Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 49
i 8 ííUSAflUlgBflð QfQMUVAiU80IJ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 49 Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Grænlenskir búfræðinemar sóttu námskeið á Bændaskólanum á Hvanneyri, HVANNEYRI Grænlenskir búfræðinemar í verknámi Hvannatúni í Andakíl. Nýlokið er á Hvanneyri vikun- ámskeiði 7 grænlenskra bú fræðinema í vélfræði, málmsmíði og viðhaldi á vélsleðum. Bændaskólinn á Hvanneyri og Búnaðarfélag íslands héldu nám- skeiðið, sem er liður i vetrarlöngu verknámi búfræðinema hér á landi. Með Grænlendingunum var staddur hér á landi Larse Bjerge, settur skólastjóri búnaðarskólans á Grænlandi. Hann túlkaði fyrir landa sína, enda altalandi á íslenska tungu. Aðalkennari var Hilmar Hálfdán- arson og umsjón með hópnum hafði Runólfur Sigursveinsson, endur- menntunarstjóri. Nemendurnir eru annars allir hjá íslenskum fjár- bændum í vetur. Þetta er 5. hópurinn sem sækir námskeið sem þetta á Hvanneyri. - D.J. DOMSMAL Skipstjóri sýknaður Joseph Hazelwood, skipstjórinn á risaolíuskipinu Exxon Valdez, sem olli mesta mengunarslysi í sögu Bandaríkjanna er það strandaði á rifi í Prince William-sundi í Alaska fyrir um ári, hef- ur verið sýknaður af þremur af fjórum ákæruatriðum eftir tveggja mánaða réttarhöld yfir honum. Hazelwood var fundinn sekur um lítilvægasta ákæruatriðið, að hafa sett olíu í sjóinn að nauðsynjalausu. Hann á yfir höfði sér þriggja mánaða fangelsi og allt að 1.000 dala (61.000 ísl. kr.) sekt. Hazelwood var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákærunum, þ.á m. um að hafa stjórnað skipinu drukkinn. Lögfræðingar bandarískra náttúruverndarsamtaka, sem hafa höfðað mál gegn eigendum olíuskipsins vegna slyssins, segja að þar sem skipstjórinn var fundinn sekur um að hafa sett olíu í sjóinn að nauðsynjalausu muni þeim reynast auðvelt að sanna að gáleysi skipstjórans hafi valdið menguninni. Eigendur skipsins eru á öðru máli. „Dómurinn virðist staðfesta það að strand Ex- xon Valdez hafi verið slys,“ sagði talsmaður þeirra. Joseph Hazelwood, skipstjóri Exxon Valdez (t.h.), eftir að hann var sýknaður af alvarlegustu ákærunum á hendur hon- um vegna mesta inengunarslyss í sögu Bandaríkjanna. Landslagið 1990 Álfheiður Björk 4 aukalög á geisladisknum Dreifing: Steinar hf. Landsíagið 1990 <0 (O Q ELFA háfar úr stáli, kopar og í 5 litum Einar Farestveit & Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI Þú getur lækkað fargjaldið þitt Innlegg í ferðasjóðínn i 1000 krónur ■ \ Handhafi þessa seðils sparar sér 1000 krónur ■ ef hann staðfestir ferð til Costa del Sol, Mallorka eða Algarve í Portúgal fyrir 1. maí. ■ Hver einstaklingur getur skilað einum miða \ þannig að fimm manna fjölskylda sparar sér ■ fimm þúsund krónur o.s. frv. Ekki skiptir máli hvenær sumars ferðirnar * eru farnar. \ Fylgist með auglýsingum okkar á S næstunni til að fá fleiri miða. 4 4 I ■ I I l l l l ■ I ■ I ! URVAL-UTSYN I Orugg þjómuita um allan heini I * ■ $ l Alfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, simi 26900. S ■_____________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.