Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 45 kennslu við þennan skóla, enda starfaði ég þar um ellefu ára skeið. Ég hafði lokið stúdentsprófi fyrir þremur árum og fengist lítilsháttar við tilsögn í einkatímum. Þarna eignaðist ég góðan samstarfsmann og vin, Sveinbjöm Siguijónsson. Leiðbeiningar hans voru bæði fús- lega veittar og komu að miklum notum. Ferðir heim til hans á Smáragötuna voru margar og ótal hringingar leystu úr vandamálum. Eftir hans ómetanlegu aðstoð á erfiðum tímum tel ég hann einn mesta velgerðarmann minn. Margs er að minnast, þegar að kveðjustund er komið. Margar svip- myndir skjóta upp kollinum. Minnis- stæð er gönguferð með þeim hjón- um á Helgafell nálægt Kaldárseli, heimsókn í topptjaldið þeirra í Hveragerði, en tjaldið höfðu þau hjónin sniðið og saumað. Minnis- stæð er einnig heimsókn upp í Mula í landi Stardals, sumarbústað- inn þeirra, sem Sveinbjörn hafði að mestu leyti smíðað. Þar var vel tek- ið á móti gestum og fjölskyldan glaðsinna og samhent. Minnisstæðar eru einnig heim- sóknir til Sveinbjarnar á Reykja- lundi. Minni hans var trútt, hann hafði góða kímnigáfu og sagði vel frá. Það gleymdist oft, að sjúkling- urinn var bundinn við rúmið eða í hjólastól. Sveinbjörn dvaldist þar um fimm ára skeið. Var það mörg- um minnisstætt, hve kona hans kom oft til hans og lét hvorki illviðri né ófærð hindra ferðir sínar, en þar naut hún oft hjálpar sinna nánustu. Sveinbjörn var mikill áhugamað- ur um málrækt. í síðustu heimsókn minni fyrir fáum vikum, spurði hann mig, hvort ég gæti komið því á framfæri, að á spítölum væri stundum notað orðið rapport í stað hins góða orðs skýrslu. Ósk hins mæta íslenskumanns er hér með komið á framfæri. Sveinbjörn andaðist að morgni 26. mars sl. á Vífilsstaðaspítala níræður að aldri. Mikið tómarúm mun skapast í lífi Soffíu, föðursyst- ur minnar. Megi góður Guð halda verndarhendi sinni yfir henni og afkomendum þeirra. Slíks manns er gott að minnast. Með fordæmi sínu jók Sveinbjörn mönnum skiln- ing á því, hvemig bregðast ber við erfiðleikum. Guðrún P. Helgadóttir Skilnaðarstund vekur okkur oft af værum blundi. Við hrökkvum við og lítum í eigin barm og spyijum ýmissa spurninga, jafnvel þótt við vitum, að við fáum aldrei svar við þeim. Lífið er alltaf leyndardóms- fullt. Þegar það spurðist, að Svein- björn Siguijónsson, fyrrv. skóla- stjóri, væri látinn, vissum við, að þar var góður maður genginn, ald- inn að árum. Hér verða aðeins sett á blað nokkur orð og má taka þau sem þakkarvott frá þeim skóla, þar sem mestur hluti starfsdags Svein- bjarnar lá, en það var í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Aðrir munu svo greina frá æviatriðum Sveinbjarn- ar. A langri ævi Sveinbjarnar hafa orðið þær mestu breytingar í íslensku þjóðfélagi, sem nokkru sinni hafa gerst. Sveinbjörn var runninn upp úr því forna bænda- samfélagi sem litlum .breytingum hafði tekið í hundruð ára. Hann lif- ir síðasta brot sjálfstæðisbaráttunn- ar, og nýjar hugmyndir verða til í sveitum og bæjum, og um miðja GALANT GlSi Hlaðbakur með mikið hleðslurými. Sjálfskipting/hand- skipting, eindrif7 sítengt aldrif (4WD) vm FRÁ m. 1.251.840 LANCER GLX/GLXi Hlaðbakur af milli- stærð. Sjálfskipt- ing/handskipting, eindrif/sítengt aldrif (4WD) vm FRÁ KR. 888.960 Á n tillits til eigendaskipta BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG [hIhekiahf LUtJ Laugavegi 170-174 Simi 695500 ijj’jc'® sítengt gldm trSinekt gh GALANT GLSi Lúxus fólksbíll með öllum þægindum. SJálfskipting/ handskipting, eindrif/sítengt aldrif. (4WD) vm FRÁ KR. 1.229.760 SJÁ NÆSTU SlÐU MILLJONA - HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS NK HÆSTI VINNINGUR 5 MILLJÓNIR LÆGSTU VINNINGAR 2 MILLJONIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.