Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 17
17 vil ég benda á nokkur önnur atriði til íhugunar. Fyrsta vandamálið sem hér þarf að íhuga er það samband, sem ætíð hiýtur að vera á milli gengis og launaákvarðana. Fastgengisyfírlýs- ingin í febrúar 1986 var beinlínis ætluð sem grundvöllur launasamn- inga, og síðan hafa allir samningar verið á því reistir, að haldið yrði fast við þá stefnu. Sú mikla hækk- un raungengis, sem orðið hefur á undanfömu ári, stafar því ekki af ákvörðunum í gengismálum, heldur af launaákvörðunum teknum á grundvelli fastgengis. Þegar ríkis- stjómin taldi nauðsynlegt að lækka gengið um 6% síðastliðinn febrúar, var það til þess gert, að nýr fast- gengisgrundvöllur væri fyrir hendi í þeim launasamningum, sem síðan hafa verið gerðir. ! öllum þeim samningum em rauð strik, sem hefðu það í för með sér, að laun mundu að líkindum hækka skjót- lega í kjölfar gengisbreytingar og ávinningur hennar fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina því brátt verða að engu. Ef farið er út á þá braut, er skammt að fara inn í þann víta- hring kauphækkana og gengis- hækkana, sem einkenndi ástandið fyrir 1983. Ég skal ekki leggja dóm á það, hvort lögbinding launa við slíkar aðstæður er raunhæfur möguleiki, en varla mundi sú leið vera fær til lengdar. Á hinn bóginn hefur fastgengisstefnan þann meg- intilgang að vera grundvöllur tekju- skiptingarákvarðana, sem teknar em með frjálsum samningum milli aðila vinnumarkaðarins. Hver á síðan að bera ábyrgð á slíkum samningum, ef ekki þeir sem gera þá? í öðm lagi er ástæða til að benda á það, að þær greinar, sem nú eiga í mestum erfíðleikum, em flestar í flokki hinna svokölluðu láglauna- greina. Lögð hefur verið rík áherzla á það í undanfömum samningum að hækka sérstaklega laun þess fólks og jafna þannig tekjuskipting- una í landinu. En hvaða þýðingu hefur slík tekjujöfnunarstefíia, ef á móti þarf að koma gengislækkun, sem lækkar rauntekjur þessa fólks að nýju? Sannleikurinn er sá, að vandi margra þessara greina er annaðhvort fólginn í of lítilli fram- leiðni í samanburði við sambærilega starfsemi í öðmm löndum, eða hann stafar af samkeppni við láglauna- framleiðslu, t.d. frá Suður-Evrópu eða Asíu. Vandamál af þessu tagi verður því að leysa á vegum fyrir- tækjanna sjálfra og á vettvangi kjarasamninga en ekki með gengis- breytingum. I þriðja lagi er ástæða til að fara nokkmm orðum um vanda þeirra aðila, sem orðið hafa fyrir barðinu á misgengi erlendra gjaldmiðla og þá einkum lækkun Bandaríkjadoll- ars. Vissulega hefur vandi þeirra fyrirtækja, sem fyrst og fremst era háð dollaramörkuðum, verið mikill að undanfömu, en á móti hefur komið verðhækkun margra afurða í dollumm og að sjálfsögðu hag- stæðara gengi fyrir þá, sem flytja út til landa, þar sem gengið hefur hækkað, svo sem Vestur-Evrópu og Japans. Augljóst er, að utanað- komandi gengisbreytingar af þessu tagi geta verið þjóðarbúinu erfíðar, en við þeim verður fyrst og fremst að bregðast með aðlögun í fram- leiðsiu og útflutningsstarfsemi, eins og reyndar hefur þegar gerzt með stórauknum útflutningi til Vestur- Evrópu og Japans á kostnað Banda- ríkjanna og Austur-Evrópulanda, en ekki með lækkun á gengi krón- unnar. í fjórða og síðasta lagi ætla ég að fara nokkram orðum um við- skiptahallann, en spáð er talsverðri aukningu hans á þessu ári. Jafn- framt því sem ég vil sízt af öllu gera Iítið úr þeim vanda, sem við- skiptahallanum er samfara, vil ég vara við þeim hugsunarhætti, að gengislækkun sé eina eða eðlileg- asta lausnin á honum. Á síðasta ári er t.d. ljóst, að viðskiptahallinn stafaði svo að segja allur af þenslu innlendrar eftirspumar, sem orsak- aðist af halla í ríkisfjármálum, mikl- um erlendum lántökum og útlána- þenslu bankanna. Það hlýtur því að vera fyrsta boðorðið að beita aðhaldi í þessum efnum til þess að MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 draga úr viðskiptahallanum, enda myndi slíkt aðhald jafnframt hamla gegn verðbólgu. Gengisbreyting mundi hins vegar því aðeins draga úr viðskiptahalla, að hún leiddi ekki til víxlhækkana launa og verðlags, sem vel gæti grafíð undan því trausti, sem tekizt hefur að skapa á markaðnum með fastgengisstefn- unni. Vil ég reyndar taka það fram, að ég er þeirrar skoðunar, að fram- hald þeirrar aðhaldsstefnu, sem fylgt hefur verið að undanfömu í fjármálum og peningamálum, muni að öðm óbreyttu geta tryggt minni viðskiptahalla á þessu árí en síðustu spár gera ráð fyrir. Ég er þá kominn að lokum þessa máls, þar sem ég hef lagt megin- áherzlu á framhald þeirrar stefnu aðhalds í fjármálum og peningamál- um, markaðsaðlögunar, ásamt stöð- ugleika í gengi, sem fylgt hefur verið að undanfömu. Með því að segja þetta, er ég ekki að mæla með algeram ósveigjanleika í fram- kvæmd þeirrar stefíiu. Breyttar aðstæður hljóta að kalla á sífellt endurmat fyrri ákvarðana, og vissu- lega er nú úr vöndu að ráða, þar sem allt bendir því miður til þess, að samkeppnisstaða fjölda fyrir- tækja hafí veikzt stórlega að und- anfömu vegna versnandi stöðu á erlendum mörkuðum og hækkunar innlends kostnaðar, sem enn sér ekki fyrir endann á. Hvemig skuli bmgðizt við þessum vanda á næst- unni í einstokum atriðum, verður hins vegar verkefni stjómvalda og óviðeigandi að ég fjalli nánar um það á þessum vettvangi. Mér fínnst þó rétt að benda á nokkur gmndvallaratriði, sem mér fínnst ekki mega missa sjónar á, þegar tekizt er á við vanda af þessu tagi. Er þá fyrst að nefna, að það er bæði ábyrgð og skylda stjóm- valda að marka þá grandvallar- stefíiu, sem fylgt er í stjóm efna- hagsmála, og móta þannig þá efna- hagslegu umgjörð, sem athöfnum og ákvörðunum einstaklinga og fyr- irtækja er búin. Það er síðan á ábyrgð þessara aðila, hvort sem það em fyrirtæki, einstaklingar eða aðilar vinnumarkaðarins, að gera á þessum gmridvelli þá samninga og taka þær ákvarðanir, sem þeir telja beztar, út frá sínum eigin hagsmun- um. Það getur hins vegar ekki leitt nema til ófamaðar, ef þessir aðilar taka ákvarðanir sínar og semja um kaup og kjör í trausti þess, að ríkis- valdið hlaupi sífellt undir bagga og leysi menn undan afleiðingum gerða sinna með gengisbreytingum eða öðram hliðstæðum hætti. ís- Iendingar þekkja afleiðingar þeirrar stefnu og inn á þá braut má ekki aftur halda. MICROSOFT HUGBÚNAÐUR Fjölmargir vinningar í boði. w0j; Umboa á Austurlandi: FAGURHÚLSMÝRI: Nanna Sigurdardóttir. HÚFN í HORNAFIRÐI: Júlia Imsland, Miðtúni 7. DJÚPIVOGUR: Elis Þórarinsson, Höfda. BREIÐDALSVÍK: Sigrún Guðmundsdóttir, Sólbakka 9. STÓÐVARFJÖRÐUR: Heiðdís Guðmundsdóttir, Túngötu 5. FÁSKRUDSFJÚRDUR: Þóra Jónsdóttir, Hafnargötu8. REYDARFJÚROUR: Ásgeir Metúsalemsson Kaupfélag Héraðsbúa ESKIFJÖRDUR: Hildur Metúsalemsdóttir, Bleiksárhlið 51. NESKAUPSTAÐUR: Nesbær Melagötu 2 B, Guðriður Guðbjartsdóttir. SEYDISFJÚRDUR: Bókav. A. Bogason og E. Sigurðsson, Austurvegi 23 EGILSSTADIR: Björn Pálsson, Selási 20. BORGARFJÖRÐUR EYSTRI: Kristjana Bjömsdóttir, Bakkavegi 1. . VOPNAFJÖRDUR: Kauplélag Vopnfirðinga, (bókabúð). «4 BAKKAFJORDUR: Aldis Gunnlaugsdóttir, Hafnargötu 15. m Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja veikomna. HAPPDRÆTT1 DVAIARHEINIIUS ALDRAÐRA SJÓMANHA Eflum stuðnina uið aldraða. Miði á mann fyrirnvem aldraðan. SEM PASSA. Fjölbreytt úrval! Örugglega eitthvað fyrir þig. Þú velur þína stærð eftir stærðatöflunni á Leggs söluhillunum. Þunnar og fallegar á fæti, falla þétt að maga og mjöðmum, styrkt tá, stærðir A,B,Q. Blátt egg og hólkur. Nuddsokkabuxur, sem örva, blóðrásina við hverja hreyfingu. Falleg glansáferð. Styrkt tá, stærðir A,B,Q. Silfurlitt egg og hólkur. Nuddsokkabuxur, mjög stífar að ofan hafa sömu eiginleika og Sheer Energy. Stærðir B,Q. Silfurblátt egg og hólkur. Leggs hnésokkar, 2 pör í eggi, extra breið teyja. Samkvæmissokkabuxur. Líta út og eru viðkomu eins og silki. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glært egg - grár hólkur. Vetrar Leggs. 50 den þykkar, í fallegum litum. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg - hólkar lýsa litum Tískulitir frá Leggs. Vanalegar sokkabuxur og einnig stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg. Einkaumboð: i™*,*** íslensk ///// AmeriRlra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.