Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 35 Karl Steinar um Alþýðubandalagið: Skuldar íslenzku þjóðínni afsökun Þröngsýima en Kommúnistaflokkur Italíu Á þingi ítalska kommúnistaflokksins, sem haldið var í síðasta mán- uði, var tillaga þess eftiis, að Italía gangi úr NATO, felld með 498 atkvæðum gegn 353. Þessi afstöðubreyting hefúr alveg farið fram hjá Alþýðubandalaginu, arftaka Kommúnistaflokks íslands, sagði Karl Steinar Guðnason (A-Rn) í þingræðu um utanrikismál. Það er enn á stefnuskrá þess flokks að ísland hverfi úr Atlantshafsbandalag- inu. Hann heldur áfram ófrægingarherferð gegn forystumönnum íslenzkra jafnaðarmanna, látnum sem lifandi, vegna afstöðu Alþýðu- flokksins til öryggis- og varnarmála. Samgönguráðherra: Skilgreina þarf fjár- hagsgrundvöll vega- gerðar að nýju Niðurskurður veikir landsbyggðina, sögðu stj órnarandsheðingar STEINGRÍMUR J. Sigfússon, samgönguráðherra, sagði að benz- ínsala 1989 hafi reynzt mun minni en áætlað var við afgreiðslu vegaá- , ætlunar 1989-92. Ekki sé raunhæft að reikna með umtalsverðri hækkun skatta af umferð 1990. Þessvegna sé ólijákvæmilegt að lækka áætlaða gjaldahlið vegaáætlunar fyrir árið 1990 til samræmis við líklegar tekjur af umferðarsköttum. „Þessi lækkun hefúr það í för með sér að nánast allir liðir áætlunarinnar lækka með þeirri undan- tekningu þó að liðurinn vetrarviðhald er óbreyttur.“ Karl Steinar Guðnason (A-Rn) sagði staðreyndirnar um kommún- ismann í Austur-Evrópu vera flest- um ljósari en fyrr á tíð. Þá og til skamms tíma hafi þeir, sem gagn- rýndu alræði kommúnismans hér á landi, „verið kallaðir öllum illum nöfnum" af talsmönnum Sósíalista- flokks og síðar Alþýðubandalags, þeir hafi verið „rógbornir, rægðir og svívirtir á alla lund“. Karl Steinar sagði orðrétt: „Vert er að geta þess að átökin milli kommúnista og jafnaðar- manna fyrr á árum urðu til þess að kljúfa vinstri hreyfingu á Is- landi, kljúfa og veikja verkalýðs- hreyfinguna í landinu. Það er nú ástæða til að minnast þess að það var aðeins eitt atriði, sem á sínum tírna olli klofningi Alþýðuflokksins. Það var afstaðan til Sovétríkjanna. Það var sú staðreynd að kommún- istar hér á landi trúðu því að Sovét- ísland væri framtíðarríkið. Það er ástæða til að minnast þeirra sér- staklega sem alltaf stóðu fastir gegn alræðisstefnu kommúnismans og héldu merki jafnaðarmanna á lofti. Þeir sem allt til þessa dags hafa tekið málstað kommúnismans og látið mágagn hans, Þjóðviljann, gegna hlutverki mannorðsþjófs skulda íslenzku þjóðinni afsökun. Karl Steinar Guðnason Það var ekki að tilefnislausu sem formaður Alþýðuflokksins, Jón heit- inn Baldvinsson, sagði á Dagsbrún- arfundi í febrúar 1938: „Eðli verkalýðshreyfingarinnar er ekki skyndiáhlaup, hávaðafundir og ævintýri, heldur markvisst sleitulaust strit fyrir málefnu sjálfu. íslenzkt fólk er frábitið hugsunar- hætti kommúnismans og hann sigr- ar aldrei hér á landi fyrir atbeina íslendinga. Það er hið hættulegasta ævintýri fyrir íslenzka alþýðu að taka sér merki mannanna frá Moskvu í hönd og ganga með þeim út í baráttuna. Undir því merki mun hún bíða ósigur og falla.“ Ráðherra fór þess á leit að þing- flokkar tilnefndu fulltrúa í sérstaka nefnd, „sem vinni með samgöngu- ráðuneytinu og Vegagerð ríkisins að því að skilgreina að nýju fjár- hagslegan grundvöll fyrir langtíma- áætlun um vegagerð. Nefndinni er einnig ætlað að vinna upp tillögu með langtímaáætlun til næstu 12 ára.“ Henni er ætlað að ljúka störf- um á þessu ári. Pálmi Jónsson (S-Nv) sagði samdráttartillögur ríkisstjórnarinn- ar ekki ná til reksturs ráðuneyt- anna, en þar hafi ráðherrar raðað duglega á jötuna, eða til beinna og óbeinna styrkja til flokksblaða þeirra. Þvert á móti. Alþingi hafi nýlega samþykkt, fyrir atbeina fjár- málaráðherra, að kaupa 500 eintök dagblaða, til viðbótar áður ákveðn- um kaupum á 250 eintökum, og til viðbótar beinum fjárlagastyrkjum, og greiða úr ríkissjóði. Þegar komi hins vegar að vegagerð, sem þjóni landsbyggðinni bezt, horfi mál öðru vísi við ráðherrum Alþýðubanda- lagsins, fjármálaráðherra og sam- gönguráðherra. Þá sé skurðar- hnífurinn fram tekinn. Karvel Pálmason (A-Vf) sagði gagnrýni Pálma réttmæta. Það væri önnur hlið, sem ráðherrar Al- þýðubandalagsins sýndu lands- byggðinni þegar þeirra væri valdið og aðstaðan til hrinda áhugamálum í framkvæmd en þegar þeir væru í stjórnarandstöðu. Þá skorti ekki stóru orðin og kröfugerðina. Karvel lýsti því yfir að hann myndi ekki standa að breytingu á þegar sam- þykktri vegaáætlun, nema fjár- magn til nauðsynlegra fram- kvæmda við Óshlíð, sem sett hafi verið til hliðar við Ó-vega fram- „Hrakfallasaga fjármálaráðherrans u: „600 m.kr. tekjuafgangur varð að 6000 m.kr. halla“ - sagði Pálmi Jónsson (S-Nv) ÞEGAR Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlaga- frumvarpi ársins 1989 sagði hann m.a., að ríkisstjórnin hefði sett sér það markmið að afgreiða flárlög með hagnaði, snúa 3ja milljarða króna ríkissjóðshalla 1988 í eins milljarðs króna tekjuafgang 1989. Niðurstað- an varð sú að fjárlög, sem Alþingi samþykkti að tillögu ráðherrans með 630 m.kr. tekjuafgangi, enda í framkvæmd hans með 6.000 m.kr. ríkissjóðshalla og tilheyrandi skuldasöfnun. Það var Pálmi Jónsson (S-Nv) sem mælti á þessa leið í þingræðu um fjáraukalög 1989 í gær. Pálmi sagði að fjármálaráðherra hefði verið óvenju hógvær og lítillátur þegar hann mælti fyrir fjáraukalögum 1989, hinum síðari, því að fyrri fjáraukalög mæstliðins árs hafi verið Stuttar þingfréttir ■ ÍSLAND OG EB: Karl Stein- ar Guðnason (A-Rn) sagði nýlega í þingræðu: „Eg tel að íslendingar verði í fullri alvöru að hugsa um mögulega inngöngu í Evrópu- bandalagið. Ef nágrannar okkar, t.d. Norðmenn, helztu keppinaut- ar okkar á fiskmörkuðum, _gerast aðilar, er líklegt að rödd íslands utan þess bandalags verði afar veik. Helzta leiðin til þess að hafa áhrif er að eiga kost á að láta rödd okkar heyrast. I viðræðum við EB eigum við auðvitað að halda fast á hagsmunamálum okkar og þá sérstaklega fiskveið- réttindum. Hins vegar tel ég vara- samt að við flækjumst of mikið í endalausri fyrirvarapólitík. Hafta- og afturhaldspostular mega ekki móta forsendur viðræðna okkar". ■ ÓAFGREIDD ÞINGMÁL: 30. marz sl. vóru þrjú stjórnar- frumvörp til meðferðar í Samein- uðu þingi, 23 í efri deild og 20 í neðri deild. Á sama tíma vóru 28 þingmannafrumvörp í nefnd í neðri deil og 14 biðu fyrstu um- ræðu. í efri deild vóru 15 þing- mannafrumvörp í nefnd en eitt beið umræðu. Þá eru rúmlega 30 tillögur til þingsályktunar en til meðferðar í nefndum og 13 bíða fyrri umræðu. Starfsáætlun þingsins stendur til þess að því ljúki fyrir nk. mánaðamót. ■ A UKASKA TTKORT NÁMSMANNA: Nemendur við framhaldsskóla, sem lögheimili eiga á stöðum þar sem engir slíkir skólar eru fyrir hendi og hafa ekki nýtt persónuafslátt sinn að fullu við upphaf haustmisseris, eiga rétt á aukaskattkorti frá skattstjóra til ráðstöfunar fyrir foreldri eða viðurkendan fjár- haldsmann þar sem tilgreindur er persónuafsláttur sem fyrirsján- legt er að námsmaðurinn nýtir ekki. Þetta er efni frumvarps sem Jón Sæmundur Siguijónsson (A- Nv) hefur lagt fram á Alþingi. ■ GAMALT OG NÝTT BÍL- NÚMERAKERFI: Alþingi álykt- ar að fela ríkisstjórninni að sjá um að þjónusta við skráningu bif- reiða verði aukin þannig að hinir gömlu einkennisbókstafir skrán- ingarsvæða verði innleiddir að nýju án þess að afnema kosti hins nýja fastnúmerakerfis. Þetta er meginefni tillögu til þingsályktun- ar, sem Jón Sæmundur Siguijóns- son flytur. í geinargerð segir að á hinum nýju fastnúmerum sé fyrsta sætið autt, ætlað t.d. skjaldarmerki. Þetta sæti megi nýta fyrir einkennisbókstaf svæð- is. afgreidd í nóvember. Pjáraukalög 1989, hin fyrri, hafi tíundað 8.500 m.kr. útgjöld 1989, umfram fjárlagaheimildir. Frumvarp að ijáraukalögum 1989, hinum síðari, feli í sér 1.073 m.kr. útgalda- auka til viðbótar, sem virðist hafa orðið til á síðustu vikum ársins. Nú liggja staðreyndir ríkisbúskaparins 1989 fyrir, sagði Pálmi, á fyrsta heiia ári Ólafs Ragnars Grímssonar sem fjármálaráðherra. Útgjöldin reyndust 9.600 m.kr. umfram það sem samþykkt fjárlög stóðu til. Tekj- ur fóru og 2.900 m.kr. fram úr áætl- un. Niðurstaðan 6.000 m.kr. ríkis- sjóðshalli í stað 630 m.kr. tekjuaf- gangs. Þetta er rauði þráðurinn í hrakfallasögu fjármálaráðherrans; staðreyndirnar, sem stóru orðin um nýjan efnahagsgrundvöll og traust- byggð tímamótafjálög skilja eftir. Olafur Ragnar Grímsson ljár- málaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á fjárauka- lögum 1989. Hann sagði að breyttar forsendur á sviði verðlags-, gengis- og kjaramála hafi valdið því, að út- koman hafi reynzt önnur en fyrri forsendur við fjárlagagerð hafi vísað til. Aukið aðhald í ríkisútgjöldum og bætt innheimta hafi hins vegar stuðl- að að því að staðan væri ekki verri. Málmfríður Sigurðardóttir (SK-Ne) minnti á þau orð fjármála- ráðherra, þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 1989, að þótt forsendur kynnu að breytast, kollvarpaði það ekki ijárlagadæminu, svo væri innbyrðis samhengi þess fyrir að þakka. Sami ráðherra hafi og staðhæft, er hóflegir kjarasamn- ingar vóru gerðir, að þeir rúmuðust innan fjárlagarammans. Niðurstöður eru hins vegar á annan veg. kvæmdir, væri tryggt. Málmfríður Sigurðardóttir (SK-Ne) sagði góðar samgöngur meginmál fyrir atvinnu- og mannlíf á landsbyggðinni, ef það ætti að þróast með æskilegum hætti. Staða landsbyggðarinnar væri veikt en ekki treyst með niðurskurði vega- framkvæmda. Fleiri tóku til máls, þótt ekki verði frekar rakið. Leiðrétting við grein um Álafoss VIÐ vinnslu greinar um vanda Álafoss, sem birtist í blaðinu sl. sunnu- dag, víxluðust málsgreinar í hluta greinarinnar þannig að frásögn varð merkingarlaus og sundurslitin. Blaðið biðst velvirðingar á mistök- unum, og birtir hér umræddan kafla í réttu samhengi: Meðal aðgerða sem Álafoss hefur gert tillögu um til að tryggja áfram- haldandi rekstur, er aðstoð ríkisins við rekstur ullarþvottastöðvar fyrir- tækisins í Hveragerði. Farið er fram á 15 milljónir króna í þijú ár. Þá er þess farið á leit við Framkvæmdasjóð Islands að hann gefi eftir húsaleigu á verksmiðjuhúsnæði í Mosfellsbæ, til þriggja ára, sem nemur um 32 milljónum á ári. Samhliða verði þess farið á leit við Iðnþróunarsjóð að hann gefi eftir hluta af vöxtum á þeim lánum sem Framkvæmdasjóður yfirtekur með kaupum á húsnæðinu. Framkvæmdasjóður samþykkti kaupin síðastliðið vor, sem hluta af ijárhagslegri endurskipulagningu. Söluverð var 265 milljónir, eða rúm- lega 40 milljónum króna lægra en bókfært verð. Við þessi kaup yfirtók Framkvæmdasjóður lán að upphæð 265 milljónir, en Álafossi var ætlað að greiða 30 milljónir á ári i húsa- leigu, eða 11,4% af verðmæti húss- ins. Ennfremur er þess farið á leit við ríkissjóð að hann gefi eftir húsa- leigu á Hekluhúsi á Akureyri til þriggja ára, sem nemur um 8 milljón- um á ári. Ríkissjóður samþykkti kaupin sl. vor og var söluverð 59 milljónir króna. Ríkisframlög hafa dugað skammt Almennt er talið að vanda ullar- iðnaðins megi að nokkru leyti rekja til breytinga á starfskjörum útflutn- ingsgreina á árunum fram til 1988. Ullariðnaðurinn þoldi hækkun raun- gengis mun verr en sjávarútvegur- inn, sem á sama tíma naut verð- hækkana og lækkunar olíuverðs. Þessi sambúðarvandi sjávarútvegs og annarra útflutningsgreina er hins vegar ekkert nýtt vandamál og verð- ur líklega áfram um tíma, á meðan stjórnvöld sættast ekki á leiðir til að draga úr áhrifum sveiflna í sjávarút- vegi á aðrar greinar. En vandi ullariðnaðarins er flókn- ari en þetta og beinhörð framlög úr ríkissjóði á síðustu árum hafa ekki dugað til bjargar. Sem fyrr segir keypti ríkið Hekluhúsið á Akureyri á síðasta ári á 59 milljónir. Að auki ákvað rikissjóður haustið 1988 að veita ullariðnaðinum 40 milljónir króna með beinu framlagi, 20 millj- ónir komu til greiðslu undir lok árs- ins og 20 milljónir í byrjun síðasta árs. A síðasta ári voru einnig veitt víkjandi lán að fjárhæð 82^5 milljón- ir til markaðsfyrirtækis Álafoss og Hildu í Bandaríkjunum, en fyrirtækin sameinuðust á Bandaríkjamarkaði að tilhlutan iðnaðarráðuneytisins. Til viðbótar fékk Álafoss 27,5 milljóna víkjandi lán til markaðsstarfs í Evr- ópu. Samtals nema fjárframlög og eignayfirtaka ríkisins vegna ullar- iðnaðarins því um 209 milljónum króna á aðeins rúmu ári. Vegna Ála- foss eingöngu, sem talið er hafa um 70% af útflutningnum, námu ríkis- framlögin um 128 milljónum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.