Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 19 & -..ý* Hömlulaust frelsi leiðir til ófamaðar eftir Hallgrím Sveinsson Flestir vita að frjáls verslun er eins sú undirstaða sem nauðsynleg er hjá hverri þjóð ef henni á vel að famast. Fljótt á litið virðist þó svo að of mikið frelsi í viðskiptum sé að koma okkur íslendingum í koll þessa dagana, þó það hljómi víst sem öfugmæli. Nú um stundir getur hver hlaupastrákurinn flutt til landsins nánast hvað sem honum dettur í hug. Þjóðin virðist eiga nóg af gjaldeyri á góðu verði. Venjulegt fólk horfir magnþrota á að mokað er inn í landið alls konar vamingi dag eftir dag, jafnvel þó sannað sé að við höfum ekkert með stóran hluta af dóti þessu að gera. Inn í landið skal það samt. Búið er að innprenta hjá stórum hluta þjóðarinnar að hún þurfi sífellt að vera að kaupa og eignast einhveija dauðlega hluti, með ötlum mögulegum og ómögulegum ráð- um. Gott dæmi um þetta er hinn stórkostlegi bílainnflutningur sem við stöndum í. Og allt er þetta gert undir því yfirskyni að neytandinn þurfi að hafa val. Það verður að ganga fyrir öllu að úr nógu sé að velja. Auðvitað væri þetta allt gott og blessað ef ástandið í þjóðfélaginu væri í jafnvægi að öðru leyti. Því fer þó fjarri að svo sé. Á sama tíma og þetta galdrafár, hinn frjálsi mokstur á alls konar drasli inn í landið, blómstrar, em framleiðslu- atvinnuvegir þeir sem standa undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar nánast á vonarvöl. Ekki er þetta fögur lýsing, en þó vita allir þjóðhollir íslendingar að hún er því miður allt of sönn. Til áréttingar þessum skrifuðu orð- um skal hér tekið dæmi af tveimur ungum mönnum sem hafast ólíkt að. Annar er í innflutningi og gengur bara vel eins og sagt er. Hinn er framkvæmdastjóri útgerðar og fiskvinnslufyrirtækis og er þannig komið fyrir honum, að hann er hættur að sofa eðlilegum svefni vegna þess að fyrirtæki hans á yfir- leitt ekki fyrir næstu útborgun launa. Fyrirtækið á ekki laust fé HaUgrimur Sveinsson „í núverandi stöðu er ekkert annað að gera fyrir þá ráðherra sem stjórna í dag en loka sig inni og koma ekki út fyrr en niðurstaða er fengin um aðgerðir til eflingar útf lutningsat- vinnuvegum okkar.“ til að greiða fyrir varahluti í fiski- skipin. Meiri hluti af tíma hans í vinnunni fer í að leita að peningum á himinháum vöxtum til að halda framleiðslunni gangandi, því ekki dugir annað en að framleiða fyrir gjaldeyri, svo að hin heilaga kýr, hinn frjálsi innflutningur, geti hald- ið áfram að blómstra. Um hinn unga manninn, þann sem er í innflutningum, er það að segja, að stór hluti af hans tíma fer í að selja vörur sem enginn eða mjög fáir hafa þörf fyrir. Útvega ný og ný umboð. Sjá um nýjar og nýjar vörutegundir og yfírleitt búa til nýjar og nýjar þarfir. Hann virð- ist hafa ótakmarkaðan aðgang að fjármagni því innflutningurinn verður jú að hafa forgang. Takist honum að koma vöru sinni inn { landið, þá selst hún. Með engri út- borgun ef ekki vill betur. Dæmi þessi tvö sem hér hafa verið nefnd eru að vfsu nokkuð færð í stílinn. Þau sýna þó í hnot- skurn þann vanda sem við er að glíma hjá okkar litlu þjóð. Þeir sem Jafnvígur utan vega sem innanbæiar Nissan Pathfinder er að nýrri kynslóð torfœrubifreiða sem sameinar þægindi og hörku á óviðjafnanlegan hátt. • Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél. • Aflstýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eða sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Tímaritið „Four Wheeler“ kaus Pathfinder jeppa ársins, auk fjölda annarra tímarita. • 3ja ára ábyrgð. • Sýningarbíll í bílasal. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 framleiða vörur til útflutnings eru á barmi glötunar, en hinir sem ann- ast innflutning á vörum og þjónustu eru með pálmann í höndunum. Svona er þetta nú einfalt. Þetta er svo einfalt að „litli maðurinn" á götunni er löngu búinn að koma auga á vandann. En eitt er að benda á vandamál og annað að ráða bót á þeim. til þeirra hluta höfum við ríkisstjómir sem oftast styðjast við meirihluta Alþingis. Hlutverk þeirra er að láta hlutina ganga eins eðli- lega fyrir sig og hægt er. Láta alla þætti þjóðlífsins ganga upp ef svo mætti segja. Auðvitað veit núverandi ríkis- stjóm að atvinnuvegimir em undir- staðan. En að hún skuli ekki gera sér grein fyrir að hömlulaust frelsi með ódýmm gjaldeyri í innflutningi á sama tíma og útflutningsatvinnu- vegir geta ekki þrifist, er nánast óskiljanlegt. Eitthvað verður að gera til að koma þama á meira jafnvægi. Sumir segja að viðreisnarsljóm hafi verið farsælasta stjóm sem landið hefur hafð á lýðveldistíman- um. Hvort sem það er rétt eða ekki mætti núverandi ríkisstjóm gjaman taka vinnubrögð þeirrar fyrmefndu til fyrirmyndar. Þá var stjómin ekki rekin í fjölmiðlum heldur vom málin rædd og ákvarðanir teknar fyrir luktum dymm. Síðan var mál- um fylgt eftir, hvort sejn mönnum líkaði betur eða verr. í núverandi stöðu er ekkert annað að gera fyrir þá ráðherra sem stjóma í dag en loka sig inni og koma ekki út fyrr en niðurstaða er fengin um aðgérð- ir til eflingar útflutningsatvinnu- vegum okkar. Síðan að falla eða standa með verkum sínum og um- fram allt hætta að stjóma landinu í íjölmiðlum. Höfundur býr að Hmfnseyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.