Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 31 Samband íslenskra námsmanna erlendis: Kosningabarátta án vitundar stj órnar VEGNA frétta og greinaskrifa í fjölmiðlum að undanförnu um kosningar hjá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis hefur sljórn félagsins sent fjöl- miðlum eftirfarandi ályktun til birtingar. „Stjóm SÍNE gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð sem fímm fram- bjóðenda til stjómar SÍNE hafa við- haft í yfírstandandi kosningum. Samkvæmt béfí sem stjóm SÍNE hefur komist yfir, þá hafa þau Be- linda Theriault, Birgir Þór Runólfs- son, Guðrún Kr. Guðfínnsdóttir, Jónas Egilsson og Óskar Borg hvatt útvalinn hóp SINE-félaga til að kjósa sig sem einn lista með sameig- inlega stefnuskrá. Þetta samráð hefur átt sér stað án vitundar stjómar SÍNE og án vitundar ann- arra frambjóðenda. Á þennan hátt hafa fimmmenningamir reynt að tiyggja sér kosningu með leynilegri kosningabaráttu, án þess að gefa mótframbjóðendum sínum tækifæri til að skýra sjónarmið sín. Stjóm SÍNE átelur harðlega vinnubrögð sem þessi, sem einkennast af bak- tjaldamakki og pukri á kostnað annarra. Stjóm SÍNE telur að forsenda lýðræðislegra kosninga sé opin og heiðarleg_ kosningabarátta. Hefði stjóm SÍNE borist ósk frá ein- hveijum frambjóðendanna, eða kjörstjóm, um að skipuleggja slíka kosningabaráttu, þá hefði stjómin að sjálfsögðu orðið við slíkri beiðni. Vegna ummæla sem einn fímm- menninganna, Jónas Egilsson, lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu þann 14. apríl sl., þar sem hann átelur stjóm SÍNE fyrir lélega kynningu á frambjóðendum, vill stjóm SÍNE taka fram að engin slík ósk barst og áleit stjóm SINE því að fram- bjóðendur væru sáttir við þá kynn- ingu sem þeir fengu á fylgiriti lqor- seðlis. Fram td þessa hafa framboð til stjómar SÍNE ætíð verið gerð á einstaklingsgrundvelli án flokks- pólitískra afskipta. SÍNE-félagar hafa gefíð kost á sér til stjómar- starfa til að sinna hagsmunum allra SÍNE-félaga á grundvelli reynslu sinnar af innra starfí sambandsins og þekkingar á kjörum námsmanna erlendis. I samræmi við þetta var það trú og von stjómar SÍNE að hinn almenni SÍNE-félagi myndi greiða þeim frambjóðendum at- kvæði sem hann bæri traust til á gmndvelli fyrri starfa fyrir SÍNE. Framferði fímmmenninganna hefur nú gert þessa von að engu og harm- ar stjóm SÍNE þessa framvindu mála. Að gefnu tilefni telur stjóm SÍNE sér einnig skylt að mótmæla harð- lega öllum afskiptum stjómmála- flokka af innri málefnum SÍNE. Stjóm SÍNE telur sig hafa vissu fyrir þvi að framboð fímmmenning- anna sé skipulagt af nokkrum for- svarsmönnum Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ennfremur telur stjóm SÍNE sig hafa vissu fyrir því að bréf það, sem fímmmenningam- ir sendu til útvalins hóps SÍNE- félaga, hafí einungis verið sent til þeirra SÍNE-félaga sem þeir telja hliðholla stefnu SUS. Þessu til stað- festingar bendir stjóm SÍNE á þá staðreynd að heimilisföng SÍNE- félaganna fengu fimmmenningamir á skrifstofu SUS. Þess má geta að fyrr á árinu fékk SUS léða félaga- skrá SÍNE og þá með því fororði að ekki mætti nota hana á neinn hátt nema að höfðu samráði við stjóm SÍNE. SUS hefur fram til dagsins í dag ekki farið fram á neitt leyfí til notkunar á skránni og telur stjóm SÍNE því að um Samtök heilbrigðisstétta: Fundur um alnæmi og þagnarskyldu Flutt erindi og pallborösumræður SAMTÖK heilbrigðisstétta efna i dag, fimmtudaginn 28. april, til fundar um alnæmi og þagn- arskyldu heilbrigðisstéttanna. Athuga- semd vegna fréttar Vegna athugasemdar frá Vinnumálasambandi Sam- vinnufélaganna sem birtist i Morgunblaðinu i gær er rétt að taka eftirfarandi fram. Það er ekki haft eftir að Björg- vini Lútherssyni, stöðvarstjóra Pósts og síma í Keflavík að „Vinnumálasambandið sagðist ekki hafa fengið skeytið fyrr en á þriðjudag", heldur er þar um frásögn blaðamanns Morgun- blaðsins að ræða, en hún er byggð á upplýsingum frá Vinnumæála- , sambandinu sjálfu. '''____ pólitíska misnotkun sé að ræða á félagaskránni. Samkvæmt upplýs- ingum frá LÍN hefur lánasjóðurinn ekki látið félagaskrána af hendi til neins af fímmmenningunum. Og þar sem fímmmenningamir fengu félagaskrána’ ekki frá SÍNE má vera ljóst að SUS tengist málinu á óyggjandi hátt. Þessi afskipti SUS af innri málum SÍNE álítur stjóm SÍNE forkastanleg og óeðlileg í alla staði. Þessum afskiptum SUS áf málefnum SÍNE mótmælir stjóm SÍNE harðlega. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing vill stjóm SINE taka það fram að ofangreind gagnrýni og mót- mæli tengjast á engan hátt póli- tískri stefnu einstakra frambjóð- enda, heldur einungis starfsháttum fímmmenninganna og utanaðkom- andi afskiptum SUS. Stjóm SÍNE telur þvert á móti að styrkur SÍNE í þeirri hagsmunabaráttu sem námsmenn hér heima sem erlendis heyja byggist á sem víðtækastri samstöðu. Og slík samstaða næst einungis ef opin og lýðræðisleg skoðanaskipti eiga sér stað. Stjóm SÍNE vonar að svo verði í framtíð- inni. Stjórn SÍNE Steve og Cheryl Ingram. Hljómleikar í Breiðholtskirkju STEVE og Cheryl Ingram frá Texas í Bandaríkjunum, sem reka þar skóla fyrir þá sem stunda einhvers konar tónlist á vettvangi kristninnar, halda tónleika i Breiðholtskirkju kl. 20.30 í kvöld. Á morgun, fostudag, og á laug- ardag verða þau með námskeið í trúarsöng og á sunnudaginn koma þau fram á tónlistarsamkomu á vegum Trúar og lífs og Orðs lífsins á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi kl. 20.30. (Úr fréttatUkynningu) Athugasemd frá varaformanni SÍNE: Eðlileg sameiginleg kynning frambjóðenda Verður hann haldinn í Borgar- túni 7 (Rúgbrauðsgerðinni) og hefst klukkan 16 en lýkur klukkan 19. Á fundinum mun Páll Skúlason prófessor flytja erindi um siðfræði og þagnarskyldu heilbrigðisstétta og Hmnd Sch. Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur um alnæmi og sjúkradeildina. Auður Matt- híasdóttir félagsráðgjafí ræðir um alnæmi og þjóðfélagið og að loknu kaffíhléi fjallar Helga Erlends- dóttir meinatæknir um alnæmi og rannsóknadeildina og Gunnar Ingimundarson deildarverkfræð- ingur um skráningu viðkvæmra upplýsinga. Fundarstjóri verður próf. dr. med. Ólafur Bjamason en á eftir erindaflutningi verða pallborðs- umræður. Er fólk úr heilbrigðis- stéttunum hvatt til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðun- um. _ j i___(FréttatUkyimmg) immumi í isil í ?íí ií i í i 1 n m í TILEFNI af ályktun stjóraar SÍNE hefur varaformaður fé- lagsins sent fjölmiðlum eftir- farandi athugasemd: Ég tel að mjög eðlilegt sé að nokkrir frambjóðendur hafí tekið sig saman og sent út sameiginlegt bréf, þar sem skoðunum þeirra var lýst, eftir að ljóst varð að stjóm SÍNE myndi ekki standa fyrir kynningum á frambjóðend- um. Rétt er að enginn frambjóðend- Byggingadeild Reykjavíkur: Grunaður um mis- ferli Rannsóknarlögregla ríkisins vinnnr nú að rannsókn á máli starfsmanns byggingadeildar Reykjavíkur. Maðurinn er grun- aður um að hafa misnotað að- stöðu sína hjá byggingadeild til að fá samþykkta falska reikn- inga frá iðnfyrirtæki, sem hann rekur. Fyrirtæki mannsins hefur fengist við ýmsa smíðavinnu fyrir borgina. Maðurinn hefur verið kærður fyrir að hafa fengið fleiri og hærri reikn- inga frá fyrirtæki sínu samþykkta en réttmætt var. Er talið að hann hafí stundað þetta í töluverðan tíma. Amar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu rfkis- ins, sagði að rannsókn málsins væri skammt á veg komin og ekki væri tímabært að nefna neinar upp- _ hæðir. í þessu.sambandi. mmihiihmhMim mjeiiii] anna óskaði eftir að SÍNE stæði fyrir kosningabaráttu, en hins vegar óskuðu nokkrir eftir því að koma kynningum á framfæri. Samkvæmt 43. grein reglu- gerðar um Lánasjóð íslenskra námsmanna teljast nöfn og heim- ilisföng námsmanna almennar upplýsingar sem eru öllum opnar. Ljóst er því að „fimmmenningam- ir“ svokölluðu höfðu fullan rétt á aðgangi að þeim upplýsingum. Svanhildur Bogadóttir, varaformaður SÍNE. Höfn: Þórir SF með best- an af la netabáta Höfn, Hornafirði. NÍU bátar hafa nú tekið netin upp og eru flestir að búast til trollveiða. Til fiskiðju kaupfé- lagsins bárust 339 tonn í vikunni. Þórir SF 77 var með 36 tonn og landaði 5 sinnum. Erlingur SF 65 aflaði 32 tonna í fjórum róðrum og Skógey SF 53 29,7 tonna í Ijórum róðrum einnig. Hvanney SF 51 hef- ur lagt 596 tonn upp hjá KASK en heildarafli í fískiðju KASK er nú 7.278 tonn en var 8.435 í fyrra. Skinney SF 30 landaði 26,4 tonn- um, Freyr SF 20 var með 15,2 tonn og Steinunn SF 10 var með 10,3 tonn í þremur róðrum. Skinney hf. verkar afla þeirra. Vísir SF 64 var með 31,5 tonn og Haukafell 23,8 tonn og landa þeir hjá Faxeyri hf. - JGG Valborgarmessufögn- uður í Hveradölum Sænsk-ísienska félagið heldur venjubundinn Valborgarmessu- fögnuð í Skíðaskálnum í Hvera- dölum á morgun, föstudaginn 29. apríl. Á dagskrá er stutt ræða, söngur, dans og brenna. Ræðumaður verður sænski sendiherrann Per Olof Fors- hell og. veislustjóri Einar Thorodd- sen læknir. Reynir Jónasson leikur fyrir söng og dansi og Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri tendrar bálköst. Farið verður af stað kl. 19 frá Umferðarmiðstöðinni. Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi fyrir kl. 20 í kvöld i síma 24850, 43085 og 44791. (Fréttatilkynning) rtUi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.