaut í djassballett, sem ég hafði æft í tíu ár. Fyrir tveimur árum ákvað ég svo að snúa mér að vaxtarræktinni og hef æft með unnusta mínum, Guðmundi Bragasyni. Þegar ég var búin að vinna kvennatitilinn, þá þorði ég ekki að vona að hann ynni í karlaflokki, það var svo ótrúiegt, því andstæðingar hans voru allir nijög góðir. Draumurinn rættist þó og við munum tvíeflast við æfíng- arnar ef að líkum lætur,“ sagði Inga. Keppni í flokki Guðmundar Bragasonar var mjög jöfn. Fyrri Islandsmeistari, Hreinn Vilhjálms- son, var í góðu formi, var vöðva- meiri, en Guðmundur þótti hafa betra samræmi milli einstakra vöðva og líkamshluta. Sama var upp á teningnum þegar keppt var um heildarsigurvegara. Þá bættist ívar Hauksson úr þyngsta flokknum í hópinn, auk sigurvegara úr öðrum þyngdarflokkum karla. ívar var næstur því að mati dómara að slá Guðmundi við, en Hreinn var valinn sá þriðji besti yfir heildina. „Ég átti aldrei von á þessu, bjóst við að Kjartan Guðbrandsson eða Hreinn bæru sigur úr býtum,“ sagði Guðmundur. Sex ár eru síðan hann byijaði að þjálfa líkama sinn og hann byrjaði að keppa fyrir fjórum árum. „Ég gekk inn á líkamsrækt- arstöð horaður og renglulegur, með tnikla minnimáttarkennd vegna vaxtarlagsins. Eftir fyrsta árið sá ég mikinn mun og þá varð ekki aftur snúið, síðar sneri ég mér að hreinni vaxtarrækt í stað líkams- fæktar. Þetta krefst mikils sjálfs- aga, ekki síst í mataræði og fyrir keppnina var ég farinn að sjá pyls- ur og ís í hillingum síðustu dagana. Slíkur matur hefur verið á bann- hsta í nokkurn tíma. Titillinn var óvæntur glaðningur, ég gat ekkert sofið nóttina eftir keppnina, adrena- línið var enn á fullu yfir þessum óvænta árangri,“ sagði Guðmund- ur. ■ SHARPM Thompson, óperu- söngkona, hélt tónleika í Húsavík- urkirkju á dögunum við undirieik manns síns David B. Thompson, sem jafnframt lék nokkur verk á orgel. Voru tónleikarnir vel sóttir og listafólkinu vel fagnað með lófa- taki og blómum. Thompsonshjónin hafa í tvö ár verið kennarar við Tónlistarskóla Húsavíkur og hann jafnframt verið organisti Húsavíkurkirkju og hún söngstjóri kirkjukórsins. Þetta er mjög mennt- að tónlistarfólk. Frúin hefur lokið BA-prófi í tónlistarkennslu og meistaragráðu í söng við háskólann í Suður-Karólínu og verið söng- kennari við þekkta háskóla. Hennar er getið í bókinni „Who’s Who in Music“. Sérgrein Davids er píanó- leikur og stjórnun tónlistar við Land míns íoður, sem frumsýna á hjá Leikfélagi Húsavíkur um næstu helgi. Þessi hjón hafa hlotið al- menna hylli tónlistarunnenda á Húsavík og vildu Húsvíkingar hafa þau sem lengst, en þau fara vestur til frekara náms á komandi hausti og verður þeirra hér saknað. — Fréttaritari ■ KAÞARSIS-leiksmiðja frum- sýnir gamansjónleikinn Sumardag eftir Pólverjann Slavomír Mrozek mánudaginn 9. apríl. Á íslandi er Mrozek fyrst og fremst þekktur fyrir sjónleiki sína, svo sem Á rúmsjó (Þjóðleikhusið 1966), Tangó (Leikfélag Reykjavíkur Skúli Gautason, Bára L. Magnús- dóttir og Ellert A. Ingimundar- son í hlutverkum sínum í Sumar- degi. 1967) og Vatslaw, en hann er einn- ig virtur smásagnahöfundur. Gam- ansjónleikurinn Sumardagur segir frá konu og tveimur karlmönnum sumardag einn, þau hittast og hafa örlagarík áhrif hvert á annað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ka- • þarsis-leiksmiðja er hópur atvinnu- fólks, sem samanstendur af 6 leik- urum, leikstjóra, raddkennara og framkvæmdastjóra. Leikarar í Sumardegi eru þau Bára L. Magn- úsdóttir, Skúli Gautason og Ellert A. Ingimundarson sem er gestur hópsins í þessari uppsetningu. Þór- arinn Eldjárn hefur þýtt leikinn úr sænsku og leikstjóri er Kári Halldór. Sýningar Kaþarsis á Sum- ardegi verða í Leikhúsi frú Em- ilíu, Skeifunni 3C í Reykjavík. 1 ■ FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins á Eskifirði fyrir komandi bæjarstjómarkosningar hefur verið birtur. I efsta sæti listans er Guð- mundur Svavarsson málarameist- ari. í öðru sæti listans situr Ás- björn Guðjónsson bifvélavirki, í þriðja sæti Bjarnrún Haraldsdótt- ir skrifstofumaður, fjórða sæti Benedikt Hilmarsson húsgagna- smiður, fimmta sæti Jón Trausti Guðjónsson sjómaður, sjötta sæti Aðalheiður Dóra Sigurðardóttir verzlunarmaður og í sjöunda sæti Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Alþýðuflokkurinn á nú einn fulltrúa í bæjarstjórn Eskifjarðar, Guð- mund Svavarsson. HAJ ■ FUNDUR fiskframleiðenda og útflytjenda haldinn 18. mars síðast- liðinn á Hótel Sögu lýsir yfir ánægju sinni með það að utanríkis- ráðherra skuli hafa leyft útflutning á léttsöltuðum fiski. Bann sjávarút- vegsráðherra við framleiðslu á ferekum, flöttum fiski og flökum ógnaði atvinnuöryggi fjölda fjólks og skapaði hættu á að starfsemi margra framleiðenda yrði lögð í rúst. Heimild utanríkisráðherra tryggir áframhaldandi starfsemi þessara aðila. Fundurinn skorar á utanríkisráðherra að leyfa útflutn- ing á léttsöltuðum fiski að minnsta kosti út vetrarvertíðina. Jafnframt skorar fundurinn á sjávarútvegs- *? háðhérríí áðléýfa þegat í Stáð’fráftí-'! leiðslu á ferskum unnum físki á ný undir ströngu gæðaeftirliti. Tækni- framfarir og hraðari flutningar gefa sífellt aukna möguleika á útflutn- ingi á unnum ferskum fiski í ýmsu formi. Það er nú einmitt sú vara sem neytandinn kaupir hæsta verði. Utflutningsbannið einangrar Island frá þátttöku í markaðssetningu á fullunnum ferskum flökum á borð hins erlenda neytanda. Fundurinn krefst nýrrar markaðsstefnu og al- gjörs fijálsræðis í útflutningi á unn- um ferskum fiski. Hann mótmælir jafnframt miðstýringu og vald- boðsstefnu. Tónleikar verða í sal Tónlistar- skóla Kópavogs 4. og 7. apríl. ■ PÁSKATÓNLEIKAR Tónlist- arskóla Kópavogs verða haldnir í sal skólans, Hamraborg 11,3. hæð, miðvikudaginn 4. apríl ki. 19.00 og laugardaginn 7. apríl kl. 11.00. Fjölbreytt efnisskrá. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Skálholt ■ KYRRÐARDAGAR í Skál- holtsskóla verða haldnir um bæna- dagana. Þeir hefjast á miðvikudags- kvöldi, 11. apríl, og lýkur á laugar- degi fyrir páska. Kyrrðardagar eru íhugunar-, bæna- og hvíldardagar. Þátttakendur hverfa frá skarkala hveredagslífsins og ganga á vit iVartnan ' ftl’ll olllim opnir og henta þeim, sem leita slök- unar, vilja rækta sinn innri mann og stunda íhugun í anda kirkjunn- ar. Sigurbjörn Einarsson, biskup hefur með höndum alla fræðslu. Skráning fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík. (Fréttatilkytining frá Skálholtsskóla) Morgunblaðið/Þorkell Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, klippir á borða við vígslu viðbyggingar Háskólabíós. Sumarbæklingur Ferðaskrif- stofii stúdenta kominn út SÖNGSVEITIN Boney M kemur fram á svonefiidri dans- og músikhátíð í Danshöllinni um næstu helgi. í frétt frá Danshöllinni segir, að á hátíðinni verði rifjuð upp dansár- in 1975-1980. Boney M hafi þar leikið aðalhlutverkið, til dæmis með lögunum Ma Baker, Daddy Cool, Rivers of Babylon o.fl. Á fyrstu hæð Danshallarinnar verður diskótek, á annarri hæð verða Boney M með sýningu og dúettinn Þú og ég, sem er skipaður Jóhanni Helgasyni og Helgu Möller, syngur nokkur lög. Hljómsveitin Sambandið ieikur síðan fyrir dansi. Á þriðju hæðinni verður hljómsveit Stefáns P. með Ara Jónsson söngvara innanborðs. Þá segir í fréttinni, að sérstaklega verði vandað til matseðils á þessum kvöldum. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. Yiðbygging Há- skólabíós vígð SUMARBÆKLINGUR Ferðaskrif- stofu stúdenta er kominn út og það sem ferðaskrifstofan hyggst leKgja mesta áherslu á í sumar eru námsmannafargjöld, ævin- týraferðir, Interrail og málaskól- ar. Námsmannafargjöldin hafa lang- an gildistíma og farseðlum má breyta. Hægt er að fljúga til einnar borgar og frá annarri heim fyrir svip- að verð og ef ferðast er til og frá sömu borg. Interrail-kortin sem Ferðaskrif- stofa stúdenta hefur til sölu eru 30 daga lestarkort sem gilda í flestar lestir V-Evrópu auk Marokkó og Tyrklands. Interrail-kort geta allir keypt þar sem þau eru ekki 'engur bundin við að fólk sé yngra en 26 ára. Ferðaskrifstofa stúdenta hefur um alllangt skeið selt ferðir um Evrópu í tveggja hæða strætisvögnum. Þessi óvenjulegi ferðamáti er mjög vinsæll og í sumar er boðið upp á 5 mismun- andi ferðir. Stuttar ævintýraferðir með Enco- unter Overland eru farnar yfir sum- artímann og má benda á ferðir í Tyrklandi og margar mismunandi ferðir í S-Ameríku, M-Ameríku og Afríku. Einnig er boðið upp á fjöl- breytt úrval af ferðamöguleikum inn- an Bandaríkjanna. Til sölu eru 30 og 60 daga flugpassar með banda- ríska fiugfélaginu Delta. í boði eru fjölmargar ævintýraferðir innan Bandaríkjanna þar sem ferðast er um í smárútum og gist í tjöldum. Þá er boðið upp á málanámskeið víða um heim. Námskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri með kunnáttu á öllum stigum. (Fréttatilkynning) Boney M í Danshöllinni VIÐBYGGING Háskólabíós var vígð síðastliðinn laugardag að viðstödduin forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og öðr- um gestum. Heildarstærð við- byggingarinnar er um 4000 fer- metrar og lætur nærri að með tilkomu hennar sé um tvöfoldun á húsrými Háskólabíós að ræða. í viðbyggingunni verða fjórir sal- ir til viðbótar stóra sal Háskóla- bíós, og hafa þrír þeirra nú verið teknir í notkun, en sá síðasti verður tekinn í notkun um næstu áramót. Með byggingunni hefur verið bætt úr þörf Háskólabíós fyrir minni sýningarsali, og Háskóli íslands hefur fengið verulega bót á biýnni þörf fyrir fyrirlestrarsali. Þá hefur öll aðstaða til ráðstefnuhalds gjör- breyst, og er hún nú í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til ráð- stefnuaðstöðu. Séretakur hljóðbún- aður fyrir heyrnarskerta er í nýju sölum hússins, og er Háskólabíó fyret kvikmyndahúsa til að taka tillit til þarfa heymarskertra með sérstöku hljóðkerfi fyrir þá. Byggingarnefnd vegna viðbygg- ingar Háskólabíós var skipuð 1985 og voru hönnuðir þá ráðnir til verks- ins. Forseendur viðbyggingarinnar voru samnýting hú'snæðisins fyrir kennslu, kviukmyndasýningar og ráðstefnur. Einnig komu fram óskir frá Landsbanka Islands um aukið húsnæði í Háskólabíói, en bankinn hefur leigt hluta af anddyri Há- skólabíós í 28 ár. Niðurstaðan varð sú að ekki væri hægt að minnka anddyri bíósins meira en gert hafði verið, og var því ákveðið að taka tillit til þarfa bankans við hönnun á nýju húsnæði. Formaður fyrstu byggingar- nefndar viðbyggingarinnar var Jón- atan Þórmundsson prófessor, en Þórir Einarsson prófessor tók við af honum. Auk hans eru í bygging- arnefndinni Bi-ynjólfur I. Sigurðs- son prófessor, Friðbert Pálsson framkvæmdastjóri Háskólabíós og Karl B. Guðmundsson fulltrúi Landsbanka íslands. Arkitektar byggingarinnar eru Guðmundur K. Kritstinsson og Ferdinand Alfreðs- son, og hönnuðir burðarvirkis eru Bragi Þorsteinsson og Eyvindur Valdimareson. Verkfræðistofa Guð- mundar og Kristjáns hannaði lagnir í byggingunni, verkfræðistofan Rafhönnun hannaði raforkuvirki og Níels Jordan hljóðtækni. Hönnuður lóðar er Reynir Vilhjálmsson. Gunn- ar Torfason og Koibeinn Kolbeins- son önnuðust verkefnisstjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.