Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 24 VELA-TENGI Allar gerðir Öxull - í - öxul. Öxull - í - flans. Flans - í - flans. «jj^mi©s®ini & ©@ íhrffo Vesturgötu 16 - Símar 14600-132» jjA (jJí mmjji MEÐ SÉRSTÖKUM SAMNINGI VIÐ GRAM-VERKSMIÐJURNAR, FENGUM VIÐ EINA SENDINGU AF ÞESSUM FJÓRUM GERÐUM Á ALVEG EINSTAKLEGA HAGST&ÐU VERÐI GRAM KF265 200 Itr. kælir 63 Hr. (rystir H 146,5™ 8 55,0 on D 60,1 cm údurkr. 57.990,- slgr. kr.51.960.- GRAM KF250 173 Itr. kælir 70 Hr. Irystir H 126,5 cm 135,0 cm (stillanleg) B 59,5 cm D 62,1 cm áöur kr. 57.990.- ,/.,54.700.- stgr. kr.Sl.960,- GRAM KF355 277 Itr. kælir 70 Hr. frystir H 166,5 cm 175,0 cm (stillnnleg) B 59,5 cm D 62,1 cm áöur kr. 72.960,- 198 Itr. kælir 146 Itr. frystir H 166,5 cm 175,0 cm (stillenleg) B 59,5 cm D 62,1 cm GRAM-KŒUSKAPAR hágæia læki í eldhisii, - á tilboisverli S% Staðgreiösluofslótlur mrn Kaupir þú tvö heimilistæki í einu í verslun okkar, gerum vii enn betur og bjóium 10% afslátt gegn staigreiíslu /ponix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Efiiavopn í Miðausturlöndum; ísraelar taka hótanir Iraka ekki hátíðlega Jerúsalem. Bagdad. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagðist ekkl taka hótanir Saddams Husseins, forsete íraks, um að beita efhavopnum gegn Israelum mjög hátíðlega. „ísraelar hafa engin áform um að fara með ófriði gegn nokkru ríki en hafa sýnt það og sannað að þeir geta varist ef á þá er ráðist. Þeir láta ekki blekkjast af hótun- um af þessu tagi,“ sagði Avi Pazner, nánasti samstarfsmaður Sham- irs um hótanir Husseins. Hussein fullyrti í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær að írakar réðu yfir fullkomnum efnavopnum sem þeir myndu ekki hika að skjóta á Israel ef ísraelar gripu til einhverra aðgerða gegn írak. Ummælin urðu til þess að auka á spennu í Miðaust- urlöndum en egypskir stjórnmála- skýrendur sögðu að ekki bæri að taka yfirlýsingar Husseins mjög alvarlega. Ráðamenn í írak hefðu óttast undanfarna daga að ísraelar undirbyggju árás og því hefði til- crangur ummælanna fyrst og fremst verið sá að reyna að koma í veg fyrir hernaðaraðgerðir af hálfu ísraela. Meðal annars hefðu írakar talið að hörð mótmæli við aftöku bresks blaðamanns i Bagdað í síðasta mánuði og fregnir um að þeir hefðu reist nýja eldflaugaskot- palla yrðu notaðar sem átylla af hálfu Israela til hernaðaraðgerða. Hussein vísaði því á bug að írak- ar væru að smíða kjarnorkuvopn en sagði þá ráða yfir mjög full- komnum efnavopnum er „étið“ gætu allt kvikt sem fyrir yrði. Reyndu ísraelar einhver brögð gegn írökum yrði þessum vopnum skotið á Israel og myndu þau leggja helm- ing landsins í rúst. í síðustu viku gerðu breskir toll- verðir upptækan búnað í kjarnorku- vopn sem smygla átti til íraks. í tilefni þess og vegna yfirlýsinga Husseins í gær sagði í yfirlýsingu frá ísraelska utanríkisráðuneytinu, að tími væri til þess kominn að sið- menntaðar þjóðir tækju höndum saman og hindruðu að Hussein kæmi bijálæðislegum áformum sínum í framkvæmd. Reuter f Moskvu var efiit til fiindar til stuðnings Litháum og hér er einn þátttakenda, gömul kona með rússneska fánann, sem tíðkaðist á keisaratímanum. Fjöldafúndir víða í Sovétríkj- nnum til stuðninsrs Litháum Moskvu. Reutpr. ^ ^ VIÐA í Sovétríkjunum kom til mótmæla um helgina til stuðnings sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa. Óháð sovéskt dagblað, Glasnost, segir að um 250.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum í Úkraínu. Stjórn- völd höfðu bannað alla útifundi í lýðveldinu um helgina. Þjóðfylkingin í Lettlandi gaf út yfirlýsingu á sunnudag þar sem skorað er á vestræn ríki að nota efnahagsþvinganir og aðrar aðferð- ir til að þvinga Sovétstjómina til að semja við Litháa. „Við skorum á ykkur að selja ekki Eystrasaltsrík- in í hendur alræðisveldinu Sov- étríkjunum sem aldrei hefur látið af hendi hernumið land... Það er okkar von og trú að stuðningur við Gorbatsjov frá ríkisstjórnum lýð- ræðisríkja þýði ekki svik við Eystra- saltsríkin á árinu 1990,“ segir í yfirlýsingu þjóðfylkingarinnar. Samtök rússneskra þjóðernis- sinna, sem nefnast Eining (Jed- instvo), efndu til útifundar í Moskvu um helgina gegn sjálfstæði Lithá- ens. Að sögn Reuíers-fréttastof- unnar tóku tæplega 150 manns þátt í fundinum. Eining stóð fyrir mótmælafundi í Litháen fyrir skemmstu og tók sovéski herinn þátt í boðun hans. Valeríj Ivanov, einn af forsvarsmönnum samtak- anna, sagði að hann teldi sjálfstæð- isyfirlýsingu Litháa leiða þá í blind- götu og bjóst hann við að þeir hlytu að endurskoða yfirlýsinguna. í fréttaskýringu Reuters-írétta- stofunnar segir að á Bandaríkja- þingi vaxi þeirri afstöðu fylgi að sýna beri Litháum aukinn stuðning. George Bush Bandaríkjaforseti hafi til þessa farið bil beggja en óán- ægja með þá stefnu vaxi. Hafi mönnum komið á óvart hversu ósveigjanlegur Gorbatsjov hafi ver- ið því talið var að hans afstaða væri sú að hann gæti látið Eystra- saltsríkin flakka. Gianni De Michelis, utanríkisráð- herra Ítalíu, segir í viðtali við dag- blaðið II tempo að hann telji að Litháar eigi að beygja sig undir kröfur Sovétmanna og efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem þurfi samþykki 2/3 fyrir sambandsslit- um. „Mér er sagt að leiðtogar Lit- háa óttist að þeir tapi í þjóðarat- kvæðagreiðslu . . en hún virðist óumflýjanleg,“ sagði De Michelis. Strangeways-fangelsið í Manchester: Miklar skejnmdir í uppreisninni Enn ólióst um mannfall meðal fanganna Manchester. Reuter, Daily Telegraph, dpa. FANGAR í Strangeways-fangels- inu í Manchester á Englandi höfðu enn í gær um helming byggingarinnar á valdi sínu en hún er sögð vera í „rústurn" eft- ir átökin um heigina. Hófst upp- reisnin eftir messugjörð á sunnu- dag og er talið, að um 1.000 af 1.600 fóngum hafi tekið þátt í henni. Fréttir voru um, að ein- hveijir fanganna hafi verið drepnir af samföngum sinum en þær höfðu ekki verið staðfestar. Eftir að uppþotið braust út báru fangarnir eld að húsinu, sem brann að hluta, brutu rúður og unnu þær skemmdir á byggingunni, sem þeir gátu. Sjúkradeild fangelsisins var lögð í rúst, þakplötur rifnar upp og skorsteinum steypt. Að minnsta kosti 50 manns höfðu slasast en fangaverðir, sem fangarnir höfðu í gíslingu, voru allir komnir út úr fangelsinu í gær. Fangar, sem gáf- ust upp fyrir lögreglunni, sögðu, að 12 manns, allt kynferðisglæpa- menn, hefðu verið drepnir af öðrum föngum en í gærkvöld hafði ekki tekist að ganga úr skugga um það. Eftir öðrum var haft, að allt að 20 manns hefðu látist. I gærkvöld var búið að flytja um 1.500 fanga í önnur fangelsi en rúmlega 100 vörðust enn lögreglu og fangavörðum í hluta hússins. Voru um 30 þeirra uppi á þaki og Reuter Tveir fangar uppi á þaki Strangeways-fangelsisins. Þaðan létu þeir þakplötur og múrsteina rigna yfir fangaverði og lög- reglumenn, sem nálguðust. létu þakplöturnar rigna yfir þá, sem nálguðust. Strangeways-fangelsið var byggt árið 1868 og átti að hýsa mest 970 fanga. Þeir hafa þó lengi verið næstum helmingi fleiri og er fangelsið annálað fyrir ofbeldi og slæman aðbúnað. Fyrir átta árum varaði þáverandi fangelsisstjóri, Norman Brown, yfirvöld við og sagði, að ástandið í fangelsinu væri eingöngu undir föngum komið, þeir gætu tekið þar öll ráð þegar þeir vildu. Mannskæð átök milli svartra í S-Afríku: Ástandinu líkt við borgarastyij öld Edendalc, Höfðaborg. Reuter. TIL mannskæðra átaka hefur komið á milli stríðandi fylkinga blökku- manna í ýmsum borgum Natal-héraðs í Suður-Afríku undanfarna daga og hefúr ástandinu þar verið líkt við borgarastyijöld. F.W. de Klerk, forseti landsins, skýrði frá því að her- og lögreglumenn hefðu verið sendir til borganna til að binda enda á átökin. Hann kynnti einnig tilslakanir, svo sem sakaruppgjöf til handa fyrrverandi skæruliðum, sem miða að því að flýta fyrir samningaumleitunum stjórnvalda og leiðtoga blökkumanna. Nelson Mandela, varaforseti Afríska þjóðar- ráðsins (ANC), helstu samtaka suður-afirískra blökkumanna, kom til Natal-héraðs í gær til að freista þess að binda enda á átökin. Mandela sagði við komuna til þurfí meiri tíma til að kynna afstöðu Natal að hann myndi ræða við F.W. de Klerk, forseta landsins, næstkom- andi fímmtudag. ANC frestaði við- ræðum við stjórn de Klerks, sem áttu að hefjast 11. apríl, eftir að lögreglan hafði skotið allt að seytján mótmælendur til bana í blökku- mannabænum Sebokeng, skammt frá Jóhannesarborg. Þótt forysta ANC hafi sagt að viðræðunum hafí verið frestað vegna þessa atburðar telja fréttaskýrendur að meiru hafi ráðið að mörgum af stuðningsmönn- um samtakanna þyki leiðtogarnir ganga of langt í samningaumleitun- um við stjórnvöld. Forystumennirnir sína í byggðum blökkumanna eftir þriggja áratuga bann við starfsemi samtakanna. Átök hafa brotist út öðru hveiju á milli stuðningsmanna Sameinuðu lýðræðisfylkingarinnar (UDF), sem hefur nána samvinnu við ANC, og Inkatha-hreyfíngarinnar í Natal- héraði undanfarin þijú ár. Harðir bardagar brutust út á milli þessara fylkinga fyrir viku. Lögregluyfirvöld segja að um 53 hafí beðið bana í átökunum en fréttamenn telja að tala látinna sé mun hærri, eða allt að 80, og meira en 12.000 manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.