Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 78. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórnarmyndun í A-Þýskalandi; Jafiiaðarmenn slíta viðræðum Formaður flokksins segir af sér öllum emb- ættum vegna ásakana um Stasi-fortíð Austur-Berlín, Bonn. Reuter, dpa. LEIÐTOGAR jafnaðarmanna (SPD) í A-Þýskalandi sögðust í gær vera andvígir hugmyndum um samsteypustjórn með kristi- legum demókrötum (CDU), sig- urvegurum þingkosninganna 18. mars. Um helgina fóru fram undirbúningsviðræður flokk- anna og þóttu þær lofa góðu. Helst var deilt um stjórnaraðild hins hægrisinnaða CSU, annars tveggja smáflokka er áttu kosn- ingasamvinnu með kristilegum. Jafnaðarmenn neita allri samvinnu við CSU. Sitjandi formaður jafnað- armannaflokksins, Markus Mec- kel, sagði á fréttamannafundi að lokaákvörðun um afstöðu SPD yrði tekin á fundi þingflokksins í dag, þriðjudag. Án stuðnings SPD hafa kristilegir og samstarfsflokkar þeirra ekki þá tvo þriðju hluta þing- sæta sem þarf til að gera breyting- ar á stjórnarskránni svo að samein- ing þýsku ríkjanna tveggja komist í höfn. á því að fara yrði yfir mun fleiri gögn ef takast ætti að sanna sak- leysi hans. Það yrði of tímafrekt við þessar aðstæður. „Hann segir því af sér embættum sínum í virð- ingarskyni við hið unga lýðræði í Austur-Þýskalandi," sagði Kamilli. Heimildarmenn segja að Böhme hafi fengið áfall og verið fluttur á sjúkrahús um helgina. Hann mun dveljast hjá vinafólki, að líkindum í Vestur-Þýskalandi. Talið er víst að austur-þýska þingið muni láta kanna fortíð allra 400 þingmanna til að ganga úr skugga um hvort þeir hafi átt samstarf við hina hötuðu öryggislögreglu. Nokkur þúsund manns gengu um götur Dresden í gær til stuðnings slíkum kröfum. Sjá ennfremur: „Engin ákvörðun ... “ á bls. 25. Glasnost-steftiunni Reuter Þátttakendur í mótmælum í Vilnius gegn saksóknara sem Moskvusljórnin skipaði í stað manns er nýt- ur trausts Litháa. Hinn síðarnefndi var tilnefndur af stjórn sjálfstæðissinna. settar skorður: Sovétstjórnin bannar út- gáfii dagblaða í Litháen Moskvu. Reuter, dpa. SOVÉSK sljórnvöld ákváðu í gær að stöðva útgáfu allra helstu dagblaða í Litháen að einu undanskildu. Forsætisneihd þings Lithá- ens hefúr sent Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, bréf sem er svar við yfirlýsingu forsetans frá því um helgina er hann sagði að drægju Litháar ekki sjálfstæðisyfírlýsingu sína til baka hefði það slæmar afleiðingar fyrir alla aðila. Sovéska sjónvarpið hafði í gær eftir Vytautas Landsbergis forseta að Litháar hefðu aldrei búist við að sjálfstæði fengist í einu vetfangi. Breska útvarpið BBC sagði í gærkvöldi að meiri sáttfýsi virtist gæta hjá deiluaðilum. Litháar hefðu boðið Moskvustjórninni að senda mann til að ávarpa þingið í Vilnius til að útskýra afstöðu Sovétmanna til sjálfstæðis- kröfúnnar. „Við getum ekki séð að framtíð þjóðarinnar verði borgið með því að stefna DSU hljóti framgang,“ sagði Meckel í samtali við vestur- þýska sjónvarpið. CDU hefur þeg- ar lýst því yfir að flokkurinn muni ekki varpa sambandi sínu við CSU fyrir róða. Ákvörðun jafnaðarmanna um að slíta viðræðunum var tekin fá- einum stundum eftir að Ibrahim Böhme, kjörinn formaður jafnaðar- mannaflokksins, sagði af sér öllum flokksembættum og þingmennsku. Hann hefur verið sakaður um sam- starf við öryggislögreglu kommún- ista, Stasi, en neitað öllum sakar- giftum. Skömmu fyrir kosningar varð formaður annarrar stjórn- málahreyfingar að segja af sér vegna ásakana um samvinnu við Stasi. Fyrst í stað var sagt að Böhme segði af sér vegna þráláts eyrna- kvilla. Talsmaður jafnaðarmanna, Karl-August Kamilli, sagði síðar að er Böhme hefði kynnt sér skýrslur Stasi hefði hann áttað sig „Sovésk yfirvöld hafa ákveðið að stöðva útgáfu allra helstu dag- blaða í Litháen fyrir utan Sov- jetska Litva [sem styður Sovét- stjórnina]," sagði starfsmaður upplýsingaskrifstofu þings Lithá- ens í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta jafngildir því að glasn- ost-stefnunni hefur verið varpað fyrir róða.“ Sovéski herinn hernam á laugardag byggingu í Vilnius sem hýsir öll helstu dagblöð lýð- veldisins. Starfsmaðurinn var spurður hvort stjórnvöld í Litháen hefðu á einhvern hátt breytt af- stöðu sinni til samningaviðræðna. „Ríkisstjórn Litháens hefur alltaf verið reiðubúin til samningavið- ræðna án allra fyrirvara. Það eru stjórnföld í Moskvu sem hafa ekki viljað setjast að samningaborði." Aðspurður um það hvort sú af- staða að sjálfstæðið væri ekki eitt af samningsatriðunum væri ekki fyrirvari í vissum skilningi svaraði hann: „Jú, en ef sjálfstæðið væri til umræðu þá væri engin ástæða til samningaviðræðna." „Leiðtogar þings lýðveldis Lit- háens vilja fullvissa yður um að Litháen hefur alls engan áhuga á að skaða Sovétríkin eða umbóta- stefnu yðar,“ segir í bréfi forsætis- nefndar þings Litháens til Gor- batsjovs sem sent var í gær. Þar er ennfremur lýst yfir áhyggjum vegna þess að hernaðarþrýsting- urinn fari vaxandi á Litháa. Skor- að er á Moskvustjórnina að ganga til samninga. Bréfið var sent í kjöl- far yfirlýsingar Gorbatsjovs frá því um helgina sem þótti mun harðorðaðri en hingað til. Einnig hefur aukinn herstyrkur verið sendur til Litháens og voru skrið- drekar áberandi á götum höfuð- borgarinnar Vilnius um helgina. Búist er við að þing Litháens sendi í dag frá sér svar við yfirlýsingu Gorbatsjovs. Sjá ennfremur: „Fjöldafundir víða ...“ á bls. 24. Bretland: Landskjálfti veldur ótta og skelfingu London. Reuter. JARÐSKJÁLFTI reið yfir Mið- England í gær og olli hann nokkr- um skemmdum á húsum og enn meiri skelfingu meðal fólks. Ekki er vitað til, að neinn hafi meiðst en fólki var skipað að yfirgefa háhýsi á Mið-Englandi og Wales meðan hugað var að skemmdum í húsunum. Landskjálftinn, sem stóð í 30 sek- úndur og mældist 5,2 stig á Richter- kvarða, átti upptök sin skammt frá borginni Nottingham og fannst við skosku landamærin í norðri og í Lundúnum í suðri. Urðu margir mjög skelfdir enda • Englendingar ekki vanir að finna jörðina bifast undir fótum sér. Þurfum ekkí á Lslandi að halda - sagði Gerasímov og skellti á Ztirich. Frá^Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. GENNADÍJ Gerasímov, talsmaður Sovétsljórnarinnar, sagði í örstuttu símtali við Morgunblaðið á mánudagsmorgun að stór- veldið gæti leyst deilurnar við Litháen heima fyrir og þyrfti ekki að fara til Norðurlanda á samningafund til þess. Stjórnvöld í Litháen hafa spurt ríkisstjórnir Danmerkur, íslands og Noregs, hvort þær vildu veita aðstoð vegna slíks fundar og fengið jákvæð viðbrögð. „Við getum leyst þetta hér.- Þetta er okkar mál. Við þurfum ekki á íslandi að halda til þess,“ sagði Gerasímov. Hann skellti á þegar hann var spurður hvernig hann teldi málið verða leyst. Skýrt var frá því í Vilnius í gær að Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, hefði þegið boð forseta Tékkóslóvakíu, Vaclavs Havels, um að viðræðurnar færu fram þar í landi. Gennadíj Gerasímov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.