Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 31
oeei jih'Ia i; fluoAauiaiM aiaAjanuoflOM ____08 ---81 MöKBöMKXSB MiÐjurSÁ&tM l ápéíl \m Fiðla o g píanó í Norræna húsinu TVÆR ungar tónlistarkonur, Bryndís Pálsdóttir fíðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir pianóleikari, halda tónleika í Norræna húsinu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þær munu flytja sónötur eftir Ravel, Beethoven og Jón Nordal. Bryndís Pálsdóttir lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanuni í Reykjavík 1984. Hún stundaði síðan framhaldsnám í fjögur ár við Juilliard-skólann í New York, þaðan sem hún lauk mastersgráðu, og síðar í eitt ár í Amsterdam. Frá síðastliðnu hausti hefur hún verið fastráðinn fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands og kennari við Tónlistarskólanna í Reykjavík. Helga Bryndís Magnúsdóttir út- skrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 sem píanókennari og einleikari og nam næstu tvö árin við Konservatoríið í Vín. Hún stefnir á frekara nám við Sibel- iusar-akademíuna í Helsinki, en hefur starfað sem undirleikari í Tónlistarskólanum í Reykjavík í vetur. „Beethoven-sónatan, sem er köll- uð Kreutzer, er þekkt verk, mjög löng, kraftmikil og erfitt að spila hana,“ sögðu þær nöfnur í samtali við Morgunblaðið. Þær sögðu að sónata Ravels væri einnig vinsæl og þætti skemmtileg. „Það gætir í henni amerískra áhrifa. Gershwin lærði hjá Ravel og þeir voru undir áhrifum hvor frá öðrum. Það má nefna að annar þátturinn í sónö- tunni heitir „Blues“. Hún er samin 1927, þegar blúsinn var mjög vin- sæll í Bandaríkjunum." Þriðja verkið sem Bryndís og Helga Bryndís leika, er sónata eftir Jón Nordal, að þeirra sögn sú eina sem hann hefur samið fyrir fiðlu og píanó. „Hún er samin 1952 og er mikið spiluð, einkum erlendis.“ Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, og Bryndís Pálsdóttir, fiðluleikari. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 2. apríl. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verö verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 84,00 47,00 77,26 10,035 775.302 Þorskur(óst) 83,00 65,00 77,38 9,477 733.359 Ýsa 137,00 35,00 124,65 5,578 695.343 Ýsa(óst) 100,00 50,00 62,68 0,314 19.680 Karfi 40,00 38,00 39,04 3,339 130.367 Ufsi 42,00 39,00 41,36 16,955 701.724 Steinbitur 42,00 41,00 41,01 1,312 53.783 Steinbítur(ósL) 46,00 15,00 40,46 1,190 48.128 Langa 47(00 . 47,00 47,00 0,164 7.708 Lúða 330,00 280,00 296,84 0,103 30.575 Koli 25,00 25,00 25,00 0,031 775 Rauðmagi 45,00 30,00 36,03 0,109 3.909 Gellur 270,00 255,00 263,79 0,058 15.300 Samtals 65,37 49,995 3.268.122 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 90,00 38,00 80,29 145,950 11.717.651 Þorskur(ósL) 81,00 42,00 68,19 18,729 1.277.072 Ýsa 149,00 50,00 124,63 14,585 1.817.772 Ýsa(ósL) 80,00 70,00 71,94 0,165 11.870 Karfi 44,00 38,00 39,60 47,543 1.882.597 Ufsi 41,00 40,00 40,21 55,777 2.242.562 Steinbítur 46,00 29,00 39,54 7,098 280.630 Langa 49,00 49,00 49,00 1,332 65.268 Lúða 325,00 240,00 292,12 0,646 188.710 Skarkoli 52,00 20,00 21,52 0,759 16.332 Keila 23,00 23,00 23,00 0,446 10.258 Rauðmagi 60,00 22,00 48,98 0,578 28.310 Skötuselur 210,00 210,00 210,00 0,065 13.650 Hrogn 190,00 160,00 160,40 1,663 261.940 Samtals 67,07 295,522 19.819.917 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 99,00 43,00 75,77 275,832 20.899.830 Ýsa 156,00 44,00 118,21 71,799 8.487.224 Karfi 49,00 15,00 42,17 20,179 851.017 Ufsi 34,00 16,00 32,40 43,703 1.415.812 Steinbítur 48,00 15,00 39,15 9,484 371.268 Hlýri 43,00 43,00 43,00 0,125 5.375 Langa 59,00 22,00 53,81 1,521 81.822 Lúða 385,00 300,00 361,76 0,335 121.190 Skarkoli 53,00 30,00 36,58 2,177 79.634 Sólkoli 89,00 89,00 89,00 0,187 16.654 Sandkoli 10,00 10,00 10,00 0,390 3.900 Skata 75,00 68,00 71,17 0,099 7.046 Rauðmagi 59,00 40,00 52,63 0,511 26.889 Hrogn 196,00 176,00 186,20 0,392 72.992 Samtals 75,61 430,394 32.544.136 í dag verða meðal I annars seld 15 tonn af ýsu úr Gnúpi GK og óákveðið magn úr dagróðrabátum. Morgunblaðið/Þorkell A Iþróttahús vígt íHafnarfírði Nýtt íþróttahús FH í Kaplakrikanum var vígt á laugardaginn. Það er um 2.000 fer- metrar að stærð og tekur 2.500 áhorfendur í sæti. Arkitektar voru Valdimar Harðarson og Páll Gunnlaugsson en Hagvirki hf reisti húsið. Á myndinni t.v. afhendir Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, Guðmundi Árna Stefánssyni, bæjarstjóra í Iiafnarfirði, lyklana að íþróttahúsinu. Hafnarfjarðarbæi’ sér um rekstur hússins til ársins 2005 en þá taka FH-ingar við húsinu. Fjölmenni var við vígsluna og fengu áhorfendur að sjá sýnishorn af þeim íþróttum sem mögulegt er að stunda í nýja húsinu. Flotgallar og virðisaukaskattur: Fjármálaráðuneytið segir enga lagaheim- ild til niðurfellingar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fjárrnála- ráðuneytinu vegna skrifa um flotvinnubúninga sjómanna: í leiðara Morgunblaðsins á sunnu- dag er fjallað um flotvinnubúninga og virðisaukaskatt, og sagt að fjár- málaráðherra „þráist enn við að fella niður" virðisaukaskatt af flotgöllum, þrátt fyrir að Siglingamálastofnun hafi „viðurkennt flotgalla sem örygg- istæki“. „Tregða skattheimtu- i.:anna“ sé í þessu ljósi „óskiljanleg", og „afstaða fjármálaráðherra" í mál- inu „furðuleg". Að þessu tilefni gefnu er rétt að taka þetta fram: Fjármálaráðherra getur ekki „fellt niður" virðisaukaskatt af flotvinnu- búningum. Til slíkrar niðurfellingar er engin heimild í lögum. Til að losa virðisaukask^tt af flotgöllunum þyrfti sérstaka heimild í virðisauka- skattslögunum, sem þá yrði að breyta með nýjum lögum frá Al- þingi. Um þetta hefur verið fjallað rækilega í Morgunblaðinu, t.d. í frétt í blaðinu 17. mars sl. Um björgunar- og öryggisbúnað er fjallað í sérstakri reglugerð frá samgönguráðherra, „Reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa“ nr. 325/1985 með síðari breytingum (nr. 3/1987, 171/1987, 80/1988). í þessari reglu- gerð er kveðið á um það hvaða björg- unar- og öi-yggisbúnaður er lögskyld- aður í íslenskum skipum. Má meðal annars nefna sérstaka kafla um björgunarvesti, björgunarbúninga, björgunarhringi, björgunarför, þar á meðal /um sjálfvirkan sleppibúnað, um sjókort, áttavita, siglingaljós o.s.frv. Allur sá búnaður sem þarna er nefndur er seldur með virðisauka- skatti í verslunum. Virðisaukaskatts- kerfið gerir að verkum að þann skatt geta atvinnufyrirtækin dregið frá skattgreiðslu sinni við uppgjör. Hann flokkast sem innskattur af aðföngum og dregst frá útskattinum, — saman- lögðum virðisaukaskatti af seldri framleiðslu. Þannig fá útgerðarfyrir- tæki endurgreiddan virðisaukaskatt af öllum lögbundnum björgunar- og öryggisbúnaði. Flotgallar eru hvergi nefndir í þessari reglugerð frá samgönguráðu- neytinu. Ef svo væri mundu útgerða- raðilar vera skyldugir til að kaupa flotgalla fyrir áhafnir sínar, og fengju endurgreiddan af þeim skatt- inn á sama hátt og nú gildir um björgunarvesti, björgunarbúninga, gúmmíbjörgunarbáta, áttavita, blys o.s.frv. Siglingamálastjóri gaf hins vegar út sérstakar reglur um það í júlí 1989 hvaða gerðir af flotgöllum væru teknar gildar hérlendis, „Regl- ur um viðurkenningar á flotvinnu- búningum". Síðan hefur Síglinga- málastofnun ríkisins viðurkennt þrjár gerðir af flotgöllum samkvæmt þess- um reglum, sem meðal annars táka til þess hve lengi glotgalli á að geta flotið í sjó, hvar hann á að vera ein- angraður, hvernig gallinn á að vera á litinn o.s.frv. Þessar reglur hafa svipaða stöðu og t.d. viðurkenningar Rafmagnseftirlitsins á rafföngum. Útgerðarfyrirtæki fá endurgreidd- an virðisaukaskatt af flotgöllum sem viðurkenndir eru samkvæmt þessum reglum ef þeir eru keyptir sem rekstrarvara og afhentir áhöfninni. Fjármálaráðherra hefur enga lagaheimild til að fella niður virðis- aukaskatt af flotgöllum, og eðli skattkerfisins gerir að verkum að slík sérheimild væri á ýmsan hátt óeðlileg og flókin í framkvæmd. Vilji menn losa virðisaukaskatt af flotgöllum sjómanna er sú leið greið- færust sem í senn nýtir kosti virðis- aukaskattkerfisins og gerir ráð fyrir að flotgallarnir séu nauðsynleg ör- yggistæki á sjó. Hún er að útgerðar- fyrirtækin sjái sjómönnum sínum fyrir þessum öryggisfatnaði, og fái þannig skattinn endurgreiddan að fullu. Þetta gæti gerst með tvennum hætti. Annarsvegar með því að flot- gallarnir yrðu lögskyldaðir við vinnu á íslenskum fiskiskipum eða til- teknum hluta þeirra. Þá þyrfti að bæta kafla um flotvinnubúninga inn í áðurnefnda reglugerð frá sam- gönguráðuneytinu. Hinsvegar væri hugsanlegt að útgerðirnar keyptu flotgalla samkvæmt sérstökum samningum sjómanna og útgerðar, eða að eigin frumkvæði. GÓÐAR FERMINGAR GJAFIR GESTABÆKUR Verð frá kr. 2.495,- VÆRÐARVOÐIR Verð frá kr. 3.550,- RAMIÍAGERÐIN HAFNARSTRÆT119 OG KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.