Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 44
■ék----------------------------------- -----------Mfcij§ifki>ii>: 'ífáfÐÍtíöÁ'duft'^iöéb' Minning’: Sveinbjöm Sigur- jónsson fv. skólastjóri Fæddur 5. október 1899 Dáinn 26. mars 1990 Sveinbjörn Siguijónsson fyrrver- andi skólastjóri lést hinn 26. mars sl. á nítugasta og fyrsta aldursári. Þar lauk löngum, farsælum ævi- degi góðs íslendings og merkis- manns. Sveinbjörn fæddist hinn 5. októ- ber árið 1899 á Efri-Sýrlæk í Vill- ingaholtshreppi og stóðu að honum kunnar og góðar ættir búhölda og presta af Suðurlandi og víðar; með- al langfeðga hans má frægan telja Jón Steingrímsson eldklerkinn al- kunna frá tímum Móðuharðinda. Sveinbjörn sleit barnskóm í for- eldrahúsum við þau sveitastörf sem þá var títt en hugur hans stóð snemma til náms og mennta. Hann las utanskóla til gagnfræðaprófs í Menntaskólanum í Reykjavík 1918, settist síðan í hinn nafntogaða 4. bekk; sextán skálda bekkinn sem Tómas Guðmundsson hefur gert ódauðlegan í kvæði sínu Austur- stræti, en stytti sér leið og lauk stúdentsprófi utanskóla 1920. Síðan lauk hann meistaraprófi í íslenskum fræðum við Háskóla ís- lands 1926. Ekki hefur sá sem þetta ritar vitneskju um fjárhag foreldra Sveinbjarnar á þessum árum en grunsemd um að af skólagöngu sinni hafi hann að mestu eða öllu orðið að standa straum af sjálfur. Eitt er víst að hann vann jafnan samhliða námi og utanskólanámið þótt erfíðara væri hefur hann lagt á sig til að létta sér fjárhagslega róðurinn. Geta má hér eins, sem sýnir vel hvað hann og eflaust margir efnalitlir námsmenn urðu stundum að leggja á sig til að ryðja sér brautina til mennta á þeim tímum. Frostaveturinn mikla 1918 las Sveinbjörn utanskóla og kenndi jafnframt í bamaskóla undir Vestur-Eyjafjöllum. Sagði hann löngu seinna frá því í hálfkæringi að sér hefði fundist vont að þurfa að sitja kappklæddur í ísköldu her- bergi við lesturinn en þó seinlegast að slá upp í orðabókum með kút- þæfða sjóvettlinga á höndum. Veg- ur hans til mennta var í þann tíma aðeins skráður hinum gráhvítu rós- um frosts og frera. En ódrepandi elja og afburðanámshæfileikar skil- uðu honum samt fljótt og farsæl- lega á leiðarenda. Sveinbjörn hóf þegar að loknu námi að búa sig undir það sem varð ævistarf hans, fræðslumál og kennslu. Hann ferðaðist til Þýska- lands og Norðurlanda, vann við fræðistörf og kynnti sér skóla og kennslumál. Hann hafði þegar á menntaskólaárum sínum getið sér orð sem góður kennari og næstu misseri eftir heimkomuna kenndi hann við marga framhaldsskóla höfuðstaðarins við vaxandi orðstír, uns hann réðst sem íslenskukennari við Gagnfræðaskólann í Reykjavík, sem þá nefndist oftast aðeins Ingi- marsskólinn. Saga þessarar merku menningarstofnunar hefur aldrei verið sögð þó sannarlega eigi það skilið. Þessum skóla var komið á fót til þess að veita fátækum börn- um höfuðstaðarins kost á ókeypis menntun að loknu skyldunámi eftir að sú stefna varð ofan á meðal ráðandi manna landsins að tak- marka aðgang unglinga að fram- haldsnámi - og þar með í reynd að binda hann beint og óbeint við efnahag. Ingimarsskólinn varð þannig fjöl- mörgum efnilegum, fátækum námsmönnum hin helsta Ieið til framhaldsmenntunar og jafnvel mörgum þeirra áfangi til langskóla- göngu ef lukka réði. Séra Ingimar Jónsson var lengst af farsæll skóla- stjóri og frábær kennari sjálfur. Hann hlýtur að hafa verið fundvís og furðu ötull við að tryggja skóla sínum hæfa starfskrafta. Skóli hans var ekki álitinn „fínn“ vegna þess að þar þurftu nemendur ekki að borga skólagjöld. En hann gat á fjórða og fimmta áratug aldarinnar einatt af því státað að njóta starfs- krafta margra hæfustu kennara á sínu sviði og lærðustu manna lands- ins. Þessu til áréttingar nægir að nefna örfá nöfn eins og Árna Guðnason enskukennara, stærð- fræðisnillingana Björn Bjarnason og Sigurkarl Stefánsson, Einar Magnússon, síðar rektor MR, og er þó margra ógetið. í þessum hópi valinkunnra menntamanna skipaði Sveinbjörn Sigurjónsson sess sinn með sömu prýði og annarstaðar. Hann varð yfirkennari við skólann 1949 og skólastjóri frá 1955, uns hann lét af störfum fyrir aldurssak- ir. I þessari stuttu minningargrein verður ekki nema fátt eitt talið sem liggur eftir eljumanninn Sveinbjöm Siguijónsson. Hann lét nær aldrei verk úr hendi falla meðan hann hélt heilum starfskröftum. Hann starfaði í margs konar nefndum sem fjölluðu um skólamál: sat í stjórn Ríkisútgáfu námsbóka í meir en áratug, samdi kennslubækur, ritstýrði ljóðaútgáfum og viðaði að sér nýrri þekkingu á sviði mennta- mála á námskeiðum erlendis. Sem dæmi um ævilanga námiysi hans má tíunda að þegar hann hafði lok- ið löngum og farsælum starfsdegi á opinbemm vettvangi, hóf hann sér til gamans, - eins og hann sagði sjálfur - nám í nýju tungumáli, spönsku, og náð slíku valdi á henni að hann sneri Ijóðum spánskra stór- skálda á móðurmál sitt. Árið 1925 kvongaðist Sveinbjöm eftirlifandi eiginkonu sinni, Soffíu Ingvarsdóttur Nikulássonar, prests á Skeggjastöðum í Múlaprófast- dæmi eystra. Soffía er sunnlenskrar ættar eins og eiginmaður hennar, af hinni kunnu Keldnaætt ofan af Rangárvöllum. Vom þau hjón mjög samhent í menningar- og félags- málum. Soffía varð ung það sem forðum var nefnt hinn mesti kven- skömngur og lét brátt að sér kveða á sviði kvenréttinda og stjómmála. Þau Sveinbjörn eignuðust tvær dætur, Júlíu, sem var heitin eftir ömmu sinni Guðmundsdóttur frá Keldum, giftist hún Baldvin Tryggvasyni, lögfræðingi og bankastjóra, og Guðrúnu, viðskipta- fræðing, sem gift er Amþóri Garð- arssyni, náttúmfræðingi og pró- fessor. Þann harm bar þeim hjónum að höndum að missa eldri dóttur sína, gáfaða glæsikonu, á besta aldri eftir langvarandi baráttu við ólæknandi sjúkdóm. En harmbót hefur það verið þeim að sjá barna- börn sín vaxa úr grasi hvert öðru efnilegra. Sá sem þetta ritar kynntist Sveinbirni Sigurjónssyni og menn- ingarheimili þeirra Soffíu sem óreyndur og eflaust örðugur ungl- ingur, - þá að feta fyrstu spor skólagöngunnar. Ljúfmennska Sveinbjarnar, þessa prúða valmenn- is, sem leiðbeinanda og kennara, hæfni hans til að gera hvert erfitt viðfangsefni auðskilið, samfara ósveigjanlegum kröfum um að menn hlypust aldrei frá óloknum hlut, gerði kennslu hans lítt gleym- anlega. Þessi kynni skópu virðingu og urðu síðar að þakkarskuld og vináttu sem hefur enst ævilangt. Það var jafnan gaman og ætíð fróð- Iegt að heimsækja Sveinbjöm því margt bar á góma; landsins gagn og nauðsynjar, heimsmál, bók- menntir, pólitík - oft voru reifuð nýmæli. Allt fram til hinstu stunda var hugur Sveinbjarnar opinn, ár- vökull, rökvís og skýr. Hann var afar hleypidómalaus en mótaði fyrst sínar hugmyndir og skoðanir eftir vandlega íhugun og var þá fastur fyrir. Líkt og flestir ungir, örlyndir, gáfaðir menn á hans aldri hreifst hann unenr miöe- af félaeshveeiu sósíalismans sem var á sigurgöngu og hlaut að virðast helsta von sið- menningar mannkynsins eftir hmnadans vestrænna þjóða í heimsstyijöldinni fyrri. En hér lét hann eins og jafnan grön sía. Hann varð því aldrei fórnarlamb blindrar trúar á einhvem stórasannleik, - Iét ekki sefjast af móðursjúkri per- sónudýrkun líkt og margir jafnaldr- ar hans; gerðist enn síður, í eigin- hagsmunaskyni málaliði neinnar stefnu sem ekki samrýmdist rétt- lætiskennd hans og mannúðarhug- sjón. Ungur þýddi hann - eða umorti á íslensku - alþjóðlegan baráttu- söng sósíalista og myndi það eitt ærið til þess að halda nafni hans á loft meðan sungið er á tungu feðr- anna á þessu landi og baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagi er haldið áfram í þúsund löndum þessa heims. Snilldartök hans í þessu stutta, eld- heita baráttuljóði, sýna að hann hefur skipað fyllilega sitt rúm á sextán skálda bekknum kunna. En með þeim ólíkindum hefur rás tímanna tekið undarlega stefnu, - og það var Sveinbirni mörgum fyrr ljóst - að mannkyninu virðist nú meiri þörf en nokkru sinni að grípa geirinn í hönd, en snúa broddi hans í aðra átt en þá sem huguð var hin rétta þá er hann íslenskaði þetta kvæði. Integer vitae scelerisque purus, non eget Mauris iaculis neque arcu Við fáa menn, sem eg hef hitt fyrir um dagana, hygg eg að þessi óða Hórasar eigi betur en um Svein- bjöm Siguijónsson, kennara og skólastjóra. Vammi firrður og grandvar lifði hann langa æfi og fáir liðu ævidagar hans að kvöldi svo að hann hefði ekki haft eitthvað jákvætt fyrir stafni, - og að ein- hveiju lífi hlúð sem vildi þroskast og dafna. Nú, þegar konungur tímanna hefur fellt tjaldið, lokað dymnum dimmu sem skilja milli þeirra sem hér dvelja enn og hans sem er horf- inn, er aðeins eftir að senda yfir húmið dökka þakkir hugheilar - og samúðarkveðjur ástvinum sem syrgja. E.J. Stardal Sveinbjörn Siguijónsson var fæddur 5. október 1899 á Efri-Sýr- læk í Villingaholtshreppi í Ámes- sýslu. Foreldrar hans vom Siguijón bóndi þar Einarsson og kona hans, Guðrún ísleifsdóttir, bónda á K^na- stöðum í Austur-Landeyjum. Sveinbjörn braust til mennta, en það var þá miklum erfíðleikum bundið. Guðrún móðir hans lá eitt sinn á Landakotsspítala. Hún gerði boð fyrir Lárus Pálsson hómópata og bað hann að fínna sig. Erindið var að biðja Lárus um að koma því til leiðar að sóknarpresturinn í Holti, séra Jakob sonur Lámsar, segði Sveinbirni syni hennar til í dönsku, hann þyrfti að komast til mennta. „Hún mamma var alltaf að ýta undir, að ég lærði,“ sagði Sveinbjörn, þegar hann rifjaði þetta upp fyrir fáeinum vikum og bros færðist yfír andlit hans. Sveinbjörn var ágætur náms- maður. Hann var næsthæstur átján utanskólanema, sem luku gagn- fræðaprófí við MR vorið 1918. Hann lauk stúdentsprófí utanskóla aðeins tveimur árum síðar oe- var meðal hæstu nemenda. Færni Sveinbjarnar í tungumálum var við brugðið. Hann las latínu með Guð- rúnu dóttur sinni undir stúdentspróf og kunni heilu kaflana utan að. Þegar hann lét af embættisstörfum sökum aldurs, hóf hann nám í spænsku og náði mikilli færni. Kvæði í þýðingu hans voru prentuð og smásaga í þýðingu hans var les- in í útvarpinu í janúarmánuði 1979, en um haustið varð hann áttræður. Á námsárunum vann Sveinbjörn fyrir sér með kennslu. Frostavetur- inn 1918 var hann um skeið hejmil- iskennari á Keldum. Þá kvaðst hann hafa notað griplur við kennsluna. „Var það ekki erfítt?" var spurt. „Nei,“ svaraði Sveinbjörn, „en það var verst, þegar fletta þurfti oft upp í orðabókum." Sveinbjörn kvæntist Soffíu Ingv- arsdóttur 1925. Hjónaband þeirra var farsælt. Auðfundin var virðing- in og tillitssemin, sem þau sýndu hvort öðru. Sveinbjöm lauk magistersprófí við Háskóla íslands árið 1926. Lokaritgerð hans fjallaði um Sigurð Breiðfjörð. Sveinbjöm gaf síðar út ljóðasafn hans í vandaðri útgáfu og rakti æviferil skáldsins. Næsta ár em þau hjónin í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku við athugun á kennslu í framhaldsskólum og fræðiiðkanir og skömmu síðar sótti hann kennaranámskeið við Upp- salaháskóla. Vel skyldi vanda til ævistarfsins. Sveinbjörn stundaði kennslu við ýmsa framhaldsskóla og var eftirsóttur kennari. Haustið 1930 hóf Sveinbjöm kennslu við Gagnfræðaskólann í Reykjavík, síðar Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Séra Ingimar Jónsson var skip- aður skólastjóri um haustið og hafði áður tryggt sér kennara í ensku, Áma Guðnason magister. Hófst þar gott samstarf þessara þriggja ágætu skólamanna, sem stóð um margra ára skeið. Þeir veittu sam- kennurum öiyggi, nemendum trausta undirstöðu í námi og gott veganesti út í lífíð. Séra Ingimar og Árni höfðu starfað um tveggja ára skeið við Ungmennaskóla Reykjavíkur, þar sem séra Ingimar var í forsvari, en nú bættist þeim góður liðsmaður, Sveinbjörn Sigur- jónsson, sem var að hefja langt og farsælt ævistarf. Sveinbjörn var íslenskukennari við skólann ogjafn- framt yfírkennari á ámnum 1949 til 1955. Þá tók hann við skóla- stjóm og gegndi því starfi, uns hann lét af embætti árið 1969 fyrir aldurs sakir. Það voru eigi aðeins nemendur við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sem nutu frábærrar íslensku- kennslu Sveinbjarnar. Hann hafði á yngri ámm stundað sjálfsnám, eins og áður segir. Nú var röðin komin að honum að hjálpa þeim, sem ekki áttu kost á skólagöngu. Hann gerðist_ íslenskukennari við Bréfaskóla SÍS 1941 og starfaði þar rúm fjömtíu ár. Skýr og aug- ljós framsetning hans naut sín vel í heftunum íslenzk réttritun. í þeim em margar málfræðigreinar, stutt- ar og gagnorðar, sem réttritunin byggðist á. Heftin vom einnig notuð sem kennsluefni í efri bekkjum gagnfræðaskólans. Við lestur verk- efnanna og úrvinnslu æfinganna opnaðist nemendum oft nýr heimur, sem áður var lokaður. Sveinbjöm Iagði mikla rækt við samningu prófa og val ritgerða- verkefna, þar kom rík réttlætis- kennd hans í ljós. Próf ættu ekki að vera misþung frá ári til árs. Það væri ekki sanngjarnt. Kennarar væm ekki alltaf dómbærir á, hvort próf reyndust nemendum erfíð eða auðveld. Rétt væri að bíða með regl- ur um fyrirgjöf, þar til niðurstöður prófa lægju fyrir. Eftir athugun á verkefnum var stundum hnikað til með vægi einstakra spurninga, ef þær reyndust mörgum ofviða, og teygt á einkunnaskala í réttritun, einkum á neðstu þrepunum, ef próf- in reyndust of þung. Sveinbjörn ritaði lítið kver um bragfræði, ætlað miðskólum og gagnfræðaskólum. Samantekt hans á svo víðtæku viðfangsefni sýnir, hve auðveldlega kennarinn gat sett sig í spor ungra lesenda um hið flóknasta efni. Hann lagði til, að nemendur lærðu utanbókar fáeinar vísur aftast í heftinu. Þá mundu hrynjandin og kveðskaparhátturinn síast inn 5 hugarheim þeirra og auðvelda lærdóminn. Hann lagði áherslu á, að nemendur lærðu góð kvæði utan að sem samsvaraði 200 línum, það skerpti skilning þeirra á vönduðu máli og íslenskum bók- menntum. Skýringar Sveinbjarnar við Lestrarbók Sigurðar Nordals eru miðaðar við unga lesendur, sem þörfnuðust einfaldra leiðbeininga til að skilja orð og orðasambönd. Þær voru jafnan notaðar við kennslu Lestrarbókarinnar og opnuðu nem- endum áður óþekktar víddir. Sveinbjörn lagði ríkt á við sam- kennara sína í íslensku að láta nem- endur skrifa ritgerðir ýmist í kennslutímum eða heimaritgerðir. Helst þyrfti hver nemandi að skrifa um 6 til 8 ritgerðir á skólaárinu. Sveinbjörn fylgdist jafnan með því, sem var að gerast í kennslumálum meðal nágranna okkar. Hann eign- aðist sænska kennslubók: Lárobok i uppsatsskrivning eftir O. Hagland og E. Hagbarth og lánaði hana kennurum. Bók þessi var holl lesn- ing og stuðningur við kennslu í rit- gerðasmíð, en í þá daga var lítið um fræðslu í þeim efnum. í bókinni var meðal annars rætt um talmál og ritmál, stíltegundir og orðaval. Einnig var rætt um algenga galla í ritsmíðum, bæði í samhengi og orðavali. Bent var á mismunandi gerðir viðfangsefna og leitast við að raða þeim í flokka og skipta rit- gerðinni í kafla. Tekin voru sem dæmi rúmlega þijátíu ólík verkefni, gerðar tillögur um niðurröðun efnis og kaflaskiptingu og margt fleira. Áhersla var lögð á, að hér væri aðeins um ábendingar að ræða, valið væri nemendanna, en við- fangsefnið bæri að flokka í tegund- ir áður en hafíst væri handa. Með ráðleggingu þessa lesefnis og úr- vinnslu þess var Sveinbjörn á undan sinni samtíð, hann og samkennarar hans hlutu þá viðurkenningu dóm- enda landsprófsnefndar, að frá þeim bærust vel unnar og skipu- lagðar ritgerðir. Sveinbjöm lét sér ekki nægja að beina áhuga nemenda að rituðu máli. Hann fór mörg kvöld niður í skóla til að leiðbeina þeim um ræðu- höld og fundarsköp. Hann brýndi fyrir nemendum að tala hátt og skýrt og setja mál sitt skipulega fram. í þá daga var litið á þessa kvöldkennslu sem greiðasemi við nemendur og borgun aldrei nefnd. Mörg árin var sumum nemendum annars og þriðja bekkjar í Ingimars- skóla veitt aukalega tilsögn í stærð- fræði og eðlisfræði á kostnað skólans, ef þeir hugðu á lengra nám í menntaskóla eða kennaraskóla. Fjöldi þessara nemenda fór vax- andi. Landsprófsnefnd var stofnuð árið 1946, og átti Sveinbjörn sæti í henni frá upphafí. Þegar skólinn var fluttur í nýtt húsnæði 1949, tók ein deild þriðja bekkjar og tvær deildir annars bekkjar þátt í viðbót- amámi í stærðfræði og eðlisfræði vegna undirbúnings landsprófs. Árið 1950 voru starfræktar fjórar deildir vegna undirbúnings prófsins, en fimm deildir hugðust taka gagn- fræðapróf næsta skólaár. í lands- prðfsdeildum vom 141 nemandi og tæplega helmingur þeirra voru nýir nemendur, sem komu annars staðar frá, stundum utan af landi, og gafst þeim þarna tækifæri til framhalds- náms. Svipað fyrirkomulag hélst næstu fimm árin, þar til landsprófs- deildir vom fluttar í Vonarstræti. Gagnfræðaskóli Austurbæjar veitti mörgum nemendum kost á lengra námi með stofnun sérstakra deilda, auk þess sem skólinn bjó nemendur sína almennt vel undir ævistarfið. Haustið 1944 hóf undirrituð kennslu í aukadeildum við Gagn- fræðaskólann í Reykjavík. Þama var um ellefu stunda kennslu í íslensku að ræða í tveimur fyrstu- bekkjardeildum. Þær voru til húsa í Austurbæjarbamaskóla. í annarri deildinni vom tuttugu og fímm nemendur, en í hinni vom þijátíu og sjö nemendur. Engin kennara- stofa var þarna, og kennarar flýttu sér fljótlega heim, eftir að kennslu lauk. Þrátt fyrir bágbornar aðstæð- ur tel ég það lán að hafa byrjað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.