Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 15 Góðærisvandinn eftir Vilhjálm Egilsson Á síðustu vikum höfum við heyrt ýmsa forystumenn þjóðarinnar ræða um nýtt vandamál í efna- hagslífi okkar. Nú er komið góð- æri. Fiskurinn okkar hækkar vænt- anlega um 10% á erlendum mörkuð- um og þá höfum við allt í einu allt- of mikið af peningum milli hand- anna. Þjóðartekjur eiga að aukast um 1%. Hinn nýi vandi birtist í ýmsum myndum. Sérstaklega er talið hættulegt að fyrirtæki í sjávarút- vegi eygi nú von í hagnað af rekstri sínum, enda hefur hagnaður í þeirri atvinnugrein löngum verið álitinn þjóðfélagslegt vandamál. Oftast sem frést hefur af einhvetju fyrir- tæki í sjávarútvegi hefur hafist umræða um nauðsyn sérstakra ráð- stafana til þess að koma því í tap- rekstur eins og almennt hpfur gilt í þessum aðal útflutningsatvinnu- vegi landsmanna. Nú eru góð ráð dýr. Hvað á til bragðs að taka? Hvað eiga landsfeð- urnir svo sem að gera ef þeir þurfa ekki lengur að hugsa um aðgerðir til bjargar sjávarútvegi? Verða þeir ekki alveg verkefnalausir þessir menn? Snarhækkar ekki verð á lax- veiðileyfum í sumar ef svo heldur sem horfir? Hagnaður — Meðalið fyrir atvinnulífið Oft hefur verið sagt að erfiðara sé að stjórna íslandi í góðæri en þegar áföll dynja yfir. Yfirlýsingar ráðamanna að undanförnu benda til þess að þeim ætli að reynast strembin ákvarðanatakan um það sem gera skuli þegar loksins fer að rofa til í þjóðarbúskapnum, og það fyrr en vænta mátti. Þijár aðgerðir gegn góðæris- vandanum hafa helst verið í umræð- unni. Hvíslað hefur verið um skatta- hækkanir, nefnt er að byrja greiðsl- ur inn í Verðjöfnunarsjóð og hávær- ar raddir krefjast hækkunar á gengi krónunnar. Ekkert þessara meðala er hins vegar það rétta. Þeir ráðamenn þjóðarinnar sem eitthvað muna eft- ir því sem var að gerast á síðustu tveimur árum í atvinnulífinu rámar sjálfsagt í það að sjávarútvegurinn almennt var rekinn með miklum halla bæði árin 1988 og 1989. Far- ið var í skuldbreytingaaðgerðir í gegnum Atvinnutryggingarsjóð upp á meira en 5.000 milljónir og með starfsemi Hlutafjársjóðs var hafin þjóðnýting fyrirtækja. Enn- fremur var greitt á annan milljarð úr Verðjöfnunarsjóði vegna frystra afurða sem allt fengið var að láni erlendis frá. Erfiðleikar atvinnulífsins voru langt í frá einskorðaðir við sjávarút- veg. Gjaldþrot fyrirtækja voru dag- legt brauð í öllum atvinnugreinum og fjölmargir einstaklingar fóru sömu leið. Yfir 2.000 gjaldþrota- beiðnir fyrirtækja og einstaídinga voru skráðar í Reykjavík einni sem er met. Ófá heimili í landinu hafa orðið að þola þungar búsifjar af fjárhagslegum ábyrgðum vegna gjaldþrota fyrirtækja eða vanda- manna. Meðalið sem atvinnulífið og þá ekki síst sjávarútvegurinn þarf að fá er hagnaður. Þetta meðal þarf helst að gefa í stórum skömmtum þannig að hægt sé að greiða niður skuldir. Reyndar má segja að al- besta fjárfesting í atvinnulífi á Is- landi í dag sé að greiða niður skuld- ir. Hagnaður af rekstri fyrirtækja mun því fyrst í stað fara í slíkar fjárfestingar. Nauðsynlegar aðgerðir í hveiju liggur þá góðærisvand- inn? Ju, hann felst í hættunni á því að eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu aukist hraðar en framleiðsla atvinnuveganna sem leiðir til verð- hækkana á vörum og þjónustu og launahækkana umfram samninga hjá starfsfólki fyrirtækjanna. Mark- mið kjarasamninganna um 7% verð- bólgu á árinu nást þá ekki og launa- skrið á vinnumarkaði skapar nýja óánægjuöldu meðal þeirra launþega sem telja sig hækka minna en aðrir. Þennan góðærisvanda er vel unnt að ráða við ef vilji er fyrir hendi. Spurningin er einungis sú hvort ráðamenn þjóðarinnar hafa áhuga á slíkum leiðum. í meginatriðum er það tvennt sem þarf að gera. Það þarf að flytja hluta af fyrir- huguðum erlendum lántökum opin- berra aðila inn á innlendan markað eftir því sem skuldastaða atvinnu- lífsins batnar og svigrúm myndast í bankakerfinu. Hér er ekki síst átt við opinbera fjárfestingarlánasjóði og orkufyrirtæki. I þessu skyni þarf að breyta gildandi lánsfjárlög- um og minnka erlendar lántökur um a.m.k. 3.000 milljónir. Þessi aðgerð þýðir að auknar útflutningstekjur með hækkandi fiskverði fara fyrst og fremst í að Vilhjálmur Egilsson „ Atvinnulífið þarf að fá möguleika til þess að hagnast nú þegar loks- ins virðist ætla að rofa til. Með því að bregðast við fiskverðshækkunum á þann hátt að beina opinberum aðilum í auknum mæli inn á inn- lendan lánamarkað og opna Qármagnsmark- aðinn út á við er hægt að koma í veg fyrir hefðbundið þenslu- ástand þegar fiskverð hækkar.“ lækka erlendar lántökur og veitir ekki af. Ennfremur þarf að koma í verk að opna fjármagnsmarkaðinn til útlanda. Eins og fyrirkomulagið er nú er lántaka erlendis auðvelduð verulega með ríkisábyrgðum á ríkisfyrirtækjum, sjóðum og bönk- um. Innstreymi af erlendu lánsfé inn í landið er því auðveldað. Hins vegar eru mikiar hindranir á útstreymi fjármagns. Islendingar mega helst ekki mynda eignir er- lendis á móti lánum sem tekin eru. Með því að opna fjármagnsmarkað- inn einmitt nú væri verið að gefa íslenskum aðilum möguleika á því að leita út með fjármagn og þar með að draga úr hættunni á þenslu í efnahagslífinu. Góðæri án þenslu Atvinnulífíð þarf að fá möguleika til þess að hagnast nú þegar loksins virðist ætla að rofa til. Með því að bregðast við fiskverðshækkunum á þann hátt að beina opinberum aðil- um í auknum mæli inn á innlendan lánamarkað og opna fjánnagns- markaðinn út á við er hægt að koma í veg fyrir hefðbundið þenslu- ástand þegar fiskverð hækkar. Skattahækkanir, hærri greiðslur í Verðjöfnunarsjóð eða hækkun á gengi krónunnar eru aðferðir sem dæmdar eru til að mistakast. Allt hefur þetta verið þaulreynt áður og ekki gengið. Nú er lag að ná verðbólgunni niður þar sem gerðir hafa verið skynsamlegir kjarasamningar í upphafi góðæris. Þetta tækifæri verður að nota skynsamlega. Næsta tækifæri kemur sjálfsagt ekki fyrr en á síðari hluta þessa áratugar. Höíiindur er framkvæmdastjóri skrifstoíii viðskiptalífsins sem er sameiginleg skrifstofa Verslunarráðs íslands og Fél. ísl. stórkaupmanna. fijclar ISlANIiS IV MHfcv tf'Tmaf C,M»'tlUt,dSS< or»takasafn FALLEGAR OG EIGULEGAR BÆKUR TIL FERMIN G ARGJAFA ÍSLENSKUR SÖGUATLAS 1. BINDI. 12.490 KR. Stórglæsilegt rit sem ó erindi við alla unga íslendinga. íslandssagan birtist í þeim búningi sem unga kynslóðin kann að meta. ATLAS AB. 9.000 KR. Víðtækasta uppflettirit um lönd og lífheim jarðarinnar sem birst hefur ó íslensku. Ótæmandi fróðleiksnóma. ÆVISÖGUR ORÐA. 1.500 KR. Saga orða og orðtaka rakin og skýrð svo langt sem heimildir nó. ÍSLENSKIR MÁLSHÆTTIR. 1.875 KR. Ómissandi viskubrunnur og uppflettirit fróðleiksfúsra lesenda. ÍSLENSKT ORÐTAKASAFN 1.—2. BINDI. 3.750 KR. Allt um íslensk orðtök. Hreinn skemmtilestur. FUGLAR ISLANDS OG EVRÓPU. 3.920 KR. Aukin og endurskoðuð útgófa þessa einstaka grundvallarrits lýsir 635 íslenskum og-evrópskum fuglategundum. UNGT FÓLK OG VANDAÐAR BÆKUR EIGA SAMLEIÐ. é> , FÉLAGI TIL FRAMTÍÐAR. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.