Morgunblaðið - 03.04.1990, Side 22

Morgunblaðið - 03.04.1990, Side 22
22 Garðabær: MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 Kosningabandalagið Eining býður fram KOSNINGABANDALAG sem kallar sig Einingu mun bjóða fram við bæjarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Listann skipa: 1. Valgerður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, 2. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri, 3. Ella Kristín Karlsdóttir, húsmóð- ir, 4. Hilmar Bjartmarz, sölustjóri, 5. Sigurður Björgvinsson, kenn- ari, 6. Hafdís Bára Kristmunds- dóttir, kennari, 7. Eyjólfur V. Valtýsson, vélfræðingur, 8. Helga Guðjónsdóttir, fóstra, 9. Guð- mundur H. Guðmundsson, skrif- stofumaður, 10. Ingibjörg Braga- dóttir, kennari, 11. Soffía Guð- mundsdóttir, húsmóðir, 12. Vil- hjálmur Olafsson, húsasmíða- meistari, 13. Albína Thordarson, arkitekt, 14. Einar Geir Þor- steinsson, fulltrúi. Að listanum standa alþýðu- bandalagsmenn, framsóknarmenn og kvennalistakonur, auk margra annarra Garðbæinga sem vilja markvissari og metnaðarfyllri stjórnun bæjarmálanna, segir í frétt frá kosningabandalaginu. Sjálfstæðismenn hafa meirihluta í núverandi bæjarstjórn Garðábæj- ar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingmenn úr Reykjanes- og Suðurlandskjördæmi ásamt forsvarsmönnum Sláturfélagsins á efstu hæð nýbyggingarinnar á Laugarnesi. Fyrir enda gangsins er stór salur sem tveir þingmenn, sem Morgun- biaðið talaði við, telja ákjósanlegt húsnæði lýrir utanríkisráðuneytið. Nýbygging SS í Laugarnesi: Arekstur á nýlegum gatnamótum TVENNT var flutt á sjúkra- hús með hálsmeiðsli eftir harðan árekstur tveggja bíla á nýju gatnamótunum þar sem áður hét Miklatorg. Fólksbílbíl á leið vestur Mi- klubraut var á gatnaótunum beygt til suðurs Bústaðaveg en lenti þá fyrir bíl á leið austur Hringbraut. Einn farþegi úr hvorum bíl var fluttur á slysa- deild með hálsmeiðsli. Grænt ljost logaði fyrir báða bílana á umferðarljósum en þama eru hvorki sérstök ljós né akreinar fyrir bíla sem beygja til vinstri af Hringbraut og Miklubraut. Rætt um að utanríkis- ráðuneyti flytj ist í húsið Heildarkostnaður við bygginguna talinn 800-1000 milljónir HUGMYNDIR eru uppi á meðal þingmanna að ríkið kaupi nýbygg- ingu Sláturfélags Suðurlands á Laugarnesi og starfsemi utanríkis- ráðuneytisins og Þjóðminjasafhsins flytjist þangað. Að sögn Guðna Ágústssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, hefur umræða farið fram um nauðsyn þess að utanríkisráðuneytið fái nýtt húsnæði og rætt hefur verið óformlega um að ráðuneytið fengi inni í nýbygging- unni. Átta þingmenn úr Reykjanes- og Suðurlandskjördæmum gengu í gær um sali nýbyggingarinnar ásamt forsvarsmönnum SS. „Húsið er á besta stað í borginni og landrými er nóg hér í kring. Með því að kaupa húsið yrði framíð- arhúsnæðisþþrf ríkisins leyst og jafnframt komið í veg fyrir enn frekari erfiðleika í rekstri SS sem gætu haft þær afleiðingar að um 400 manns misstu atvinnu sína. Á húsinu hvíla há langtímalán þannig Seltjarnarnes: Þrettán í prófkjör bæjarmálafélags Þrettán manns hafa tilkynnt þátttöku í prófkjöri nýstofhaðs bæjar- málafélags á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Að bæjarmálafélaginu standa öll stjórnmálasamtök nema Sjálfstæðis- flokkurinn. Sótt hefur verið um listabókstafinn N fyrir framboðslist- ann. Frambjóðendur í prófkjörinu eru: Anna Kristín Jónsdóttir heimspeki- nemi, Arnþór Helgason deildar- stjóri, Bjöm Hermannsson kennslu- fulltrúi, Eggert Eggertsson lyfja- fræðingur, Einara Sigurbjörg Ein- arsdóttir verslunarmaður, Guðrún K. Þorbergsdóttir framkvæmda- stjóri, Hallgrímur Þ. Magnússon læknir, Karl Óskar Hjaltason mark- aðsfulltrúi, Katrín Pálsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Páll 1Á. Jónsson tæknifræðingur, Siv Þorleifsdóttir sjúkraþjálfari, Sunneva Hafsteins- dóttir kennari og Sverrir Ólafsson verkfræðingur. Prófkjörið fer fram í anddyri Félagsheimilis Seltjarnarness föstu- daginn 6. apríl klukkan 15-21, og laugardaginn 7. apríl kl. 10-19, og er öllum Seltimingum heimil þátt- taka. Samhliða verður skoðana- könnun um forgangsmál og áhersl- ur í bæjarmálum. að ekki þarf að koma til hárrar útborgunar," sagði Guðni Ágústs- son. Guðni sagði að kaupverð húss- ins væri um 600 milljónir króna en fullbúið myndi það kosta á bilinu 800-1.000 milljónir króna. Hann taldi að á bilinu 300-400 milljónir hvíldu á byggingunni í langtímalán- Jóhann Einvarðsson, sem sæti á í utanríkismálanefnd, tók í sama streng og sagði að þröngt væri um utanríkisráðuneytið í húsnæði lög- regluembættisins við Hverfisgötu. Hann sagði ljóst að lögregluemb- ættið vildi fá núverandi húsnæði ráðuneytisins undir starfsemi sína. Jóhann átti ekki von á að hreyfing kæmist á málið á næstunni. „Það á eftir að ræða þetta ítarlegar og leggja niður fyrir sig hvað ríkis- stofnanir gætu nýtt húsnæðið. En ég á ekki von á að þetta verði tek- ið upp á þingi á vordögum,“ sagði Jóhann. Þingmennimir luku lofsyrði á bygginguna, sem er 10.300 fer- metrar að stærð, og töldu hana hið vandaðasta mannvirki. Ólafur G. Einarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sér litist vel á þá hugmynd að Þjóð- minjasafnið flytti í bygginguna. „Mér fyndist það koma til greina að flytja Þjóðminjasafnið hingað í heild sinni og að háskólinn fái gamla húsnæðið til afnota. En mér líst ekki á þær hugmyndir að húsið verði aðallega nýtt undir geymslur og Sjóminjasafn. Ég held að það ekki verði af þessum kaupum ef menn eru fastir í þeirri hugmynd. Ef ráðamenn í Þjóðminjasafni vilja ekki flytja allt safnið hingað þá er ekki hægt að þvinga þá til þess. Ég bendi á að í gildi er samningur um uppbyggingu Sjóminjasafnsins í Hafnarfirði. Þar hefur verið lagt í töluverðan undirbúning, ekki ein- göngu við pakkhúsið þar sem safn- ið er nú til húsa, heldur einnig vegna breytinga á húsi við Skerseyri," sagði Olafur. „Ég held að það sé allrar at- hygli vert að hjálpa Sláturfélaginu út úr þeim vanda sem það á við að etja. Mér skilst að þetta hús sé þeim fjötur um fót og það eru ekki margir kaupendur að svona húsi. Þetta er ekki beint markaðsvara," sagði Ólafur. Yarð fyrir bíl við biðstöð 18 ÁRA piltur Iiggur á gjör- gæsludeild eftir að hafa orðið fyrir bíl á Miklubraut við Rauða- gerði síðdegis á sunnudag. Hann meiddist á höfði og fót- brotnaði. Pilturinn gekk út á götuna við strætisvagnabiðstöð, milli tveggja kyrrstæðra strætisvagna, og gekk áleiðis norður yfír Miklubraut. Þar varð hann fyrir bíl á leið austur eftir vinstri akrein en á hægri ak- reininni hafði bíll staðnæmst til að hleypa strætisvagni inn á akbraut- ina. Morgunblaðiö/Ingvar Guðmundsson Lögreglan að störfum á slysstað á Miklubraut. UR DAGBOK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: 30. mars - 1. apríl 1990 Tilkynnt var um 37 árekstra til lögreglunnar um helgina og 4 umferðarslys. Þrír slösuðust í hörðum árekstri þriggja bifreiða á gatnamótum Sævarhöfða og Bíldshöfða síðdegis á föstudag. Ökumaður slasaðist lítilsháttar eftir að hafa ekið á ljósastaur við Sætún á föstudagsvöld. Farþegar slösuðust í árekstri tveggja bif- reiða á gatnamótum Snorrabraut- ar og Miklubrautar um miðjan dag á sunnudag. Um svipað leyti lenti drengur fyrir bifreið á Miklubraut gegnt Rauðagerði. 17 ökumenn voru stöðvaðir í akstri og grunaðir um að vera undir áfengisáhrifum. Auk þeirra eru tveir ökumenn, sem lentu í umferðaróhöppum, grunaðir um slíkt hið sama. Tæplega 100 aðrir ökumenn voru kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot um helgina. 29 ökutæki þurfti að fjarlægja með krana vegna hættulegrar stöðu þeirra. Lögreglan þurfti 61 sinni að hafa afskipti af ölvuðu fólki. 25 þeirra voru vistaðir í fanga- geymslunum, 9 á föstudagsnótt, 10 á laugardagsnótt og 6 á sunnu- dagsnótt. Auk þeirra gistu 4 ein- staklingar í fangageymslunum af fúsum og frjálsum vilja. Þeir áttu hvergi annars staðar höfði sínu að halla. „Aðeins“ 3, sem höfðu haft í frammi ókurteislega til- burði, voru færðir fyrir dómara að morgni í framhaldi af dvöl þeirra í fangageymslum. Mál þeirra voru afgreidd með sátta- greiðslum. Aðrir voru færðir til frekari skýrslutöku hjá rannsókn- ardeildum RLR, var vísað til við- tals hjá áfengisvarnarfulltrúa eða fengu að fara heim. Lögreglán var 6 sinnum kölluð í heimahús vegna ófriðar. 6 líkamsmeiðingar voru tilkynntar, 5 ágreiningsmál, 2 ökugjaldssvik, 3 önnur svikamál, 4 óknyttir barna, ein hótun og einu sinni var tilkynnt um afbrigðilega hegðun. 16 sinnum var lögreglan kölluð til vegna hávaða, aðallega innan dyra. Líkamsmeiðingar voru allf- lestar að tilstuðlan ölvaðs fólks á skemmtistöðum, í heimahúsi og utan dyra. 44 sinnum var fólki veitt aðstoð við að komast inn í læstar bifreið- ir eða á annan hátt. Tilkynnt var um 5 innbrot og 4 þjófnaði. Brotist var inn í veit- ingastað, sundlaug, bamaskóla, íbúðarhús og bíl. Þjófamir höfðu lítið sem ekkert upp úr krafsinu. Geislaspilara var stolið úr íbúð, dekkjum undan númerslausri bif- reið og veski á spítala. 3 vom staðnir að hnupli í verslunum í Kringlunni, Hagkaupum og ÁTVR. Tveimur ökutækjum var stolið um helgina. Þá var tilkynnt um 6 skemmd- arverk og 8 rúðubrot. Útiljós var brotið á húsi, framrúða brotin í bifreið, ljósakúpull brotinn, úti- hurð skemmd og loftnet brotið af bifreið. 6 slys og 1 vinnuslys varð um helgina. Slysin urðu við íþrótta- iðkanir, fall í hálku, á skemmti- stað og fall milli skips og bryggju í höfninni. Vinnuslysið varð í Slippnum. 5 sinnum var tilkynnt um eld. í einu tilfelli var fólk að steikja pylsur úti á svölum. Eldur kom upp í Slippnum, í geymslu í kjall- ara húss, í ruslatunnum og í einu tilfelli reyndist um falsboð að ræða. Fíkniefni voru tekin af gest- komandi í fangelsi, eftirlýst fólk fannst, sérstakt eftirlit var haft með spilakassa- og leiktækjasöl- um, leit var gerð að ungum drengjum svo lítið eitt sé nefnt af öðrum daglegum störfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.