Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Akall frá Litháen Um helgina sendu Sovét- menn enn fleiri skrið- dreka og hermenn inn í Viln- ius, höfuðborg Litháens. Kremlveijar eru smátt og smátt að herða tökin að Lit- háum og ætla sér að kæfa sjálfstæðisandann um leið og þeir knýja Vytautas Lands- bergis forseta og hans menn til að slá af kröfum sínum. Moskvuvaldið hefur gripið til harðra aðgerða til að draga úr tengslum Litháa út á við; erlendir fréttamenn eiga undir högg að sækja. Nú á að beita hinu gamalkunna ráði einræð- isherra að fremja óhæfuverkin án þess að til fómarlambanna heyrist. Lesendur Morgunblaðsins sáu það á forsíðu þess á sunnudag, hve mikils virði tenglsin við aðrar þjóðir eru Litháum. Þegar forseti lanas- ins heyrði að stærsti stjórn- málaflokkurinn á íslandi, Sjálfstæðisflokkurinn, hefði flutt um það tillögu á Al- þingi, að veita ætti Litháen fulla viðurkenningu, kom hann strax í viðtal við Morg- unblaðið. Þegar Landsbergis var spurður um mikilvægi formlegrar viðurkenningar svaraði hann: „Það er mjög mikið. Það getur aukið öryggi okkar í þessari viðsjárverðu og hættu- legu stöðu. Við höfum einung- is orðið fyrir ögrunum af hálfu Moskvuvaldsins. Staðan er mjög ótrygg. Viðurkenning myndi auka stöðugleikann og vera okkur stuðningur. Ég treysti á íslendinga. Við vilj- um tilheyra fjölskyldu evr- ópskra þjóða eins og við gerð- um fyrir seinni heimsstyrjöld- ina. Litháen rekur sögu sína aftur til miðalda. Það var ekki fyrr en á þessari öld sem það var hernumið af Rússlandi og síðan aftur af Sovétríkjun- um.“ Þessi orð verða ekki mis- skilin. Forseti Litháens telur að formleg viðurkenning ís- lendinga á landi sínu skipti - þjóð sína miklu í sjálfstæðis- baráttunni. Geta íslensk stjórnvöld hundsað þetta ákall? Svarið er einfalt: Nei, alls ekki. í málgagni Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra, Alþýðublaðinu, birtist á laugardag forystugrein er spannar yfir heila síðu og ber yfirskriftina: Sjálfstæðis- flokkurinn og málefni Lithá- ens. Þar er tillögu sjálfstæðis- manna um formlega viður- kenningu á Litháen fundið allt til foráttu. Sagt er, að viðurkenningin geti „stór- skaðað“ Litháen og gefið til kynna að á þessari stundu geti hún „ógnað“ sjálfstæði landsins. Telur Alþýðublaðið að Landsbergis forseti vilji stórskaða þjóð sína eða ógna sjálfstæðinu? Þá segir blaðið að viðurkenning geti „kallað á hörð viðbrögð frá Moskvu og jafnvel stuðlað að falli Gorbatsjovs“. Eru það ekki „hörð“ viðbrögð, sem Moskvu- valdið hefur nú þegar gripið til? Telur Aljiýðublaðið að við- urkenning Islendinga á sjálf- stæði Litháens verði Gorbatsj- ov að falli? Ef svo er hefur staða hann veikst svo mjög að hann ætti þegar að segja af sér. Þá segir í forystugrein Alþýðublaðsins: „Þingsálykt- unartillaga formanns Sjálf- stæðisflokksins er því þvert á stefnu Vesturlanda og Banda- ríkjanna í þessum efnum og afhjúpar barnaskap, fljót- færni og vanþekkingu á al- þjóðastjórnmálum.“ Var for- seti Litháens að vara við „barnaskap, fljótfærni og van- þekkingu“ í Morgunblaðs- viðtalinu á sunnudag? Taldi hann þjóð sinni ógnað með tillögu Sjálfstæðisflokksins? Hvenær varð það hluti ut- anríkisstefnu Steingríms Her- mannssonar aJ fara að fyrir- mælum Bandaríkjastjórnar í málum sem þessu? Þá er frá- leitt að draga Vesturlönd öll í sama dilk í þessu máli vegna þess, hve ólíkra hagsmuna þau hafa að 'gæta. Ríkisstjórn íslands verður að endurskoða afstöðu sína til viðurkenningar á Litháen. I stað þess að standa gegn framgangi tillögu sjálfstæðis- manna eiga stjórn og stjórnar- andstaða að sameinast um jákvætt svar við ákalli Litháa og gera öllum þjóðum ljóst að Islendingum sé heiður af því að viðurkenna sjálfstætt Litháen með ótvíræðum og skýrum hætti. Morgunblaðið/Bjarni Einarsson ísspöngin sem þrengdi að Bolungarvík um helgina var ekki ýkja stór, en þétt þegar verst var. Morgunblaðið/Bjami Einarsson Björgunarsveitamenn í Bolungarvík strengja vírinn aftur fyrir bátahöfnina, eftir að þeir bátar voru farnir sem ætluðu á sjó, því allur er varinn góður og ísinn fljótur í ferðum ef þannig leika vindar á annað borð. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Togarinn Sólrún ryður leiðina út úr Bolungarvíkurhöfn í gær. Rekís lokaði Bolungar- víkurhöfii í 2 sólarhnnga REKÍSINN sem lokaði Bolung- arvíkurhöfn síðastliðinn laugar- dag hvarf frá landi á útfallinu í gær, en um leið og rek kom á ísinn sigldi togarinn Sólrún út úr Bolungarvíkurhöfh og ruddi Ieið um Ieið fyrir tvo litla báta, rækjubát og línubát. ísspöngin lagðist að höfhinni á laugardag og var þá strengdur vír milli garða í innri höfninni þar sem bátaflotinn liggur bundinn, en ytri höfiiin við Brjótinn var sneisafull af ís og var um tíma óttast að hann myndi slíta vírinn og ryðjast inn í bátahöfnina. fs- breiðan sem var við Bolungarvík var um 300-400 metra breið og fyllti alla víkina, en úti á Djúpinu voru rekísspangir á víð og dreif. Við Hnifsdal hrannaðist ís upp í fjörunni, án þess að vera til vand- ræða. Slillt og fagurt veður var í gær við ísafjarðardjúp þegar Morgun- blaðsmenn brugðu sér á vettvang til þess að kanna ástandið. íshrafl var fyrir utan ísafjarðarkaupstað, en engar tafir urðu vegna þess á siglingu báta. Síðan voru aðeins ísspangir á víð og dreif utan Bol- ungarvíkur. Sjómenn biðu átekta á sunnudag vegna þess að ekki var talið ráðlegt að losa um vírinn sem hafði verið strengdur fyrir báta- höfnina, en um leið og útfallið hreyfði við ísnum í gær gripu menn tækifærið og Sólrún sigldi í gegn. Það var sérkennilegt að sjá hve ísinn rak hratt út úr höfninni í gær, en hins vegar getur hann far- ið eins hratt inn aftur ef vindar blása þannig. Það var þó létt hljóð- ið í mönnum í Bolungarvík í gær, því enginn vill ísinn í sambúð til lengdar. Er á meðan er, sagði einn hafnarverkamaðurinn í gær, því talsverður ís er úti fyrir Vestfjörð- um og það eru veður og vindar sem ráða ferðinni í þeim efnum. — á.j. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Sver stálvír var strengdur milli garða til þess að loka innri bátahöfninni fyrir ísrekinu. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 29 Yfirlitskort af skipulagi Geldinganess samkvæmt verðlaunahug- myndinni. Innst á nesinu hlykkjast múrinn, utan hans eru svo húsagötur, og útivistarsvæðið meðfram strandlengjunni umlykur byggðina. Hafiiaraðstaðan er vestan við Eiðið. Séð ofan í múrinn. Innan háu húsanna er skóli með torgi og trjá- gróðri. Hugmyndir um skipulag á Geldinganesi kynntar ÚRSLIT í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um fram- tiðarskipulag á Geldinganesi voru kynntar á Kjarvalsstöðum í gær. Fyrstu verðlaun, þijár milljónir króna, hlutu arkitekt- arnir Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafúr Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Björgúlfsson. Geldinganesið er framtíðarbyggingarsvæði. Reykvíkinga og er gert ráð fyr- ir 7-8.000 manna byggð þar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefiidar Reykjavíkur, sagði að svo gæti farið að byggt yrði á svæðinu fyrr en ætlað var, jafiivel fyrir aldamót. Ekki hefur áður verið efnt til hugmyndasamkeppni um skipu- lag jafnstórs svæðis og Geldinga- nessins hér á landi, að sögn Vil- hjálms Vilhjálmssonar. Nesið er um 220 hektarar að stærð. Alls bárust 30 tillögur í samkeppnina, og voru þijár verðlaunaðar. Auk þeirra fengu fimm tillögur viður- kenningu sem athyglisverðar til- lögur, og borgin kaupir fjórar aðrar. Verðlauna- og innkaupafé v^r alls sex milljónir króna. Vil- hjálmur gat þess hins vegar að á annað hundrað manns hefðu unn- ið að gerð tillagnanna þijátíu og teldu fróðir menn að verðmæti þessara tillagna, það er vinnulaun og útlagður kostnaður keppenda, væri um 18-20 milljónir króna. Vilhjálmur sagði að keppendum hefðu verið gefnar mjög fijálsar hendur. Þannig hefði ekki verið kveðið á um þéttleika byggðar eða fjölda íbúða, heldur lagt í hendur keppenda að gera tillögur um hæfilegt jafnvægi milli þéttleika og umhverfisgæða. Þeim hefði einnig verið fijálst að gera tillögur um nýtingu svæðisin fyrir aðrar stofnanir eða þjónustu en almennt væri krafizt í íbúðahverfum sam- kvæmt aðalskipulagi. Höfundar verðlaunatillögunnar virðast hafa fært sér þennan víða ramma í nyt. Þeir leggja til að atvinnu- og þjónustustarfsemi skipi veglegan sess í skipulaginu og að hverfið verði þannig í nokkr- um mæli sjálfu sér nógt. í lýsingu á tillögunni segir að þetta sé meðal annars hugsað til þess að íbúar geti sótt atvinnu innan hverfisins og þannig sé dregið úr notkun einkabíla, sem valdi um- hverfismengun. Af Geldinganesi er glæsilegt útsýni til Reykjavikur, Qallanna í norðri og vestri og eyjanna í Kollafirði. Gert ráð fyrir að safngöt- ur, sem liggja út frá múrnum, séu í stefnu á kennileiti í umhverf- inu. Þessi mynd sýnir hvernig Kerhólakambur Esjunnar myndi gnæfa fyrir enda einnar götunnar. Tekið er mið af skipulagi eldri hverfa í Reykjavík, til dæmis hvernig Suðurgatan er í stefnu á Keili. Innan veggja múrsins. Gert er ráð fyrir íþróttasvæði nyrzt í „borginni", á stóru opnu svæði, sem einnig á að nýtast sem „menningartorg". Verðlaunahugmyndin gerir ráð fyrir því að þjónustu-, verzlunar- og félagskjarni hverfisins verði innan „múrs“ eða „borgar“ þriggja til sex hæða húsa, sem standi á hábungu Geldinganess- ins. Innan múrsins verði til dæm- is garðar, íþróttaaðstaða, „menn- ingartorg“, skólar og önnur sam- eiginleg þjónusta. í húsunum, sem mynda múrinn, verði verzlanir eða þjónustufyrirtæki, í sumum tilfell- um íbúðir, á fyrstu hæðinni, en yfírleitt íbúðir á efri hæðunum. Fyrir utan múrinn tekur við lægri byggð raðhúsa og einbýlishúsa, sem er umlukin hringvegi um nesið. Gert er ráð fyrir að breitt strandbelti allt umhverfis nesið, utan hringvegarins, verði látið ósnortið sem útivistarsvæði að öðru leyti en því að göngustígar verði lagðir fyrir ofan sjávarhamr- ana. Hafnarskilyrði eru góð í Eið- isvíkinni sunnan Geldinganess og þar er gert ráð fyrir hafnarað- stöðu með athafnasvæði í kring. Auk þess er ráð gert fyrir at- hafnasvæði austarlega á nesinu. Eiðið, sem tengir Geldinganesið við land, á ekki að nota sem undir- stöðu akbrautar út í nesið, heldur leggja brú austan Eiðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.