Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 53 SigmundurÚ. Steinarsson skrifarfrá Hollandi ÍHémR FOLK I BIRKIR Kristinsson náði ekki að halda markinu hreinu í sínum fyrsta landsleik. Fimm mark- verðir hafa náð því. Magnús Jóns- son, Fram, hélt markinu hreinu í landsleik, 1:0, gegn Noregi á Melavell- inum 1954. Diðrik Ólafsson, Víkingi, fékk ekki á sig mark í leik gegn Færeyjum í Klakksvik 1973, 0:4. Árni Stef- ánsson, Fram, lék það eftir í leik gegn Færeyjum á Laugardals- vellinum 1975, 6:0. Þorsteinn Bjarnason, Keflavík, fékk ekki á sig mark, 0:0, gegn Bandaríkjun- um í Laugardalnum 1978 og Guð- mtindur Baldursson, Fram, fékk ekki á sig mark í hinum sögulega níu vindstiga leik gegn Nígeríu 1981 á Laugardalsvellinum, 3:0. ■ BIRKIR vann aftur á móti það til afreka í gærkvöldi, að spjma knettinum upp á þak á áhorfenda- stúkunni. Knötturinn festist þar, þannig að hefja varð leikinn aftur með öðrum knetti. ■ ALAN SNODDY dómari stöðvaði leikinn f gærkvöldi, til að reka varamenn fslenska liðsins frá hliðarlfnunni á vallarhelmingi ís- lendinga. Þeir máttu ekki hita þar upp. Annar línuvörðurinn var aftur á rnóti búinn að segja þeim að fara Íangað til að hita upp. I HOLLENDINGAR hafa ekki stillt upp sama landsliðinu nema tvisvar í ólympíukeppninni. í gær- kvöldi lék sama lið og tapaði 0:1 fyrir ítalfu á dögunum. Þegar hol- ienska liðið lék gegn Portúgal ekki alls fyrir löngu, léku aðeins leik- menn úr hollenskum 2. deildar lið- um í liðinu. Á þessu sést að Hol- lendingar hafa ekki lagt mikið upp úr árangri f ólympíukeppninni. I ÍSLENSKA ólympfulandsliðið hélt til A-Þýskalands f morgun. Haldið var frá Hollandi frá Amst- erdam til Prag f Tékkóslóvakíu, en þaðan verður ekið f dag til Dres- den. Landsleikurinn gegn A-Þjóð- veijum fer fram f Bischofswerd- er. Honum verður sjónvarpað beint til íslands kl. 13 á laugardaginn. '4á& Tþk Skotfastur! Birkir Kristinsson lék sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi. Hann náði ekki að halda hreinu en vann það afrek að spyma knettinum upp á þak á áhorfendastúkunni. Knötturinn festist þar, þannig að hefja varð leikinn aftur með öðrum knetti. KNATTSPYRNA / BELGISKA BIKARKEPPNIN Anderlecht og Stand- ard leika til úrslita Amór Quðjohnssn. Anderlecht vann Mechelen 3:1 í gærkvöldi f seinni leik lið- anna í undanúrslitum bikarkeppn- innar. Mechelen, sem leikur til úrslita í Evrópu- keppni bikarhafa, vann fyrri leikinn 2:1, en markatala Anderlecht er betri og því verða það Amór Guðjo- hnsen og félagar sem leika til úrslita gegn Standard, sem gerði markalaust jafntefli við Lierse. Fyrri leik liðanna lauk með 3:1 sigri Standard. Frá Bjama Markússyni ÍBelgiu Leikur Anderiecht og Mechelen var mjög Qörugur. Nígeríumaður- inn Keshi skoraði fyrir heima- menn með skalla eftir fyrirgjöf frá Ukkonen þegar á 5. mínútu og efldist þá sókn gestanna til muna. Þeir fengu tvö gullin tæki- færi til að skora skömmu síðar, en Keshi sá um jöfnunarmarkið, gerði sjálfsmark á 35. mínútu. Anderlecht náði aftur forystunni á 63. mínútu, þegar Van Tiggelen skoraði úr vítaspymu og 12 mínútum síðar tryggði Niles heimamönnum sæti í úrslitum. Amór skallaði að marki, Preud- fiomme, markvörður Mechelen, varði en missti knöttinn til Niles, sem þakkaði fyrir sig og skoraði með góðu skoti. Hani tafði lalldnn Lierse, sem leikur í 2. deild, náði markalausu jafntefli á heimavelli sínum gegn Standard. Fátt mark- vert bar til tíðinda nema hvað stöðva varð leikinn í fimm mínút- ur til að koma hana, sem áhorf- endur slepptu lausum, út af vellin- um! KNATTSPYRNA / VINATTULANDSLEIKIR Sjöundi sigur- leikur íra í röð ÍRAR sigruðu Júgóslava 2:0 í Dublin í gærkvöldi. Það eru athyglisverðustu úrslit kvölds- ins, en margir vináttulandsleik- ir voru á dagskrá. írartaka sem kunnugt er þátt í úrslitum Evr- ópukeppni landsliða í sumar, og var leikurinn f gær sá sjö- undi f röð sem þeir sigra. Englendingar og Ungveijar gerðu markalaust jafntefli f í Búdapest í gærkvöldi. Ungveijar voru betri í fyrri hálfleik en Eng- lendingar í þeim seinni. Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, gerði sex breytingar á liði sínu frá því f jafnteflisleiknum gegn Hollendingum á Wembley í sfðasta mánuði. „Við áttum að vinna þennan leik ef frá eru taldar fyrstu mínútumar," sagði Robson. Hann sagðist ánægður með liðið og var sérstaklega ánægður með nýliðann, Gary Pallister, sem lék sinn fyrsta landsleik. Bryan Robson, fyrirliði, lék vel í gær. „Það er ekki nóg að eiga leik- inn, við verðum að skora til að vinna,“ sagði fyrirliðinn. Ungvetjar byijuðu af miklum krafti og átti Lajos Detari skot í stöng á 24. mfnútu. Skömmu sfðar átti Ist- van Vincze skot rétt framhjá. í sfðari hálfleik komu Englendingar meira inn f leikinn og gerðu oft harða hríð að marki Ungveija. Fyrsta marktækifærið fékk Steve McMahon f upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Robsons, en skot hans var vel varið. Robson átti síðan tvö hættuleg marktæki- færi sem misfórust. Hoddle og Hateley komu inná fyrir Waddle og Beardsley í síðari hálfleik og sköp- uðu oft hættu. Beardsley náði sér ekki á strik og greinilegt að hann saknaði félaga síns úr Liverpool, John Bames sem er meiddur, f þess- um leik. Kllnsmann skoraði slgumnark Vestu r-Þjóðverja Jurgen Kiinsmann skoraði sigur- mark Vestur-Þjóðveija í l:0-sigri gegn Svisslendingum í vináttuleik þjóðanna í Kaiserslautern f gær- kvöldi. Markið kom á 58. mínútu. Klinsmann, sem lék sinn fjórða landsleik, komst einn inn fyrir vöm Svisslendinga og skoraði framhjá úthlaupandi markverðinum, Joel Corminbœuf. Klinsmann kom knettinum í netið hjá Sviss í upp- hafi leiksins en það var réttilega dæmt af. Vestur-þýska landsliðið var ekki sannfærandi f þessum leik og var heppið að vinna þar sem Svisslend- ingar fengu dauðafæri á síðustu mínútu sem þeir misnotuðu. Þetta var í 44. skipti sem þjóðimar mæt- ast í landsleik og var vel við hæfi að leika hann 44 dögum fyrir Evr- ópukeppnina sem fram fer í Þýska- landi. íraróstöðvandl írar unnu sinn sjöunda leik í röð sem fyrr sagði er þeir lögðu Júgó- slava að velli 2:0 í Dublin. Það er meira en ár síðan írar undir stjóm Jack Charltons hafa tapað leik. Þeir undirbúa sig nú að kappi fyrir Evrópukeppnina í Þýskalandi, en fyrirfram hefur þeim ekki verið spáð góðu gengi þar. Ifyrra markið kom á 23. mínútu og var það sjáifsmark eftir homspjrmu íra. Seinn markið kom einnig eftir homspymu og gerði Kevin Moran það með skalla á 63. mínútu. Fjórir leikmenn Júgóslava vom bók- aðir í leiknum og Marko Elsner var vikið af leikvelli fyrir að bijóta á Mark Kelly á síðustu mfnútu leiks- ins. Holmqvlst skoraðl tvfvegis Hans Holmqvist, sem leikur með Irar á sigurbraut Reuter írar léku í gær sinn sjöunda sigurleik í röð. Hér fer Portsmouth-leikmaðurinn Glenn Kelly á fleygiferð með knöttinn framhjá Ljubomir Radanovic. Þess má til gamans geta að Kelly hefur aðeins tvívegis komið inn á sem varamaður hjá félagsliði sínu, en lék mjög vel í gær, í sfnum fyrsta landsleik. Young Boys í Sviss, skoraði tvfveg- is fyrir Svía er þeir unnu Wales 4:1 í Stokkhólmi í gærkvöldi. Glenn Stromberg og Hans Eskilsson gerðu hin tvö. Eina mark Wales gerði Glyn Hodges. Neville Southall, markvörður Wales, kom í veg fyrir að sigur Svía yrði enn stærri. Austurrfkl slgraðl Danmörk Austurríki, sem er f sama riðli og ísland í undankeppni HM, sigraði Dani, 1:0, í Vínarborg í gærkvöldi. Eitia mark leiksins kom á 14. mfnútu og var það sjálfsmark frá Klaus Berggreen. Tékkarnáðujöfnu Tékkar gerðu jafntefli við Sovét- menn, 1:1, í Tmava f Tékkósló- vakfu í gærkvöldi. Vlk skoraði fyrir Tékka á 62. mínútu, en Protasov jafnaði níu mínútum fyrir leikslok. Jafnt f Belfast Norður-írar gerðu markalaust jafn- tefli við Frakka í Belfast í gær. írar hafa ekki unnið Frakka í 37 ár en þeir voru nálægt því í gær. Kinsley Black, leikmaður Luton, kom inná sem varamaður í upphafí síðari hálfleiks, gerði oft usla í vöm Frakka og skall hurð oft nærri hælum. Vöm íra var einnig sterk. Önnur úrslit í vináttulandsleikjum í gærkvöldi urðu þau að Spánveijar gerðu markalaust jafntefli við Skota f Madrid og ítalfa vann Lux- emborg, 3:0, í Luxemborg. OLYMPIULANDSLEIKURINN / SAGT EFTIR LEIKINN „Tilþrifalílill leikur II Ellert B. Schram, formaður KSÍ „Þetta var tilþrifalítill leikur. Hol- lendingar vom lélegir, þrátt fyrir að þeir léku á heimavelli. Það sást vel á leiknum að við emm að byrja keppn- istímabilið hjá okkur, en Hollend- ingar em að enda sitt.“ SigmundurÓ. Sleinarsson skrifarfrá Hollandi Viðar Þoricelson „Ég er afar óhress með leik okk- ar. Það vantaði alla baráttu, og leikurinn var ekki nægilega heil- stejrptur. Við áttum að setja mörk f fyrri hálfleik, en vomm svo óheppnir að fá á okkur mark í upphafi seinni hálfleiks. Við réð- um ekkert við skotið eftir að knötturínn hafnaði fyrst á vamar- vegg okkar og þaðan fór hann til Brood, sem hitti knöttinn vel.“ Blrklr Kristinsson „Ég átti ekki möguleika á að veija skotið. Knötturinn hafnaði efst upp í markhominu. Ég sá hann ekíci fyrr en hann lá í netinu fyr- ir aftan mig. Vömin var sterk fyrir framan mig og það var gott að leika fyrir aftan hana.“ Quðnl Kjartansson „Ég er aldrei ánægður með að tapa leik. Það vantaði allan neista í leik okkar, því fór sem fór.“ Quðmundur Torfason „Ég hitti knöttinn ekki vel eftir að ég fékk sendinguna frá ólafi Þórðarsyni í byijun leiksins. Ef ég hefði náð að skora hefðu úr- slit orðið önnur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.