Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 3. APRÍL 1990 s> r 12 Embættisstörf forseta Islands, Yrkja og* fleira eftirÁsdísi Erlingsdóttur Forseti íslands Vigdís Finnboga- dóttir sagði í útvarpsræðu sinni fyrir kjördag í forsetakosningunum ’88, m.a., að hún muni ekki nýta sér það svigrúm sem stjómarskráin heimilar til afskipta, nema að hún muni ekki skrifa undir dauðadóm. (Tilvitn. stytt). En samt sem áður hafði hún lögfest með undirskrift sinni „fijálsar fóstureyðingar". Hvað var sú lögfesting við að fækka landsmönnum annað en dauðadóm- ur í fijálsu vali yfir óbornu lífi í móðurkviði? Og þar að auki eru aðgerðirnar borgaðar af skattpen- ingum fólksins í landinu. En þegar ríkisstjórnin þurfti und- irskrift forseta til að setja iögbann á verkfall flugfreyjanna sem bar á sínum tíma upp á kvennafrídaginn, þá mætti forseti ekki til vinnu eins lengi og hún treysti sér til, vegna þrýstings ráðherra. Þannig mat forseti íslands kvennafrídaginn meira en örlög óborins lífs. Að gera forsetaemb-. ættið spennandi Eftir að forseti íslands V.F. hafði sigrað í síðustu forsetakosningun- um ’88 þá spurði fréttakona sjón- varps hana í lok viðtalsins hvað væri næst á döfmni. Þá svaraði forseti: Að skapa ný verkefni til að gera forsetaembættið spennandi. Slíkur skilningur á starfsgrunni forsetaembættisins í framkvæmd hefur í för með sér óhemju ijárútlát af ríkisfé. Árið 1988 eyddi forseta- embættið 130 milljónum króna fram yfir leyfilega Ijárveitingu Al- þingis og er viðgerðin á Bessastöð- um ekki talin með í þeirri upphæð en hún var áætluð 30-40 milljónir króna. Hlutleysismörk forseta- embættisins Ég las nýlega smá grein í Mbl. eftir hr. Hilmar Jónsson, bókavörð og rithöfund, undir fyrirsögninni: Bókmenntaverðlaun forseta ís- lands. Ég minnist þess einnig þegar forseti Islands var í forsæti dóm- nefndar til að verðlauna besta sjón- varpsleikritið fyrir Evrópsku sjón- varpsstöðvarnar. Ég álít það ekki sæmandi fyrir embætti forseta íslands að forseti sé í forsæti dómnefnda til að gera upp á milli og vega og meta bestan árangur einstaklinga sem keppa til verðlauna. Aftur á móti heiðrar HAFP DKÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ISLANDS A p{] MIDA HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. 18.000.000 DREGIÐ VERÐUR FOSTUDAGINN 6. APRIL 1990 Ásdís Erlingsdóttir „Þegar ég skrifa þessar línur þá er ég ekki viss um að fá þær birtar. Én ritstjórar dagblaða hafa verið á verði fyrir því að ekki sé skrifað á neikvæðan hátt um embættisstörf forseta íslands.“ forseti íslands vinningshafa með nærveru sinni við afhendingu verð- launanna. I 11. gr. stjórnarskrárinnar seg- ir: Forseti íslands er ábyrgðarlaus á öllum stjórnar athöfnum. Þessi lagagrein felur í sér hlutleysismörk forsetaembættis íslands. Bókin Yrkja Allt frá því að forseti íslands V.F. tók við embætti ’80 hafa ráð- gjafar hennar og vinir notað hvert tækifæri til að skapa einhveija þjóð- arhrifningu í kringum forsetaemb- ættið. Allt sem hún gerir i embætt- isstörfum í orði og verki er svo stór- kostlegt og aðdáunarvert að aldrei hefur þekkst annað eins. Og nú á þjóðarhrifningin á henni að sýna sig rétt einu sinni enn með útgáfu bókarinnar Yrkju í tilefni 60 ára afmælis forsetans. Fólkið í landinu á að gefa forseta peningagjöf með eigin undirritun svo að forseti geti gefið þá gjöf til skógræktar, sjálfri sér til heiðurs. En ég veit ekki bet- ur en að stjórnvöld frá lýðveldis- stofnun hafi gefið forsetum íslands gjöf á tímamóta afmælum þeirra, þ.a.s. frá þjóðinni. Þá vitum við það Þegar ég skrifa þessar línur þá er ég ekki viss um að fá þær birt- ar. En ritstjórar dagblaða hafa ver- ið á verði fyrir því að ekki sé skrif- að á neikvæðan hátt um embættis- störf forseta íslands. Það er nú allt prentfrelsið. Ef forseta hefur orðið á m.a. í lagahlið embættisstarfa sinna þá hefur hún ekki þurft að leiðrétta eða viðurkenna mistök sín eins og aðrir og þeir eru álitnir óvinveittir í hennar garð, sem vilja að allir sitji við sama borð í þeim efnum. Og það hefi ég fengið að heyra því að ég hefí álitið að kvenforseti Islands sé ekki rétt kjörin sam- kvæmt 4. gr. stjórnarskrárinnar er segir: Maður eldri en 35 ára má bjóða sig fram í embætti forseta íslands (tilvitn. stytt). En ef ein- staklingar bjóða sig fram til Alþing- is þá er það karl eða kona. (33. gr. stjórnarskr.) í Lagasafni 1973 nr. 1 um stjórnskipun bl. 14 er fyrir- sögnin: Lög um eftirlaun forseta íslands. Á bl. 15 segir: Nú andast maður er eftirlaun tekur samkvæmt þessari grein og skal þá greiða ekkju hans 60 hundraðshluta þeirra eftirlauna sem hann naut. Sömu laun skal hún fá eftir lát manns síns enda þótt hann hafi ekki náð 60 ára aldri að hann lést. Þessi tilvitnun í Lagasafn nr. 1 um eftirlaun forseta Islands sýnir að þar er aðeins um ekkju að ræða en ekki ekkil. „Þá vitum við það.“ Höfundur er húsmóðir í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.