Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Stiörnu Dmsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Bogmannsins í dag er röðin komin að Bog- manninum (22. nóv,—21. des.) i fimmtudagsumfjöllun okkar um helstu veikleika merlq'anna. Eins og áður er athyglin vakin á því að hér verður einungis rætt um mögulega veikleika, því við getum yfirstigið þær hættur - sem leynast í hverri stöðu. Úr einu i annað Einn af mögulegum veikleik- um Bogmannsins er fólginn í þörf hans fyrir flölbreytileika. Hann er sá að Bogmaðurinn á stundum erfitt með að festa sig við eitt ákveðið og fer úr einu í annað. Hann á því erf- itt með að ná dýpt í viðfangs- efhi sín en fleytir oftar rjóm- ann ofan af. Bogmanni getur því hætt til að vera yfirborðs- legur eða hætt til að gefa sér ekki tíma til að þroska hæfi- leika sfna. Veit en veit ekki í sjálfu sér er framangreint í !agi, svo fremi sem breytileik- inn fer ekki úr hófi, því Bog- maðurinn vill hafa yfirsýn yfír margt frekar en að vera sérfræðingur í einu. Hann þarf einungis að varast til- hneigingu að setja fram kenn- ingar um menn og málefni sem byggja á ónógum heim- ildum. Bogmaðurinn er eins og hin eldsmerkin. Hann telur sig iðulega hafa rétt fýrir sér, en stundum án þess að hafa kynnt sér viðkomandi mál til hlítar. Fljötfœr Annar mögulegur veikleiki Bogmannsins er sá að hann á til að vera fljótfær og sein- heppinn. Hann missir t.d. stundum út úr sér óheppilegar athugasemdir eða fram- kvæmir áætlanir sínar í of miklum flýti og getur því skort vandvirkni. Hroðvirkn- isleg vinnubrögð einkenna því oft Bogmanninn, sérstaklega ef hann hefur lítinn áhuga á því sem hann er að fást við. Ábyrgðarlaus Það er alkunna að Bogmaður hefur sterka frelsisþörf og vill ekki láta tjóðra sig niður. 1 sumum tilvikum verður þetta að ábyrgðarleysi. Bog- maðurinn stendur því ekki alltaf við skuldbindingar sínar og lætur sig oft hverfa þegar síst skyldi. Þetta á sérstak- lega við ef um langvarandi ábyrgð er að ræða. Algengt dæmi um þetta er hegðun karlmanns í Bogmanni gagn- vart bömum og ástkonum. Ofjákvœður Annar veikleiki Bogmannsins er sá að hann á til að vera of jákvæður, þ.e. á erfitt með að horfa á og takast á við eigin neikvæðar hliðar. Hann á þvi til að flýja sjálfan sig og það að takast á við vanda- mál og neikvæðari þætti Kfsins. Ósjálfstœöur Þó undarlegt kunni að virðast eru Bogmenn oft ósjálfstæðir þrátt fyrir alla frelsisþörfína. Sennileg ástæða er fólgin í því að hann vill viðurkenningu frá umhverfínu, vill að aðrir séu jákvæðir í sinn garð, og lætur það hafa of mikil áhrif á hegðun sína. Mörgmerki Að endingu er rétt að geta þess að þrátt fyrir þessa upp- ualningu hefur Bogmaðurinn marga ágæta hæfíleika sem verður Qallað um síðar. Þegar við erum t.d. að hugsa um einn ákveðinn mann í merkinu verðum við einnig að hafa í huga að hver maður á sér mörg stjömumerki sem geta t.d. dregið úr sumum tilhneig- ingum sólarmerkisins. Hér að framan var fyrst og fremst fjallað um hið dæmigerða merki. GARPUR DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK Hvert heldurðu að ég sé að fara, frú? Kallaðu mig ekki frú, Soffía... IMONMVWAVTOPANŒ CLA55..T0PAV UJe'RE 60IN6 TO LEARN TME POLKA.. Ég er að fara i danstíma... I dag eigum við að læra polka ... P0 vou Y IMSUREVOU THINK I \ CAN po CAN LEARM ANYTHIN6, TO POLKA?^ 50PHIE... y (3* M 8-19 ilUiln Heldurðu að ég geti lært polka? Eg er viss um að þú getur allt, Soffía ... ÉG LÆT VAÐA BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Valið í spilinu hér að neðan stendur á milli tveggja svíninga. Spumingin er: Hvora er betra að taka og hvers vegna? Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 542 ♦ 865 ♦ 764 ♦ ÁKG3 Suður ♦ ÁDG876 ♦ ÁDG ♦ ÁK ♦ 87 Vestur Norður Austur Suður — — — 2 lauf Pass 2 tíglar pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 5 lauf Pass 5 ty'örtu Pass 6 lauf Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: lauftvistur. Sagnhafi þarf að gera upp við sig hvemig hann nýtir sem best innkomur blinds á ÁK í laufi. Á hann að svina fyrir trompkóng- inn eða hjartakónginn? Hann getur ekki gert hvort tveggja með góðu móti. Velji hann trompsvíninguna fyrst, og hún misheppnast, getur hann ekki svínað tvívegis fyrir hjarta- kónginn. Kóngurinn verður þá að vera annar í austur. Nú er auðvitað mun líklegra að spaðakóngurinn sé annar, þar eð sagnhafi á 9 spaða milli hand- anna, en einungis 6 hjörtu. Af þeirri ástæðu er mun betra að byrja á hjartasvíningunni. Ef hún heppnast spilar sagnhafí trompás og drottningu heim- anfrá, og notar svo siðari lauf- innkomuna til að endurtaka hjartasvíninguna. Misheppnist hjartasvíningin er enn góður möguleiki á því að fanga tromp- kónginn annan í austur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti á Nýja Sjá- landi i mars kom þessi staða upp í skák enska stórmeistarans Chandler og heimamannsins Dive, sem hafði svart og átti leik. 18. - Rf3+!!, 19. gxf3 - f4!, 20. Bf5 (Eini vamarmöguleikinn) Rd4?? (Eftir 20. — Dg5 á svartur auðunna stöðu. T.d. 21. Khl — Dh5 eða 21. Bg4 — Rd4, 22. Bxf4 — Rxf3+) 21. Rxd4 — Dg5+, 22. Khl - Hxh2+, 23. Kxh2 - Dh4+, 24. Kgl - Dg5+, 25. Bg4 — Bxg4, 26. Bxf4 — Dxf4, 27. Re2 og hvítur vann. Þessi heppni Chandiers þýddi það að hann náði að deila efsta sætinu með Borís Spasskíj og sovéska stórmeistaranum Eduard Gufeld. Þeir hlutu 7Ú2 vinning af 1Ö mögulegum, en þau Zsuzsa Polgar og Ian Rogers, Ástralíu, komu næst með 6*/2 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.