Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Kjaradeila í álverinu: Dagsetning verk- falls ekki ákveðin TVEIR samningafundir voru i gær milli samninganefnda íslenska álféiagsins og viðsenyenda þeirra, starfsmanna álversins. Engin nið- urstaða varð af þessum fundum, en samningsaðilar munu hhtast fljótlega. Trúnaðarmannaráð viðkomandi félaga er starfsmenn ÍSAL eru meðlimir í hefur aflað verkfallsheimildar, en dagsetning hefur ekki verið ákvörðuð. Fundir voru hjá samningsaðilum í gær í húsakynnum Vinnuveitenda- sambandsins. Fundað var tvívegis, síðdegis og í gærkveldi. Samninga- fundum lauk um klukkan eitt í nótt. í samtali við Morgunblaðið sagði Jakob Möller, starfsmannastjóri ÍSAL að engin niðurstaða hefði náðst og um gang þeirra sagði hann það eitt að deilan væri á viðkvæmu stigi. Fundur hefur ekki verið boð- aður en að sögn Jakobs töluðu samningsaðilar um að hittast fljót- lega. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Lögreglumenn og sprengiefnasérfræðingur frá Aðalverktökum at- huga sprengiefnið eftir að það var komið af sjávarbotni. Sprengiefnaþjófnaðurinn: Sprengdu lítinn skammt í tvígang Keflavik. PILTARNIR tveir, sem stálu 6 kilóum af dinamiti og rúmlega 100 hvellhettum í sprengiefnagámi Aðalverktaka í Helguvík, höfðu tvivegis sprengt Utinn skammt af dínamítinu, um 100 grömm i hvort skipti. Þegar þeir fréttu að lög- reglan væri komin i málið urðu þeir yfir sig hræddir og köstuðu sprengiefninu í sjóinn við Vatns- nes, þar sem kafari fann það i gær. Piltamir störfuðu hjá Aðalverk- tökum í Helguvík og átti þjófnaður- inn sér stað fyrir viku. Óskar Þórmundsson lögreglufull- trúi í Keflavik sagði að til að sprengja hvellhettumar, sem piltamir geymdu í bíl hefði ekki þurft meira til, en að þeir hefðu ekið í námunda við háspennulínu. Þetta hefði verið stór skammtur af sprengiefni sem hefði afmáð stórt svæði við að springa. - BB „Ætlum að stöðva millilandaflugið a - segir Magnús Gíslason formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja Keflavfk. „VIÐ ÆTLUM að stöðva allt milli- landafarþegaflug og félagar i Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur og fleiri félögum ætla að veita okkur aðstoð i þeim aðgerðum,*1 sagði Magnús Gislason formaður V erslunarmannaf élags Suður- nesja i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Amarflug hélt uppi millilandaflugi i gær, en Flugleið- ir ekki, en ætluðu að hefja ferðir aftur í morgun. Magnús sagði að komið yrði í veg fyrir að starfsmenn Flugleiða gengju í störf Suðumesjamanna og milli- landaflug Amarflugs yrði einnig stöðvað til að jafnt gengi yfír báða aðila, en hjá Amarflugi annaðist stöðvar8tj6ri félagsins afgreiðslu far- þega í gær. Fyrsta ferð Amarflugs í dag var áætluð klukkan sjö árdegis til Amst- erdam og fyrstu flug Flugleiða voru áætluð klukkan 7:15 til Kaupmanna- hafnar og Stokkhólms og klukkan 7:40 til Glasgow. Flugleiðir gáfu í gær út fréttatil- kynningu um að félagið hefði ákveð- ið að halda uppi eins víðtækri þjón- ustu ( miliilandaflugi og mögulegt er vegna verkfalls verslunarmanna. Flogið yrði samkvæmt reglulegri millilandaáætlun félagsins frá og með deginum í dag, en þá verða ferð- ir til Osló, Stokkhólms, Glasgow, Kaupmannahafnar, Lundúna og Bandaríkjanna og einnig sameigin- legt flug Flugleiða og Grænlands- flugs til Narrearssuak. í tilkynning- unni vom farþegar beðnir um að mæta tímanlega til innritunar, þar sem aðeins stöðvaretjóri og aðstoðar- stöðvarstjóri Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli myndu annast innritun far- þega. - BB Réðst á konu og kom fram vilja sínum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samræmdu prófunum lýkurídag 4200 nemendur í 9. bekkjum grunnskóla lands- áður en nemendurnir fá að vita einkunnir sínar ins þreyta í dag fjórða og síðasta samræmda úr dönsku-, íslensku-, stærðfræði-, og enskupróf- prófið á þessu vori. Ingunn Tryggvadóttir hjá unum sem haldin hafa verið undanfarna daga. prófanefnd menntamálaráðuneytisins segist Myndin var tekin ( Tjarnarskóla i Reykjavík reikna með að um það bil þrjár vikur muni líða þegar dönskupróf stóð þar sem hæst. UNG kona kærði mann fyrir nauðgun síðastliðinn sunnudag. Maðurinn hefur játað verknað- inn og á þriðjudag var hann úr- skurðaður i 30 daga gæsluvarð- hald, auk þess sem honum var gert að sæta geðrannsókn. Málavextir eru þeir að á laugar- Óheimilt að flytja plútóníum um íslenska lofthelgi Utanríkisráðherra hefur gefið fyrirmæli um að hvorki verði veitt lendingarleyfi á tslandi fyr- ir flugvélar sem hafa geislavirkt plútóníum innanborðs, né verði þeim heimilað að fljúga um loft- helgi íslands. Akvörðun þessi er tilkomin vegna frétta um fyrirhugaða flutninga á geislavirku plútóníum yfir Norður- Atlantshafíð frá Evrópu til Japan. Utanríkismálanefnd Alþingis beindi þeim tilmælum til ríkisstjómarinnar sl. mánudag að hún gerði ráðstafan- ir til að koma í veg fyrir þessa flutn- inga og leiti samstarfs við grann- þjóðir okkar um málið. dagskvöld fór konan á veitingahús ásamt vinafólki sínu. Þar hitti hún mann, sem vinafólk hennar kannað- ist við og tóku þau tal saman. Síðar ákváðu þau að taka leigubíl saman, þar sem bæði voru á sömu leið. I bílnum mæltist maðurinn til þess að hann fengi að fara með konunni heim, en hún neitaði því. Nokkru áður en komið var að heimili henn- ar fór hún úr bílnum og gekk síðasta spölinn. Skömmu eftir að hún var komin heim hringdi maðurinn dyra- bjöllunni. Hann hafði fylgt henni eftir og kvaðst nú vilja tala við hana. Hún féllst á að hleypa honum inn um stund, en þegar hann leit- aði á hana bað hún hann að fara. Þá réðst hann á hana og kom fram vilja sínum. Maðurinn hefur játað atburði og var hann úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna of- beldisbrota. Reykjavík: Reynt að stöðva mj ólkurflutninga VERKFALLSSTJÓRN VR bað í gær verslunarmenn og verkalýðs- félagið í Búðardal um samúðarað- gerðir, þannig að menn afgreiddu ekki mjólk eða aðrar nauðsynja- vörur til höfuðborgarsvæðisins frá Mjólkursamlaginu i Búðardal. Kristján Jóhannsson, formaður verkalýðsfélagsins Vals ( Búðardal og starfsmaður Mjólkursamlagsins, sagði að sjálfsagt væri að verða við þessarri beiðni, en hann vissi ekki til að Mjólkursamlagið hefði afgreitt neina mjólk til Reykjavíkur. Ef mjólk frá Búðardal væri á boðstólum í Reykjavík hlyti hún að hafa verið keypt í verslunum á Búðardal eða á Snæfellsnesi og flutt til Reykjavíkur. Það væri erfítt og reyndar ófram- kvæmanlegt að hafa eftirlit með slíku. Strangari verkfalls- varsla hjá VR „Með hveijum deginum harðna menn ( túlkunum um það hveijir mega vinna og menn hafa beitt harð- ari aðgerðum og lokað nokkrum fyr- irtækjum," sagði Pétur A. Maack. „Þar á meðal er Sveinn bakari á Eiðistorgi - þar er deilt um túlkun á því hveijir mega vinna og við viður- kennum ekki þeirra sjónarmið. Verk- fallsverðir hafa þá raðað sér fyrir dymar og það sama hefur gerst í einstökum verslunum í Kringlunni og í Breiðholtinu." Pétur sagði að engar aðgerðir hefðu farið fram gegn kaupmönnum sem seldu mjólk frá Búðardal og að slíkt stæði ekki til. Hann sagði að ekki hefði komið til neinna deilna við Eimskip í gær og að fram- kvæmdastjórinn hefði sent fímm starfsmenn sína heim, en undanþág- ur þeirra voru afturkallaðar í fyrra- dag eftir meint verkfallsbrot Eim- skips. Bæja-Móri er kom- inn heim Bæjum. VORIÐ er komið, sólin og bliðan, og fyrsta laugardag i sumri gripu sex íslendingar tækifærið, i rjómalogni með Inga Jóhannesson i broddi fylkingar og sigldu á hraðbáti til Jökulfjarða að svipast um eftir mórauðum hrút, sem Hjörtur á Stapa sá þar i vetur og þar um kom frétt f Morgun- blaðinu 20. mars siðastliðinn og talið var að Páll bóndi i Bæjum gæti átt. En Ingi þessi, sem að ofan getur, er bróðir Páls i Bæjum. Fundu þeir hrútinn og hand- sömuðu hann og komu honum beina leið heim í §árhús til Páls í Bæjum. Eftir öll harðindin í vetur lítur Móri ágætlega út, feitur, hress og sprækur og býð- ur Iandsmönnum gleðilegt sum- ar og telur sig vel geta kennt þeim vel að lifa án mikils við- skiptahalla þótt hart sé í ári. Jens f Kaldalóni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.