Morgunblaðið - 28.04.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 28.04.1988, Síða 56
WRIGLEY’S SYKURLAUSI FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Skipulagsstjóm ríkisins um ráðhúsið: Graftarleyf- ið er löglegt Borgarstjóri frestaði framkvæmdum MEIRIHLUTI Skipulagsstjómar ríkisins komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í gær að veiting graftarieyfis fyrir ráðhús Reyk- víkinga við Tjömina sé í fullu samræmi við byggingarlög og þann skilning, sem i þau hefur verið lagður. Þrir stjómarmenn greiddu atkvæði með þessari niðurstöðu en tveir á móti. Félagsmálaráðuneyt- inu barst i gær þriðja kæran frá ibúum Tjamargötu, í þetta sinn vegna stærðar ráðhúslóðarinnar. Borgarstjóri frestaði framkvæmd- um við grunn ráðhússins til sunnudags, eða þar til Bygginganefnd Reykjavíkur afgreiðir lokateikningar af ráðhúsinu endanlega. Að sögn Stefáns Thors, skipu- lagsstjóra, taldi meirihluti Skipu- lagsstjómar veitingu graftarleyfís fyrir ráðhúsið í fullu samræmi við fyrstu málsgrein níundu greinar byggingarlaga, þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn án leyf- is byggingamefndar. Skipulags- stjóm mun því ekki leggja það til við félagsmáiaráðherra að graftar- leyfið verði úrskurðað ógilt. Á fundi Skipulagsstjómar í gær var einnig lögð fram kæra frá íbú- um 'Ijamargötu til félagsmálaráð- herra um að stækkun á lóð ráð- hússins hafí ekki verið í samræmi við skipulagslög. Lóðimar Tjamar- gata 11 og Vonarstræti 11 hafí verið sameinaðar og flatarmál þeirra stækkað úr 1.268 fermetrum samanlagt í 4.333 fermetra. Þetta sé stækkun um 3065 fermetra og auk þess sé lóðin nú orðin meira en 1000 fermetrum stærri en bygg- ingarreitur ráðhússins, sem sé 3290 fermetrar. Ekki hafí verið haft sam- ráð við íbúana uni þessa stækkun, og því kæri þeir til félagsmálaráð- herra. Lára P. Júlíusdóttir, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, sagði að kæra þessi hefði borist ráðuneyt- inu um miðjan dag í gær og verið fengin Byggingamefnd Reykjavík- ur og Skipulagsstjóm til umsagnar. Byggingamefnd fundar í dag og verður þar tekin afstaða til kæru Tjamargötubúa um graftarleyfíð og til lokateikninga af ráðhúsinu. „Þetta fólk kærir bara annan hvem dag. Það væri synd að segja að það væri kærulaust,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri er hann var inntur álits á kæru Tjamar- götubúa. Sjá bréf borgarstjóra til fé- lagsmálaráðherra á síðu 4. Inflúensan líklegast hingað komin frá 'Bandaríkjunum INFLÚENSA af A-stofni stakk sér niður í Reykjavík um miðjan þennan mánuð. Að sögn Skúla G. Johnsens borgarlæknis er flensan þó ekki alvarleg, og þar sem hún hefur komið upp í öðr- um löndum hefur hún ekki orðið að neinni farsótt. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að líklegt væri að inflúensan væri komin frá Bandaríkjunum, en þar hefði hún einkum verið staðbundin um um 18% af þjóðinni, sem er mikiu hærra hlutfall en í nágranna- löndunum," sagði Ólafur. Landlæknir sagði að það væru helst ungmenni, sem ekki hefðu verið bólusett, sem ættu á hættu að veikjast. Hann ráðlagði fóiki að fara vel með sig og spá síðan í hlýn- andi vorveður. Vegaskemmdir í Langadal Morgunblaðið/Ámi Sæberg Blanda rauf skarð í veginn sitt hvoru megin við Æsustaði í Langadal í fyrrakvöld. Ekki hefur verið hægt að gera við veginn vegna mikils straumþunga i vegarskörðunum og umferðinni því beint um Svínvetningabraut sem er fær ölium bílum. sjá frásögn og myndir á bls. 22. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara: Lágmarkslaun verslunar- fólks verði 36.500 krónur Atkvæðagreiðslum lýkur á laugardag VERSLUNARMENN og vinnuveitendur höfnuðu f nótt breytingum á málamiðlunartillögu þeirri, sem ríkissáttasemjari lagði fram f kjara- deilu þeirra i gær og fer tillagan þvi óbreytt til atkvæða hjá báðum samningsaðilum. Samkvæmt miðlunartillögunni eiga grundvallarlaun að vera 36.500 krónur á mánuði, og engir launataxtar skulu hækka um minna en 8,75% en til launajöfnunar skulu allir taxtar hækka að lágmarki um 2.100 krónur á mánuði. Gildistími tillögunnar er til 10. apríl 1989 og á samningstímanum hækki laun að öðru leyti en framan segir um 2,5% 1. september, 1,5% 1. desember og 1,25% 1. mars á og ekki um neina farsótt að ræða. Olafur sagði að um 37.000 íslend- ingar hefðu verið bólusettir gegn inflúensu í haust, einkum gamal- menni og þeir, sem einhverra hluta vegna voru veikir fyrir, en það hefði færst í vöxt að fyrirtæki létu bólu- setja starfsfólk sitt. „Við bólusett- Konumar komu en Colgate ekki HÓPUR bandariskra kvenna í fræðslustörfum, sem kalla sig Delta Kappa Gamma, hafði pant- að gistingu á Hótel Loftleiðum. Konumar, stm era 116 talsins, ákváðu að láta verkfall verslunar- manna ekki aftra sér frá íslands- ferð og komu i gærmorgun. Um 170 danskir lesendur Berl- ingske Tidende voru væntanlegir á Hótel Sögu í morgun. Annar hópur, 110 manns, á vegum Colgate-fyrir- tækisins, var væntanlegur á mánu- daginn, en í gær var ákveðið að hætta við íslandsferðina. næsta án. Starfsmenn, sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sama fyrirtæki og eru við störf hjá fyrirtækinu í nóv- embermánuði, skulu eigi sfðar en 15. desember ár hvert fá greidda sér- staka desemberuppbót að upphæð 6.000 krónur. Breytingar frá því samkomulagi sem verslunarmenn feildu í allsheijaratkvæðagreiðslu 11. - 13. apríl sl. er 1300 króna hækkun á grundvallarlaunum, í stað 5,1% hækkunar á öll laun komi nú 8,75% og launajöfnun sem nú er 2.100 krónur á mánuði var 2.025 f fyrri samningnum. Á móti kemur að eng- in sérstök hækkun verður 1. júní, sem gert var ráð fyrir að yrði 3,25% í gamla samningnum. Þá hækkar desemberuppbótin um 1.500 krónur, úr 4.500 í 6.000. Á næstu dögum fer fram atkvæða- greiðsla um tillöguna hjá félögum verslunarmanna og vinnuveitenda, en sáttasemjari hefur ákveðið að talning atkvæða muni hefjast klukk- an 18 á laugardag. Að sögn Elísabet- ar Ólafsdóttur, skrifstofustjóra ríkis- sáttasemjara, sér hvert félag um framkvæmd atkvæðagreiðslu hjá sér, en talning skal alls staðar fara fram undir eftirliti ríkissáttasemjara eða skipaðra fulltrúa hans. Hvert féiag um sig getur samþykkt eða fellt miðiunartillöguna, en sameiginlegt atkvæðamagn ekki látið ráða úrslit- um, eins og heimild er fyrir sam- kvæmt lögum. Samkvæmt lögum þarf kosninga- þátttaka að vera að minnsta kosti 20% tii að hægt sé að fella hana. Ef þátttaka er 35% eða meiri þurfa að minnsta kosti 50% að greiða at- kvæði á móti henni til að hún teljist felld, og enn stærri hundraðshluti þarf að greiða mótatkvæði ef kosn- ingaþátttaka fer undir 35%. Almennur félagsfundur verður haldinn hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur I dag klukkan 15, þar sem miðlunartillagan verður kynnt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.