Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 39 Guðný Guðbergs dóttir — Minning Fædd 30. mars 1922 Dáin 18. mars 1990 Ég vil í örfáum orðum minnast tengdamóður minnar, Guðnýjar Guðbergsdóttur sem lést sunnudag- inn 18. mars sl. Fráfall hennar kom sem reiðarslag yfir mig og fjöl- skyldu mína, enginn hafði átt von á því að hún yrði með svo sviplegum hætti héðan kvödd, því léttleikinn var mikill og lífsgleðin var svo ein- stök, allt til hinstu stundar. Ég kynntist Guðnýju fyrir rúm- lega 20 árum þegar ég kom fyrst í fjölskyiduna þar sem ég fann að ég var strax velkomin. Árin liðu, fjölskyldan stækkaði. Alltaf hafði Guðný áhuga á hvernig gengi í námi og íþróttum hjá strákunum, enda mikil íþróttakona á yngri árum. Ég vil þakka Guðnýju fyrir allar samverustundirnar um leið og ég votta Óla B. samúð okkar. Björg í dag verður jarðsungin Guðný Guðbergsdóttir, Marklandi 2, Reykjavík. Guðný, eða Gugga eins og ég kallaði hana, var ein af þess- um persónum sem maður aldrei gleymir. Brosið, hláturinn, viðmót- ið, hin góða lund, allt eru þetta ein- kenni sem auðvelt er að kalla fram í hugann og minnast. Gugga var afar þægileg kona að umgangast og þekkja. Það skipti engu hvort um var að ræða lítinn strák í heim- sókn hjá frændfólki í Hafnarfirði eða sorgarstund hjá syni og móður. Gugga hafði þann léttleika, einfald- lega þá persónutöfra til að bera, sem gerði það að öllum leið vel í návist hennar og þótti gott að þiggja hjálp hennar. Gugga lagði gjöi'va hönd á ýmis störf um ævina. Núna síðustu árin á göngudeild Landspítalans. Einum af þeim stöðum þar sem heimsókn- argestir eru stundum kvíðnir og áhyggjufullir. Þeir eru æði margir sem Gugga hefur hjálpað með hlýju viðmóti. Það verður erfitt að fylla það skarð þegar hún nú er horfin frá okkur. Samstarfsfólk á Land- spítalanum minnist með þakklæti félaga sem það saknar sárt. Gugga átti góða ævi, góðan eig- inmann, góð börn og barnabörn. Hún fékk líka góðan dauðdaga. Hún var með hugann við skírn eins barnabarnsins og á næsta andar- taki horfin okkur. Þetta er sú kveðjustund sem við öll óskum en er erfið fyrir þá sem eftir verða. Við sendum þér, Óli, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Daddi og fjölskylda. Frá sauniaklúbbnuni Þegar verstu hret vetrarins voru afstaðin og sólin búin að staðfesta sín fyrirheit um að vorið góða væri á næsta leiti, barst okkur sú sorgar- fregn að hún Gugga væri dáin. Staðreyndir fær enginn umflúið en þeim er stundum erfitt að trúa. Þennan sama morgun hafði hún verið við skírn sonardóttur sinnar, enginn vissi til þess að neitt amaði að henni, ekki hafði hún Gugga kvartað. Það var reyndar ekki til í hennar lífsmunstri að kvarta. Henn- ar munstur var samofið úr öðrum þráðum. Gleði og góðvild voru þau ein- kenni sem mest voru áberandi í skapgerð hennar sem við þekktum svo vel eftir langa viðkynningu. Alltaf var stutt í brosið, líka þegar á móti blés og lítið þurfti til að fram- kalla hláturinn. Ég, sem þessar línur skrifa, er svo heppin að hafa átt vináttu Guðnýjar frá því báðar voru í bernsku. Mér veitist því örðugt að sætta mig við orðinn hlut. Sama má segja um okkur allar vinkonurn- ar sem haldið höfum hópinn í klúbbnum okkar samfleytt í 43 ár. far.íí m PtófbM*flWíSi„„„ Við vorum bjartsýnar og væntum mikils af framtíðinni ungu konurnar sem haustið 1947 mynduðum með okkur þann félagsskap sem áður er getið og enn er við lýði. Sú ver- öld sem þá blasti við okkur hefur nú tekið miklum breytingum. Ný kynslóð hefur vaxið úr grasi með ný viðhorf til flestra hluta. Það er fátt sem staðist hefur þungan straum tímans. Saumaklúbburinn okkar er eitt af þeim fyrirbærum sem virðist nógu klassískt til þess að standa af sér allt umrót. Fimmtudags- kvöldin heima hjá okkur á víxl hafa furðu litlum breytingum tekið í tímans rás. Markmiðið er það sama frá upphafi, að hittast, að halda hópinn, rabba saman, sækja góð ráð hvor til annarrar, gefa góð ráð, létta sér lund. Fást við handavinnu hvort heldur var flík á börn og barnabörn eða þau fjöimörgu listaverk sem nú skreyta híbýli en uppruna sinn eiga í okkar góða félagsskap. Það er bjart yfir minningunni um vinkonur okkar tvær sem horfnar eru úr hópnum, þær Áslaugu Hraundal sem lést 1981 og Guðnýju Guðbergsdóttur sem við nú kveðj- um. Báðar voru þessar konur þannig gerðar að þær lögðu hug og hönd í þau verk sem þær unnu án tillits til launanna sem í boði vora. Mark- mið þeirra var heill og hamingja þeirra sem verkanna áttu að njóta. Við þökkum þeim ævilanga vin- áttu og tryggð. Blessuð sé minning þeirra. Eiginmanni Guðnýjar, Óla B. Jónssyni, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur svo og börnum þeirra, tengdabörnum og ættingj- um. E.J. Sunnudaginn 18. mars sl. varð bráðkvödd á heimili sínu tengda- móðir mín, Guðný Guðbergsdóttir, tæplega 68 ára að aldri. Kallið kom óvænt, svo hress og kát sem hún venjulega var, leiddi hugann langt frá því sem raunverulega var að gerast þegar hringt var til okkar hjóna og sagt að hún hefði fengið aðsvif. Skírnarathöfnin í barnamessu þennan sunnudagsmorgun í Grens- áskirkju þar sem yngsta barnabarn hennar var skírt Guðbjörg María var sérstök og ekki hvað síst þeirra hluta vegna að Guðný voru barna- börnin einkar kær, sem hún fékk ríkulega endurgoldið. Hun náði vel til barna og bræðrabörnum hennar þótti hún einstök frænka. Já, við töluðum um það að morgunstundin hefði verið einstök, hispursleysi barnanna og ákafi þeirra til þátt- töku helgihaldsins veitti ánægju og yl. Eftirmiðdagurinn var framund- an í samfagnaði fjölskyldna og með nýjum einstaklingi sem hafði hlotið nöfn ömmuforeldra. Guðný var fædd í Hafnarfirði 30. mars 1922, elst fjögurra barna þeirra sæmdarhjóna Maríu Guðna- dóttur, f. á Hjalla í Ölfusi 28. mars 1896, d. 29. september 1973, og Guðbergs G. Jóhannssonar sjó- manns í Hafnarfirði, f. 18. ágúst 1893, d. 30. september 1976, sem lengstan búskap sinn bjuggu á Austurgötu 3 í Hafnarfirði. Þrír yngri bræður Guðnýjar eru Guð- björn, f. 19. mars 1923, húsasmið- ur, Jóhann Rúnar, f. 26. mars 1930, járnsmiður, og Guðmundur, f. 24. ágúst 1937, lögregluþjónn, starfs- ■ maður Alþingis. Æskuár Guðnýjar í Hafnarfirði voru henni eftirminnileg og þótt faðir hennar væri langfcímum saman á hafi úti voru tengsl mikil og góð við frændfólkið og með móður sinni og móðursystrum, þeim Valgerði og Þorbjörgu, voru samkomur KFUK sóttar og þar var móttekið gott veganesti á leið þess ókomna. Og ekki brást móðurhlutverk sjó- mannskonunnar sem langtímum var ein heima, í báðum foreldrahlut- lllIIIIIlmíUIClUIUH,,,!,,, verkum svo mikil fjarvera og langt úthald var algengt meðal íslenskra sjómanna á þeim tímum. Áður fyrr en nú er algengt, fóru unglingar að leita sér starfa og svo var um Guðnýju. Á unga aldri fór hún að vinna við saltfiskbreiðslu, enda fjölbreytileiki atvinnulífsins í þá daga ekki mikill. Síðar til starfa í verslun Óla H. a Strandgötunni þar sem tengdaforeldrar mínir kynntust 1945. Á þessum áram var mikill áhugi fyrir íþróttum hjá unga fólkinu og var Guðný meðal þeirra sem stofnuðu íþróttafélagið Hauka hvar hún spilaði með í handbolta og vann til íslandsmeistaratitils. Leiðir tengdaforeldra minna lágu saman gegnum íþróttirnar og síðar haldið til náms, hann í íþróttaskól- ann að Laugaivatni, hún í hús- mæðraskólann að Staðarfelli í Döl- um. 20. júní 1946 giftist Guðný eftir- lifandi manni sínum, Óla B. Jóns- syni íþróttakennara, en þau stofn- uðu þá heimili á Grandavegi 36, Stóra-Skipholti. Áfram var hugur- inn við íþróttir hjá Guðnýju og studdi hún eiginmann sinn með ráðum og dáð og þjálfari knatt- spyrnuliða KR eyddi meginhluta frístunda sinna til að efla KR. Oft mátti sjá allar þvottasnúrur við Stóra-Skipholt þaktar KR-búning- um, hangandi tii þerris. Guðný hafði tekið að sér þvottinn. Það kom mér á óvart hve fjölskyldunni var það mikið kappsmál og samhugurinn þar að baki, að velgengni KR væri sem mest. Fjölskyldan stækkaði og börnin urðu þijú. Hólmfríður María, f. 19. september 1946, gift undirrituðum, börn: Óii Björgvin, f. 14. ágúst 1964, Guðný María, f. 24. desem- ber 1969, og Davíð Stefán, f. 18. september 1975; Jón Már, f. 6. október 1948, kvæntur Björgu Sig- urðardóttur, börn: Sigurður Órn, f. 30. júlí 1973, og Óli Björgvin, f. 12. júní 1976; Jens Valur, f. 24. október 1958, kvæntur Ólöfu Hjart- ardóttur, börn: Hjördís Helga, f. 26. nóvember 1987, og Guðbjörg María, f. 24. nóvember 1989. Það er langt um liðið síðan leið mín iá fyrst á Grandaveginn. Guðný tók mér vel og þá árin liðu jókst vináttan og gagnkvæmt traust. Hún var ómetanleg aðstoðin og uppörvunin sem Guðný veitti okkur hjónum á fyrstu hjúskaparárunum. í langri fjarveru minni frá heimili vegna sjómennskunnar var gott til þess að vita hve nánar mæðgurnar voru og Guðný ávallt boðin og búin ef til hennar var leitað. í nokkur ár stóð Guðný að rekstri vefnaðarvöruverslunar í Ásgarði ásamt vinkonu sinni. Oft var þá viðkoma hjá okkur þar sem við bjuggum í Fossvoginum og þá oft til að færa nýja vettlinga upp á litl- ar hendur nöfnu sinnar sem þótti eihstaklega vænt um ömmu sína. Þeim fjölgaði barnabörnunum, oft- ast voru frístundirnar notaðar til að pijóna vettlinga eða peysur, eng- um var gleymt. Mikil eftirvænting fylgdi aðfangadagsmorgni því þá kom amma Guðný í heimsókn, hún gleymdi ekki afmælisdegi nöfnu sinnar, mikil og ógleymanleg var stundin, og þess er enn minnst. Eftir að verslunarrekstri var hætt starfaði Guðný hjá Álfafossi hf. og síðustu ár í móttöku almennr- ar göngudeildar Landspítalans. * * * •■ ® ***«■* »fc CBKCBIBKXtX: KJSeftKl«r Lokið er lífsgöngu einstakrar konu sem lifði lífinu lifandi til hinstu stundar, hún var mér og fjölskyldu minni einkar kær. Um leið og við þökkum Guðnýju samverustundirnar og samfylgdina biðjum við henni Guðs blessunar og vottum Óla B. Jónssyni okkar dýpstu samúð. Guðmundur Hallvarðsson og ijölskylda. Það var um 1960, á fyrstu bú- skaparárum okkar, að við settumst að í einni þeirra stóru nýbygginga, sem þá tóku að þrengja sér æ nær hinni grónu byggð gamalla Vest- urbæinga, þar sem mætast Fram- nesvegur og Grandavegur. Börnin voru ung og leituðu sér leikfélaga í nágrenninu, en eins og oft vill verða, tókust þá um leið kynni með foreldrunum. Þannig var það sem fundum okkar og þeirra góðu og glaðværu hjóna Guðnýjar Guð- bergsdóttur og Óla B. Jónssonar bar fyrst saman. Liðu svo nokkur ár í góðu ná- býli. En þar kom, að leiðir skildu um sinn er við fluttumst hvort í sína áttina áttina og samfundir stijá- iuðust. Það var svo ekki fyrr en meira en áratug síðar, að tilviljunin hagaði því svo, að við urðum aftur nágrannar, nú suður í Kópavogi. Tókum við þá upp þráðinn að nýju um ræktun vináttunnar. Þau vora ófá skiptin á þessum árum, sem gengið var á milli húsa til glaðra funda. Einnig bar það við, að þau Guðný og Óli slægjust með í för út fyrir bæinn, jafnvel þótt fyrirvari væri enginn. Þessir góðu vinir okkar voru sannarlega fólk, sem kunni að gleðjast á góðri stundu. Óli hafði frá mörgu að segja eftir viðburðaríkan feril sem íþróttamaður og knattspyrnuþjálf- ari. í tengslum við það starf hafði hann farið víða og stundum þau Guðný bæði, löngu áður en ferðalög til útlanda urðu svo tíð sem nú er. Upprifjun þess sem fyrir bar á þess- um ferðum var yljuð góðlátlegri kímni Óla og Guðný brá björtum lit á frásögnina með sínum hvella og smitandi hlátri. Allt fas hennar og framganga minnti til hins síðasta fremur á æsku en efri ár, svo ung- leg sem hún var bæði í athöfn og að útliti. Ekkert gat því verið fjær huganum í návist hennar en dyr dauðans. Andlát Guðnýjar bar að með óvæntum hætti sunnudaginn 18. mars. Hún hafði um morguninn verið við skírn yngsta barnabarns- ins, en um miðjan dag hné hún nið- ur örend á heimili sínu, án þess að dauðinn gerði nokkur boð á undan sér. Þessi tíðindi voru okkur vinum Guðnýjar bæði ótrúlegri og meira harmsefni en orð fá lýst, og má þá geta nærri, hvílíkt högg var hér reitt þeim sem næstir standa. Við hljótum að dást að því, hve vel Óli og fjölskyldan öll hefur staðið af sér þetta snögga áfall. Við þykj- umst vita, að það sé Óla mikil hugg- un, hve hinn hinsti dagur hafði verið hugljúfur, þar til hin grimmu örlög létu til sín taka. Það mun hjálpa honum til að komast yflr hið mikla álag sorgar og snöggra um- skipta, ásamt því hve vinmargur og félagslyndur hann er. Við send- um honum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur og minn- umst Guðnýjar í þeim anda, sem við vitum að hún sjálf hefði kosið, að hver sem eftir stendur skuli kappkosta að njóta hins góða og skemmtilega sem lífið hefur að bjóða. Megi hún hvíla í friði. Margrét og Einar. „Lifsgleði njóttu svo lengi kostur er.“ (S.T.) Þau hjónin Guðný og Óli bróðir minn voru í Grensáskirkju sunnu- dagsmorguninn 18. mars sl. við skírnarthöfn sonardóttur þeirra. Hamingjusöm fjölskylda fór sam- an heim þar sem Guðný bar á borð síðustu máltíðina. Síðdegis skyldi halda í skírnai’veisluna, en þá var kallið komið. Ég minnist þess þegar Óli bróðir kom heim í Stóra-Skipholt með kærastuna en hún var frá Hafnar- firði. Ég kunni strax ágætlega við þessa ungu stúlku, það geislaði af henni gleði og lífsþróttur. Næsta vetur var Guðný á húsmæðraskól- anum á Staðarfelli í Dölum, en Óli B. var í íþróttakennaraskólanum á - Laugarvatni. Guðný var fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Maríu Guðnadóttur og Guðbergs Jóhanns- sonar sjómanns. Hún átti þijá bræð- ur: Guðbjörn búsettan í Þýskalandi, hann átti þýska konu, sem nú er látin. Jóhann Rúnar sem einnig er ekkjumaður, hann átti Kristjönu Sveinsdóttur og Guðmund kvæntan Sveinbjörgu Karlsdóttur. Guðný og Óli B. gengu í hjónaband þann 20. júlí 1946. Þau hófu sinn búskap heima í Stóra-Skipholti í Reykjavík, og þar fæddust börnin þeirra, en þau eru: Hólmfríður Maríu, hár- greiðslumeistari, gift Guðmundi Hallvarðssyni fonnanni Sjómann- jr~ afé- lags Reykjavíkur. Jón Már, símvirki, kvæntur Björgu Sigurðar- dóttur, sölumanni, og Jens Valur kvæntur Ólöfu Hjartardóttur, bankastarfsmanni. Barnabörnin eru sjö. Ég dáðist að því hve fólkið henn- ar Guðnýjar í Hafnarfirði var dug- legt að heimsækja hana. Foreldrar og bræður, móðursysturnar Þor- björg og Valgerður og Jens maður hennar. Það leyndi sér ekki þegar « þessir góðu gestir voru þar í heim- sókn þá hljómaði gleðin og hlátur- inn um allt húsið. Svo fluttumst við hjónin norður í Eyjafjörð. Guðný og Óli tilkynntu komu sína þangað theð börnin. Við tókum á móti þeim á Vatpsskarð- inu, eina fagra júnínótt árið 1950. Það var hátíð í bæ þessa daga, sem þau dvöldu hjá okkur á Hjalteyri. Farið var í Vaglaskóg, Gróðrarstöð- ina á Akureyri og inn í Eyjafjarðar- botn. Það er gott að ylja sér við þessar minningar nú þegar Guðný er öll. I stríðslok stofnuðu nokkrar vin- stúlkur í Hafnarfirði. saumaklúbb, sem starfar enn. Guðný er önnui\c_ þeirra í saumaklúbbnum, sem fellur frá. Þau Guðný og Óli B. hafa ferð- ast óvenju mikið innanlands og ut- an, þar k. meðal fjórtán sinnum til Bandaríkjanna, og alla leið til Hawaii. I öllum þessum ferðum var komið við hjá vinkonum Guðnýjar, sem búsettar eru erlendis. Gyða Breiðfjörð æskuvinkona Guðnýjar sem búsett er í Banda- ríkjunum og Guðbjörn bróðir Guðnýjar sem búsettur er í Þýska- landi eru komin um langan veg til að fylgja henni síðasta spölinn. Við systkinin frá Stóra-Skipholti og fjölskyldur okkar kveðjum Guðnýju mágkonu með þakklæti í - huga fyrir allar skemmtilegu sam- verustundirnar og það hve vel hún reyndigt foreldrum okkar. Óla bróður, börnum þeirra, bræðrum Guðnýjar og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Guðnýjar Guðbergsdóttur. Soffia Eygló Jónsdóttir frá Stóra-Skipholti LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 !?hexí KimiinimssmmunMmrsa aa a aa * a a 3 vrm n a m 9 a 3 sifla*»*3a»a»aa3f fxxsm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.