Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDÁGUR 3. APRÍL'1990 4 Sjávarútvegur: Halli flest ár frá 1980 Ný skýrsla Þjóðhagsstoftiunar um sjávarútveginn HALLI hefur verið á sjávarútveg- inum í heild á hverju ári frá 1980 til 1987, að undanskildu árinu 1986. Mestu veldur þar hallarekst- ur á veiðunum árin 1980 til 1985, en vinnslan var rekin með hagn- aði 1981 og 1982. Þar skiptir miklu, að mati Þjóðhagsstofhunar, að afurðalán báru neikvæða vexti allt árið 1982 og mestan hluta ársins 1983. Þessar upplýsingar um rekstrar- og efnahagsyfirlit fiskveiða og fisk- vinnslu árin 1986 og 1987 er að finna í nýrri atvinnuvegaskýrslu Þjóðhags- stofnunar „Sjávarútvegur 1986- 1987“. Rekstraryfirlitið sýnir sund- urliðun tekna og gjalda fyrir einstak- ar útgerðargreinar og fyrir helztu greinar fiskvinnslunnar. Efnahags- yfirlitið er byggt á stóru úrtaki fyrir- tækja, sem hafa um 70% heildar- tekna í sjávarútvegi. Ekki er gerð tilraun til að greina á milli fiskveiða og fiskvinnslu vegna þess hve stór hluti sjávarútvegsfyrirtækja stundar blandaðan rekstur. í skýrslunni er einnig birt landshlutaskipt rekstrar- og efnahagsyfirlit þeirra fyrirtækja, sem eru í úrtaki Þjóðhagsstofnunar umrædd ár. Þá er að finna í skýrslunni upplýs- ingar um afla, framleiðslu, markaðs- verð og útflutning sjávarafurða und- anfarin ár, sýndar tölur um vinnuafl í sjávarútvegi, hlutdeild útvegsins í vergri landsframleiðslu, launa- greiðslur og fleira. Viðaukar við skýrsluna innihalda meðal annars annál sjávarútvegsmála 1977 til 1990 og stjómun fiskveiða frá upp- töku kvótakerfisins. Lögregluskólinn í framsóknarhúsið? SAMNINGSDRÖG milli dómsmálaráðuneytisins og Framsóknar- ilokksins liggja fyrir þar sem gert er ráð fyrir að að Lögreglu- skóli ríkisins fái húsnæði Framsóknarflokksins við Nóatún á leigu frá 1. júní næstkomandi. Stefnt mun að því að skólinn taki til starfa í nýju húsnæði næsta haust en að sögn Bjarka Elíassonar skólastjóra Lögregluskólans stend- ur það í vegi staðfestingar samn- ingsins að fjárveitingu vantar til að tryggja að skólinn geti staðið við leigugreiðslur og gert nauðsyn- legar endurbætur á húsnæðinu, sem er á tveimur hæðum og um 400 fermetrar að flatarmáli. Lögregluskóli ríkisins er nú til húsa í lögreglustöðinni við Hverfis- götu og er þar þröngt um tugi lög- reglumanna alls staðar að af landinu sem þar eru til starfsþjálf- unar vetrarlangt. VEÐURHORFUR í DAG, 3. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Suðvestur í hafi er 1036 mb hæð og frá henni, norður yfir Grænlandshaf, liggur hæðarhryggur sem þokast. Við Hvarf er að myndast lægð sem mun nálgast landið á morgun. SPÁ: Suðlæg átt, gola eða kaldi og él vestanlands, en breytileg átt, gola og léttskýjað um landið austanvert. Undir kvöld bætir í vind á vestanverðu landinu og úrkoma veröur samfelldari. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Sunnan- og suðaustanátt. Snjókoma eða slydda víða um land og hiti nálægt frostmarki. HORFUR Á FIMMTUDAG: Austan- og norðaustanátt. Snjókoma eða slydda norðanlands, en slydduél á víð og dreif um sunnanvert landið. Hiti nálægt frostmarki. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað - Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r 10 HKastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él — Þoka = Þokumóða * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri t4 úrk.ígr. Reykjavik +4 léttskýjað Bergen 6 rigning Helsinki 5 alskýjað Kaupmannah. 14 þokumóða Narssarssuaq *r1 snjókoma Nuuk +1 snjókoma Osló vantar Stokkhólmur 5 þokumóða Þórshöfn . 2 alskýjað Algarve 18 hálfskýjað Amsterdam 16 skýjað Barcelona 11 rigning Berlín 19 heiðskirt Chicago vantar Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 17 léttskýjað Glasgow 8 skúr Hamborg 19 heiðskírt Las Palmas vantar London 14 skýjað Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Madríd 10 alskýjað Malaga 19 hálfskýjað Mallorca 16 skýjað Montreal 3 rigning New York 7 þokumóða Orlando 20 skýjað París 17 skýjað Róm 17 þokumóða Vln 21 heiðskirt Washington 11 súld Winnipeg +7 heiðskírt Morgunblaðið/Árni Sæberg Bárður ísleifsson, arkitekt, afhendir Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, ávarp 122 arkitekta til alþingismanna um að sýning- arsalur og forsalir Þjóðleikhússins verði varðveittir. Áskorun arkitekta til þingmanna: Salir Þjóðleikhúss- ins verði varðveittir 122 ARKITEKTAR rituðu undir ávarp til alþingismanna, þar sem skorað er á þá að varðveita Þjóðleikhúsið með því að samþykkja fram komna þingsályktunartillögu um varðveislu sýningarsalar og forsala. Jafnframt er skorað á þingmennina að leggja því lið að við- gerðum og endurbótum verði hraðað svo sem unnt er. Undirskriftal- istar arkitektanna voru afhentir Guðrúnu Helgadóttur, forseta sam- einað þings, í gær. Undir ávarpið rituðu 122 af þeim 190 arkitektum, sem búa á höfuð- borgarsvæðinu og er tekið fram að meirihluti arkitekta á landinu hafi því ritað undir. í ávarpinu segir meðal annars, að Þjóðleikhúsið sé einn hinna stóru varða í byggingar- sögu þjóðarinnar. Höfundur hússins hafi unnið þetta verk sitt af mikilli alúð og valið þá gerð salarins, sem notast hafi með þeim ágætum og vinsældum sem kunn séu. Það sé hlutverk íslenskra arkitekta að standa vörð um íslenska byggingar- list og einkum minnismerkin í bygg- ingarsögu þjóðarinnar. Sérstaklega beri arkitektum að halda á loft minningunni um afrek Guðjóns Samúelssonar og annarra frum- heija í arkitektastétt. Nýr vettvangur: 22 ætla í prófkjör TUTTUGU og tveir gáfu kost á sér í prófkjör Nýs vettvangs í Reykjavík sem fer fram helgina 7.-8. apríl nk. Framboðsfrestur rann út á Iaugardag. Þátttakendumir eru: Aðalsteinn Hallsson félagsmálafulltrúi, Ámundi Ámundason markaðsstjóri, Ásgeir Hannes Eiríksson alþingis- maður, Bjarni P. Magnússon borg- arfulltrúi, Björn Einarsson fanga- hjálpari, Egill Helgason blaðamað- ur, Gísli Helgason tónlistarmaður, Guðmunda Helgadóttir fangavörð- ur, Gunnar H. Gunnarsson verk- fræðingur, Gylfi Þ. Gíslason nemi, Hlín Daníelsdóttir kennari, Hrafn Jökulsson rithöfundur, Hörður Svavarsson fóstra, Jón Baldur Lor- ange fyrrverandi framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins, Kristín Dýr- fjörð fóstra, Kristín B. Jóhannsdótt- ir nemi, Kristín Á. Ólafsdóttir borg- arfulltrúi, Kristrún Guðmundsdóttir bankamaður, Margrét Haraldsdótt- ir stjórnmálafræðingur, Ólína Þor- varðardóttir dagskrárgerðarmaður, Reynir Ingibjartsson framkvæmda- stjóri og Skjöldur Þorgrímsson sjó- maður. Að prófkjörinu standa Fulltrúa- ráð alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík, Félag ungra alþýðu- bandalagsmanna, Reykjavíkurfé- lagið, Samtök um borgarmál og Samtök um nýjan vettvang. Próf- kjörið er bindandi í 8 efstu sætin. Munu þeir einstaklingar sem í þau sæti raðast mynda uppstillingar- nefnd ásamt fulltrúum samtakanna sem standa að prófkjörinu. Sú nefnd raðar í sæti 9 til 30 á fram- boðslistanum en þeir sem skipa framboðslistann mynda borgar- málaráð framboðsins næstu fjögur ár. Hrygning- arslóðin rannsökuð ENN er vetur í sjónum á hrygn- ingarsióð þorsks og ýsu við Suð- vesturlandið, en líf er lítilsháttar farið að kvikna við innanverðan Faxaflóa. Hrygning er lítið sem ekkert hafin, en búizt er við því, að hún verði veruleg í maíbyrjun, er svæðið verður kannað á ný. Rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson er nýkomið úr leiðangri undir stjórn Jóns Ólafssonar fiski- fræðings. Sá leiðangur var upphaf nýrrar rannsóknaráætlunar, sem reyndar var til að litlu leyti fyrir mörgum árum, en markmið hennar eru rannsóknir á hrygningarstöðvum þorsks og ýsu. Jón Ólafsson segir að farið verði aftur á þessar slóðir með vorinu og vonir standi til að reglulegar rannsóknir á flóknu sam- spili hafstrauma, veðurfars, hitastigs og fleiri þátta, geti varpað ljósi á það, hvort breytingar á því geti haft áhrif á stærð viðkomandi árganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.