Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 Sveinn Hupfeldt Áma- son - Kveðjuorð Fæddur 3. febrúar 1969 Dáinn 21. mars 1990 Daginn sem Svenni fæddist voru allir glaðir. Hann var sá eini sem grét. Lifðu þannig að á þinni hinstu stund gráti allir aðrir, þú sért sá eini sem ekkert tár fellir. Þá getur þú tekið dauðanum með ró hvenær sem hann kemur. (Dag Hammarskjöid) Þannig lifði Svenni sínu lífi og getum við mörg tekið hann okkur til fyrirmyndar. Svenni frændi var rúmum tveimur árum eldri en ég, svo að það er margt sem við höfum brall- að saman ásamt Arnþóri bróður hans. Ég man vel sumarið sem við frændumir vorum með foreldrum okkar í sumarhúsi í Danmörku þá fimm og sjö ára gamlir. Ég man öll dýrin sem við.veiddum í sjónum og skóginum og vildum fá að hafa með okkur heim til íslands, en þurftum svo að sleppa láusum, þó að við værum búnir að hafa mikið fyrir að ná þeim, en það kom ekki til greina að taka froska og krabba með heim sem gæludýr. Skíðaferðir með Svenna eru ógleymanlegar. Þar naut hann sín, því öll útivera átti vel við hann, að fara á gæsa- og ijúpnaveiðar var hans líf og yndi. Hann átti marga fallega riffla sem hann hugsaði vel um og voru þeir ávallt pússaðir og fínir. Það er svo margt sem við frændur tókum okkur fyrir hendur frá því að við vorum litlir og þang- að til Svenni var tekinn frá okk- ur, þær eru svo margar minnin- garnar sem riíjast upp á svona stundu. Langar mig til þess að ljúka þessari grein með orðum Sókrates- ar. Nú er mál til komið að vér göngum héðan, ég til þess að deyja, en þér til þess að lifa. Hvorir okkar fari betri för er öllum hulið nema guðinum einum. Orvar Daði ■ UTANRÍKISMÁLANEFND Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun, þar sem skor- að er á ríkisstjórnina að lýsa yfir stuðningi við Litáa í sjálfstæðisbar- áttu þeirra. Ályktunin hljóðar svo: „Utanríkismálanefnd Heimdallar hvetur ríkisstjórn íslands til að lýsa nú þegar yfir fullum stuðningi við sjálfstætt og fullvalda Litháen. Nefndin harmar, að Kremlar- sljórnin skuli ekki enn hafa sleppt hramminum af smáþjóðunum þrem- ur við Eystrasalt og telur, að íslensk stjórnvöld megi ekki bíða lengur með að veita þeim stuðning í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Á meðan Vesturlönd sýna þessu máli það áhugaleysi, sem raun ber vitni, eiga þessar kúguðu þjóðir litla mögu- leika í baráttu sinni við Sovétrík- in.“ ATVINNUA/ l(^;i Y^IKIC^AR ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Fóstrur Okkur á Öldukoti vantar áhugasamar fóstrur til starfa í vor eða sumar til frambúðar. Öldukot er nýlegt barnaheimili og er stað- sett í gömlu, hlýlegu húsi við Öldugötu. Á barnaheimilinu eru tvær deildir með börnum á aldrinum 11/2 til 4ra ára og 4ra til 6 ára. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við for- stöðumann í síma 604365 milli kl. 9 og 14. Lausar kennarastöður Sölumenn óskast Sölumenn óskast til að selja auðseljanlegar vörur, bæði í gegnum síma og með heim- sóknum ífyrirtæki. Mikil vinna og miklir tekju- möguleikar (prósentur) fyrir harðduglegt fólk. Skriflegar umsóknir óskast sendartil auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 6. apríl nk. merktar: „V - 100“. FRJÁLS MARKAÐUR HE Sölufólk óskast Nokkrar kennarastöður eru lausar við Grunn- skólann á Þingeyri skólaárið 1990-1991. Við skólann er góð starfsaðstaða, bæði fyrir nemendur og kennara. Áætlaður nemenda- fjöldi næsta skólaár er 83. Á Vestfjörðum er gott mannlíf með batnandi samgöngum; á næstu árum mun það verða enn betra. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 94-8181 eða 94-8134 og formaður skólanefndar í síma 94-8309. Grunnskólinn Þingeyri. Viltu vinna hjá ört vaxandi fyrirtæki með ungu og hressu fólki? Mjög góð vinnuaðstaða og möguleikar á góðum tekjum fyrir harðduglegt fólk. Ef ofangreint vekur áhuga þinn, þá hafðu samband við okkur eða líttu við hjá okkur á skrifstofutíma. Frjáls markaður, Skeifunni 19, 108 Reykjavík, sími 91-681720. Byggingameistarar Verktakar! Maður með góða menntun og starfsreynslu við byggingar óskar eftir góðu starfi t.d. við verkstjórn, eftirlit o.fl. Launakröfur sveiganlegar. Upplýsingar í síma 91-11338. Sjúkrahús Suðurlands Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til sumarafleys- inga, einnig á langlegudeild sjúkrahússins og jafnvel til lengri tíma. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Meinatæknar Meinatækni vantar til sumarafleysinga. Um er að ræða fullt starf. Ljósmæður Ljósmæður vantar til sumarafleysinga. Góð vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 98-21300. t BLIZZAR^ skíðin hafa verið í 1. sæti í öllum skíðaprófunum, „Ski Tests“ sem gerð hafa verið í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum enda eru skíðin framleidd f fullkomnustu skíðaverksmiðju heims í Mittersill í Austurríki þar sem öll framleiðslan er tölvustýrð og hvert par gæðaprófað. HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást íbyggingavöruverslunum. <Jg) ^ meiri ánægja^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.