Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 Helga Guðmunds dóttir — Minning Fædd 16. apríl 1910 Dáin 22. mars 1990 Dóttir mín hringdi til mín 22. mars sl. og sagði: „Helga frænka dó í morgun.“ Ég vissi að Helga Guðmundsdótt- ir, mágkona mín, hafði verið mjög veik undanfarið en samt kom þetta mér á óvart. Það gerir það víst allt- .af þegar þeir sem manni þykir vænt um, falla frá. Mér flaug í hug: „Nú nýtur maður ekki lengur hins ljúfa viðmóts Helgu og gest- risni, eða heyrir þægilegan dillandi hlátur hennar þegar eitthvað gott ber á góma..." en mér fannst fáguð glettni, bjartsýni og góðvild ávallt einkenna fas hennar, þó þungbær áföll á lífsleiðinni væru henni ekki framandi, en þeim tók hún með stillingu og festu. Helga fæddist 16. apríl 1910 að Þönglabakka í Þorgeirsfirði, dóttir Guðmundar Jörundssonar skip- stjóra frá Hrísey, sonar afla- og dugnaðarmannsins Jörundar Jóns- sonar, eða Hákarla-Jörundar og Sigríðar Sigurðardóttur, Gunn- laugssonar bónda í Skarðdal í Siglu- firði, sem kom úr Fijótum og Sigríð- ur var dótturdóttir Antons í Amar- nesi og frá Siglnesingum. Á fyrsta áratug aldarinnar efndi Guðmundur, faðir Helgu, ásamt bróður sínum og mági til búsetu í Þorgeirsfirði austan Eyjafjarðar. Þeir settust þar að með gjöful mið á þessum annars hafnlausa stað. Það vantaði ekki bjartsýnina og dugnaðinn í þetta fólk og þrátt fyr- » ir erfiðar aðstæður, benti ýmislegt til að þessi tilraun myndi takast. En ekki verður í forlögin ráðið. Þegar Helga var þriggja ára fórst faðir hennar með báti sínum í sjó- ferð. Það má segja að fráfall Guð- mundar hafi spillt því að draumur- inn um farsæla útgerð frá Þorgeirs- firði rættist. Sigríður stóð nú uppi með sex ung börn en bugaðist ekki heldur bjó áfram um sinn á Þönglabakka, en þar kynntist hún seinni manni sínum, Sigurhirti Bergssyni frá Ólafsfírði, sem settist í bú með henni og gekk börnum hennar í föðurstað. Helga mat Sigurhjört ávallt mikils og var kært með þeim. Um 1916 fluttu þau Sigurhjörtur og Sigríður að Staðarhóli við Siglu- fjörð en Jörundur mun hafa farið til Hríseyjar og Ármann í Svarfað- ardalinn. Helga lifði hluta bernsku sinnar á þessum fagra stað, Staðarhóli, og var tæpra 9 ára þegar snjóflóðið mikla sl^all á byggðinni austan fjarðarins’ 12. apríl 1919 og sópaði Évangers-verksmiðjunni og þremur íveruhúsum fram í sjó. Þar fórust 9 manns. Með undursamlegum hætti slapp Staðarhóll án skaða því snjóflóðið klofnaði á hól ofan við bæjarhúsin og fór sunnan og norðan við þau. Fjölskyldunni á Staðarhóili var þungur harmur kveðinn við frá- fall fjölskyldnanna þriggja sem voru góðir grannar og sérstakir kærleik- ar voru með börnunum á Staðar- hóli og Sæther-hjónunum. Sigur- hjörtur og Sigríður bjuggu um hríð eftir slysið á Staðarhóli en fluttu svo yfir á Eyrina. Sigurhjörtur veitti rafstöðinni við Hvanneyrarána forstöðu um árabil. Þau Sigríður bjuggu góðu búi en hún hafði „kostgangara" mörg sumur og voru þar helst ungir menntamenn af róttækari gerðinni en heimili Sigríðar og seinna Þór- oddar, sonar hennar, var um árabil vígi virkrar verkalýðsbaráttu í Siglufirði. Þau Sigurhjörtur og Sigríður eignuðust þrjár dætur svo systkini Helgu urðu átta. Helga giftist Áka Jakobssyni 7. október 1935. Áki sagði dætrum mínum eitt sinn skemmtilega sögu af fyrstu kynnum þeirrar Helgu. Hann var á gangi um Aðalgötuna í Siglufirði að sumarlagi. Þá var gatan full af fólki en hann veitti athygli ungri og fallegri stúlku, sem greinilega var full af lífsgleði og kæti því hún tók nokkur dansspor á gangstétt- inni. Áki ákvað að kynnast þessari konu. Þetta var Helga. Áki og Helga settu saman bú í Reykjavík. Ég kom til þeirra í litlu kjallaraíbúðina vestur í bæ 1937 að leita mér ráða hjá Áka, sem var þá nýbakaður lögfræðingur. Ég þekkti hann frá fornu fari því fóstra mín var systurdóttir móður hans. Lögfræðikænsku var ekki þörf en þarna kynntist ég ljúfmennsku Helgu fyrst. Áki varð fyrsti bæjar- stjóri á Siglufirði 1938—1942 og reyndi þá strax á hæfni Helgu til að gegna þýðingarmiklu húsmóður- hlutverki og ekki reyndi síður á hæfni hennar og röggsemi er Áki varð atvinnumálaráðherra í Ný- sköpunarstjórninni eða er Áki gegndi þingmennsku fyrir Siglfirð- inga um árabil. Eftir að Áki hætti bæjarstjóra- störfum á Siglufírði fluttu þau Helga til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan og er þingmennsku lauk stundaði Aki lögfræðistörf uns hann lést 1975. Helga og Áki eignuðust sex börn. Eitt barna þeirra, Jón Ármann dó 1948, aðeins 8 ára en önnur börn þeirra eru á lífi. Þau eru: Guðmund- ur Hjörtur, verkstjóri, Valgerður, tónlistarkennari, Jörundur, kennari, Börkur, sjómaður, og Margrét, leik- ari. Auðvitað hafa barnabörn bæst í hópinn en á þeim kann ég ekki skil. Börnum Helgu og barnabörnum og einu eftirlifandi systur hennar, Huldu, votta ég mína innilegustu samúð. Minningin um góða manneskju máist aldrei. Bragi Magnússon Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Andlát góðvina getur alltaf kom- ið á óvart.-jafnvel þótt þeir hafi átt við vanheilsu að stríða um langa hríð og sjúkdómarnir banvænir, svo að hver má vita að kallið getur komið þá og þegar. Þetta á við nú. Þegar ég hafði samband við Helgu nokkru áður en hún fór á spítalann talaði hún um að heim- sækja mig að dvölinni þar lokinni, ef heilsa og kraftar leyfðu, áður en ég kæmi í heimsókn til þeirra mæðgnanna, Margrétar og hennar, á nýja heimilið. Hvorugri okkar hefur dottið í hug að af þessum fyrirætlunum myndi aldrei verða, þetta yrði í síðasta skiptið sem við myndum eiga orðastað saman og hún væri að fara sína hinztu ferð á spítalann. Ég kveð hana því með söknuði í dag. Helga var fædd 16. apríl 1910 á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jör- undsson, skipstjóri og síðar útgerð- armaður í Hrísey, og kona hans, Sigríður Sigurðardóttir. í Hrísey ólst Helga upp í stórum systkinahópi, en átti þar einnig frændgarð mikinn. Hún var afar söngvin og tónelsk og hleypti því heimdraganum til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám í söng og píanóleik við Tónlistarskólann í 4 ár. Eiginmanni sínum, Áka Jakobs- syni, þingmanni og síðar ráðherra, giftist hún þann 7. október 1935 og varð þeim 6 barna auðið en 5 þeirra hafa komist á fullorðinsald- ur. Áki lézt árið 1975. Þau hjónin bjuggu lengi á Siglu- firði þar sem Áki var bæjarstjóri á tímabili. Helga kenndi þar söng og hljóðfæraslátt, æfði kóra og hélt þar að auki ótal söngskemmtanir og píanótónleika. Hún hafði líka góða söngrödd sem hljómaði vel og lék listavel á píanó. Um tónlistar- hæfileika sína sagði hún einhvetju sinni að hún hefði þá í blóðinu, og það má með sanni segja þar sem mörg frændsystkini hennar hafa þjónað tónlistargyðjunni, og má þar m.a. nefna þau systkini Hrein Páls- son og Guðrúnu Pálsdóttur, sem lengst af hafa verið kennd við Hrísey. Það mátti glöggt sjá á heimili Áka og Helgu að þau áttu það sam- eiginlegt að vera bæði fagurkerar miklir. Helga stóð líka við hlið eigin- manns síns eins og klettur hvað sem yfir þau dundi. Ég minnist þeirra beggja sem góðvina foreldra minna, sem tölu- verður samgangur var við og stjórn- málaskoðanir skiptu þar engu máli. Þau komu oft í heimsóknir á bernskuheimili mitt, og ég hlakkaði alltaf til þess að hitta Helgu. Hún var afar bamelsk og virtist njóta þess að hafa ungt fólk í kringum sig, tala við það og kappkostaði að gera böm vinafólks síns að sínum ævivinum og hafa þau engan veginn útundan. Við urðum líka snemma góðar vinkonur, enda hafði hún ein- staka hæfileika til að laða ung- menni að sér, auk þess sem'tónlist- aráhuginn tengdi okkur saman. Mér þótti afar vænt um að eiga Helgu að vinkonu, bæði fyrir það að vin- átta hennar var mjög traust og góð og svo vegna þess að við hana var bókstaflega hægt að tala um alla skapaða hluti. Fáum manneskjum hef ég kynnst sem voru eins hláturmiidar og glað- ar í lund og Helga var, hvað sem á bjátaði. Bjartsýnin og góða skap- ið bragðust yfirleitt aldrei þótt, margvíslegir erfiðleikar og sjúk- dómar herjuðu, sem hefði alveg verið nóg til þess að buga hveija manneskju sem hafði við slíkt að stríða. Helga var ekki þannig skapi farin að láta mótblástur hafa alvar- leg áhrif á sitt góða skap og lífsgleði, jafnvel ekki undir það síðasta, þegar sá vágestur meðal banvænna sjúkdóma, sem erfiðast hefur reynst að lækna, sótti hana heim. Helgu var það eðlislægt að taka hveijum þeim örlögum, sem henni voru búin, með slíku jafnaðar- geði, að undravert þótti. Helga hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og vann töluvert fyrir Alþýðuflokkinn á tímabili. Þó hygg ég, að við höfum átt það sameigin- legt fyrir utan tónlistina að þykja þessi sífellda þjóðmálaumræða leiðitöm, sem virðist óhjákvæmilega fara af stað, þar sem tveir eða fleiri stjórnmálamenn hittast. Jafn- vel þótt hún hafi stundum tekið þátt í umræðum um stjórnmál í heimsóknum þeirra hjóna á bernskuheimili mitt, er ég ekki frá því að okkur hafí báðum fundist nóg og meira en það að hafa alltaf þá umræðu í eyram okkar allan daginn alla daga hversdags, þótt menn færu nú ekki að þvarga um þau mál á vinafundum líka, og það væri stöku sinnum hægt að bregða út af þeim vana og tala um eitt- hvað annað og skemmtilegra á þeim stundum. Við Helga töluðum því allmikið saman þótt hún væri stundum að hlusta eftir því hvað aðrir í stof- unni spjölluðu um og brann þá oft við að hún gerði góðlátlegt grín að þessari þrálátu þjóðmálaumræðu, enda var Helga gamansöm í eðli sínu, án þess að nokkur fyndi til undan því. Ef svo kom fyrir, að í Alain Mikli íLinsunni! 2. og 3. apríl Við kynnum þér það nýjasta í gleraugnaumgjöröum frá franska hönnuðinum Alain Mikli. Nú verður Mikli staddur í versluninni, báða dagana, og kynnir einstaka hönnun sína. Komdu á Mikli-dagana og kíktu á spennandi nýjungar! LIN5AN AÐALSTRÆTI9 SÍMI91-623055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.