Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 43 Minning: Vilborg Jónsdóttír Fædd 1. apríl 1906 Dáin 5. febrúar 1990 Mánudaginn fimmta febrúar hringdi Bogga á Þorvaldsstöðum til mín og sagði að tengdamóðir sín, Vilborg Jónsdóttir, hefði dáið um nóttina. Mig setti hljóðan við frétt- ina, það er eins og maður sé alltaf jafn óviðbúinn, ekki síst þegar það er náinn' ættingi og vinur. Vilborg var föðursystir mín og síðust af þeim stóra systkinahóp. Ég hafði frétt að Vilborg hefði veikst og gengist undir mikla skurðaðgerð á sjúkrahúsi Ak- ureyrar. En sigð dauðans sigraði og nú er hún horfin fyrir tjaldið sem skilur að líf og dauða. Mig langar til að minnast hennar með fáeinum línum. Vilborg, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Vaði í Skriðdal 1. apríl 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Bjarna- dóttir frá Viðfírði og Jón Jónsson frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal. Jón var seinni maður Ingibjargar. Fyrri maður hennar var Björn Ivarsson frá Vaði og áttu þau 12 börn, 5 dóu ung. Jón og Ingibjörg áttu 5 börn, drengur dó óskírður. Ingibjörg var 17 barna móðir þó ekki næðu nema 11 fullorðinsaldri. Flest þeirra urðu búendur í Skriðdal. Enda er svo enn í dag að flestir Skriðdælingar eru frá henni komnir. Alsystkini Vilborgar voru: Björg í Vallanesi, Snæbjöm í Geitdal og Ármann á Vaði. Vilborg ólst upp á Vaði í stórum systkinahóp og vandist ung öllum verkum, bæði úti sem inni. Ekki naut hún annarrar skólagöngu en bamafræðslu fyrir fermingu. Hún var greind og lærði í skóla lífsins. Ung gekk hún í Ungmennafélag Skriðdæla og síðar í kvenfélag sveit- arinnar, hún mun hafa verið fremur hlédræg, en traustur og góður fé- lagsmaður. Laugardag fyrir hvítasunnu, 21. maí, 1926 giftist Vilborg Runólfi Jónssyni í Litla-Sandfelli og hafa þau lifað í ástríku hjónabandi í tæp 64 ár og aldrei hlaupið snurða á þráðinn í þeirra sambúð. í Litla-Sandfelli bjuggu þau Vil- borg og Runólfur myndarbúi í 32 ár og má segja með sanni að þau hafi breytt koti í stórbýli, bæði með húsa- kynnum og ræktun. Litla-Sandfell var í þjóðbraut og áttu því margir leið þar um hlaðið. Stóð Runólfur þá venjulega í dyrunum ef hann var heima við, heilsaði glaðlega komu- mönnum og bauð þeim að ganga í bæinn. Þar tók Vilborg á móti gest- unum með sínu hlýja og alúðlega viðmóti, og ekki skorti veitingarnar hjá henni. Þau Litla-Sandfells hjón eignuðust 9 börn. Eitt barnið fæddist andvana. Berklar vom algengir á þessum árum og það fengu hjónin og börn þeirra að reyna. Jón sonur þeirra veiktist þegar hann var á milli fermingar og tvítugs, dvaldi hann á sjúkrahúsum og var allt gert sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi hans og heilsu, en án árangurs. Einnig misstu þau litla stúlku, Árnýju að nafni. Næst kom röðin að Vilborgu að verða að dvelja lengi á sjúkrahúsi. En vilja- þrek og dugnáður hennar sigraði, þó að hún yrði síðan að gæta allrar varúðar. Þessi veikindi voru þung byrði fyrir fjölskylduna. En flest él birtir upp um síðir. Böm þeirra sem upp komust þroskuðust vel og era dugmikið fólk, hvert á sínu sviði. Þau eru: Kristbjörg húsfreyja á Akureyri, Björgvin bóndi á Dverga- steini í Eyjafirði, Ingibjörg húsfreyja á Vökulandi í Eyjafirði, Sigurður smiður á Akureyri, Árný húsfreyja á Akureyri og Kjartan bóndi á Þor- valdsstöðum í Skriðdal. Öll eru systk- inin vel gefin, gift og eiga fjölskyld- ur. Þegar þessar línur era skrifaðar eru afkomendur þeirra Vilborgar og Runólfs 68 talsins. Þegar að því kom að börn þeirra hjóna stofnuðu sín heimili, lá leið þeirra flestra norður í Eyjafjörð og til Akureyrar. Þegar þau Vilborg og Runólfur vora orðin ein eftir í Litla- Sandfelli hættu þau búskap árið 1958 og fluttu til Akureyrar. Þau komu sér vel fyrir í snoturri íbúð sem er neðri hæð í húsi Sigurðar sonar þeirra í Langholti 17. Þar mættu allir sömu gestrisni og glaða viðmóti sem áður. Vilborg var myndarleg í höndun- um og vandvirk við alla handavinnu, enda fékk hún vinnu hjá pijónastof- unni Heklu á Akureyri. Hefur vinnar eflaust átt vel við hana og lét hún ekki nokkurt stykki frá sér fara fyrr en það var lýtalaust. Þarna eignaðist hún marga góða vini. En nú er hún horfin okkur, og saknar hennar allur vinahópurinn. En sárastur er söknuðurinn öldruð- um_ eiginmanni og börnum. Útför Vilborgar fór fram í Glerár- kirkju fimmtudaginn 15. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Jarðsett var í Akureyrarkirkjugarði. Að athöfn lok- inni var erfidrykkja í safnaðarheimil- inu. Ég og mínir nánustu sendum þér, Runólfur, börnum þínum, barnaböm- um og öðrum vandamönnum innileg- ar samúðarkveðjur. Stefán Bjarnason, Flögpi. NÁMSTEFNA MEO DR. WARREN BENNIS Forystuhlntverk stjórnandans TAKIFARI OG TORFftRUR TÍUNDA ÁRATUGARINS HÓTEL LOFTLEIDUM, MIÐVIKUDAGINN 11. APRÍL, KL. 9-15 Dr. Warren Betiiiis varparskýrti Ijósi á þá eiginlcika scm stjómendurfyrirta’kja, stofnana ogfélagasamtaka þurfa aó hafa nú á tínuiiii harónandi samkeppni. Hann sýnir á Ijóslifandi hátt mun þess að láta scr na’gja að stjórna, og því að haj'a forystu oggeta virkjað samstarfs- tncnti til nýrra átaka. Dr. Warreit Bcttnis fjallar ennfremur um hvers kottar fyrirta’ki cru líkleg til að hlómstra á na’stu ártuti og á hvaða forsendum. Hann rœðir á námstefhunni um mikilvcegiistu atriðin sem í dag hrenna á inetiiaðarfiilluiiiforsvarsmönniim fyrirtœkja og stofnana og skilur eftir sigjjölda hugmynda. Petta cr tiámstefna scm íslenskir stjómcndur a'ttu ekki að láta fram Itjá scr fara. Vegna mikillar eftirspurnar er nauðsynlegt að láta skrá sig strax. Stjórnunðrfélag islands ÁNANAUSTUM 15 ■ SlMI 621066 Trúir t>ú því núno að nýr STORNO jorsími kosti oíeins $l7tkr.með vsk! 1. apríl er liðinn og þótt verðið sé ótrúlega lágt er það staðreynd að nýr STORNO 440 farsími í bíl kostar aðeins 83.788 kr. staðgreitt m. vsk. og STORNO 440 bíla- og burðatæki aðeins 99.748 kr. staðgreitt m. vsk. Símarnir eru tilbúnir til ísetningar og innifalið í verðinu er móðurstöð, talfæri, bílloftnet, kaplar, hljóðnemi og hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Ekki nóg með það, við bjóðum líka greiðsluskilmála. STORNO farsímarnir eru v.-þýsk gæðavara og búa yfir fullkomnustu eiginleikum farsíma og með STORNO 440 getur þú notað þjónustu tölvubanka og boðkerfisins. Gríptu tækifærið því við eigum takmarkaðar birgðir af þessum vönduðu og ótrúlega ódýru farsímum. Komdu í söludeildir Pósts og síma og staðfestu pöntun strax í dag. Söludeildir I Kirkjustræti, Kringlunni, Armúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt Verð miðaðvið staðgreiðslu og gengi 30.3.1990. PÓSTUR OG SÍMI GOTTFÓLKIStASSOO-149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.