Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Ast er ... að koma henni ætíð í gott skap. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI „HÖ6MI/.../MATUR1! ' aldurstakmarkið? Eimumdali og mörk Kæri Velvakandi. í dálkum þínum var nýlega að fínna ritsmíð undir fyrirsögninni „Um dogg og dal“ og eru tilefnin tvö: Annars vegar tilskrif mitt frá 30. mars um ágæti þess að taka upp mörk í staðinn fyrir krónur, en gamall félagi minn, Gunnlaugur Sveinsson, hafði áður lagt til að breytt yrði úr krónu í dal (eða nor- dal) — auk þess fylgir hugleiðing Gunnlaugs um skýringu á hugtak- inu dogg í íslenskri tungu. Fyrri hugleiðingin snerti mig beint, en fróðleiknum um dogg er beint til konu nokkurrar sem þekkt er undir nafninu Hulda Runólfsdóttir. Ég tel eðlilegt og rétt að svara Gunnlaugi en læt mál Huldu afskipt, enda mér óviðkomandi sú deila, og vil ég á engan hátt vera bendlaður við hana, og skil satt að segja ekki af hverju Gunnlaugur tengir þessi tvö óskyldu mál saman. í grein minni frá 30. mars segir orðrétt: Mér finnst hugmynd Gunn- laugs góðra gjalda verð, en vil benda á að miklu nær væri að taka upp mörk í staðinn fyrir dal og krónu. Af þessu yrði mikill spamað- ur því þá yrði hægt að kalla ellilíf- eyrir „ellimörk" og ríkissjóð „mark- leysu". Gunnlaugur óttast að ef nafni íslenska gjaldmiðilsins yrði breytt úr krónum í mörk, eins og ég legg til, gæti það ruglað bændur í ríminu, því þeir skilji orðið fjármark (í fleir- tölu Qármörk) sem ákveðinn út- skurð sem gerður er á eyrunum á fé landsmanna strax við fæðingu! Ég vil benda Gunnlaugi á að íslenskir bændur eru ekki eins skini skroppnir og hann heldur og alls engjr sauðir. Miklu nær væri að óttast, ef tekinn yrði upp dalur, að menn misskildu „nú harðnar á daln- um“ og hvað ættu íbúar Dalasýslu að hugsa, bæri að líta á þá sem fésýslu eða dalasýslumenn og braskara upp til hópa? Ég skal þó viðurkenna að mér finnst hugmynd Gunnlaugs ekki með öllu ónothæf, sérstaklega ef Kæri Velvakandi. Mig langar að beiná orðum mínum til eigenda skemmtistaða Reykj avíkurborgar. Úti á landi tíðkast þessi svoköll- uðu sveitaböll, ég veit ekki betur en þau séu vel sótt, þó mörg séu stundum á sama kvöldinu á svipuð- um slóðum og oftast lélegar hljóm- sveitir. Á þessum böllum eru oftast 16 ára og eldri. Hvers vegna ganga aldrei svona böll í Reykjavík? Jú, þannig er mál með vexti að reykví- skir skemmtistaðaeigendur hugsa ekki um annað en sjálfan sig og peninga. Allstaðar á skemmtistöð- um Reykjavíkur er 20 ára aldurs- nordal er ekki eina hugtakið sem kemur til greina, heldur er snædal miklu meira viðeigandi hér á norð- lægum slóðum. Eg tel að það sé rangt hjá Gunnlaugi að þær hug- myndir eigi ekki hljómgrunn í Seðlabankanum. Megin kostur við hina nýju seðla hvort sem þeir heita mörk eða dalir er að hafa þá úr taui eða líni og láta hreinsa þá kemískt ef þeir óhreinkuðust í meðferð. Við það yrði mikill spamaður því þá væri hægt að breyta Seðlabankanum úr préntsmiðju í efnalaug. Hefði þá loks verið fundin réttlæting fyrir tilveru bankans nú á tímum plast- peninga og greiðslukorta. Ottó Lindenbrock takmark og þar af leiðandi vínveit- ingaleyfi. Er ekki hægt að veita okkur þá ánægju sem yngri erum að komast út að skemmta okkur þó ekki væri nema einu sinni í mánuði (án þess að þurfa að svindla okkur inn). Væri ekki meira vit í því að styðja almenning í að minnka neyslu áfengis og læra að skemmta sér án áfengis, í staðinn fyrir að ýta undir neysluna með því að selja þeim áfengi á stöðunum. Það minnsta sem þið getið boðið okkur er eitt ball í mánuði, þið getið nú ekki tapað svo mikið á því. S.A. Hvað varð um alla peningana? Kæri Velvakandi. Fyrir nokkrum mánuðum átti SÍS svo mikip af peningum að þeir vildu kaupa Útvegsbankann. Þá kom í ljós að fískiðnaðurinn átti líka hrúgu af peningum og bauð á móti SÍS í bankann. Hvað varð allt í einu um allt þetta fé fyrst þessir aðilar þykjast vera á hausnum núna og heimta gengisfellingu? M.G. Víkverji skrifar Nú á dögunum kom það fram, að ábyrgð Pósts og síma er minni en engin, þegar skeytasend- ingar, sem menn hafa greitt fullt verð fyrir, bregðast og viðtakandi fær ekki skeyti. Þetta kom berleg- ast fram, þegar Verzlunarmannafé- lagið á Suðumesjum boðaði verk- fa.ll, sendi fímm skeyti til viðsemj- enda sinna og eitt þeirra kom aldr- ei fram, hefur líklegast hafnað í ruslakörfu símstöðvarinnar. Þetta atvik rifjar upp annað, sem getið var hér í dálkum Víkveija fyrir allnokkru. Morgunblaðið sendi ábyrgðarbréf til Bretlands, sem týndist. í bréfinu var strikuð ávísun fyrir allhárri upphæð. Bréfíð fékkst bætt, greiddar voru tæplega eitt þúsund krónur í skaðabætur frá Pósti og síma, en sú upphæð var þó aðeins lítið brot af þeirri upp- hæð, sem var í bréfinu. Þegar þetta mál kom upp fór Víkveiji að rekast í þessu máli og spyijast fyrir um hvers konar fyrir- bæri „ábyrgðarpóstur" væri og kom þá í ljós að „ábyrgð" er hið mesta rangnefni á þennan póst. Aðeins er um að ræða skráðan póst, en ekki ábyrgðarpóst. Þessi tvö tilvik bera því vitni að ábyrgð þessa ríkisfyrirtækis er alls engin og heiti þeirra sendinga sem það tekur að sér að annast gerir lítið annað en að villa um fyrir fólki eins og nafnið „ábyrgðarpóstur" sannar. Ef um væri að ræða einkaaðila, sem rangnefndi svo heiti þeirrar þjónustu, sem það býður, er víst að Verðlagsstofnun myndi taka fyr- irtækið á beinið og gera athuga- semdir. Hvers vegna er það ekki gert þegar um ríkisfyrirtæki er að ræða? Abyrgð Pósts og síma virðist ekki vera til. XXX Vegfarendur hafa illilega orðið þess áskynja að í hinum nýju umferðarlögum er atriði, þar sem breyting er til vanza frá því sem áður var. Samkvæmt gömlu um- ferðarlögunum voru bifreiðaeigend- ur skyldaðir til þess að hafa svokall- aðar aurhlífar fyrir aftan afturhjól bifreiða sinna, til þess að aurinn slettist síður upp á framrúður þeirra, sem aka fyrir aftan þá. í nýju lögunum er ekkert ákvæði um slíkar hlífar og nú þegar eru komn- ar á götuna bifreiðar, sem þessar hlífar vantar á. Niðurstaðan er sú, að sé ekið fyrir aftan þessar bifreið-, ar sjá menn varla út úr augum og þegar þessum bifreiðum fjölgar, er allt eins víst að annar hver bifreiða- stjóri fari að aka blindandi um göt- ur og gatnamót. Ef þessar aurhlífar voru nauðsynlegar samkvæmt gömlu lögunum, hvað hefiir þá gert þær ónauðsynlegar nú? XXX Fyrsta hljóðsvarpsstöðin hefur nú lagt upp laupana, hefur lok- að og fer ekki í loftið aftur, að því er aðstandendur hennar hafa sagt í fjölmiðlum. Og auðvitað var þetta sú stöð, sem ein útvarpaði góðri, sígildri tónlist og forðaðist málæði og raus þula, sem sagt eina stöðin sem hlustandi var á. Eftir standa stöðvar með hávaðatónlist og töluðu rugli, allar meira eða minna eins, svo nú er það aðeins „gamla Guf- an“ sem situr ein að sígildri tónlist. Gallinn á henni er hins vegar alls konar talað mál — engin hrein tón- listarstöð stendur eftir. Víkveija segir svo hugur um að fjölmargir eigi eftir að sakna Ljósvakans, merkilegrar tilraunar í útvarps- rekstri, sem því miður mistókst. Það segir sína sögu um tónlistarsmekk þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.