Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 Arnarflug enn flugvélarlaust: Farþegar fara með Flugleiðum FLUGLEIÐIR fljúga með ferþega Arnarflugs til og frá íslandi í dag, en Arnarflug hefúr ekki enn fengið flugvél á leigu. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða fara 37 far- þegar Amarflugs með Flugleiðavél til Glasgow og 22 tii Kaupmanna- hafnar í dag. 20 farþegar koma til baka um Glasgow. Einar sagði að Amarflug hefði í gær gengið frá greiðslum fyrir far- þegaflutninga fyrir helgina og leigu- flug á laugardaginn og jafnframt samið um farþegaflutninga í dag. Flugleiðir leigðu Arnarflugi vél til að fljúga til Amsterdam á laugardag. Flugleiðir fengu leyfi hjá íslenskum og hollenskum yfirvöldum til að fljúga vélinni á eigin flugnúmeri til Amsterdam. Óttuðust Flugleiðir að ef flugvélin væri á flugnúmeri Arnar- fiugs yrði hún kyrrsett á Schiphoi- flugrvelli vegna skulda Amarflugs. Kennslu- flugvél datt á nefið LITIL tveggja sæta kennsluflugvél stakkst á nefið, þegar nefhjól brotn- aði undan henni á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær. Tveir menn voru í vélinni og sakaði hvorugan. Vélin, sem er af gerðinni Beachcraft Skipper, var í akstri að fiugbraut til flugtaks þegar óhappið varð. Að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar hjá loftferðaeftirlitinu er ekki enn ljóst hvers vegna hjólið brotn- aði undan, en rannsókn beinist meðal annars að því hvort brot hafí áður verið komið í hjólabúnaðinn, þótt hann hafí ekki látið undan fyrr en þarna. Skúli Jón segir að þar sem flugvélinni var ekið hafí ekki verið slíkar ójöfnur að hjóla- búnaði vélarinnar ætti að vera hætt af þeim sökum. Nokkrar skemmdir urðu á vélinni, en ekki var í gærkvöldi fullkann- að hve miklar þær urðu. Morgunblaðið/Sverrir í gærkvöldi afhentu Helga Hafsteinsdóttir og Ragnheiður Viggósdóttir Krabbameinsfélaginu 500 þúsund krónur fyrir hönd Kvenfé- lagsins Hringsins. Halldóra Rafiiar tók við peningunum en einnig eru á myndinni Almar Grímsson, Jón Þ. Hallgrímsson, Guðrún Agnarsdóttir og Sigurður Björnsson. Þjóðarátak gegn krabbameini: Landsmenn lögðu 35 milljónir af mörkum UM 35 milljónir söfnuðust um helgina í söfnun Krabbameinsfé- lags íslands undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini 1990 — Til sigurs!“ Gengið var í hús um allt land og munu á annað þúsund sjálfboðaliðar hafe lagt félaginu lið. Búist er við að upp- hæðin eigi efltir að hækka. Enn stendur söfiiun yfir meðal fyrir- tækja, stéttarfélaga og fleiri aðila. Þá er vonast til að fólk hag- nýti sér gíróseðla, sem skildir voru eftir um helgina þar sem enginn var heima þegar söfnunarfólk bar að. Almar Grímsson, formaður Krabbameinsfélagsins, segir að forsvarsmenn félagsins vilji koma á framfæri innilegum þökkum til söfnunarfólksins, svo og til lands- manna, sem lögðu fé af mörkum. „Þessar einstöku undirtektir sýna ótvírætt hve mikið traust fólk ber til félagsins og þessi öflugi stuðn- ingur gerir félaginu kleift að herða enn róðurinn til sigurs, tak- ast á við ný verkefni og haida áfram því starfi sem þegar er hafið.“ Halldóra J. Rafnar, fram- kvæmdastjóri átaksins, segir að nokkrir aðilar hafí gefíð háar fjár- hæðir í söfnunina. „Starfsmanna- félag Útvegsbankans gamla gaf 500 þúsund krónur og það gerði Kvenfélagið Hringurinn einnig,“ sagði hún. „Þá gaf Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík 400 þúsund krónur. Nokkrir einstakl- ingar hafa einnig gefíð háar upp- hæðir. Til dæmis gaf fullorðin kona í Hafnarfirði 300 þúsund krónur til minningar um eigin- mann sinn. Þá hefur Borgara- flokkurinn heitið 50 þúsund krón- um 'til minningar um Benedikt Bogason, alþingismann." Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör söfnunarinnar liggi fyrir í lok apríl. Vegagerðin dregur úr snjó- mokstri vegna fíárskorts Búið að moka fyrir rúmar 300 milljónir VEGAGERÐ ríkisins hefiir þurft að draga úr snjómokstri víða um land vegna fjárskorts. í vegaáætlun er 470 milljónum króna varið til snjómoksturs en um' miðjan marsmánuð var kostnaður kominn yfir 300 milljónir króna. Að sögn Snæbjörns Jónassonar, vegamála- stjóra, hefur verið dregið úr snjómokstri í samræmi við snjómokst- ursreglur. stökum leiðum að frá áramótum hefði kostnaður við snjómosktur í Öxnádal og á Öxnadalsheiði verið 11 milljónir króna. Hann sagði að síðasti vetur hefði verið sá snjó- þvngsti hingað til en að þessi vetur stefndi í sömu átt. „Að sumu leyti er tíðarfarið mjög sérstakt því um allt land hefur verið afar snjó- þungt. í venjulegu árferði eru Vest- firðirnir og Austurland verst viður- eignar en nú bregður svo við að snjóþyngsli eru um allt land og ekki síst á Suðurlandi.“ Snæbjörn sagði að vegna fjár- skorts hefði verið ákveðið að fækka snjómokstursdögum um einn þar sem reglur kvæðu á um að mokað yrði í tvo daga í viku og þriðja daginn ef snjólétt væri og tilkostn- aður lítill við moksturinn, t.d. hægt að nota vörubíl með tönn. Þá verð- ur rutt einn dag í viku víða þar sem leyfilegt er að bæta öðrum degi við þegar snjólétt er. „Menn tala um það víða, að ekki sé lengur snjólétt þannig að þessi samdráttur er í fullu samræmi við mokstursreglur," sagði Snæbjörn. Snæbjörn sagði að nú væri farið eftir þessum reglum nokkuð víða um landið en þær komu fyrst til framkvæmda fyrir hálfum mánuði. í þessari viku verður dregið úr snjó- mokstri í Öxnadal og á Öxnadals- heiði og verður þá mokað þar tvisv- ar í viku, á mánudögum og föstu- dögum. Snæbjörn nefndi sem dæmi um kostnað vegna snjómoksturs á ein- Krafist áframhald- andi gæsluvarðhalds Menn velta hlutafélaga- stofiiun mikið fyrir sér - segir Sigurður Markússon formaður vinnuhóps um skipulagsmál Sambandsins „ÞAÐ er aðallega verið að skoða tvenns konar möguleika varðandi skipulagsmál Sambandsins," sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins í samtali við Morgun- blaðið. „Menn eru mikið að velta fyrir sér hlutafélagastoftiun og eru að skoða tvenns konar möguleika í því, annars vegar að gera Sam- bandið að einu hlutafélagi, hins vegar að breyta helstu deildum þess í hlutafélög. Sambandið yrði þá eignarhaldsfélag, sem hugsanlega yrði í hlutafélagsformi." Sigurður Markússon er formaður vinnuhóps framkvæmdastjórnar Sambandsins, sem skipaður var snemma í janúar síðastliðnum og tjallar um skipulagsmál Sambands- ins. Aðrir nefndarmenn eru Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri verslunardeildar Sambandsins, og Sigurður Gils Björgvinsson, hag- fræðingur Sambandsins. „Forstjóri Sambandsins hefur að sjálfsögðu unnið með okkur í þessum vinnu- hópi,“ sagði Sigurður Markússon. Sigurður sagði að óákveðið væri hvenær vinnuhópurinn skilaði af sér en stjóm Sambandsins tæki endan- lega ákvörðun varðandi skipulags- mál þess. Hann sagði að hlutverk vinnuhópsins væri að velta upp ýmsum möguleikum og draga fram kosti þeirra og galla til að undirbúa málið til umræðu í Sambandsstjórn- inni. „Ég reikna með að það taki menn frekar mánuði en vikur að komast að niðurstöðu í þessari umræðu um skipulagsmál Sam- bandsins, sem hófst árið 1988. Að vísu hafa orðið hlé á umræðunni en hún var tekin upp aftur um síðastliðin árarnót," sagði Sigurður Markússon. SAKSÓKNARI hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Steingrími Njálssyni og var krafan lögð fram í gær. Steingrímur var handtekinn þann 15. febrúar siðastliðinn fyrir að hafa tekið 7 ára gamlah dreng inn á heimili sitt og afklætt hann. Gæsluvarðhald, sem hann var þá úrskurðaður í, rennur út á morg- un, 4. apríl. Krafan, sem lögð var fram í gær í sakadómi Reykjavíkur, er um áframhaldandi gæsluvarðhald með- an á dómsmeðferð málsins stendur, þó ekki lengur en til 1. júlí. Jafn- framt er Steingrími gert að sæta geðrannsókn á gæsluvarðhalds- tímanum, þar sem kannað verði sér- staklega hvemig sú meðferð hefur Innheimtu- hefti tapaðist INNHEIMTUHEFTI eins blað- bera Morgunblaðsins tapaðist í gær, líklega í eða við miðbæ Reykjavíkur. Hugsanlega hefur heftið tapast í strætisvagni á leið 1. Heftið er merkt Morgunblaðinu og er finnandi vinsamlegast beðinn að skila því á afgreiðslu blaðsins í Aðalstræti, eða hringja í síma 691140. gagnað, sem hann var dæmdur til og fór í til Svíþjóðar, vegna fyrri afbrota. Að sögn Egils Stephensens saksóknara var talið að ekki væri hægt að gera meira fyrir Steingrím í þeirri meðferð, en hins vegar er sú lækning sem hann hlaut þar ekki varanleg og háð því að hann taki að staðaldri inn lyf. Gúrkur lækka um 40% GÚRKUR lækkuðu um tæp 40% í gær. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna/Bananasöl- unni lækkaði heildsöluverðið úr 299 í 180 krónur kílóið. Algengt útsöluverð lækkar því um 190 krónur, úr 480 í um 290 krónur. Níels Marteinsson, sölumað- ur hjá Sölufélaginu, segir að góð gúrkuuppskera sé um þess- ar mundir vegna góðrar birtu og annarra ræktunarskilyrða. Mikið bærist að af gúrkum og því hefði verið ákveðið að lækka verðið til að reyna að örva söl- una.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.