Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 fclk í fréttum REIÐHÖLLIN í VÍÐIDAL Fjöldi hestamanna á dansleik Húsfyllir hestamanna var á dansleik í Reiðhöllinni í Víðid- al síðastliðið laugardagskvöld. Að sögn Gylfa Geirssonar fram- kvæmdastjóra hússins fór dansleik- urinn ljómandi vel fram og á níunda hundrað hestamanna skemmti sér ágætlega. Eftir að dansleiknum lauk var fólki ekið heim á leið í rútum og innan við klukkustund frá því að fyrstu rútur fóru voru allir á bak og burt. Að loknum málsverði skemmti Bjartmar Guðmundsson gestum, Ástrós Gunnarsdóttir dansaði arg- entínskan tangó við Baltasar Balt- asarson og fram kom hestamanna- hljómsveitin Folatollur. Hana skipa Bjami Sigurðsson, sem leikur á píanó, Hafliði Gíslason, sem syng- ur, Jens Einarsson, sem leikur á gítar og syngur, og Guðmundur R. Einarsson, trommuleikari. Þá sté Hinrik Ragnarsson á stokk og lék á munnhörpu en veislustjóri var annar landskunnur hestamaður, Fjölmennur hestamannadansleikur var haldinn i Reiðhöllinni í Víðid- al síðastliðið laugardagskvöld. Sigurður Sigmundsson. Hljómsveit- in Kaktus lék fyrir dansi. — Það er aUt i lagi með Fíu frænku, ég heyri hvernig hún bölvar og ragnar. Morgunblaðið/BAR Sérhannað álgrindagólf Reiðhallarinnar var sett ofan á sandgóifið og mun hvergi hafa látið undan dansinum. VINABÆJARTENGSL Fríður hópur Frakka í Keflavík Frönsku blaðamennimir tveir sem komu gagngert tU að skrifa um heimsóknina tU Keflavíkur, þeir Michel Lecceur tíl vinstri sem skrif- ar fyrir La voise du nord og Alian Puiseux frá Nord Eclarir tU hægri. Þeir sögðust vita ýmislegt um land og þjóð í tengslum við leiðtogafundinn í Reykjavík fyrir tveim áram. Keflavik. Francois Scheefer yfirkennari við St. Pauls-skólann i Hem í Frakklandi hefur tekið ástfóstri við ísland og íslendinga og fyrir hans tilstuðlan hafa myndast vinabæjartengsl milli Keflavikur og Hem. Scheefer sótti Keflavík heim nú i aprU ásamt hópi nem- enda úr skóla sinum og nokkrum framámönnum i Hem en þar á meðal var borgarstjórinn, Margueritte Mavie Massart. Þau dvöldu í Keflavík í 10 daga og þann 14. maí ætla 40 keflvískir skólanemar og kennarar í Holta- skóla að endurgjalda heimsókn- ina. Scheefer sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði komið til íslands í fyrsta sinn fyrir 7 árum, hefði þegar tekið ástfóstri við landið og nú væru ferðimar yfir Atlants- hafíð orðnar 22 frá því að hann steig fæti á íslenska grund í fyrsta sinn. „Landið ykkar er eins og paradís fyrir mig og ég tek eftir hversu náttúruöflin móta fólkið sem hér býr. Einnig finn ég fyrir miklu meira frelsi hér en heima í Frakkl- andi. íslendingar þurfa ekki að glíma við jafn mörg vandamál og stærri þjóðir og krökkunum fínnst stórkostlegt að geta verið óttalaus úti á kvöldin, það er ný tilfínning sem þau hafa ekki fundið áður.“ Scheefer hefur ferðast mikið um ísland og hann hefur 7 sinnum far- ið hringveginn. Fyrir tveim árum gaf Scheefer út bók í Frakklandi um ísland og íslendinga eins og hann sér land og þjóð og hefur hún fengið góðar móttökur. Með í ferðinni til íslands að þessu sinni var borgarstjórinn í Hem, frú Margueritte Mavie Massart sem Frönsku gestirnir heimsóttu forseta íslands að Bessastöðum og töldu þá heimsókn hafa verið hápunkt ferðarinnar. fyrr greinir. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri margt heillandi og skemmtilegt að sjá. Massart tók undir með Scheefer að náttúra fslands virkaði ákaflega sterkt á sig og hér byggi kraftmik- ið fólk sem hefði það markmið að gera alltaf betur og betur. Hún sagði að veðurfarið væri nokkuð sérkennilegt miðað við það sem hún ætti að venjast heima í Frakklandi og þar upplifðu menn varla sólskin og blíðu, rigningu og síðan jafnvel hörkubyl á sama deginum eins og hún hefði fengið að kynnast hér á landi. Hápunktur ferðarinnar til íslands hefði síðan verið heimsóknin til for- seta fslands frú Vigdísar Finn- bogadóttur að Bessastöðum. Við- mót hennar hefði verið einkar yfír- lætislaust og einlægt og stundin að Bessastöðum hefði verið einstök og svo talaði forsetinn frönskuna varla með hreim. Frönsku gestimir bjuggu allir á einkaheimilum í Keflavík meðan á dvölinni stóð og þeir ferðuðust tals- vert um á Suðurlandi. Scheefer ------—--í----í---------i---- sagði að íslenskir unglingar virtust ábyrgari fyrir eigin lífí en jafnaldr- ar þeirra í Frakklandi og sér þætti skólakerfíð hér mun betra. „Verk- leg kennsla í skólum er mun meiri á Islandi en í Frakklandi og því er ungt fólk hér mun betur undirbúið til að koma út á vinnumarkaðinn að loknu námi en gerist í Frakk- landi. Þá fínnst mér starfskynning- ar sem hér tíðkast ákaflega athygl- isverðar og gefa nemendum ein- stakt tækifæri á að kynnast vinnu- markaðinum af eigin raun.“ Heimsókn þessi og þau tengsl sem hafa myndast milli Keflavikur og Hem hafa vakið talsverða at- hygli í Frakklandi. Fjölmiðlum þar fínnast þessi tengsl lítils sjávarbæj- ar norður í Dumbshafi og bæjar í Norður-Frakklandi nokkuð sér- kennileg. Tvö dagblöð sáu ástæðu til að senda fréttamenn með hópn- um til íslands, franska útvarpið hafði samband á hvetjum degi og sjónvarpið vildi fá frásagnir og við- töl þegar hópurinn kæmi aftur til Frakklands. - BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.