Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 51 Heimavinnandi húsmæður eru forréttindahópur Til Velvakanda. Ég er alin upp á þeim tíma þeg- ar hin svokallaða heimavinnandi húsmóðir var til. Breyttir tímar, breytt þjóðfélag. Nú vinna flest all- ar konur utan heimilis. Sumar vilja það, aðrar verða að vinna utan heimilis til þess að endar nái sam- an. Líklega verður meirihluti kvenna að vera úti á vinnumarkaðn- um þó svo að þær vilji vera heima. Mér hefur oft dottið í hug hvort þessar svokallaðar heimavinnandi húsmæður meti þau forréttindi sem þær, makar þeirra og börn njóta vegna þessa. Verður þeim aldrei hugsað til okkar hinna, sem vinnum allan daginn utan heimilis, erum hlaupandi í matartímanum eða rétt fyrir lokun til þess að versla inn, eða útrétta. Þetta er jú eini tíminn sem við höfum til þessara hluta. Síðan er komið heim í einum spreng, og auðvitað verðum við líka að elda o.s.frv. Það er alveg lúxus að vera búin að þvo upp og ganga frá áður en fréttir byija. Maður reynir eftir fremsta megni að ná þeim, vegna þess að ekki er svo mikill tími til lesturs dagblaða. Dagblöðunum er oft safnað saman, síðar hugsar maður að það hljóti að verða tími um helgina til þess að líta yfir eitt- hvað af þessum blöðum. En oftast enda þau í tunnunni ólesin. Á mínu heimili voru keypt tvö dagblöð, ég var þeirri stundu fegnust þegar öðru þeirra var sagt upp, það tók a.m.k. þá ekki þann tíma frá manni, eða gerði mann ergilegan að hafa ekki tíma til að líta í það. Nú, helg- amar eiga að vera okkar frítími, það fer nú yfirleitt á annan veg. Þá er nóg að gera, þvo og þrífa, það sem maður kemst ekki yfir alla vikuna, og undirbúa næstu vinnu- viku. Mér finnst persónulega, að eftir 8 stunda vinnudag sem oftast er lengri, taki bara önnur vinna við, en þá vantar bara stimpilklukk- una, sem betur fer. Ég heyri sumar konur segja „ég er bara húsmóðir", hvers vegna segja þær það? Þær sögðu þetta ekki í eina tíð, þá var líka vinna og mikil vinna að vera húsmóðir. Kæri Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til Stöðvar 2 og ekki síst Ingólfs Guðbrandssonar fyrir mjög vandaðan og skemmtilegan ferðaþátt, sem sýndur var á annan páskadag. Þótti mér þetta skemmti- leg nýbreytni í kynningu á þeim áfangastöðum sem í boði eru hjá ferðaskrifstofu hér á landi. Þátturinn var að mínu viti mjög Hjóls saknað REIÐHJÓL hvarf frá húsi við Há- vallagötu fyrir nokkrum dögum. Það er rautt að lit og líkist BMX- hjóli og er með breiðum dekkjum. Þeir, sem kynnu að geta gefið upp- lýsingar um það, hvað hjólið er nið- ur komið, eru vinsamlegast beðnir að láta vita af þvi í síma 27975. Þá var þvegið á þvottabretti, ekki bara það, þú þurftir líka sjálf að útbúa sápuna sem þú þvoðir með. Hvað skyldu vera til margar sápu- tegundir á markaðnum í dag? Það er oft erfitt að velja á milli. Það sem ég vildi sagt hafa er það, þið sem heima sitjið, þakkið ykkar sæla fyrir að fá að vera þessara forréttinda aðnjótandi. Hlutskipti okkar hinna er ekki eftirsóknarvert. Ein útivinnandi vel gerður hvað myndatöku og önn- ur tækniatriði varðar. Þó fannst mér ekki hvað sýst merkilegt við hann, að Ingólfur Guðbrandsson skyldi sjálfur vera fararstjórinn, því fáa tel ég eins vel að sér um það hvað helst vekur athygli okkar óbreyttra ferðamanna þegar við komum út í hinn stóra heim. Ingólf- ur er mjög góður sögumaður og vel máli farinn á íslenska tungu. Vill sá þáttur okkar menningar æ oftar gleymast í skrumi nútímans og of- framboði fjölmiðla svo þessi þáttur var fyrir mig sem konfekt bæði fyrir augu og eyru. Ef einhveijir hafa verið verið í vafa um hvert ætti að fara í sumar- fríinu held ég að þátturinn hafi hjálpað til og gefið svarið. Ég hlakka til að sjá seinni hlutann, sem ég vona að verði sýndur innan skamms. Ingólfur, hafðu þökk. H.H. Frábær ferða þáttur Þessir hringdu . . . Gerum baðströnd við Seltjörn Borgarbúi hringdi: „Fyrir skömmu var verið að §alla í Velvakanda um lækinn í Oskjuhlíð og baðstað sem gera þyrfti í Nauthólsvík. Ég styð greinarhöfund í því að þama þarf að taka til hendinni. En ég tel heppilegra að gera baðstað við Seltjöm á Seltjamamesi. Þar er fögur sandströnd og þyrti ekki annað en að hleypa heitu vatni út í sjóinn þama og þá væri þama komin góð baðströnd. Þeir sem nú eyða orku sinni í mótmæli gegn ráðhúsinu og öðrum fram- kvæmdum ættu heldur að snúa sér að einhveiju uppbyggilegra en að vera sífellt á móti öllu. Hvemig væri að knýja á borgar- stjómina að gera baðstað á þess- um stað?“ Góð þjónusta Sveinn Valtýsson hringdi: „Mig langar að þakka þeim hjá Heklu hf. fyrir góða þjónustu. Fyrir skömmu bilaði stykki í Gall- antbílnum mínum en þar sem óvp ’.egt er að þessi hlutur bili vr ið panta hann frá útlöndum. Þa tók um 10 daga og var ég ekki alveg sáttur við það. En pilt- amir sem vinna þama á lagemum voru ekkert nema almennileg- heitin og vildu allt fyrir mig gera. Síðan gerist það að rangur hlutur var pantaður. Ég talaði þá við Finnboga Egilsson, blaðafulltrúa hjá Heklu, og sagði honum að ég væri ekki ánægður með þessa þjónustu. Hann sagði að þeim þætti þetta leitt og þeir myndu lána mér bíl þar til varahluturinn kæmi. Framkoma allra starfs- manna var til fyrirmyndar fyrir Heklu og má fyrirtækið vera stolt af starfsfólki sínu.“ Engin viðbrögð Skúli Jóhannesson hringdi: „Fyrir skömmu hélt Ásgeir Hannes Einarsson athyglisvet er- indi í þættinum Um daginn og veginn. Þar fjallaði hann. um slæma reynslu sína af lögfræðing- um og borgarfógetaembætinu. Eg er hissa á því að ekki hafi komið fram nein viðbrögð frá yfirmönn- um dómsvalds hér á landi vegna þessa erindis. Margir sem hlýddu á þetta erindi óttast að réttur al- mennings sé ekki virtur lengur en aðrir eru reiðir." Ættu að vera á fullum launum Sveinn hringdi: „Okkur dettur margt í hug. Okkur hefur dottið í hug að Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sig- urbjömsson ættu að vera á fullum launum frá ríkinu þannig að þeir geti sinnt tónlistinni heilir og óskiptir." Bjórinn hættulegur Kona hringdi: „Ég er svo hrædd um að fólk geri sér ekki grein fyrir hvaða efni eru í bjómum og láti bömin komast í hann en bjórinn getur verið þeim hættulegur. Fyrir nokkru var ég að passa bam og þegar það átti að fara að sofa kom móðirin. Þama var til bjór og stakk hún uppá því að við settum bjór á pelann til að bamið sofnaði fýrr. Nú á ef til vill að fara að flytja bjórinn inn en hefur það verið útskýrt fyrir fólki hve hættu- legt hann getur verið fyrir böm.“ Gleraugu Vönduð gleraugu, svört og gyllt að lit, fundust á gistiheimilinu Ás á Akureyrir fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 96-26110. Borvél Hleðsluborvél af tegundinni Markita tapaðist úr bíl á Hverfis- götu eða Snorrabraut á miðviku- dag í síðustu viku. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 15714 að deginum eða 43438 á kvöldin. KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verii. SpARIB pENmcA, - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 Stærsta húsgagnaverslun landsins er opin alla virka daga eins og venjulega. REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.