Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 Vér munum eitt sinn yngja forna söngva Nokkur orð um Litháen, Islendinga og gamalt kvæði eftir Hrafin Jökulsson Vilna Enn ég man þig, móðurborgin Vilna: Maríuljóðin, sem af fjálgleik brenna, helgimynda bjarma í borgarhliðum, bros og gullhár litháískra kvenna. Enn ég grilli í minninganna móðu mjóar götur, sem í bugðum liggja. Tumar þínir tindra í mánaskini. Tré í blóma múrana yfírskyggja. Það var fyrir löngu. - Ennþá ertu eins, með háa tuma og bugðótt stræti. En götustéttir þínar eðju og auri atast nú, - af pólskum hermannsfæti. Þrflit flögg ei lengur leiftra í bænum, ljóði og brosi í felur ólög þröngva. Jámsmiður frá Varsjá hamrar hlekki handa þeim, sem riija upp gamla söngva. En þótt þér leggið líkamann í fjötra, lagakúgun bindur hjörtun ekki: Vér munum eitt sinn yngja foma söngva, endursenda vora smán og hlekki. Þetta kvæði eftir Sirijos Gira kom út í dálitlu kveri fyrir hartnær þrjátíu árum: Síðustu þýdd Ijóð Magnúsar Ásgeirssonar. Magnús var þá látinn og Guðmundur skáld Böðvarsson bjó kverið til prentun- ar. I athugasemd við þetta kvæði telur Guðmundur þýðinguna nokk- uð gamla, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Hann bætti svo við frá eigin bijósti, að svo væri löngum um kvæði sem þetta, „að ein stund er því líkleg til viðurtöku, önnur síður. En Magnús hefur geymt þessa þýðingu í ágætri hreinskrift og ekki verið ráðinn í að bera hana á eld. Því skal það ekki gert af öðrum.“ í þessum orðum Guðmundar Böðvarssonar er fólginn sá sann- leikur að bókmenntir brenni ekki: Þannig hefur þetta litla kvæði beð- ið þolinmótt í marga áratugi eftir að rætast, beðið stundarinnar sem væri því „líkleg til viðurtöku". Og nú er stund runnin upp; sú stund að Litháar yngja sína fornu söngva og endursenda smán sína og hlekki. Að vísu ekki til Varsjár, enda var kvæðið ort þegar öðruvísi háttaði i alþjóðamálum, heldur til Moskvu. Þangað sem Pólveijar sjálfir endur- senda nú hlekkina sem einnig voru lagðir á þá. Efítr að þing Litháa lýsti yfir sjálfstæði landsins hafa réttkjörnir foringjar þeirra biðlað til umheims- ins að styðja lýðveldið nýja gagn- vart járnsmiðunum í Moskvu. Lithá- ar biðja aðrar þjóðir um viðurkenn- ingu á sjálfstæði landsins. Þeir biðja um aðgöngumiða í samfélag fijálsra þjóða. Á þingi Norðurlandaráðs um daginn höfðu menn um það stór orð að auka samvinnu við Eystrasalts- löndin þijú: Eistland, Lettland og Litháen. Ef marka má fréttir af þinginu voru menn helst á því að byggja „norræn hús“ í þessuhi lönd- um, og væntanlega fylla þau af sendikennurum í beinu framhaldi. Nú berast þær fréttir hinsvegar frá Litháen að Kremlstjórnin flytji þangað hermenn og morðtól í stór- um stíl, opinberar byggingar eru teknar herskildi og þlaðamönnum vísað úr landi. Og Litháar biðja nágranna sína um hjálp og viður- kenningu. Hveiju svara íslending- ar? Stjórnvöld hérlendis komust í nokkurn bobba vegna þessa máls í fyrstu, af því samkvæmt leikreglum í hápólitískri stórveldarefskák má ekki fyrir nokkurn mun veikja stöðu Mikaíls Gorbatsjovs: mannsins sem smám saman herðir kyrkingartakið á Litháum. Þess vegna þóttust menn himin hafa höndum tekið þegar einhver snillingur komst að þeirri niðurstöðu að Danir hefðu tekið af okkur ómakið — og viður- kennt Litháen árið 1921! Árið 1921 fóru Danir með ut- anríkismál fyrir íslands hönd, auk þess sem við deildum með þeim kóngi. Þessi tilhögun var aflögð árið 1944 þegar ísland varð sjálf- stætt ríki. Þá var Litháen fyrir nokkrum árum orðið hluti af Sov- étríkjunum samkvæmt samningi Hitlers og Stalíns. Það hlýtur að skoðast sem aumt yfirklór að svara Litháum með því að vísa í sjötíu ára gamla samþykkt frá Danmörku. Þegar Litháar yngja nú sína fornu söngva, er þeim lítil hjálp í að vinir þeirra grúski í ryk- föllnum samþykktum úr öðrum löndum. Litháar þurfa siðferðilegan stuðning fyrst og fremst. Þeir eru að varpa af sér hlekkjum í óþökk fangavarðarins sem virðist ætla að beita öllum tiltækum ráðum til að viðhalda smáninni. Á slíkum stund- um eiga Islendingar ekki að spyija hvernig þeir geti best tryggt at- vinnu fangavarðarins. íslendingar geta nú, í krafti smæðarinnar og vopnleysisins, boðið Litháa vel- komna í félagsskap fijálsra þjóða. Viðurkenning íslendinga er Lit- háum meira virði en „norræn hús“ í hveijum hreppi þar austur frá. Skáldið Sirijos Gira orti um gamla söngva. Og nú er ljóð hans gamall söngur, sem lengi hefur beðið síns tíma. Sá tími er genginn í garð. Ekkert kemur í veg fyrir að spásögnin rætist, því „lagakúgun bindur hjörtun ekki“. Þannig getur. eitt ljóð sigrað heilt heimsveldi. Höfundur er rithöfiwdur og blaðamaður í Reykjavík. Félag íslenskra símamaima 75 ára FÉLAG íslenskra símamanna varð 75 ára fyrir skömmu, en það er elsta stéttarfélagið innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Af þessu tilefhi var efnt til móttöku í samkomuasalnum við Thorvaldsenstræti 4 fyrir félagsmenn og gesti. Milli sex og sjöhundruð manns komu til móttökunnar og voru félaginu færð- ar margar góðar gjafir. Félagið var stofnað þann 27. febrúar 1915 og var fyrsti for- maður þess Ottó B. Arnar. Stofnfé- lagar voru 20. Núverandi formað- ur FÍS er Ragnhildur Guðmunds- dóttir, en á þessum 75 árum hafa formenn verið 16 talsins. Fljótlega eftir stofnunina var hafin útgáfa blaðsins Elektron, sem gefíð var út undir því nafni til ársins 1922, en þá hlaut blaðið nafnið Síma- blaðið. Það hefur komið út óslitið síðan. í fréttatilkynningu frá félaginu í tilefni afmælisins segir meðal annars: „Félag íslenskra síma- fhanna hefur átt því láni að fagna að hafa innan sinna vébanda fé- laga sem hafa verið félaginu styrkar stoðir og Iátið því í té vit sitt og mannkosti. Þeir Jón Kára- son, aðalbókari, og Ágúst Geirs- son, símstjóri, hafa verið í ábyrgð- arstöðum fyrir félagið um árabil og voru þeir gerðir að heiðursfé- lögum í afmælishófínu þann 27. febrúar. Áður höfðu þeir hlotið þennan titil þeir Ottó B. Arnar, Halldór Skaptason, Steindór Björnsson, Jónas Eyvindsson, Andrés Þormar og Sæmundur Símonarson." TÓNAFÓRNIN _________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Tónafómin eftir meistara Jo- hann Sebastian Bach er í raun þrískipt verk, einn þáttur tvö Ric- ercare (fúgur), þriggja og sex radda, annar kanónar í ýmsum myndum og þriðji tríósónata í fjór- um köflum. Þemagmnnur verksins er eftir Friðrik mikla og sagan um tilurð verksins kunn og margsögð. Þriggja radda fúgan er talin vera í meginatriðum sama verkið og Bach lék af fíngrum fram í heim- sókn sinni til hirðar Friðriks mikla en sex radda fúgan er gerð seinna. Kanónamir era settir fram sem gátukanónar, svo sem þá tíðkaðist en Bach hafði t.d. í kóralforspilun- um sínum gert margvíslegar kanon-útfærslur, svo að hann kunni þar eitt og annað í þeim efn- um. Tríósónatan er svo fijálsari tónleikur þó þar sé margt að heyra af merkilegum útfærslum, t.d. eins og í þriðja þættinum, sem er ótrú- lega nýstárlegur að gerð. í flutningi Bach-sveitarinnar í Skálholti hefst verkið á þriggja radda fúgunni og lýkur á þeirri í sex röddunum. Báða þessa þætti lék Helga Ingólfsdóttir á sembalinn og var leikur hennar í sex radda fúgunni stórkostlega vel útfærður. Kanónarnir tíu era ekki auðveldir sem viðfangsefni á tónleikum, sök- um þess hve samsetning þeirra er' flókin og illgreinanleg eftir heyrn. Vel væri hugsanlegt að tengja sam- an fyrirlestur um gerð hvers kan- óns með tóndæmum, bæði rituðum og leiknum og flytja síðan kanón- ana í heild. Með Helgu Ingólfsdóttur léku Kolbeinn Bjarnason á barokkflautu og fiðluleikararnir Ann Wallström Orgel og fiðla Laufey Sigurðardóttir fíðluleik- ari og Ann Toril Lindstad orgel- leikari héldu tónleika í Laugames- kirkju sl. laugardag og fluttu tón- verk eftir J.S. Bach, Corelli, Vit- ali, Hándel og Cesar Franck. Fyrsta verkið var Fantasía og fúga í g-moll eftir Bach og lék Ann Toril Lindstad verkið af reisn og leikni. Lindstad hefur sagt upp starfí sínu við Laugameskirkjuna, þar sem henni stendur til boða staða í Noregi og er þar af nokk- ur missir fyrir okkur íslendinga, því Ann Toril Lindstad er frábær orgelleikari. Samleiksverkin voru fiðlúsón- ata (óp. 5, nr. 1) eftir Corelli, Chaconne eftir Vitali og sónata op. 1. nr. 13, eftir Hándel. Laufey Sigurðardóttir lék verkin af þokka og sérstaklega var leikur hennar fallegur í adagio-kaflanum í Co- relli sónötunni og sömuleiðis iarg- hetto-kaflanum í sónötunni eftir Hándel. Orgel og fíðla eiga vel saman en í barokktónlist getur verið varasamt að leika á fiðluna með þrungnum og sterkum Kvennakórinn Lissý Helga Ingólfsdóttir og Lilja Hjaltadóttir á barokkfiðlur og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á viola da gamba. Flutningurinn var glæsilegur en „dvergmál" kirkj- unnar er of mikið fyrir svona mar- gofínn tónvefnað og það er sem sé ljóst, að nú vantar heppilegan tónleikasal fyrir viðkvæma kam- mertónlist, ekki síður en höllina sem enn er aðeins til fallega út- færð á teikniborðinu. Kvennakórinn Lissý, undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, ’hélt tónleika í Langholtskirkju sl. sunnudag. Kórinn er skipaður söngkonum úr aðildarfélögum Kvenfélagasambands Suður-Þin- geyinga, yfir sextíu konur, sem ekíri hafa látið snjóþyngsli aftra sér frá því að mæta á kóræfíngar. Á efnisskránni vora íslenskir söngvar, tveir þættir úr Stabat mater eftir Pergolesi, Lofsöngur eftir Hándel, Ave verum eftir Moz- art og Mansöngur eftir Schubert. í Pergolesi og Mansöngnum söng Þuríður Baldursdóttir einsöng en hún er hin ágætasta söngkona. Af íslensku lögunum var sá ágæti sálmur Til þín, Drottinn, eftir Þorkel Sigurbjömsson og Máríuvers Páls ísólfssonar vel flutt en í fyrri hluta tónleikanna önnuð- ust Ann Toril Lindstad og Guðrún Laufey Sigurðardóttir hljómi, svo sem vel á við í rómant- ískri tónlist. I heildina var þokki yfir þessum tónleikum og þeim Ann Toril Lindstad lauk með orgeleinleik, Kóral í a- moll eftir César Franck, sem Ann Toril Lindstad lék mjög fallega. Margrét Bóasdóttir Sigurðardóttir undirleikinn á orgel og selló. Seinni hluti tónleikanna var opn- aður með Kvennaslagnum eftir Sigfús Einarsson og eftir tvær þjóðlagaraddsetningar söng kórinn Vorgyðjan kemur eftir Árna Thor- steinsson og þá bættist í hópinn Guðrún A. Kristinsdóttir, píanó- leikari, og lauk tónleikunum með Mansöng Schuberts. Eitt lag á efn- isskránni hefur undirritaður ekki fyrr heyrt en það var Nú rennur sólin eftir Elísabetu Jónsdóttur en eftir hana liggja nokkur lög og var þetta hið áheyrilegasta Iag. Árni Björnsson, tónskáld, mun hafa undirbúið lög Elísabetar til útgáfu og kórútfærsla, þar byggð á, unn- in af fyrsta stjórnanda kórsins, Hólmfríði Benediktsdóttur. Ein- söngvari var Hildur Tryggvadóttir. Það var þokki yfir söng kvenn- anna og sérstaklega tókst þeim upp í Vorgyðjan kemur eftir Árna Thorsteinsson og Vorvindunum eftir Sigvalda Kaldalóns og var auðheyrt að Margrét Bóasdóttir er lagin og smekkvís kórstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.