Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Nýja-Kaledónía: Aðskílnaðarsíimar ræna sjö mönnum Noumea, Reuter. Nýkaledónískir aðskilnaðarsinnar tóku í gær sjö menn í gíslingu, þar á meðal yfirmann GIGN, franskra hersveita sem fást við hryðjuverkamenn. Auk hans rændu aðskilnaðarsinnarnir fimm öðrum starfsmönnum GIGN-sveitanna og einum dómara. Mennira- ir sjö voru að reyna að semja um frelsun 16 herlögreghimanna sem hafa verið í gíslingu síðan á föstudag. Franska stjórnin sendi í skyndi fimm herflugvélar til Nýju-Kaledóníu vegna atburðarins. Meðal þeirra sem teknir voru í menn væru í flugvélunum. Fyrir gíslingu í gær var Jean Bianconi, dómari sem fékk það verkefni að semja um frelsun gíslanna 16. Bianconi var að ræða við mann- ræningjana ásamt mönnunum sex úr GIGN-sveitunum á afskektum hluta eyjarinnar þegar ránið átti sér stað. Frönsk útvarpsstöð hefur skýrt frá því að franska stjómin hafí sent fímm herflugvélar til Nýju-Kaledóníu með hermenn og vopnabúnað innanborðs. Tals- menn franska hersins staðfestu þessa fregn og sögðu að 250 h'ér- eru um fjögur þúsund franskir hermenn og herlögreglunienn í Kaledóníu. Mikil ólga hefur ríkt í Nýju- Kaledoníu eftir árás aðskilnaðar- sinna á aðalstöðvar herlögreglunn- ar á eyjunni Ouvea á föstudag, þar sem þrír lögreglumenn voru drepnir og 27 teknir í gíslingu. Fjórði lögreglumaðurinn lést síðar á sjúkrahúsi. Ellefu gíslanna vom leystir úr haldi tveim dögum síðar þegar eyjaskeggjar greiddu at- kvæði í fyrri umferð frönsku for- setakosninganna og í sveitar- stjómarkosningum. Aðskilnaðar- sinnamir rændu gíslunum til að mótmæla því sem þeir kalla ný- lendustefnu Frakka. Afganistan: Reuter Hermenn stjórnarhersins kanna skaðann af völdum sprengjunnar. Sex látast í sprengjutil- ræði á byltinffarafmæli Kabúl. Affiranistan. t/ W ^ Kabúl, Afganistan. SEX MANNS féllu og 49 særð- ust í sprengjutilræði i miðborg Kabúl i gær. Talið er vist að skæruliðar hafi staðið að tilræð- inu til þess að valda usla á tiu ára byltingarafmæli leppstjórn- Kjarnorkuáætlananefnd Atlantshafsbandalagsins: Nokkur ágreiningur um næstu skref NATO í vígbúnaðarmálum Lítilla tíðinda þó að vænta vegna fyrirhugaðs leiðtogafundar risaveldanna Brussel, frá Kristáfer Há Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Varnarmálaráðherrar Atlants- hafsbandalagsins hófu tveggja daga langan fund í Kjarnorku- áætlananefnd Bandaríkjanna og ræddu hvernig öryggi Vestur- Evrópu yrði best tryggt eftir gerð Washington-sáttmálans um uppr- ætingu skamm- og meðaldrægra kjarnorkuflauga. Sérstaklega var fjallað um aðgerðir Sovétmanna vegna samningsins. Fundurinn átti upphaflega að fara fram i Danmörku, en stjórnmálaástands þar var ákveðið að halda hann frekar i Brussel. Honum lýkur i dag. „Það er ljóst að Sovétmenn eru önnum kafnir við að auka kjamorku- vopnabúnað sinn og færa hann í nútímalegra horf,“ sagði George Younger, vamarmálaráðherra Bret- lands, við blaðamenn eftir eina fund- arlotuna. Talsmenn Atlantshafsbandalags- ins fagna Washington-sáttmálanum sem slíkum, en segja að nauðsynlegt verði að „stokka upp“ þeim lq'am- orkuvopnum sem eftir em í Vestur- Evrópu. Miðast slíkar ráðstafanir við að fylla upp í þau skörð, sem eftir standa þegar stýriflaugar og Pers- hing-2 flaugar bandalagsins verða upprættar samkvæmt fyrmefndum sáttmála. Þrátt fyrir nokkrar efasemdir Vestur-Þjóðverja, vilja bandalags- þjóðimar hefíast handa við að endur- bæta skammdræg kjamorkuflug- skeyti og vígvallarvopn sín, sem draga skemur en 500 km. Fundarmenn og þeir sem fylgjast með fundinum em ekki á einu máli um gang mála. Blaðamenn hafa gert því skóna að bullandi ágeining- ur sé á milli ráðherranna um hver skuli vera næstu skref NATO í end- umýjun vígbúnaðar og staðsetningu nýra vopna, en ekki er að heyra á fundarmönnum að svo sé. Hins veg- ar er ekki ljóst að hversu miklu leyti er fíallað um þessi mál á fundinum, þar sem fyrirhugaður leiðtogafundur risaveldanna í Moskvu mun vafalítið vera ofarlega á baugi — a.m.k. í óformlegum viðræðum ráðaher- ranna. Reuter Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Frank Carlucci, varaarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðast við í upphafi fundarins. Frank Carlucci, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, gerði starfs- bræðmm sínum grein fyrir nýjustu upplýsingum Bandaríkjamanna um vígbúnað Sovétmanna og hafði vam- armálaráðherra Vestur-Þýsklands, Lotþar Ruehl, það eftir Carlucci, að Sovétmenn endumýjuðu nú SS-21 flaugar sínar, sem draga 120 km, og um 4.000 sprengjuflugvélar. Ru- ehl sagði Carlucci einnig hafa skýrt frá því að Sovétmenn hyggðust beina hinum langdrægu SS-24. og SS-25 flaugum sínum á ný skotmörk í Vestur-Evrópu. Vestur-Þjóðveijar, sem þyrftu að koma flestum hinna endurbættu kjamorkuflugskeyta og vígvallar- vopnum bandalagsins fyrir ef af slíkum endurbótum yrði, vilja fremur reyna að semja við Kremlveija um fækkun slíkra vopna, en Bandaríkja- menn og Bretar telja slíkt öldungis fráleitt þar sem yfírburðir Sovét- manna á sviði hefðbundinna vopna séu slíkir að Vestur-Evrópa sé nær óveijandi án kjamorkufælingar. Embættismen vamarbandalags- ins segja að á fundinum verði rædd- ar leiðir til endurbóta á kjamorku- heraflanum — ekki síst með tilliti til flauga, sem skotið er frá flugvél- um eða af hafí. Þeir leggja þó áherslu á að að engra mikilsverðra ákvarðana sé af vænta af fundinum, þar sem leiðtogafundurinn stendur fyrir dymm. Ljóst er að nokkurar óánægju gætir meðal bandamanna Dana vegna nýlegrar þingsályktunartil- lögu Dana um að ítreka beri kjam- orkuvopnabann þeirra við skipherra gestkomandi herskipa í Danmörku í hvert sinn, sem þau eiga leið um danska lögsögu. Fyrst og fremst gremst samþykktin þeim, sem koma eiga Dönum til aðstoðar á hættutím- um. Segja Bretar til dæmis ekki geta sætt sig við einhvers konar til- kynningaskyldu við dönsk stjómvöld um vopnabúnað skipa sinna og ítrek- aði George Younger það að Bretar gætu ekki gegnt vammarskyldu sinni við Dani, samþykktinni ætti að framfylgja. Fjórtán vamarmálaráðherra NATO-ríkjanna sextán sóttu fund- inn. Frakkar taka ekki þátt í Kjam- orkuáætlananefndinni frekar en öðm hemaðarsamstarfi bandalags- ins, en Einar Benediktsson, sendi- herra íslands hjá Atlantshafsbanda- laginu, sat fundinn sem áheymar- fulltrúi íslendinga. ar Sovétmanna. Lögreglustjóri Kabúl, stórdeildarforínginn Sai- fullah, sagði að hér hefði verið um timaspengju að ræða, sem komið hefði verið fyrir í vöru- bifreið með pakistönskum skráningaraúmerum. Sagði hann sprengjuna hafa verið mjög öfluga. „Sex manns, fjórir karlar, ein kona og ein stúlka, létust þegar,“ sagði Saifullah og bætti við að 27 hefðu særst alvarlega. Þetta er alvarlegasta sprengjutilræðið í Afganistan frá í október, en þá létust 29 manns í tilræði skammt frá einni af moskum Kabúl. Sprengjan, sem sprakk í gær, var komið fyrir við suðurbakka Kabúl-fljóts, þar sem það rennur um miðborgina og var hún svo öflug að það sem eftir var af vöru- bifreiðinni þeyttist út í fljótið, nærliggjandi bifreiðir fuku um koll og vegfarendur á hinum bakka fljótsins særðust. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Sprengjan sprakk um miðjan dag, rétt um það bil sem mikill manngrúi var á heimleið frá fjölda- fundi, sem haldinn var í tilefni byltingarafmælisins. ERLENT Færeyingar kjósa til danska þjóðþingsins: Verður hugsauleg aðild að EB mesta hitamalið? Allir flokkar sem fulltrúa eiga á lögþinginu í framboð Þórsfiöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLIR flokkarair sjö, sem fulltrúa eiga á lögþinginu, hafa ákveðið að bjóða fram í kosningunum til danska þjóð- þingsins 10. maí næstkomandi. Snemma var ljóst, að stóru flokkamir þrír, Sambandsflokk- urinn, Fólkaflokkuriim og Jafn- aðarflokkurinn, ætluðu að bjóða fram en innan Þjóðveldisflokks- ins voru menn í fyrstu ekki á eitt sáttir um það. í fyrradag blés svo flokkurinn til aukaþings um þetta mál og var það niður- staðan, að boðið skyldi fram. Færeyingar eiga tvo menn á danska þinginu en Þjóðveldis- flokkurinn, einn allra, ætlar að- eins að stilla upp einum fram- bjóðanda, Finnboga ísakson, fyrrverandi dagskrárstjóra sjón- varpsins. Ekki er enn komið á daginn um hvað kosningabaráttan á að snúast þótt aðeins séu tvær vikur til stefíiu. Aðildin að Atlants- hafsbandalaginu verður vafa- laust ofarlega á blaði eins og í Danmörku en menn bíða þess þó með meiri eftirvæntingu hvort tekist verði á um hugsanlega aðild Færeyinga að Evrópu- bandalaginu. Brennur þetta mál á mörgum, ekki síst eftir að Birg- ir Danielsen, formaður í samtök- um færeyskra fískútflytjenda, sagði landsmenn ekki eiga ann- arra kosta völ en ganga í banda- lagið. Að öðru leyti má segja um kosningar, að þær verða nokkurs konar skoðanakönnun fyrir lög- þingskosningamar í haust og sveitarstjómarkosningamar í desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.