Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAEUÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Láttu það ekki bitna á fjölskyld- unni þó að þú verðir fyrir óþægi- legum töfum í dag. Stjórnlyndi vinar þíns getur leitt til árekstra. Naut (20. apríl - 20. maí) irfft í dag skaltu leita stuðnings við hugmyndir þínar. Hyggðu ræki- lega að smáatriðum, en iíttu ekki aðeins á yfirborðið. Mættu maka þínum á miðri leið. Tviburar (21. maí - 20. júní) Sýndu langlundargeð og gefstu ekki upp við verkefni áður en þú hefur fullreynt að sigrast á því. Þú getur ekki lengur þijóskast við að borga ákveðinn reikning og verður nú að semja. Varastu óskemmfeilnar athugasemdir. Þú getur móðgað vin þinn sem er viðkvæmur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Náinn vinur á mjög annríkt og getur ekki veitt þér eins mikla athygli og þú vildir helst. Gerðu ekki veður út af smámunum. Vandaðu val vina þinna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það miðar hægt i vinnunni. Misstu ekki kjarkinn. Veittu smá- atriðunum nána athygii. Forðastu valdastreitu við ættingja þinn í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) a* Ef þú varast ekki að móðga ein- hvem af starfsfélögum þínum I dag gæti skapast spennuástand á vinnustað. Vinir og peningar eiga ekki samleið í dag. Vog (23. sept. - 22. október) Þú verður að ýta heimilisáhyggj- um þínum til hliðar í dag ef vel á að fara í vinnunni. Varaðu þig á skúrkum þegar fjármál eru annars vegar. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) ^0 Þú ert að drukkna í pappírsflóði núna. Gerðu ekki úlfalda úr mý- flugu. Forðastu að lenda í brýnu við fjölskyldumeðlim og vertu hvorki með yfirgangssemi né frekju. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Láttu flármálaáhyggjur ekki reka þig út í áhættusamar aðgerðir. í kvöld skaltu forðast yfirgefna og ef til víll hættulega staði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú hittir viðkvæma manneskju í dag og verður að gæta þess að særa ekki tilfinningar hennar. Vertu sérstaklega vakandi fyrir þörfum annarra. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú lendir hvað eftir annað í erf- iðri aðstöðu í vinnunni í dag. Vertu ekki með óþarfa ýtni. Sam- starfsmenn þínir kunna að vera illa fyrir kallaðir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’S* Ef þú ætlar að fara út að skemmta þér mundu þá að fjasa ekki yfir kostnaðinum. Það spillir bara stemmningunni. Þú getur náð samningum sem voru óhugs- andi fyrir skömmu. AFMÆLISBARNIÐ er tungulip- urt og fljótt að hugsa. Það á mörg áhugamál, en verður að læra að takamarka sig ef það ætlar að ná árangri á einhveiju sviði. Vinir þess eru ævinlega boðnir og búnir að hjálpa því, en samt sem áður er furðulega stutt í einfarann í því. Það er alvarlega þenkjandi þó að það hafi gott skopskyn. Það er leikari að eðlis- fari og getur náð langt sem skemmtikraftur. Langur tími get- ur liðið áður en það verður fært um að nýta hæfileika sína til fullnustu. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. GRETTIR ( GftETTtR'.BfPMJJ TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK I U)A5N't SURE 1 HEARP AD0U6HNUT CALUN6 ME... Ég- var ekki alveg viss um hvort ég heyrði kleinuhring kalla á inig. En svo sá ég nestistösku labba fram- hjá . . . BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það eru allir á hættu og makker opnar á einu hjarta. Nsti maður stekkur í fjóra spaða og þú átt að segja með þessi spil: Norður *- V9 ♦ ÁK1054 ♦ ÁG98764 Skemmtilegt eða hitt þó held- ur. En eitthvað verður að gera, og Öm Arnþórsson valdi að stökkva í sex lauf: Vestur ♦ 3 ¥ 10763 ♦ D9763 ♦ 1052 Norður ♦ K10765 ¥ ÁKG854 ♦ 8 ♦ K Austur ♦ ÁDG9842 ¥ D2 ♦ G2 ♦ D3 Suður ♦ - ¥9 ♦ ÁK1054 ♦ ÁG98764 Spilið kom upp á landsliðsæf- ingu um síðustu helgi. Örn trompaði spaðaútspilið, spilaði laufi á kóng og tígli heima á ás. Tók svo laufás og gosa þegar drottning féll. Hann sér nú 11 slagi. Ekkert liggur á að prófa hjartað og Örn spilaði nú litlum tígli að heiman. Austur lenti inni á gosa og varð að gefa tólfta slaginn á spaða eða hjarta. Austur hefði getað varist bet- ur með því að losa sig við tígul- gosann, en til þess fékk hann tvö tækifæri. Það dugir þó ekki til því þá myndast gaffail í tíglin- um. Suður tekur öll laufin nema eitt og toppar síðan hjartað í öryggisskyni. Detti drottningin ekki er hjarta stungið heim og vestri spilað inn á tígul. Síðustu slagirnir fást þá á K10. Umsjón Margeir Pétursson Sá keppandi sem tvímælalaust kom mest á óvart á Búnaðar- bankamótinu var Halldór Grétar Einarsson frá Bolungarvík sem var vel yfír þeim árangri sem þurfti til áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Halldór hlaut 6 vinn- inga af 11 mögulegum. Strax í fyrstu umferð sigraði hann hinn öfluga sovézka stórmeistara Juri Razuv<ajev, sem varð á meðal þeirra tíu sem deildu efsta sætinu. Halldór hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu: 29. Hxf5! (Þennan möguleika þurfti Halldór að sjá fyrir nokkr- um leikjum fyrr, því ef hann væri ekki í stöðunni ætti svartur unnið tafl.) 29. — Dal+ (Auðvitað ekki 29. - exf5, 30. Db8+ - Df8, 31. He8) 30. Kh2 - h6, 31. He8+ - Kh7, 32. g5! - hxg5, 33. Hxg5 og Sovétmaðurinn gafst upp því mát blasir við. Nú þarf Halldór að ná sambæri- legum árangri í móti eða mótum sem eru a.m.k. 13 umferðir sam- tals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.