Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 nmnmn <dyrzxxjae.LLinnL ■ * Ast er ... . . . að syngja ástaróð. TM Reg. U.S. Pat Off.—all right* reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Við í hljómsveitinni gleym- um því nú aldrei þegar þú hugðist setja stórstjórnand- ann þarna frá Ameríku upp að veggnum ... Við erum rétt eins og sköp- uð hvort fyrir annað ... HÖGNI HREKKVÍSI Vemdum búrfiiglana Til Velvakanda. Ástæða þessara skrifa minna hér er að benda væntanlegum kaupend- um búrfugla, en búrfuglar eru allir þeir fuglar sem fólk heldur í híbýl- um sínum, á ófögnuð þann er nú virðist gera víðreist á gæludýra- markaðinum. Þetta eru hin svonefndu kringl- óttu fuglabúr. Búr þessi eru eins og nafnið ber með sér kringlótt í lögun sinni og eru talin afar óholl öllum fuglum. Á þetta er bent í öllum fagritum um fugla af dýra- læknum og öðrum þeim sem á ein- hvern hátt koma nálægt fuglahaldi og skilja athafnaþörf þeirra. Fuglar þurfa flugrými enda eru vængirnir þeirra aðalhreyfilimir. Góð þumal- puttaregla þegar valið er viðeigandi búr er að það sé a.m.k. fimmföld lengd fuglsins frá goggi til stéls- enda og eins að það sé ferkantað. Þannig á fuglinn þess kost að fljúga fram og til baka og honum/þeim þannig tryggð lágmarks hreyfing- arþörf. Kringlótt búr veita ekki þessa lífsnauðsynlegU möguleika enda virðast þau framleidd með það eitt í huga að njóta sýn fyrir augum þess er þau kaupir. Hér er því um hreint og beint dýraverndunarsjón- armið að ræða sem allir þeir sem bera hag dýra sinna fyrir brjósti ættu að huga að. Að lokum skal á það bent að Búrfuglafélag íslands veitir allar frekari upplýsingar um æskilegustu meðferð á búrfuglum í símum 44120 og 652662. Árni St. Árnason Fyrirfram ákveðið prófkjör? Til Velvakanda. Nú þegar prófkjör stendur fyrir dyrum hjá vinstri flokkunum á Sel- tjarnarnesi hafa vaknað spurningar hjá mörgum kjósendum hvort um verði að ræða fyrirfram ákveðið prófkjör, eins og fyrirhugað er hjá sömu flokkum í Reykjavík. Þá er um að ræða að þeir sem standa fyrir prófkjörinu hafa komið sér fyrirfram saman um hver niðurstað- an verður fyrir efstu sætin. Rík ástæða er fyrir því að þessi spum- ing vakni, því heyrst hefur að Al- þýðubandalagið eigi að fá fyrsta og þriðja sætið á listanum, en fram- sóknarmenn annað sætið. Þá kæmi væntanlega í hlut Alþýðuflokksins að skipa baráttusæti listans, sem er fjórða sætið, enda þarf fjóra til að ná meirihluta í bæjarstjórninni á Seltjarnarnesi. Eins hefur það vakið athygli að einn aðalhvata- maður prófkjörsins hér er Hallgrím- ur Magnússon læknir, en hann er sem kunnugt er bróðir Bjarna P. Magnússonar í Reykjavík, sem er talinn einn af upphafsmönnum fyr- irfram ákveðinna prófkjöra hér á landi. Seltirningur Þessir hringdu . . . Skíðavettlingur Bleikur skíðavettlingur tapaðist við Hagamel sl. fimmtudag. Bleikt skinnbelti fannst fyrir utan Mikla- garð við Hringbraut fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 23211. Silfurnæla Lítil silfurlitðuð næla fannst í anddyri Domus medica fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 37422. Gott Nátthrafhaþing Kona hringdi: „Mig langar til að þakka Æv- ari Kjartanssyni fyrir þáttinn sem hann var með hinn 28. þ.m. og einnig viðmælendum hans fyrir góð svör. Að mínu álit a hafa þeir allir rétt fyrir sér. Ég hlust- aði með athygli og ég held að trúarvísindi séu eins og fjall sem við lýsum eftir því frá hvaða sjón- arhorni við sjáum það. En eitt langar mig til að vita: í hvaða stjörnumerki Leifur er, en hann var einn af viðmælendum Æv- ars.“ Átali Geir Þormar hringdi: „Ég hef ekki nógu góða sjón til að lesa letrið í símaskránni. Væri ekki hægt að gefa út síma- skrá með stærra letri fyrir sjón- skerta? Ég hringi mikið í 03 en þar er oftast á tali. Stúlkurnar sem þarna vinna hafa alls ekki undan að svara í símann. Væri ekki hægt að bæta þessa þjón- ustu?“ Úr Stórt gullúr með brúnni ól fannst við Sundlaugarveg sunnu- daginn 25. Upplýsingar í síma 32118. Víkveqi skrifar SL laugardag birtist bréf hér í Velvakanda, þar sem sagði m.a.: „Miklum fjármunum er varið í laun til manna, sem sitja í nefnd- um hjá því opinbera. Margir þess- ara manna eru embættismenn, sem þiggja laun fyrir nefndarstörf ásamt launum fyrir sín embætti. Ég geri það að tillögu minni, að sú þóknun, sem þeir fá fyrir nefndar- störf renni til stofnananna, sem þeir vinna fyrir. Þeir vinna þessi störf í vinnutíma sínum og eiga því alls ekki að fá tvöfalt borgað, það er ekki nokkur skynsemi í því . . . Margir embættismenn fá milljónir króna árlega fyrir nefndarstörf auk fastra launa sinna. Þessu þarf að breyta." Víkveiji tekur undir þessi sjónar- mið. Á undanförnum áratugum hafa verið teknir upp ýmiss konar ósiðir í meðferð opinberra fjár- muna. Þetta er ekki óalgengt hjá nýfijálsum þjóðum, en í þeim hópi erum við að sjálfsögðu. Einn þeirra ósiða er að borga embættismönnum og stjórnmálamönnum sérstaklega fyrir ýmiss konar störf, sem þeir vinna í sínum vinnutíma, þegar þeir eru á launum hjá skattgreið- endum. Þetta hefur áreiðanlega verið rökstutt í upphafi með því, að launakjör þessara manna væru verri en annarra þjóðfélagsþegna. Hafi svo verið um skeið er það liðin tíð. Nú eru áreiðanlega margvíslegar breytingar framundan í meðferð almannafjár. Eftir að Ríkisendur- skoðun var sett undir Alþingi hefur aðhald þingsins að framkvæmda- valdinu stóraukizt og þingið sjálft vinnur nú markvisst að því að ná í sínar hendur á ný fjái-veitingavald- inu, sem það var að missa. Það er að vísu óþarfi að bókfæra þessar greiðslur tvisvar eins og bréfritar- inn í Velvakanda leggur til, heldur á einfaldlega að leggja þær niður, þegar um er að ræða menn, sem eru á föstum launum hjá skattgreið- endum og sinna þessum störfum í vinnutíma sínum. x x x Við þurfum að ýmsu leyti nýjar siðareglur í opinberu lífi og á vinnumarkaði. Þetta á við um greiðslur vegna nefndastarfa, risnu hins opinbera, ferðalög á vegum hins opinbera. Þetta á líka við um það, hvernig menn stunda vinnu sína og skila umsömdum vinnutíma. Það er víða pottur brotinn í þeim efnum. Við íslendingar höfum talið sjálfum okkur trú um, að við vinn- um meira en aðrar þjóðir. Ekki þarf að kynnast vinnulagi hjá mörg- um þjóðum - utan Norðurlandanna! - til þess að átta sig á því, að svo er ekki. í öðrum löndum, bæði í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu, er raunverulegur vinnutími lengri og strangari agi á vinnustað en hér og frí eru styttri. Þetta skil- ar sér auðvitað á löngum tíma í betri afkomu fólks. XXX að eru ævintýralegar framfarir í fjarskiptatækni. Gömlu far símarnir, sem fyrir örfáum árum þóttu undratæki eru að verða gam- aldags. Nú er hægt að fá síma, sem auðvelt er að geyma í handtösku. Á dögunum átti Víkveiji samtal við farþega í flugvél, sem var á ferð yfir austurströnd Bandaríkjanna. Símar í flugvélum hafa að vísu ver- ið til staðar í nokkur ár en nú eru þeir komnir við hveija sætaröð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.