Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Sýslumannafélag íslands: Hrapað að gerð frumvaips um nýskípan dómsmála Morgunblaðinu hefur borist ályktun fundar Sýslumannafé- v lags íslands frá 25. mars sl. um frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í hér- aði. Birtist ályktunin hér í heild: Sýslumannafélag íslands hefur fengið til athugunar drög að frum- varpi til laga um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði. Af því tilefni gerir félagið svohljóðandi ályktun: FVumvarp það, sem hér liggur fyrir, mun hafa gífurlegan kostnað- arauka í for með sér. Ef nú er fyr- ir hendi fé í almannasjóðum til efl- ingar dómstólaskipan landsins er það mikið fagnaðarefni. Á liðnum áratugum hafa dómstólarnir verið mjög vanhaldnir Qárhagslega, svo sem húsakostur þeirra, tækjabúnað- ur og mannafli hefur lengst af bo- rið vitni um. Á hinn bóginn vill Sýslumannafé- lag íslands gera ýmsar athugasemd- ir við frumvarpið: 1. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar frá 8. júlí 1987 segir, að stjómin muni beita sér fyrir aðskilnaði dómsvalds og stjóm- sýslu. Ekki er í stefnuyfírlýsingunni tekið fram, að stefnt skuli að því að flytja vemlegan hluta starfa tfyslumanna- og bæjarfógetaemb- ætta til nokkurra stórra staða, en fmmvarpið gerir ráð fyrir því. Rétt sýnist að halda starfsemi embæt- tanna áfram á sömu stöðum, þótt sundur yrði skilið á þann veg, að sami maður hefði ekki bæði dóm- störf í opinbemm málum og lög- reglustjóm á hendi. 2. Heiti frumvarpsins er að áliti félagsins villandi, því að stjómsýslu- vald verður ekki lengur réttilega nefnt „umboðsvald". Stjómsýsla í landinu styðst við lagagmndvöll með sama hætti og dómstólar, og stjómsýslan er lögbundin með sama hætti og dómstörf. 3. Að áliti Sýslumannafélags ís- lands hefur verið hrapað að fmm- varpsgerðinni án þess að áður hafi verið gerðar nauðsynlegar og sjálf- sagðar rannsóknir. Þekkingar- gmndvöll um staðreyndir vantar. Ekki er að áliti félagsins nóg að styðjast við heimspekikenningar frá 18. öld. Af greinargerð með fmm- varpinu verður ekki ráðið, að neinar marktækar athuganir hafi verið gerðar, áður en frumvarpið var sett saman: a) Niðurstöður úttektar á því þurfa að liggja fyrir, hver kostnaður er annars vegar af núverandi kerfi fyrir ríkissjóð og þá, er skipti eiga við embætti sýslumanna og bæjar- fógeta, og hins vegar hvað muni kosta að gera breytingar á kerfinu með aðskilnaði. Þar kemur til álita hvað kosta mundi að skipta embætt- unum í tvennt á þeim stöðum, þar sem þau em nú, og hugsanlega einn- ig með því að flytja þau til stærri staða. b) Niðurstöður rannsóknar þurfa að liggja fyrir um, hvort núverandi kerfi hafi valdið þegnunum réttar- spjöllum. Sýslumannafélagið veit ekki til þess, að núverandi kerfi hafi komið nokkmm manni að sök. Könnun þarf að beinast að því, hversu stór hundraðshluti dómsátta og dóma í opinbemm málum hjá embættunum hefur sætt kæm eða áfrýjum til Hæstaréttar og hvort þeim hafi verið breytt þar til íþyng- ingar eða mildunar. Til þess að rétt mynd fáist af réttarstöðunni og samanburður, þarf slík athugun einnig að fara fram á dómsáttum og dómum við Reykjavíkurembætt- in. 4. Sýslumannafélagið minnir á, að aðalvandi undanfarinna ára hefur verið hinn mikli málafjöldi, sem gengur alla leið til Hæstaréttar. Æðsta dómstól þjóðarinnar er íþyngt um of. Af miklu vinnálagi á dómendur getur leitt, að úrlausnir verði ekki svo vandaðar sem ella hefði verið. Fmmvarpi því til laga um Lögréttu, sem lagt var fyrir Alþingi fyrir nokkmm ámm, var ætlað að ráða bót á þessum ann- mörkum. Með frv. var stefnt að því að fjölga dómstigum úr tveimur í þrjú. Mörg mál, sem nú ganga til hæstaréttar, mundu þá aðeins sæta áfrýjun til Lögréttu. Lögréttufmm- varpið hefur ekki náð fram að ganga á Alþingi. Andstaða við frv. hefur verið studd þeim rökum, að af sam- þykkt þess mundi hljótast mikill kostnaður. Sýslumannafélagið álít- ur, að með stofnun milldómstigs fengist heppilegri og skýrari réttar- bót í dómstólaskipan landsins, en fyrirliggjandi fmmvarp gerir ráð fyrir. 5. Framvarp til laga um aðskiln- að dómsvalds og umboðsvalds stefnir ekki að þeirri skipan dóms- valds og stjómsýslu, sem almanna- sjóðum og þegnunum er ódýmst og hagkvæmust. Núverandi embætti sýslumanna og bæjarfógeta em hagkvæm skipan lítilli þjóð, sem býr í stóm landi. Embættin úti á lands- byggðinni em eins konar lögfræði- legar tryggingastofnanir. Á minni stöðum em víða ekki starfandi skrif- stofur lögmanna. Jafnframt er vit- að, að sýslumenn og bæjarfógetar leysa flölda mála, sem ella gætu orðið dómsmál, með viðræðum við aðila. Lögfræðileg ráðgjöf og samn- ing alls kyns skjala, er lagalegt gildi skulu hafa, hefur því verið innt af hendi af starfsliði embætta ókeypis eða fyrir smávægilega greiðslu í ríkissjóð. Þessi skipan hefur hentað fólki einkar vel, því stór hluti al- mennings hefur ekki efni á að kaupa þjónustu lögmanna. Ef fyrirliggj- andi fmmvarp verður að lögum, verður fólk jafnframt svipt þessari þjónustu, en lögfræðiskrifstofur lög- manna munu rísa á hinum stóm stöðum, oft í mörg hundmð kíló- metra fjarlægð frá þeim, er þjón- ustunnar skulu njóta. Málskostnað- ur almennings mun stóraukast, svo að alþýða manna mun stundum hljóta vemlegt fjárhagslegt tjón af. Gerðarþolar við fjárnáms- og lög- taksgerðir þurfa t.d. jafnan að greiða ferðakostnað lögmanna og fógeta. Eftir því sem lengri leið þarf að fara til fjámáms- eða lög- taksgerðar, þeim mun meiri verður kostnaður gerðarþola. Með því að ij'arlægja dómstólana þegnunum, verður þeim, sem flárhagslega standa höllum fæti, íþyngt enn frek- ar en nú er með kostnaði. 6. Stjómarskrá lýðveldisins nr. 33/1944 gerir ráð fyrir ýmsum frá- vikum frá ákvæði sínu um þrígrein- ingu ríkisvalds, svo sem að ráð- herrar mega sitja á Alþingi sem þingmenn, sbr. 51. gr., og að dóm- endur í héraði megi fara með stjóm- sýsluvald, sbr. 61. gr. Sýslumanna- félagið bendir á að með smávægileg- um og ódýmm ráðstöfunum má koma í veg fyrir kvartanir undan núverandi kerfí eins og þá, sem nú hefur verið höfð upp fyrir mannrétt- indanefndina í Strassborg. T.d. ætti þar að nægja, að sakbomingi sé jafnan um leið og honum er gefínn kostur á að fá réttargæslumann, jafnframt gefínn kostur á að kjósa, að dómari í öðm lögsagnaramdæmi dæmi mál hans, t.d. í Reykjavík, eða grannumdæmi. En einnig með ýms- um öðmm hætti má breyta núver- andi skipan, þannig að ekki verði kvartað undan á framangreindum forsendum. 7. Að hyggju Sýslumannafélags íslands em breytingar þær á dóm- stólaskipan landsins, sem frumvarp um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds stefnir að, stórstígar án þess að þær hafí í för með sér augljóst þjóðfélagslegt hagræði. Dómstólar og réttarkerfi em tákn kjölfestu og hefðar í þjóðfélaginu. Viðhafa þarf því fyllstu gát, þegar stofnað er til breytinga á dómstólunum, og komi fram agnúar, er affarasælla að ráða bót á þeim með hægfara þróun fremur en byltingu. Sýslumannafé- lag álítur stofnað af hvatvísi til byltingar á dómstólaskipaninni með fýrirliggjandi fmmvarpi um aðskiln- að dómsvalds og umboðsvalds. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Fundur alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik meö stjórn- um sjálfstæöisfélaganna, veröur haldinn fimmtudaginn 28. april kl. t8.30 í Valhöll (neöri deild). Gestur fundarins veröur Þorstein Pálsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins og forsætis- ráðherrra. Hlutaöeigendur eru hvattir til aö mæta. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfólaganna i Reykjavik. Hafnarfjörður - árshátíð Árshátíö sjálfstæðisfélaganna i Hafnarfiröi veröur haldin í Garðaholti föstudaginn 29. april og hefst kl. 19.00. Gestur hátíöarinnar veröur formaöur Sjálfstæðisflokksins Þor- steinn Pálsson. Fjölbreytt skemmtiatriði. Diskótekið Disa sér um músíkina til kl. 02.00. Aögöngumiöar seldir hjá Siguröi Þorleifs- syni, Strandgötu 11. Fulltúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, FUS Stefnir. Selfoss - félagsfundur Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu heldur félagsfund fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 20.30 á Hótel Selfossi. Arndís Jónsdóttir varaþingmaöur mætir á fundinn og ræöir stjórnmál á vettvangi kvenna og segir frá Landssambandi sjálfstæöiskvenna. Kaffi- veitingar og almennar umræður. Stjórnin. ®Týr fer til Krýsuvíkur Laugardaginn 30. apríl fer Týr, F.US. í Kópavogi, til Krýsuvíkur til aö skoöa uppbyggingu Krýsuvíkurskólans og kynnast starfsemi Krýsuvikursamtakanna. Lagt veröur af staö kl. 13.00 frá Hamraborg 1 og komið til Krýsuvikur kl. 13.45. Mun Snorri Welding, formaöur samtakanna kynna starfsemina og sýna Týsurum skólann. Týsarar, mætiö og styrkiö Krýsuvikursamtökin. Stiórn Tvs Rangárvallasýsla - V-Skaftafellssýsla Landssamband sjálfstæöiskvenna boöar til fundar í fá- lagsheimilinu aö Skógum mánudag- inn 2. maí kl 21.00. Þórunn Gestsdóttir formaöur Lands- sambands sjálf- stæöiskvenna og Arndís Jónsdóttir varaþingmaöur ræða málefni Sjálfstæöisflokksins og segja frá störfum Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. Sjáumst sem flestar af svæöinu. Landssamband sjálfstæðiskvenna. Vestmannaeyjar Málefni fiskvinnslufólks og fullvinnsla afurða Kjördæmisráö Sjálfstæöisflokksins á Suö- urlandi boðar til opinnar ráöstefnu um málefni fiskvinnslufólks og fullvinnslu af- uröa. Ráöstefnan veröur i Hótel Þórshamri laugardaginn 30. apríl nk. kl. 13.30. Framsögumenn: tlsa Valgeirsdóttir, varaformaður Snótar. Hrafnkell A. Jónsson, Eskifiröi. Sigurður Óskarsson, forseti Aiþýöusam- bands Suðurlands. Jón Kjartansson, formaöur Verkalýösfélags Vestmannaeyja. Hafsteinn Guöfinnsson, fiskifræðingur. Jón Svansson, verkstjóri. Sigmar B. Hauksson. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Frá landbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins Fundur verður hald- inn i nefndinni í Val- höll föstudaginn 29. april nk. kl. 15.00.' Dagskrá fundarins: 1. Formaöur nefnd- arinnar Sigurgeir Þorgeirsson og Pálmi Jónsson, alþingismaður ræöa starf nefnd- arinnar og stööu landbúnaöar- mála. 2. Geir H. Haarde, alþingismaður fjallar um virðisaukaskatt og áhrif hans á landbúnaö. 3. Umræður. Fundurinn er opinn áhugafólki og gefst þar kostur á aö skrá sig til þátttöku i landbúnaöarnefndinni. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.