Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 20. öldina verða stórkostlegustu breytingamar, og nú síðasta ára- tuginn hefur tölvuöldin gengið í garð. Sveinbjöm vissi að allar breyt- ingar eða framfarir mættu færa fólki betra líf, ef rétt væri á haldið. Hann ræddi oft um þessa tíma, og það var gaman að sjá gleðina í andliti hans, þegar hann minntist lífskjarasögu alþýðu til sjávar og sveita og allt miðaði í rétta átt. Sagan var honum meira en orð - hún var það afl, sem vakti menn af dvala. Samtök á heilbrigðum grunni var sá máttur, sem færði mönnum betra líf. Sveinbjörn var jafnaðarmaður í þess orðs fyllstu og bestu merkingu. Svo kemur Sveinbjöm ungur maður inn í fyrsta áratug hins nýja, sjálfstæða íslands. Honum fannst víst margt kalla á, enda réðst hann ekki á garðinn, þar sem hann var lægstur. Eftir stúdentspróf velur hann sér íslensk fræði til háskóla- náms og magisterprófí lauk hann 1926. Síðan gerist Sveinbjörn kenn- ari og er nú hratt farið yfír sögu, þegar sagt er, að kennsla varð hans ævistarf. Sveinbjörn var skyldurækinn og samviskusamur kennari. Hann dró saman kröfur og sanngirni og þess vegna famaðist honum vel í allri kennslu. Hann var agaður kennari og dró ekki af sér, gerði kröfur til sín jafnt og annarra. Sveinbjörn unni íslenskum fræðum, og sér- hver, sem átti tal við hann, hlaut að taka eftir því. Ef til vill voru fornbókmenntirnar efstar á blaði, og ég held það megi segja, að fom- bókmenntirnar hafi átt helgireit í hjarta hans. Við lestur þeirra leyfð- ist engum að vera með ólund né spott. Fornir siðir í trú og skiptum manna áttu líka sín lögmál. Og það gat verið hollt hveijum unglingi að rekja örlög manna, að skilja sál- arlíf forfeðranna, því að þegar öllu Blómastofa Friöfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. er á botninn hvolft, hefur maðurinn ekki breyst svo mjög, þótt þúsund ár séu á milli. Árið 1955 verður Sveinbjörn skólastjóri Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Þá kom sér vel jafnaðar- mennska hans og er þá ekki átt við pólitík, enda hefði Sveinbjöm verið síðastur manna til að koma með pólitík inn í kennslu sína. Til þess var Sveinbjörn alltof vandaður mað- ur, en það er heillavænlegt hveijum skólastjóra að gera aldrei upp á mili nemenda, heldur að líta á alla jafna og koma hveijum til þess þroska, sem hæfileikar segja til. Fjölmenni var þó í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, 600-700 nemendur á aldrinum 13-17 ára. Það var oft langur og strangur vinnudagur, sem Sveinbjöm átti, því að ekki hlífði hann sér - hann var ætíð öðmm til fyrirmyndar. Nemendur vora þá eins og nú - og þá er víst best að orða það svo - vondir og góðir. Hjá Sveinbirni vora allir nemendur „góðir“. Það þurfti aðeins að sinna þeim á mis- munandi hátt. Þegar fólk finnur að þetta er stefna skólans, þá er von að vel farnist. Og maður undrast nú, hve miklu var komið í verk í námi, í félagsstörfum og í öllu því, sem efldi þroska unglingsins. Sveinbjörn hélt þeim sið, þegar hann var orðinn skólastjóri, að hringja á „sal“, og vora þá gestir komnir, oftast rithöfundar eða aðrir listamenn, og sögðu þeir frá eða skýrðu verk sín eða lásu upp. Stund- um var hlýtt á tónlist eða söng. En Sveiinbjörn var líka sá sem hafði sinn eigin „sal“. Oft kom hann á sal þar sem allir nemendur og kenn- arar vora og talaði til nemenda, annaðhvort þeim til heilræðis eða ánægju. Þá kom það skýrt fram, sem færri vissu, hversu skemmti- lega mælskur Sveinbjörn var. Hann var afburða skýr í máli og tali, rök- fastur og orðheppinn. Hver sem er hefði mátt teljast heppinn að læra ræðumennsku af Sveinbirni. Tíminn flaug áfram og árin færð- ust yfir. Sveinbjörn lauk með mik- illi sæmd kennara- og skólastjóra- starfi sínu við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Alltaf fylgdist hann með þeim breytingum sem áttu sér stað í skóla- og menntamálum þjóð- arinnar. Hann las mikið og tók ell- inni eins og sjálfsögðu skeiði, sem færði hamingju yfir líf, þegar at- hafnir rénuðu. Það er ætíð sárt fyrir vanda- menn, þegar leiðir skiljast, en því verður að taka sem að höndum ber. Ég færi eiginkonu Sveinbjarn- ar, Soffíu Ingvarsdóttur, innileg- ustu samúðarkveðjur og jafnframt öllu vensla- og skyldfólki. Megi frið- ur og ró styrkjast og vaxa með okkur öllum. Gunnar Finnbogason geta rifjað upp einstakar bernsku- og æskustundir sem reynast hafa haft mikið að segja á lífsleiðinni. Ég hef sennilega séð Sveinbjörn svo til daglega í rúman áratug, svo oft var ég gestur á heimili hans og Soffíu Ingvarsdóttur á Smáragötu 12. Ég kynnist honum um svipað leyti og skólaganga mín hófst. Þá byijuðu kynni Guðrúnar, dóttur þeirra hjóna, og mín. Og þessar heimsóknir mínar lögðust ekki niður fyrr en _ að lokinni menntaskóla- göngu. Áhrifin sem ég varð fyrir á heimili þeirra greinast því tæplega í einstaka atburði heldur era hluti af uppvexti mínum. Heimilisbragurinn á Smáragötu einkenndist af glaðværð og góðvild, þar var manni jafnan tekið með áhuga og umburðarlyndi. En ekki voram við alltaf heima við. Þau hjónin unnu útivera og höfðu num- ið land uppi í Mosfellssveit. Ekki vora nú til nein einingahús rétt eft- ir stríðið, heldur keyptu menn notað byggingarefni sem til féll, t.d. eftir setuliðið. Mikla verklagni hefur þurft til að geta nýtt það eftir eig- in þörfum og nokkrar ferðimar hefur þurft að fara með efni áður en hús var fullbúið. En Múlahlíð, eins og staðurinn var nefndur, var þá efsta byggð í Mosfellssveit. Sunnan í Múlanum stóð bústaður- inn, handaverk Sveinbjarnar, prúð- ur lítill bústaður, á grænum bletti sem skar af við gráan melinn. Upp í Múlahlíð var farið allan ársins hring, ekki síst vetur og vor, þar sem Múlinn er ákjósanlegt skíða- svæði fyrir skíði eins og þau gefð- ust þá. Kannski voram við Guðrún ekki alveg búnar að kveða hvor aðra í kútinn, þegar Austin-bíllinn skilaði okkur á leiðarenda, en við gerðum mikið af því að kveðast á. Meðan Sveinbjörn kveikti upp í kolaofnin- um í stofunni, gat verið að hann laumaði til annarrar hvorrar okkar einni og einni ferskeytlu, svo að við kæmumst ekki í strand. Af nógu var að taka, hann virtist aldrei verða uppiskroppa. Ekki man ég lengur allar þær ferskeytlur sem hann kenndi fyrir þennan leik, t.d. þessa sem byijaði á hinum sjaid- gæfa bókstaf X, með nafninu Xerx- es. En aðrar festust mér býsna vel í minni, ekki síst fallega kveðnar vísur með fögrum samlíkingum eins og vísur eftir Sigurð Breiðfjörð. Mér finnst ég enn heyra Sveinbjörn fara með: Sunna háa hðfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Á gagnfræðaskólaáranum kynntist ég Sveinbirni í starfi sem yfirkennara Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. Hann var maður góðgjarn og honum var eiginlegt að sýna öðram uppörvun og traust. í skólan- um ríkti góður félagsandi meðal nemenda og þar kenndu færir kenn- arar. Frá þeim árum á ég einnig minningar um Sveinbjörn sem ís- lenskukennara. Þegar við fóram í gegnum íslenzka lestrarbók eftir Sigurð Nordal, lásum við auk ann- arra kvæða eftir Einar Benedikts- son tvö erindi úr kvæðinu Sóley. Það bregður fyrir mynd í huga mér þegar Sveinbjörn gerir okkur grein fyrir kvæðinu, hann vekur athygli á bragarhætti þess og skýrir út fyrir okkur sjaldgæf orð. Hann bendir okkur á orðfæri kvæðisins og myndmál, en það er gætt sér- stakri tign og hreinleika. Síðan lætur hann okkur rísa úr sætum og lesa sameiginlega: Þar ris hún vor drottning, djúpsins mær, með drifbjart men yfír gðfugum hvarmi og framtímadaginn ungan á armi eins og guðs þanki hrein og skær... Næstu tvær ljóðlínur áttu stúlk- urnar að lesa, síðan drengirnii næstu tvær, seinustu Ijóðlínuna all- ir saman, alls níu ljóðlínur. Mér finnst ég sjá Sveinbjörn fyr- ir mér í kennarastólnum þegar hann biður okkur að lesa kvæðið. Ég ímynda mér að honum hafi þótt sérstaklega til þessa kvæðis koma og hann hafi viljað láta okkur finna til áhrifamáttar þess. Gæti ég trúað að fleiri í bekknum en ég hafí skynj- að mikilleika skáldskaparins er raddir okkar hljómuðu um skóla- stofuna. Sveinbjöm var hægur í fasi og látlaus, þótt ræðinn væri talaði hann jafnan stillilega. Kímnigáfu sinni beitti hann góðlátlega, ekki var honum tíðrætt um bresti manna. Hann hafði trausta skap- gerð og skipti sjaldan skapi. Leiðir okkar lágu ekki oft saman um tveggja áratuga skeið. Síðasta áratuginn hafði ég þá ánægju að hitta Sveinbjöm heitinn oftar. En ég sá að hann bar erfið veikindi og langdvalir á sjúkrastofnunum með stillingu og æðraleysi. Blessuð sé minning hans. Jóhanna Jóhannesdóttir Átta ára stúlka missir föður sinn. Ekki vegna andláts, heldur vegna veikinda og langvarandi fjarvera hans frá heimilinu. Ég man hve lítil og aum ég var oft á þessum tíma. Það hefur sennilega verið um svipað leyti, að Sveinbjöm Sigur- jónsson og Soffía Ingvarsdóttir buðu mér fyrst að koma með fjöl- skyldunni „upp í Múla“, en við Guðrún, yngri dóttir þeirra hjóna, voram þá þegar orðnar vinkonur. Að vísu var Gunna mér fremri að aldri og þroska, fædd ári áður en ég, og gekk auk þess í Austurbæjar- skólann, en ég í Grænuborg og síðan Miðbæjarskóla. Þrátt fyrir þetta hélst vinátta okkar öll skóla- árin og samgangur lengst af mikill og hefur haldist æ síðan. „Múli“ var sumarbústaður Svein- bjöms og fjölskyldu hans, sem hann hafði byggt að ég held að mestu leyti sjálfur. Húsið stendur enn ofan Leirvogsvatns í Mosfellssveit, skammt austan við Stardal. Áður hafði fjölskyldan átt sér athvarf við sjálft vatnið, en síðar varð úr að byggt var veglegra hús í Stardals- landi. Það var mikið ævintýri að dvelj- ast þarna með góðum vinum. Ég man hvað mér þóttu jarðföllin skelfíleg, sem þama voru á stöku stað og við Gunna sáum þegar við voram að skondrast út um mýrar og móa. Og ég fékk að taka þátt í uppbyggingu staðarins. Við stelp- urnar hjálpuðum Sveinbirni að sækja steinhellur, sem var að fínna handan Múlans, Skálafellsmegin, og þótti mér óravegur á þeim tíma. Hellurnar notaði hann í stétt fyrir framan húsið. Notalegt var að koma inn að verki loknu eða úr snjó og kulda á vetram og fá góðar veiting- ar hjá Soffíu í hlýlegu umhverfí. Vel man ég eftir t.d. veggteppi með myndum, sem leyfðu huganum að reika og gömlu gæraskinnssvefn- pokunum. í einum þeirra held ég að ég hafí reyndar sofíð á öðram stað nokkrum árum, seinna, þegar við Gunna fórum með Sveinbirni út í Bót, eyju, sem hann átti í Þjórsá, á æskuslóðum sínum, og þar sem hann stundaði skógrækt. Við feng- um grenjandi rigningu og minnist ég næturinnar í tjaldinu, en öllum plöntunum komum við í jörð. Það var ekki aðeins í ferðalögum sem mér var tekið sem einni af fjöl- skyldunni. Gunna hafði lært að gera vísur af pabba sínum og þótti mér merkilegt, það var kveðist á, og af Sveinbimi lærði ég einu sögu- og landafræðivísurnar, sem ég kann: „í sundinu við Salamis Xerx: es Þemistókles fann ...“ og „í Dóná falla ísar, Inn, einnig Drava, Sava . ..“, og þótti og þykja enn stórmerkilegar. Seinna varð Svein- björn íslenskukennari minn í lands- prófi í Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Naut ég góðrar handleiðslu hans og varð hún ekki til að draga úr þeirri ást á málinu, sem ég var svo lánsöm að alast upp við á heimili mínu. Stundum var farið í kartöflugarð þeirra hjóna, sem var þar sem nú er Umferðarmiðstöðin, og skottast í kringum fullorðna fólkið. Ekki má gleyma púkkspilamennsku um jólin og fjölmennum vina- og fjöl- skylduboðum. Já, margs er að minnast. Á ungl- ingsáranum var líka farið „upp í Múla“. Ég fékk að fara með skóla- systram Gunnu (við stelpurnar ein- ar) í skíðaferð, þar sem mikið var hlegið og skemmt sér. Gestrisni Soffíu og Sveinbjöms náði líka til vinkonu minnar, sem var tekin með í bústaðinn, og þar lærðum við að spila brids eina páskana með fjöl- skyldunni. Aldrei segist þessi vin- kona mín gleyma þessu. Um þetta leyti hafði Júlía, eldri systirin, trú- lofast Baldvin Tryggvasyni, og stundum vora þau með í för. Bemsku- og æskudagarnir vora að baki. Sveinbjöm og Soffía gleymdu heldur ekki dætram mínum. Ég minnist „vegahapp- drættismiðanna", sem þau gáfu þeim hvað eftir annað við hátíðleg tækifæri og sýndu ræktarsemi þeirra og ekki síður ást á landinu og þjóðlega hefð. Þær fengu líka að koma í stór jólaboð, þar sem spilað var púkk, og skemmtu sér konunglega, síðast um jólin í fyrra hjá Soffíu og Sveinbimi. En oft hefur líka verið spilað á heimili Gunnu um jólin við annað tækifæri. Það hefur verið sumarið 1981 að Lólí (Júlía) bauð mér að koma og endumýja kynnin við Múla, fáum áram áður en hún lést fyrir aldur fram. Henni fannst svo langt síðan ég hefði komið þangað. í það sinn vora báðar dætur mínar með. Svein- bjöm og Soffía komu líka og Gunna og Arnþór Garðarsson, maður hennar, börn þeirra systra og ein- hveijir fleiri gestir. Þetta var skemmtilegur dagur, en þá vora a.m.k. 25 ár liðin síðan ég hafði komið þangað síðast. Ég hitti Sveinbjörn alltaf við og við í löngum og erfiðum veikindum hans, nú síðast í vetur á Reykja- lundi. Hann var alltaf hress í anda. Bækur nærri, sem hann var að lesa, og rætt um þær, og hvað efst væri á baugi í fréttum og fjölmiðlum. Spjallað um gamla vini og kunn- ingja. Og alltaf spurði hann hlýr og bjartur í augum um velferð mína og dætranna. Ég þakka þeim, Soffíu og Svein- birni. Sólveig Jónsdóttir Afí minn og nafni, Sveinbjörn Siguijónsson, er dáinn og ég hef verið að hugleiða hvað það merkir. Eitt af því sém það merkir ekki, er að hann sé þar með ekki lengur hluti af lífi mínu. Til þess eru minn- ingarnar of margar og nærtækar. En þær verða ekki fleiri. Sama máli gegnir um aðra í fjölskyld- unni, okkur hlotnast ekki fleiri stundir í návist hans. Ég veit að börnin munu sakna þess að fara ekki oftar í heimsókn- ir til langafa á spítalann í sveit- inni, þar sem hægt var að fara langa göngutúra innanhúss og utan, aka honum í hjólastólnum gegnum margar vélknúnar dyr og gægjast svo í skúffuna við rúmið hans og gæða sér á dísætum ijársjóðum. Barnabarnabörnin eiga ekki minningar um langafa sinn öðravísi en bundinn við hjólastól og að mestu búandi á sjúkrastofnunum, en þó jafnan heima hjá ömmu á Smára- götunni um helgar. Þegar ég sjálfur var strákur og rann gegnum lífið á glitrandi spor- baug kringum hvers kyns sálar- háska og vandamál, eins og barna er háttur, var afí alheill og alltaf á Smáragötunni. Að einu leyti eru minningar frá þeim árum þó svipað- ar því sem síðar varð, flestum frístundum heimavið virtist afí eyða í lestur. Mér fannst nú hvorki neitt merki- legt né spennandi við það á þeim undursamlegu tímum, sem ein- kenndust af landvinningum í ókunnugum kálgörðum og svaðil- föram í húsgrunnum og moldar- bingum. Það var ekki fyrr en ég komst á skólaaldur, að ég fór fyrir alvöru að kynnast þessum hægláta, hvíthærða manni sem átti hunda- bókina. Ég var vanur því frá heimili mínu að það væru bækur upp um alla veggi, svo bókum hlaðin skrifstofan hans afa hafði engin yfirþyrmandi áhrif á mig í sjálfu sér. Bækurnar voru ekkert fleiri en heima, bara máðari kilir. En eitt undur var þar að finna. Það var hundabókin. Ensk alfræðibók fyrir ungmenni, dökk og máð að utan eins og töfralampi. í þeirri bók vora einar sex eða átta síður með litmyndum af margvíslegum hundategundum og Með þessum línum vil ég kveðja Sveinbjörn Siguijónsson. Því miður er ekki öllum gefíð að t Elskuleg systir okkar og mágkona, STEFANÍA AXELSDÓTTIR NIELSEIM, Tjörnesvej 12, Viborg, Danmörku, andaðist á sjúkrahúsi í Viborg laugardaginn 31. mars. Sigríður Axelsdóttir Nash, Olgeir Axelsson, Ester Vilhjálmsdóttir, Sverrir Axelsson, Ásta Þorsteinsdóttir, Sigurður Axelsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKKA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR frá Gróf, Móabarði 26, Hafnarfirði, sem lést að morgni 30. mars, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 9. apríl kl. 15.00. Ólafur Tryggvason, Jóna Ólafsdóttir, Ásgeir Örn Magnússon, Erling Ólafsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Erna Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.