Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Ræða Jóhannesar Nordals á ársfundi Seðlabankans: Ekki hægt að ti’eysta því að inkis- valdið hlaupi sífellt undir bagga Einstaklingar og fyrirtæki verða að taka afleiðingum gerða sinna Fyrir hönd bankastjómar Seðla- bankans er mér sérstök ánægja að bjóða yður öll velkomin á þennan 27. ársfund Seðlabanka íslands og hinn fyrsta, sem haldinn er hér í þessum nýju húsakynnum bankans. Er fundurinn haldinn í tilefni þess, að viðskiptaráðherra hefur nú í dag staðfest reikninga bankans fyrir árið 1987, en jafnframt hefur verið lögð fram ársskýrsla bankans fyrir það ár. Er þar að fínna víðtækar upplýsingar um starfsemi bankans og þróun efnahagsmála hér á landi á liðnu ári og þá sérstaklega þá þætti þeirra, er starfsemi bankans varða. Mun ég nú fyrir bankastjóm- arinnar hönd relqa nokkra megin- þætti í þróun efnahagsmála á liðnu ári, en fjalla jafíiframt um stöðu og horfur í þeim efnum um þessar mundir og þau vandamál, sem þar er nú við að fást. Verulegar sveiflur í hagvexti ein- kenna þjóðarbúskap íslendinga. Ofan á þær breytingar, sem eiga sér stað í heimsbúskapnum, koma hér á landi einnig til sterk áhrif frá þeim sveiflum, sem eiga sér stað í stærð fiskstofna, og þar af leiðandi ciflabrögðum fískveiðiflotans. Jafn- framt hafa efnahagsstjóm og tekju- skiptingarátök hagsmunaaðila oft- ar stuðlað að því að auka þessar sveiflur en draga úr þeim. Það sem af er þessum áratug hefur þjóðarbú- skapurinn gengið í gegnum meiri háttar hagsveiflu, fyrst snöggan samdrátt á áranum 1981—1983, en síðan fjögur uppgangsár, sem skilað hafa vaxandi þjóðartekjum frá ári til árs. Að meðaltali jukust þjóðartekjur um 5,5% á ári á þessu tímabili, en vöxtur landsframleiðsl- unnar var 4,9% á ári. Hámarki náði þetta uppgangsskeið á síðasta ári, en nú era ótvíræð merki þess, að það sé á enda rannið. Er útlit fyrir það, að á þessu ári verði bæði samdráttur í landsframleiðslu og útflutningstekjum. Sú aðlögun, sem nú er hafín að breyttum ytri skilyrð- um, verður bæði erfíðari og lang- vinnari vegna þeirrar ofþenslu eftir- spumar, sem átti sér stað á síðasta áxi vaxtarskeiðsins, en þá fór bæði viðskiptahalli og verðbólga vax- andi. Hér er því við þann mikla vanda að etja að laga tekjuþróun að lækkun þjóðartekna, samtímis því sem draga þarf úr eftirspum og þar með útgjöldum vegna vax- andi viðskiptahalla og mikillar verð- bólgu. En áður en ég kem að því að ræða þann hagstjómarvanda, sem í þessu felst, mun ég nú rekja nokkur meginatriði í efnahags- þróun liðins árs. Hagvöxtur var enn mjög mikill á síðastliðnu ári, og jókst lands- framleiðsla þá samkvæmt nýjustu áætlunum um 6,5%, eða örlítið meira en árið áður, þegar aukning- in var 6,3%. Annað árið í röð var því hagvöxtur hér á landi meir en tvöfalt örari en í iðnríkjum heimsins að meðaltali. Auk þess bötnuðu við- skiptakjör enn á árinu, svo að vöxt- ur þjóðartekna varð 8,3%, sem er u.þ.b. það sama og árið áður. Mik- ill munur var þó á framleiðsluþróun þessara tveggja ára, þótt hagvöxtur væri svo til hinn sami. A árinu 1986 átti hagvöxturinn enn megin- uppsprettu sína í aukinni útflutn- ingsframleiðslu og öðram sam- keppnisgreinum, en á síðasta ári dró veralega úr vexti þessara greina, en aukin þjónustustarfsemi varð meginuppistaða hagvaxtar. Var þetta annars vegar merki þess, að drifkraftur uppsveiflunnar, sem hófst hér á landi á síðari helmingi ársins 1984 og átti upptök sín í aukinni útflutningsframleiðslu og hagstæðum skilyrðum á erlendum mörkuðum, var að fjara út, en við höfðu tekið áhrif stóraukinnar inn- lendrar eftirspumar vegna mikillar hækkunar rauntekna á síðasta ári. Afleiðingamar komu fram í vax- andi viðskiptahalla við útlönd og þrengri rekstrarskilyrðum atvinnu- vega, sem hvort tveggja var boð- beri þeirra efnahagslegu umskipta, sem nú blasa við. Heildarfiskafli var enn mikill á síðastliðnu ári, eða 1.580 þús. tonn, sem var um 70 þús. tonnum minna en árið áður. Sá samdráttur var þó allur í loðnuafla, og vegna hagstæð- ari samsetingar jókst raunverðmæti fískaflans um 4% frá fyrra ári. Afkoma sjávarútvegs reyndist sæmilega góð á árinu í heild, en versnaði veralega á síðari helmingi ársins, einkum vegna stóraukins launakostnaðar, jafnframt því sem verðlags- og gengisþróun erlendis snerist honum í óhag. Iðnaðarframleiðsla jókst um 5—6% á árinu, en um afkomu hans er í heild svipað að segja og sjávar- útveg, hún var yfírleitt góð, en fór versnandi, er á árið leið. Þó skára sig úr ýmsar útflutningsgreinar, sem átt hafa við vaxandi erfíðleika að etja síðustu árin vegna innlendra kostnaðarhækkana og erfíðra markaðsskilyrða. Er hér einkum um að ræða þær greinar, svo sem ullar- iðnaðinn, sem era mjög háðar út- flutningi á dollaramarkaði, en hafa ekki notið jafn hag^stæðrar verð- þróunar og sjávarútvegurinn. Land- búnaðarframleiðsla er talin hafa dregist saman um rúmlega 2% á síðasta ári, en nokkur aukning hef- ur verið í nýjum greinum, einkum fískeldi, sem nær tvöfaldaði fram- leiðslu sína á síðastliðnu ári. Samtímis því sem yfírleitt dró úr framleiðsluaukningu í undir- stöðugreinum og afkoma þeirra fór versnandi, varð snögg breyting á þjóðarútgjöldum. Jukust þau í heild um 13,4% á árinu samanborið við 3,9% aukningu árið áður. Var þetta 5% meira en nam aukningu þjóðar- tekna og hafði því í för með sér rýmun á viðskiptajöfnuðinum við útlönd, sem nú varð neikvæður um 3,5% af landsframleiðslu, eins og siðar verður að vikið. Að lang- stærstum hluta stafaði þessi aukn- ing þjóðarútgjalda af aukinni einka- neyzlu, en hún jókst um 14% á ár- inu, sem er rúmlega tvöfalt meira en árið áður. Stafaði þessi aukning eingöngu af meiri rauntekjum á árinu, en áætlað er, að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafí aukizt um meira en 18% á síðasta ári. Eftir þessa hækkun er verðmæti einka- neyzlu orðið 31% meira en á árinu 1983, þegar það náði lágmarki í síðustu efnahagslægð. Hefur hlut- fall einkaneyzlu af landsframleiðslu jafnframt hækkað á síðustu fjóram áram úr 60 í 64,5%. Meira aðhald var á síðasta ári að samneyzlu, en hún jókst um 4% samanborið við 6,5% aukningu árið áður. Er hlut- fall samneyzlu af landsframleiðslu u.þ.b. það sama og fyrir fjóram áram. Samhliða aukinni neyzlu hefur dregið úr flármunamyndun, og hef- ur ný fjárfesting aðeins numið 18—19% af landsframleiðslu undan- farin tvö ár samanborið við nálægt fjórðung á fyrstu áram þessa ára- tugar. A síðasta ári jókst þó fjár- festing allmikið, eða um 12,7% sam- anborið við 2,2% lækkun árið þar á undan. Fjárfesting opinberra aðila jókst á síðastliðnu ári um 10% eftir 16% lækkun samtals árin tvö á undan. Svipaða sögu er að segja um íbúðabyggingar, þær jukust um 10% á síðasta ári eftir mikinn sam- drátt árin á undan. Mest varð þó aukningin á síðastliðnu ári í fjár- festingu atvinnuvega, eða um 15,1%, og varð hún langmest í físki- skipum, þar sem magnaukningin nam nálægt 40%, og hlýtur það að vekja menn til umhugsunar, þegar fyrir liggur, að afkastageta físki- flotans er svo mikil, að veralega þarf að takmarka nýtingu hans með Nýsköpun á fjár- magnsmarkaði Ávarp Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra á ársfundi Seðlabanka íslands 26. apríl 1988 Mér er það ánægjuefni að segja nokkur_ orð hér_ á ársfundi Seðla- banka íslands. Ég þakka formanni bankaráðs og formanni banka- stjómar fyrir skýrslur þeirra. Formaður bankastjómarinnar rakti ítarlega í ræðu sinni áðan ástand og horfur í efnahagsmálum. Ég ætla ekki að bæta þar miklu við. Mig langar hins vegar til að nota þetta tækifæri til að líta að- eins yfír þróun íjármagnsmarkaðs á íslandi undanfarin ár og vílqa nokkram orðum að þeim verkefnum á þvf sviði, sem nú er unnið að á vegum viðskiptaráðuneytisins. Þessi verkefni eru mikilvægir áfangar í róttækum breytingum á ísienskum fjármagnsmarkaði, sem nú hafa staðið um nokkurt skeið. Nýjung’ar í bankalögum Fyrst langar mig að geta þess að í dag mælti ég á Alþingi fyrir fram- vörpum til breytinga á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði frá árinu 1985. Meginatriði þessara frumvarpa eru þijú. í fyrsta lagi er þar að fínna ákvæði um almenna heimild til erlendra banka og viður- kenndra erlendra fjármálastofnana til þess að eiga allt að 25% hluta: flár í íslenskum hlutafjárbönkum. í öðra lagi er í framvörpunum kveðið á um það að bankar og sparisjóðir setji í starfsregium sínum hámark á lánveitingar til einstakra aðila og kveði jafnframt á um tryggingar fyrir lánum og beri þessar starfs- reglur undir bankaeftirlit Seðla- bankans. í þriðja lagi er með fram- vörpunum stefnt að lögfestingu reglna til að girða fyrir hagsmuna- árekstra af ýmsu tagi. Eg þarf ekki að hafa mörg orð um það á þessum vettvangi hversu brýnt er að gera þessar breytingar á lögun- um um viðskiptabanka og spari- sjóði. Þær era í senn endurbætur á lögunum frá 1985 og liður í endur- skipulagningu bankakerfísins hér á landi. Verðtrygfging fjárskuld- bindinga íslenski fjármagnsmarkaðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanfömum árum svo jaðrar við byltingu. Ég tel að upphaf þessa breytingaskeiðs megi rekja til laga -------------------1----------- nr. 13/1979 um ráðstafanir í efna- hagsmálum, sem oft era nefnd Ólafslög. í lok áttunda áratugarins var peningakerfí íslendinga einfaldlega að niðurlotum komið. Lánsfé í landinu var að stóram hluta erlent að upprana þar sem spamaður landsmanna hafði dregist stórkost- lega saman vegna mikillar verð- bólgu og neikvæðra raunvaxta því sem næst allan áratuginn. Með al- mennri heimild í Ólafslögum um verðtiyggingu fjárskuldbindinga má segja að viðreisn íslenska pen- ingakerfisins hefjist. Eins og kemur glöggt fram í ársskýrslu Seðlabank- ans hefur peningaiegur spamaður þjóðarinnar aukist hröðum skrefum frá því verðtrygging fjárskuldbind- inga var heimiluð. Þannig var sam- tala peningamagns og spariQár ekki nema rúmlega 21% af lands- framleiðslu árið 1980 en í fyrra hafði þetta hlutfall hækkað í tæp- lega 31%. Ég held að enginn vafí leiki á því að verðtryggingin á stærstan hlut í þessum aukna spamaði. Á meðan verðbólga er mikil og Jón Sigurðsson sveiflukennd eins og hér hefur ver- ið er ekki um aðra leið að ræða en verðtryggingu til að skapa það ör- yggi um verðgiidi sparifjár í fram- tfðinni sem er forsenda peningalegs spamaðar. Hins vegar getur verið álitamál hvaða mælikvarða á verð- breytingar skuli miða við í verð- tryggingarskilmálum en láns- kjaravísitalan hefur verið helsta við- miðunin í lánssamningum hér. Jafn- framt er vafamál hvort verðtrygg- ing sé heppileg — a.m.k. á skammtímaskuldbindingum — þeg- ar stöðugleika í verðlagsmálum hefur verið náð. Verðtryggingin hefur bæði kosti og galla. Ég hef nýlega skipað nefnd til þess að ijalla um fyrirkomulag verð- tryggingar á flárskuldbindingum og koma með ábendingar um hvað megi betur fara á því sviði. Þessari nefnd er ætlað að skiia áliti fyrir miðjan júní nk. Ég vænti þess að með álitinu verði lagður grundvöilur að skynsamlegri umræðu og ákvörðunum um breytingar á nú- verandi fyrirkomulagi verðtrygg- ingar á fjárskuldbindingum. En ég legg ríka áherslu á að ekki verði rasað um ráð fram í þessu efni því það er borin von að innlendur spam- aður haldist ef sparifjáreigendur hafa ekki tryggingu fyrir því að sparifé þeirra haldi verðgildi sínu. Löggjöf um verðbréfasjóði og verðbréfamiðlun Þá sný ég mér næst að lagasetn- ingu um fjármálastarfsemi utan bankakerfísins. Það er ekki ofsög- um sagt að á þessum vettvangi hafí orðið stökkbreyting á síðustu áram. Ég get nefnt sem dæmi að umfang verðbréfasjóða rúmlega tvöfaidaðist að raungildi á síðasta ári og umfang fjármögnunarleigu rúmlega fimmfaldaðist. Auðvitað verður að hafa í huga að þessi starf- semi er ný af nálinni og því eðlilegt að hún vaxi ört í upphafí en á það er einnig að líta að á síðasta ári svöraðu kaup verðbréfasjóða á skuldabréfum og leigusamningar flármögnunarleigufyrirtækja til um flórðungs af útlánaaukningu inn- lánsstofnana. Það er þvi ljóst að þessi starfsemi er orðin umtalsverð- ur hluti af fjármagnsmarkaðnum og því afar brýnt að um hana verði sett skýr löggjöf sem tiyggi hag þeirra sem kjósa að ávaxta sparifé sitt á þessum vettvangi og svo verði búið um hnútana að sams konar eða náskyld starfsemi iúti sömu reglum. I vetur skipaði ég nefnd til að flalla um starfsemi á ijármagns- markaði utan banka og sparisjóða. Þessi neftid skipti viðfangsefni sínu í þrennt: í fyrsta lagi verðbréfamiðl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.