Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 23 Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup. Ráðstefna um hlutverk kirkjunnar BANDALAG kvenna I Reykjavík hefur boðað til ráðstefnu um hlutverk kirkjunnar í þjóðfélagi nútímans á Hótel Holiday Inn i Reykjavík, laugardaginn 30. apríl nk. kl. 13.30. Ráðstefnan ber yfírskriftina „Kirkjan og við“ og eins og nafnið bendir til verður þar fjallað um tengsl kirkjunnar við almenning frá ýmsum hliðum. Meðal umræðuefna verða leikmannsstörf innan kirkj- unnar, afstaða kirkjunnar til þjóð- félagsmála og hlutverk kirkjufé- laga. Biskup Islands, herra Pétur Sig- urgeirsson, mun ávarpa ráðstefn- una en framsögumenn verða Bjöm Bjömsson prófessor, Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona, Guðrún Magdalena Bimir safnaðarfélags- formaður, séra Kristján Valur Ing- ólfsson sóknarprestur og Ragn- heiður Sverrisdóttir djákni. Að lokn- um framsöguerindum verða pall- borðsumræður með framsögu- mönnum, ásamt þeim Unni Hall- dórsdóttur djákna og séra Bem- harði Guðmundssyni upplýsinga- fulltrúa þjóðkirkjunnar, sem stjóm- ar umræðiinum. Ráðstefna þessi er öllum opin er láta sig kirkju- og þjóðfélagsmál einhveiju varða. (Fréttatilkynning) Þj óðhátí ðargj öf Norðmanna: Tæpri imlljón króna út- hlutað í ferðastyrki ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkj- um úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna á þessu ári. Þá hlutu Mennaskólinn í Kópavogi, Barna- bókaráð íslandsdeildar IBBY, Bókavarðafélag íslands, Starfs- mannafélag Islenska Járnblendi- félagsins, hópur kennara og skólamanna úr Norðurlandsum- dæmi og Soroptimistaklúbbur Húsavíkur. Á ellefu alda afmæli íslands- byggðar samþykkti norska stór- þingið að færa íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf. Skyldi fénu varið til að styrkja hóp- ferðir íslendinga til Noregs. Ráð- stöfunarfé sjóðsins eru vaxtatekjur af höfuðststólnum. Þetta var í tólfta sinn sem úthlut- að er úr sjóðnum. Tuttugu umsókn- ir bárust og voru fimm aðilar styrkt- ir sem áður segir. Upphæð styrkj- anna ér 950.000 krónur. Áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar Islands: Breytt dagskrá vegna verkfalls NÆSTSÍÐUSTU áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinn- ar á þessu starfsári verða næst- komandi fimmtudag. Efnisskrá hefur verið breytt frá því sem upphaflega var fyrirhugað vegna verkfalls verslunar- manna. Af þeim sökum kemst einleikarinn, Yuzuk Horigome, ekki til landsins. Stjórnandinn á þessum tónleikum, Bandaríkja- maðurinn Larry Newland, kaus hins vegar að koma til að stjórna hljómsveitinni, þótt það gæti orðið til þess að hann yrði hér innlyksa um tíma. Ákveðið hefur verið að einleikarar verði hinar kornungu systur, Judith og Miij- am Ketilsdætur. Þær léku á fjöl- skyldutónleikum hljómsveitar- innar á sumardaginn fyrsta og með móður sinni í tríói á tónleik- um hjá Tónlistarfélaginu sl. laugardag við frábærar undir- tektir. Á efnisskrá verða Fiðlukonsert í A dúr eftir Mozart, þar sem Jud- ith leikur einleik og Rokokó til- brigði eftir Tschaikovsky, þar sem Mitjam leikur á sellóið. Bæði þessi verk eru erfið fyrir einleikarann, en þær hafa ótrúlegt vald á hljóð- færunum. Að lokum verður flutt Rómeo og Júlía eftir S. Prokofíeff. Systumar Judith og Miijam eru 13 og 14 ára gamlar. Þær búa ásamt foreldrum sínum, Úrsúlu og Katli Ingólfssyni, í Bandaríkjunum og em yngstu nemendur í Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, sem er einn virtasti tónlistarskólinn í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem hafa útskrifast þar eru Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðluleikari. Stjómandinn, Larry Newland, var í rúman áratug aðstoðarstjóm- andi Fflharmoníuhljómsveitarinnar í New York og hefur hann ferðast vítt og breitt um heiminn til að stjóma öllum helstu sinfóníuhljóm- sveitum. Hann hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fýrir hljómsveitarstjóm og leggur sig fram um að laða nýja, unga áheyr- endur að klassískri tónlist. Tónleikamir á fímmtudaginn, 28. aprfl, hefjast í Háskólabíói klukkan 20.30. Larry Newland, stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands á næstsíðustu áskriftartónleikum hlj óms veitarinnar. Morgunblaðið/BAR Á BESTA STAÐ í BÆNUM Vistleg og björt gisti- herbergi, vel búin húsgögnum. Sér snyrting, sturta, sjónvarp, útvarp og sími. Veitingasalurinn Lindin er opinn allan daginn. Glæsilegur matseðill í hádeginu og á kvöldin og girnilegar tertur siðdegis. Veislu-, funda- og ráðstefnusalur fyrir allt að 100 manna fermingaveislur, erfis- drykkjur, afmælisveislur, fundakaffi o.s.frv. Salurinn er vel búinn tækjum s.s. myndvörpum, skuggmynda- vélum, töflum, Ijósritunarvél, telexi, ræðupúlti, hátalarakerfi, pianói o.m.fl. RAUÐARARSTÍG 18-SlMI 623350 Aðeins minútugangur í helstu banka, verslanir, kvikmyndahús, sundlaug, leikhús, pósthús o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.