Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Blanda flæðir yfir bakka sína: Þjóðvegurinn í Langadal í sundur á tveimur stöðum Ellefu bæir í Svartárdal einangraðir um tíma Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blanda hefur valdið stórfelldum skemmdum á veginum í Langadal víðar en þar sem hún rauf hann í sundur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Blðnduósi. ÞJÓÐVEGURINN í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu er í sund- ur á tveimur stöðum vegna vatnavaxta í Blöndu. Ennfremur hefur Svartá í Svartárdal farið yfir veginn í dalnum á nokkrum stöðum og voru um 11 bæir ein- angraðir af þeim sökum um tíma. Ástæður þessara miklu vatna- vaxta eru mikil hlýindi undan- farna daga og mynduðust klak- astíflur í Blöndu ofarlega í Langadal og hækkaði það vatns- borð Blöndu með þessum afleið- ingum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið í þessum hamförum og að sögn vegagerðarinnar á Blönduósi er tjónið í Langadal ekki undir tveimur miljónum króna Það var um kl. 23 í gærkveldi sem vegagerðinni á Blönduósi var tilkynnt um að Blanda væri farin að renna yfír veginn skammt utan við Svartárbrú nálægt bænum Ár- túnum. Það var síðan snemma f morgun sem ljóst var að áin leitaði aftur í sinn.gamla farveg skammt utan við Æsustaði og fór þar yfír veginn. Á báðum þessum stöðum sem Blanda rennur yfír veginn hef- ur myndast um 400 metra geil í veginn. Að sögn Þormóðs Péturssonar vegaverkstjóra vegagerðarinnar á Blönduósi eru ekki líkur á að klak- astíflan í Blöndu muni bresta og þar með aflétta þessu ástandi held- ur mun vatnavextir minnka smátt og smátt en meðan þetta ástand varir mun norðurleiðin um Langad- al vera lokuð. Norðurleiðin er þó fær um Svínvetningabraut. Ekki er vitað um nein óhöpp sem þessum vatnavöxtum fylgdu en fólksflutningabifreið frá Halli Hilm- arssyni þurfti að snúa frá skömmu eftir miðnætti vegna klakaburðar yfír veginn. Einnig gátu nokkurir wunglingar sem áttu að taka sam- ræmdu prófín ekki komist í skólann af þessum sökum. Þetta er í fyrsta sinn sem Blanda fer yfir veginn frá því hann var lagður á þessum stað fyrir nokkrum árum. - Jón Sig. Séð yfir Langadal í gær Æsustaðir í Langadal. Myndin var tekin eftir hádegið í gær. Morgunbiaðifl/Ámi Sæberg Það var nöturlegt að vakna í rafmagns- leysi og einangrun - segir Jóhanna Þórarinsdóttir hósfreyja á Æsustöðum ÞAÐ var nöturlegt að vakna i morgun i rafmagnsleysi og einangr- un,“ sagði Jóhanna Þórarinsdóttir, húsfreyja á Æsustöðum í Langa- dal, í samtali við Morgunblaðið i gær. Vegna klakastiflu rauf Blanda stórt skarð i veginn rétt neðan við brúna yfir Svartá fyrir innan Æsustaði og annað fyrir ofan Auðólfsstaði sem er næsti bær fyrir neðan Æsustaði. Áin rennur yfir meirihlutann af túni Æsustaða en fyrir neðan bæinn þannig að hægt er að komast fótgangandi að og frá honum. Blanda tók með sér 3 háspennulínustaura við bæinn Hamar i Langadal i fyrrinótt og við það fór rafmagnið af bæjum í Langadal, Svinadal, Blöndudal og Svartárdal en hægt var að koma þvi á aftur, nema til Hamars, klukkan 8 í gærmorgun. , Vegavinnumenn að störfum I Langadal í gær. Ekki hefur verið hægt að gera við háspennulínuna, sem liggur að Hamri, vegna vatnavaxtanna í Blöndu en reyna átti að setja upp ljósavél fyrir bæinn, að sögn Jónas- ar Sigurgeirssonar flokksstjóra hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Blöndu- ósi. Ekki hefur heldur verið hægt að gera við veginn við Æsustaði vegna mikils straumþunga i vegarskörð- unum en möl hefur verið keyrð í vamargarð fyrir neðan Auðólfsstaði því hætta hefur verið talin á að Blanda ijúfi þar einnig skarð í veg- inn, að sögn Páls Þorsteinssonar fulltrúa hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki. Á meðan vegurinn um Langadal er ófær verður umferðinni beint um Svínvetningabraut og er hún þokkaleg og fær öllum bílum, að sögn Oskars Stefánssonar bílstjóra hjá Norðurleið. Vegna vegaskemmdanna við Æsustaði missti sonur Jóhönnu Þórarinsdðftur, husrrey]u 1 Dænum, Sverrir Þór Sverrisson, af sam- ræmdu prófi í stærðfræði í Húna- vallaskóla í gærmorgun. Sverrir Þór sagði að skólaeinkunn hans yrði látin gilda í staðinn fyrir prófið. „Mér fínnst þó slæmt að missa af prófínu og ég þarf að ganga fjóra kílómetra til að komast í samræmt próf í ensku í fyrramálið,“ sagði Sverrir Þór. Svartá ruddi sig eínnig í fyrradag og klaki úr ánni fór upp á veginn í Svartárdal og lokaði honum á þremur stöðum, við Leifsstaði og Skottastaði um hádegisbil og Gil um kvöldmatarleytið, að sögn Bimu Sigvaldaóttur húsfreyju á Barkár- stöðum í Svartárdal. „Strákur frá Fossum, sem hefur verið í sam- ræmdum prófum i Húnavallaskóla, var hjá okkur f nótt því hann komst ekki heim til sín í gær. Strákurinn komst þó aftur í skólann í morgun þvf þá var búið að opna veginn aft- ur,“ sagðí Birilá. ! ■ '• 1 ‘ “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.