Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 20
áó' MOUGU.S'BLAnin Í>RlÐJUljA«tJR 3. AÍ-RlU 1990 Umsögn embættis ríkislögmanns um samkomulag menntamálaráðherra og Sturlu Kristjánssonar: Afar óheppi- legar málalyktir HÉR FER á eftir umsögn embættis ríkislögmanns um „áfrýjun til Hæstaréttar á máli Sturlu Kristjánssonar, forsendur þeirrar áfrýjunar og um lyktir málsins", sem send var aðstoðarmanni fjárinálaráðherra 27. febrúar sl. Umsögnin er undirrituð af Guðrúnu Margréti Arnadótt- ur hrl. og Gunnlaugi Ciaessen ríkislögmanni: I. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra hefur hinn 26. febrúar sl. óskað eft- ir því að embætti ríkislögmanns láti í té sérstaka umsögn um 3. lið bréfs fjárveitinganefndar Alþingis til fjár- málaráðuneytis frá 7. apríl 1989. Með því bréfí óskaði fjárveitinga- nefnd Alþingis ýmissa upplýsinga um mál Sturlu Kristjánssonar, en 3. liður bréfsins hljóðar svo: „3. Álitsgerð frá ríkislögmanni um málshöfðunina á hendur Sturlu Kristjánssyni og ástæður hennar og um málalok." Embætti ríkislögmanns hefur áður tjáð sig um þetta bréf fjárveitinga- nefndar Alþingis skv. beiðni ráðu- neytisins, er barst hinn 12. apríl 1989. Sú umsögn ásamt fylgiskjölum var send ráðuneytinu hinn 19. maí 1989. Náði hún til allra þriggja liða fyrirspurnar fjárveitinganefndar Al- þingis, að svo miklu leyti sem upplýs- ingar um þau atriði lágu fyrir hjá embættinu. Umsögn byggð á hinum nýju tilmælum, er eingöngu tekur til 3. liðs fyrirspurnar fjárveitinga- nefndar Alþingis, er rakin í liðum II og III hér á eftir. Gengið er út frá því í þessari umsögn, að fjárveitinga- nefnd hafí undir höndum samkomu- lag menntamálaráðherra og Sturlu Kristjánssonar frá 22. nóvember 1988. Vakin skal athygli á því, eins og fram kemur í fyrri umsögn embættis- ins, að ríkislögmaður var kvaddur til viðræðna við fjármálaráðherra í nóv- ember og desember 1988, þ.e. fýrir og eftir samningsgerð menntamála- ráðherra við Sturlu. í þeim viðræðum var varað við niðurfellingu áfrýjunar málsins og gagnrýnd þau málalok, sem fólust í gerð samkomulags menntamálaráðherra og Sturlu. Sú gagnrýni hefur ekki verið höfð uppi á opinberum vettvangi og af hálfu embættisins hefur ekki staðið til að gera hana opinbera. Af bréfi ráðu- neytisins frá 12. apríl 1989 og til- mælum nú um sérstaka umsögn um 3. tl. bréfs ijárveitinganefndar Al- þingis er hins vegar ljóst, að ráðu- neytið ætlast til þess að viðhorf þessa embættis til umræddra málalykta verði kunngerð fjárveitinganefnd Alþingis. II. Til skýringar, forsendum ríkisins fyrir áfrýjun dóms í máli Sturlu Kristjánssonar, er nauðsynlegt að rekja hér í stuttu máli ástæður frá- vikningar hans og niðurstöðu dóms bæjarþings Reykjavíkur. Menntamálaráðherra leysti Sturlu Kristjánsson frá embætti fræðslu- stjóra í Norðurlandsumdæmi eystra með bréfí, dags. 10. janúar 1987. Aðdragandi þess er ítarlega rakinn í heild í málavaxtalýsingu stefnda, fjármálaráðherra á bls. 62—89 í dómi bæjarþings Reykjavíkur. Dómurinn fylgir minnisblaði þessu sem fylgi- skjal. Ástæður menntamálaráðherra fyrir frávikningu Sturlu voru tvíþættar: a. í fyrsta lagi vegna fjármálalegr- ar umsýslu hans í starfí. Hér á eftir verður stiklað á stóru í hvetju þessar ávirðingar fóiust, en um nánari um- fjöllun vísast til bls. 89—95 í dómi bæjarþings Reykjavíkur. I störfum sínum hafí hann vísvit- andi haft fjárlög að engu. Þannig ha'fi hann skipulagt skólahald í um- dæminu skólaárið 1985—1986 með þeim hætti, að kennslumagn fór ' 'Qftítaisvert :frám ~6r hehnildum fjár- laga. Umreiknað til stöðugilda nam kennslumagn umfram fjárlagaheim- ildir 22 stöðugildum það skólaár. Skipulagning hans á skólastarfi vegna næsta skólaárs hafí verið sama marki brennd. Þrátt fyrir und- angengnar aðvaranir menntamála- ráðuneytisins hafi hann skipulagt með ráðnum huga kennslumagn til almennrar kennslu og sérkennslu skólaárið 1986—1987 umfram heim- ildir. Hinu sama gegndi varðandi rekstur fræðsluskrifstofu og sál- fræðiþjónustu. Við frávikninguna í janúar 1987 hafi legið fyrir, að hann myndi ekki breyta starfsháttum sínum að því er varðaði hina Ijármálalegu umsýslu. Sturla taldi í því efni engra úrbóta þörf, enda hafi hann ekki fallist á, að neitt athugavert hafí verið við þessa starfshætti hans. Þetta kom skýrt fram hjá honum á fundi í ráðu- neytinu hinn 9. janúar 1987. Þessi afstaða hans var óbreytt, er hann höfðaði dómsmál gegn ríkissjóði til heimtu bóta vegna brottvikningar úr starfi. í skriflegri og munnlegri aðilaskýrslu hans í þessu dómsmáli taldi hann enn sjálfsagt að hann, embættismaðurinn, tæki sér vald til að ákveða útgjöld án tillits til fjár- laga og fyrirmæla ráðuneytisins. í niðurstöðu dóms bæjarþings Reykjavíkur á bls. 108—111 var fal- list á, að hann hefði brugðist starfs- skyldum sínum á sviði fjármálalegrar umsýslu með því að heimila svo veru- lega kennslu umfram það sem fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir þessi tvö skólaár. b. Frávikningu hans úr starfi byggði ráðherra í annan stað á því, að Sturla hafi ítrekað gerst brotlegur gegn trúnaðarskyldum, sem á honum hvíldu, m.a. með því að beita sér í krafti embættis síns með ótilhlýðileg- um hætti, m.a. með áróðri, gegn stefnu menntamálaráðherra. Þetta hafi hann gert í því skyni að knýja fram aðra stefnu ráðherra í fræðslu- málum umdæmisins en leyfð var samkvæmt fjárlagaheimildum. Á fundi í ráðuneytinu 9. janúar 1987 hafi komið fram, að hann féllst ekki á að neitt athugavert væri við þessar baráttuaðferðir hans og hann talið þær sjálfsagðar. Þessi háttsemi hans, sem var markviss og skipu- lögð, verður ekki rakin hér í einstök- um atriðum. Þess í stað skal vísað til umfjöllunar í dómi bæjarþings Reykjavíkur, þar sem henni er lýst að verulegu leyti á bls. 95—105. Niðurstöður dómsins um þetta atriði koma fram á bls. nr. 111—112. Rétt er að tilfæra hér afstöðu dómsins til þessa atriða málsins: „Að því er varðar meint brot á trúnaðarskyldu stefnanda við menntamálaráðherra og ráðuneyti hans, er rétt að líta á stöðu fræðslu- stjóra: Starfsskyldur hans eru við menntamálaráðuneyti, fræðsluráð og sveitarstjórnir. Fallast verður á, að stefnandi hafí með baráttuaðferðum sínum fyrir aukinni stuðnings- og sérkennslu í umdæminu eigi gætt þeirrar hófsemi sem krefjast verður af manni í slíku trúnaðarstarfí og þar með brugðist trausti yfirboðara sinna í menntamálaráðuneyti, m.a. með ummælum í ljölmiðlum þar sem ekki er farið rétt með staðreyndir um kennsluþörf. Þá verður og að fallast á að ekki samræmist stöðu hans að taka þátt í samningu þeirrar greinargerðar sem flutt var þing- mönnum umdæmisins, enda ummæli í henni sem sem beindust að ráðu- neytinu og hlutu að valda því að hann missti traust yfirmanna sinna Sjallinn var þétt setinn á almennum fundi sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hélt um Sturlumálið í lok janúar 1987. þar.“ Dómur bæjarþings Reykjavíkur féll hinn 8. apríl 1988. Þrátt fyrir að dómurinn hafi þannig fallist á, að Sturla hafí brotið starfsskyldur sínar, bæði er varðaði Ijármálalega umsýslu og trúnaðarskyldur, var ekki talið, að þær ávirðingar væru nægilega alvarlegar til að réttlæta brottvikningu að fullu úr starfi. Þá þótti framkvæmd brottvikningarinn- ar að formi til ábótavant. Við ákvörð- un bótafjárhæðar leit dómurinn til þess, að verulegir samskiptaörðug- leikar voru milli Sturlu og ráðuneyt- isins og þess, að framferði hans gaf ráðuneytinu tilefni til brottvikningar um stundarsakir. Með minnisblaði hinn 12. apríl 1988 lagði embætti ríkislögmanns til við fjármálaráðherra, að dóminum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsend- ur embættisins fyrir þeirri tillögu voru, að í málinu væru uppi þær meginspumingar að það teldi óveij- andi annað en að úr þeim yrði skor- ið af Hæstarétti. Þá væri óhjákvæmi- legt að setja spurningarmerki við ýmislegt í forsendum héraðsdómsins. í því sambandi var í fyrsta lagi á það bent, að þrátt fyrir að það lægi fyrir í málinu að Sturla hefði vísvit- andi farið fram úr íjárlögum með skipulagningu kennslumagns skóla- árin 1985-1986 og 1986-1987, teldi dómurinn þær ávirðingar. ekki nægjanlega alvarlegar til að réttlæta brottvikningu til fullnaðar. Eins og dómurinn lægi fyrir, skildi hann í raun eftir óútfylltan tékka fyrir for- stöðumenn stofnana til umfra- meyðslu, þar sem slík Ijármálastjórn varðaði ekki öðrum viðurlögum skv. dóminum en áminningu. í öðru lagi var á það bent, að í niðurstöðu héraðsdómsins væri fall- ist á, að Sturla hefði brugðist trúnað- arskyldum sinum við ráðherra með baráttuaðferðum sínum á árinu 1986 og þátttöku sinni í samningu greinar- gerðar, er afhent var þingmönnum kjördæmisins í lok nóvember 1986. Dómurinn taldi hins vegar ekki að þetta skipulagða framferði hans væri nægjanlega alvarleg ávirðing til að réttlæta brottvikningu til fulln- aðar. I þriðja lagi kæmi sá skilningur fram í dóminum, að áminning gæti ekki verið grundvöllur fyrir brott- vikningu til fullnaðar nema því að- eins að þær ávirðingar, sem hún væri reist við féllu nákvæmlega sam- an við þær ávirðingar, sem áður hefði verið veitt áminning fyrir. Ef þessi niðurstaða ætti að standa hlyti það að vekja þá spumingu, hvort starfsmaður ríkisins geti endalaust brotið af sér, ef hann bara fínnur sér eitthvert nýtt tilefni til þess, sem fyrri áminning nær ekki beinlínis til. Þá kemur fram í dóminum, að heimilt hefði verið að leysa Sturlu frá staifí um stundarsakir. Þetta. sjónarmið töldum við óljóst. Tilgang- ur með lausn um stundarsakir er sá, að stjórnvald fái svigrúm til þess að rannsaka mál án nærveru viðkom- andi starfsmanns og að taka síðan endanlega ákvörðun um það, þegar allir þættir þess eru upplýstir, hvort veita skuli fullnaðarlausn eða láta starfsmann taka við starfí að nýju, með eða án áminningar. Hér var engu slíku til að dreifa. Allt málið lá á borðinu, þegar ráðherra tók sína lokaákvörðun 10. janúar 1987. Eng- ar forsendur voru því fyrir lausn um stundarsakir, þegar nánar er að gáð. Þetta átti alveg sérstaklega við í ljósi þess, að á fundi í ráðuneytinu, sem haldinn var fyrir brottvikninguna hinn 9. janúar 1987, kom skýrt fram af hálfu Sturlu, að hann væri ekki reiðubúinn til að bæta ráð sitt. Að ljúka málinu með áminningu í þeim tilgangi að gefa honum kost á að bæta ráð sitt, hefði því verið þýðing- arlaust eins og hér stóð á. Áminning gat því einfaldlega ekki átt við. Loks var á það bent, að sú niður- staða dómsins að dæma Sturlu miskabætur, væri í andstöðu við fyrri dómaframkvæmd Hæstaréttar. Mörg dómafordæmi réttarins væru fyrir því, að lög nr. 38/1954 um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins, innihaldi enga lagaheimild til greiðslu miskabóta í þeim tilvikum að brottrekstur opinbers starfsmanns er metinn ólöglegur. Heimildin næði einungis til greiðslu bóta fyrir ljár- tjón. Rétt er að undirstrika, að þetta var í fyrsta skipti sem ávirðingar í starfi, slíkar sem þessar komu til kasta íslenskra dómstóla. Engu for- dæmi Hæstaréttar var til að dreifa er skar úr um, hvort slík brot væru að mati Hæstaréttar svo alvarleg, að þau réttlættu brottvikningu að fullu. Þáverandi fjármálaráðherra féllst á tillögur embættis_ ríkislögmanns um áfrýjun málsins. Áfrýjunarstefna var útgefín í júlí 1988 og málið þing- fest í Hæstarétti 3. október 1988. Að fyrirmælum fjármálaráðherra var máíið síðan fellt niður í Hæsta- rétti og var það gert við reglulega fyrirtöku í febrúar 1989. III. Afstaða embættisins er sú, að þær málalyktir, sem fólust í samkomulagi menntamálaráðherra og Sturlu Kristjánssonar frá 22. nóvember 1988, verði að teljast afar óheppileg- ar. Fyrir því má telja ýmsar ástæður. Þessar eru þó helstar: 1. Það er mat embættisins, að með gerð þessa samkomulags hafi stjórnvöld gengið framhjá niðurstöðu dómsvaldsins í landinu í ágreinings- máli, sem lögum samkvæmt hafði . verið lagt .til .endanlegs. úrskucðaf Ráðuneytismenn fúnda með starfsfólki fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra í janúar 1987, eftir að menntamálaráð- herra hafði leyst Sturlu Krist- jánsson fræðslusljóra frá störf- um. þeirrar greinar ríkisvaldsins. Með umræddu samkomulagi er þannig ekki aðeins felld niður áfrýjun dómsins til Hæstaréttar, heldur er einnig þeirri niðurstöðu, sem fólst í dómi bæjarþingsins, breytt með ýms- um hætti. Með sáttagerðinni tekur menntamálaráðherra með samþykki fjármálaráðherra, að sér að breyta niðurstöðu dóms bæjarþings Reykjavíkur. Dómi, sem að teknu tilliti til eigin sakar Sturlu, gerði ráð fyrir bótum honum til handa að fjárhæð kr. 900 þúsund (1.406.420 með vöxtum til 7. desember 1988) er breytt á þá lund, að auk þess skuli greiddar svo- kallaðar „sérstakar miskabætur", þannig að skaðabætur verði samtals kr. 2,2 milljónir. Því ákvæði dóms- ins, sem gerði ráð fyrir málskostnað- argreiðslum til Sturlu að fjárhæð kr. 180 þúsund er ennfremur breytt í greiðslu málskostnaðar „að skað- lausu“. I 3. tl. samkomulagsins kem- ur ennfremur fram, að menntamála- ráðherra hefur gefíð Sturlu kost á að taka á ný við starfí fræðslustjóra, en Þ'ggja ella styrk til námsdvalar erlendis í tvö ár, er nemi fræðslu- stjóralaunum þann tíma. Þá er í 4. tl. samkomulagsins yfírlýsing menntamálaráðuneytisins, er felur í sér, að Sturla hafí verið leystur frá störfum án saka, en þar segir m.a. að hann skuli njóta trausts gagnvart ráðuneytinu og fyllsta réttar við starfsumsókn á sviði fræðslumála í framtíðinni. 2. Sú ákvörðun að falla frá áfrýjun málsins til Hæstaréttar felur í sér, að dómur bæjarþings Reykjavíkur stendur eftir sem fordæmi um það, að brottvikning Sturlu hafi verið ólögmæt. Samkvæmt þessu er dóm- urinn fordæmi um það, að háttsemi, sem norrænir fræðimenn fella al- mennt undir gróf trúnaðarbrot, og ijármálaleg umsýsla, slík sem Sturla Kristjánsson sýndi af sér, teljist minniháttar brot í starfi, en geti ekki varðað forstöðumenn ríkisstofn- ana öðru en áminningu eða bpott- vikningu um stundarsakir. Þetta ber sérstaklega að hafa f huga í ljósi þess, að Sturla hafði áður verið form- lega áminntur fyrir trúnaðarbrot í starfi og að hér var ekki farið út fyrir ramma fjárlaga af afsakanlegri vangá eða ástæðum, sem ekki varð ráðið við. Þvert á móti voru ijárlög og fyrirmæli ráðuneytisins vísvitandi að engu höfð. Embættismaðurinn starfaði því í raun eftir sínum eigin „fjárlögum", og tók sér með þeirri háttsemi pólitískt vald, sem öðrum valdhöfum ber. Þetta er sú staðreynd, sem menn búa við í dag, ef þeir hyggjast ná tökum á eyðslu ríkisstofnana um- fram ijárlög. Þessi dómur og sú stað- reynd, að ríkisvaldið sættir sig við hann sem óáfrýjað fordæmi, hlýtur að veikja mjög ljárstjórnarvald AI- þingis og framkvæmd æðstu stjórn- valda á þeim ákvörðunum Alþingis. Ákvæði 3. og 4. tl. samkomulags aðila frá 22. nóvember 1988, sem fela í sér sérstaka traustsyfirlýsingu á fræðslustjóranum fyrrverandi, hvað sem líður starfsaðferðum hans, undirstrika enn frekar, þvílíkt for- dæmi þessi niðurstaða getur gefið öðrum, sem trúað er fyrir fjárstjórn á vegum ríkisvaldsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.