Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 13
MQRGTfflBiLiAgHp' ÞRID.JIjDftGUR 3)'ARRIL;)99Q Yerðmæti útflutnings á flöttum, ferskum fiski eftir Gunnar Tómasson Eftir að sjávarútvegsráðherra setti á tímabundið bann við útflutn- ingi á flöttum, ferskum fiski, hófst mikil umræða um þau verðmæti sem væru fólgin í þessum útflutn- ingi og þá jafnan borið saman við þau verðmæti sem saltfiskafurðir okkar gæfu. Menn nefndu háar prósentur, af því að háar prósentur fara vel í munni, 20%, 30%, 40% hærra en eitthvað annað. Sjaldnast spurðu fréttamenn nánar út í þess- ar tölur (hvar eru rannsóknarblaða- mennimir?) en tóku þær bara góðar og gildar. Slík fréttamennska dæm- ir sig sjálf. Eftir nokkra leit tókst mér að hafa upp á raunverulegum tölum og þeim verðmætum, sem fólgin voru í „ferskum, flöttum fiski“ og birti ég þær með þessum skrifum mínum og ber þær saman við út- borgunarverðtöflu SÍF. Sá kostnaður, sem dreginn er frá verðinu, er fenginn úr reikningum kaupmanna sjálfra og eru það um- boðslaun, flutningsgjöld, svo og aðrar sporslur, sem þeim einum er lagið að bæta inn á reikninga sína. Þessi frádráttur er gerður til að auðvelda samanburð við útborgun- arverðtöflu SÍF en hún gengur jafn- an manna á milli í saltfiskheimin- um, því að flestra áliti er hún hin eina rétta viðmiðun og jafnan tafla yfír heimsmarkaðsverð á saltfiski. Reyna menn ýmsar kúnstir til að sýna hærra verð en hún, líkt og spretthlaupari sem reynir að slá met í miklum meðvindi og páska- fastan er saltfiskframleiðendum. Þær nýtingartölur, sem birtast í samanburðartöflunni, eru fengnar úr dagbók SÍF og eru þær byggðar á umfangsmiklum rannsóknum undanfarinna áratuga. Þessar tölur hafa kaupmenn í Reykjavík jafnan notað þegar þeir hafa verið að sann- færa menn um að versla við þá. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef, þá hafa ekki allir áttað sig á því, að þegar talað er um flatnings- nýtingu 70%, er ekki gert ráð fyrir venjulegri 4% yfirvikt, þannig að lokanýting verður aðeins 67%. Hvers vegna er munurinn 20-55 kr. á hráefniskílóið? Það er líklega vegna þess, að sá sem selur sinn físk ferskan og flattan, sleppur við að borga vinnulaun við frekari vinnslu fisksins, svo og alltof háa vexti af afurðalánum, svo eitthvað sé talið. Athygli vekur mikill munur á einstökum stærðarflokkum. Hvað veldur því? Ef menn leika sér svo með þessar tölur, þá má reikna það út, að 4 milljarðar króna myndu tapast úr gjaldeyrisöflun þjóðarinn- ar, ef allur þessi fiskur væri fluttur út ferskur, flattur í staðinn fyrir fullsaltaðan og frágenginn hér heima. Á þessu má sjá, að Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins, má vera stolt- ur af því að hafa hjálpað til við að sýna ráðamönnum fram á þetta mikla vinnu- og verðmætatap. Þessu til skýringar birti ég hér einfaldað dæmi yfir stærðardreif- ingu útflutts, saltaðs þorsks 1989, reiknað yfír í ferskan, slægðan fisk með haus og margfaldað síðan með áætluðu tapi á hvern stærðarflokk fyrir sig samanber töflu I. Núna síðast hefur svo utanríkis- ráðherra gefið völdum hópi kaup- manna, útflutningsleyfi fyrir létt- saltaðan saltfisk í takmarkaðan tíma. Ég hef fyrir mér nokkuð skýrt dæmi um vinnu og gjaldeyristap við svona útflutning, þar sem fýrir- tæki það er ég veiti forstöðu gerir út tvö togskip, sem salta aflann um borð og skila honum í land í svip- uðu formi og þessi léttverkaði fisk- ur er. Þegar svo fiskurinn kemur á land, þá er hann snyrtur og endur- saltaður og þar næst gæða- og stærðarmetinn og pakkað að mestu leyti, 25 kg í pappakassa og fluttur út til markaðslandanna þannig. Við þetta starfa 40 manns. Það segir sig sjálft, að ef fiskur- inn væri fluttur út eins og kaup- mennirnir tíðka núna, þ.e. í milliliði í Bretlandi, Danmörku og Hollandi, þá missti margur maðurinn vinnu sína hérna heima, en aftur á móti fengju margir vinnu í umræddum Tafla 2. Saitfiskur Sl.m/h Tapaður gjaldeyrii 2,7 kg. ogyfir 17959 tn. x 21 kr. kg. 377.139 þ.kr. 1,7 kg.-2,7 kg. 17765 tn. x 20 kr. kg. 355.300 þ.kr. 0-1,7 kg. 60634 tn. X 55 kr. kg. 3.334.870 þ.kr. 4.067.309 þ.kr. Gunnar Tómasson „Ef menn leika sér svo með þessar tölur, þá má reikna það út, að 4 milljarðar króna myndu tapast úr gjald- eyrisöflun þjóðarinnar, ef allur þessi fiskur væri fluttur út ferskur, flattur í staðinn fyrir fullsaltaðan og frágeng- inn hér heima.“ löndum við frekari verkun og frá- gang á fiskinum og kaupmenn í Reykjavík væru yflr sig ánægðir. Höfundur er verkstjóri hjá Þorbirnihf. í Grindavík. Tafla 1. Samanburður á ferskum, flöttum físki annars vegar og söltuðum línufíski hins vegar. Forsendur: Miðað er við 67% nýtingu (pökkunarnýting) á ferskum, flött- um fiski m.v. slægðan fisk með haus, en 48% nýtingu (einn- ig pökkunarnýting) á söltuðum fiski, m.v. slægðan fisk með haus. Útflutningskostnaður á ferskum, flöttum fiski er skv. yfirliti Jóns Ásbjörnssonar kr. 22 pr. kg. Fisknum er skipt niður í þijá stærðarflokka; I, II og III: I. 4,5 kg. ferskur, flattur fiskur og þyngri samsvarar 60% í 2,7/4,0 kg. og 40% 4,0 kg./yfir í saltfiski. II. 1,8 kg. — 4,5 kg. ferskur, flattur fiskur samsvarar 1,7/2,7 kg. í saltfiski. III. 0,5 kg— 1,8 kg. ferskur, flattur fiskursamsvarar 0,8/l,2kg. í saltfíski. Ferskur, flattur fiskur Cif-verð Kostnaður Per. kg. af (kr./kg.) (kr./kg.) Nýting slægðum físki Flattur, ferskur 4,5 kg og yfir IA 213,90 22,00 67% 128,57 Saltaður, 40% 4,0 kg./yfir IB 188,23 22,00 67% 111,37 60% 2,7kg./4,0 kg. IC 160,43 22,00 67% 92,75 Flattur, ferskur 1,8 kg.-4,5 kg. IIA 190,65 22,00 67% 113,00 Saltaður, 1,7/2,7 kg. IIB 167,77 22,00 67% 97,67 Flattur, ferskur 0,5 kg.-l,8 kg. 111A 93,00 22,00 67% 47,57 Saltaður, 0,8/1,2 kg. III B 83,70 22,00 67% 41,34 Saltfiskur FFF m.v. saltfisk Skilaverð saltfisks Nýting Per.kg. af slægðum físki Mismunur kr./kg. Mismunur % 317,40 48% 152,35 +23,78 84,4 285,40 48% 136,99 +25,62 81,3 206,00 48% 98,88 +6,13 93,8 276,00 48% 132,48 +19,48 85,3 246,00 48% 118,08 +20,41 82,7 215,00 48% 103,20 +55,63 46,1 199,00 48% 95,52 +54,18 43,3 Ath. Hér er ekkert tillit tekið til hugsanlegra bakreikninga v/gæðarýrnunar. Hér kemur fram hvaða stærð af fiski þeir vilja helst fá. Verðbilið eykst því sem fiskur smækkar. Námsgagnastoíhun; Tvær nýjar kennslu- bækur í landafræði KOMIN er út á vegum Námsgagnastofnunar bókin Landshorna á milli eftir Torfa H(jartarson. Áður heíur komið út í sama bókaflokki Land og líf eftir sama liöfund og hefur hún verið notuð til landafræðikennslu á miðstigi grunnskóla í tvo vetur. Fjöldi litprentaðra ljósmynda, teikn- inga, korta og grafa, prýðir bækurnar og fylgir þeim hljóðsnælda með upplestri úr bókinni og umhverfishljóðum. Torfi sagði í samtali við Morgun- blaðið að seinni bókin, Landshorna á milli, hefði verið í vinnslu undanfar- in tvö ár. „Það er óhætt að fullyrða að brýn þörf hafí verið á nýrri bók til kennslu í landafræði. Þessar bæk- ur leysa af hólmi Landafræði I. hefti eftir Erling Tómasson sem kom út fyrir um það bil 25 árum. Við höfum fengið óvenjumikil og góð viðbrögð- um frá kennurum. Þeim hefur þótt bókin aðlaðandi og höfða vel til nem- enda sinna. Við lögðum mikla vinnu í að velja myndir til að styðja við efnið og gera það aðlaðandi fyrir þennan aldurshóp," sagði Torfi. Ljós- myndir eru flestar teknar af Birni Rúrikssyni. Fyrri bókin fjallar um náttúrfar og lífshætti á landinu en í þeirri seinni er fjallað um einstaka lands- hluta. í Landshorna á milli eru börn á hveijum stað tekin tali og rifjaðar upp þjóðsögur sem tengjast hveijum Torfi HjarLirson, höfundur nýrra kennslubóka í landafræði. stað. í ráði er að gefa út verkefni og vinnukort með bókunum ásamt myndböndum um einstaka lands- hluta. ■ „HVER er framtíð lífeyris- sjóðanna?" er yfirskrift borgara- fundar Verkalýðsfélags Borgar- ness og Neytendafélags Borgar- Qarðar sem haldinn verður á Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.30. Frummælendur verða Guðni Ágústsson, alþingismaður, Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Fundurinn er öllum opinn. ■ SJÁLFSTÆDISFÉLAG Bessastaðahrepps hefur gengið frá framboðslista sínum fyrir kom- andi kosningar. í fyrsta sætinu er Guðmundur G. Guðmundsson, María Sveinsdóttir í öðru sæti, Birgir Guðmundsson í þriðja, Guðmundur Ingvi Sigurðsson í fjórða og Jón G. Gunnlaugsson í fimmta sæti. í Bessastaðahreppi eru nú um 1.000 íbúar og hefur fjölgað um 26% frá síðustu sveitar- stjórnarkosningum. M ----—ssr Suzuki Swift GL, ’BB. Rauður, S gíra, útv/segulb., sum- ar/vetrardekk. Blll sem nýr. Ek. 11 .OOO km. Verð 600.000. Ford Escort GL ’87 1400 cc. Beige met., 5 gira, útvarp, vetrardekk. Ek. 42.000 km. Verð 530.000. Volvo 740 GLE ’88. Dökkblár met., sjálfsk., vökvast., rafdr. rúður, álfelgur. Ek. 62.000 km. Verð 1.450.000. Cltroen AX '89. Hvítur, 5 gira, útv/segulb., sumar/vetrar- dekk. Ek. 10.000 km. Vefð 590.000. Volvo 240 GL '88. Sllfurgr. met., sjálfsk., vökvast., útv/segulb. Ek. 49.000 km. Verð 840.000. Mazda 323 GLX 1500 ’87. Hvítur, 6 glra, útv/segulb., vetrardekk. Ek. 53.000 km. Verð 550.000. Toyota Camry GL 1800. Belge met., sjálfsk., vökvast., útv/segulb. Ek. 31.000 km aðelns. Verð 650.000. Daihatsu Rocky Wagon '85 dlesel 2,8. Sllfurgrár, 5 glra, vðkvast., upphœkkaður og brelð dekk. Ek. 48.000 km aðeins. Verð 1.120.000. Volvo 740 GL >87. Dökkgár met., sjálfsk., vökvast., útv./segulb. Plussákl. Ek. 66.000. Verð 1.190.000. FJöldi annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870. BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga f rá kl. 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.