Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 33 Halldór Blöndal: Húsnæðisspamað- arreikningar verði gerðir fýsilegri HALLDÓR Blöndal (S/Ne) mælti í gser fyrir frumvarpi um breyt- ingu á lögum um húsnæðissparn- aðarreikninga þess efnis að slíkir reikningar verði gerðir að fýsi- legri kosti. Meðflutningsmenn Halldórs eru þeir Egill Jónsson (S/Al), Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) og Guðmundur H. Garð- arsson (S/Rvk). Halldór Blöndal sagði að um fátt hefði verið meira rætt að undanfömu en það hvemig ætti að leysa hús- næðisvandann. Ekki hefði þó verið rætt nægilega mikið um það hvemig ætti að undirbúa ungt fólk fyrir þessa Qárfestingu. Löggjöfín um húsnæðis- spamaðarreikninga hefði verið sett í þessu skyni en þessir reikningar hefðu verið gagnrýndir fyrir að of fáir hefðu nýtt sér þá. Þetta taldi hann m.a. stafa af staðgreiðslukerf- inu og „skattlausa árinu" sem hefði gert það að verkum að þessir reiking- ar hefðu misst gildi sitt að vissu leyti. í frumvarpinu væri lagt til að bind- itími flárins yrði styttur vemlega auk þess sem foreldri væri gefinn kestur á að stofna 'til húsnæðisspamaðar- reiknings f nafni bams síns og nyti foreldrið þá skattfríðindanna. Hinn almenni binditími yrði bundinn við fímm ár í stað tíu og við þijú ár fyr- ir þá sem hefðu náð 67 ára aldri. Sektarákvæði laganna yrðu afnumin en heimilað væri að losa innistæðu enda myndi þá reikningsgreiðandi endurgreiða þann skattafslátt sem honum hefði nýst vegna innleggs á reikninginn, ásamt sömu raunvöxtum af þeirri flárhæð sem reikningurinn hefði gefið honum þannig að hann jirði jafnsettur eftir eins og hann hefði engra skattfríðinda notið. Loks er í frumvarpinu gert ráð fyrir misser- islegum greiðslum í stað ársfjórð- ungslegra. Júlíus Sólnés (B/Rn) sagði að það þyrfti að leita allra ráða til hjálpar GERT er ráð fyrir að bjórfrum- varpið komi úr allsheijarnefnd efri deildar í dag og að það verði tekið á dagskrá í deildinni strax eftir helgi. Jóhann Einvarðsson, formaður allsheijamefndar efri deildar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hald- inn yrði fundur í nefndinni í dag og nokkrir aðilar kallaðir á hann. Ætlunin væri að reyna að koma mXHKmm ' ttRm -• ., Halldór Blöndal því unga fólki sem væri að eignast sitt fyrsta húsnæði. Húsnæðisspam- aðarreikningar væm töluvert algeng- ir, t.d. í Danmörku, og mikið notaðir. Hann minnti einnig á fmmvarp Borg- araflokksins um skylduspamað ungs fólks og varpaði fram þeirri hugmynd að skylduspamaðinn mætti hafa þannig að ef fólk kysi þá legðist hann inn á húsnæðisspamaðarreikning. málinu úr nefndinni og myndi það því koma á dagskrá eftir helgi, líklega á þriðjudaginn, ef ekkert óvænt kæmi upp á. Jóhann taldi bjórsinna og bjór- andstæðinga vera „sammála" um að taka málið til Iokaafgreiðslu og ekkert benti til þess að reynt yrði að stöðva það eða tefja fyrir þvi t.d. með málþófi. Bjórinn úr nefnd 1 dag Kaupleigufrumvarpið í neðri deild: Stjómarandstaðan þrí- skípt í afstöðu sinni Félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis hefur sent frá sér álit sitt varðandi frumvarp ríkisstjórnarinnar að breyttum lögum um Húsnæðis- stofnun íslands, „kaupleigufrumvarpið“ svokallaða. Meirihluti nefndar- innar; fuUtrúar stjómarflokkanna, voru sammála því að mæla með samþykkt frumvarpsins. Þess var þó getið í áliti meirihlutans að ýms- ir meðal þeirra hefðu verulegar efasemdir um frumvarpið en sam- þykktu það vegna skuldbindinga formanna flokkanna. Borgaraflokkur- inn veitir frumvarpinu brautargengi, þó þeir líti svo á að frumvarpið feli ekki í sér lausn húsnæðisvandans, Kvennalistinn telur rétt að vísa frumvarpinu til rikisstjórnarinnar, en Alþýðubandalagið kemur fram með breytingartillögur. Meirihluti félagsmálanefndar var skipaður þeim Alexander Stefánssyni (FAfí), Geir H. Haarde (S/Rvk), Birgi Dýrflörð (Afl/Nlv), Eggert Haukdal (S/Sl) og Jóni Kristjánssyni (F/Al). Alexander Stefánsson (F/VI) hafði framsögu fyrir meirihluta nefndarinnar, en í áliti meirihlutans segir meðal annars; „Formenn stjóm- arfíokkanna gerðu formlegt sam- komulag, dags. 3. júlí 1987, í sam- bandi við stefnuyfírlýsingu ríkis- stjómarinnar um að sett yrði sérstakt ákvæði í húsnæðislöggjöf um kaup- leiguíbúðir á þessu ári til byggingar kaupleigufbúða. Einstakir nefndar- menn meirihlutans draga í efa mikil- vægi þessa frumvarps, svo sem að það valdi straumhvörfum í húsnæði- skerfinu, og telja að eðlilegra hefði verið að fresta afgreiðslu þess og tengja það heildarendurskoðun hús- næðismála, ekki síst félagslega kerf- isins. Meirihluti nefndarinnar telur hins vegar rétt að afgreiða þetta frumvarp í samræmi við skuldbind- ingu formanna flokkanna og leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum." í nefndarálitinu kom fram, að af þeim svörum sem borist hefðu nefnd- inni mætti draga þá ályktun að flest- ir telji að frumvarpið geti verið spor í rétta átt, ekki síst með hliðsjón af skorti á leiguíbúðum. Margir álíta enn fremur að tengja hefði afgreiðslu þessa frumvarps endurskoðun á hús- næðiskerfínu f heild, einkum félags- lega kerfínu. Breytingartillögur meirihlutans á frumvarpinu eru minni háttar. Kristfn Einarsdóttir (Kvl/Rvk) hafði framsögu fyrir nefndaráliti fyrsta minnihluta félagsmálanefndar. Kristín taldi fyllilega tímabært að opna nýjar leiðir í húsnæðismálum landsmanna, m.a. með því að auka framboð á leiguhúsnæði. í nefndará- Iiti Kristínar kemur fram að á þessu ári er áætlað að veija 263 milljónum króna í félagslegar kaupleiguíbúðir hjá Byggingarsjóði verkamanna, en samkvæmt Qárlögum eða lánsfjárlög- um hefur ekki verið gert ráð fyrir að veija neinu fé í almennar kaup- leiguíbúðir. „Þá er athyglisvert, að ekki liggur neitt fyrir um það hve miklu af því fé, sem áætlað er að Húsnæðisstofnun ríkisins hafí til ráð- stöfunar á næstu árum, fari í kaup- leiguíbúðir. Fjármögnun þessara nýju lánaflokka er því í mikilli óvissu. Látið er að því liggja að flármagn verði tekið af fé til annarra lána- flokka Húsnæðisstofnunar og sett í kaupleiguíbúðir. Þetta getur leitt til enn meira öngþveitis og óvissu í hús- næðismálum en nú er.“ Um frumvarpið sem slíkt segir í nefndaráliti Kristfnar: „Meginhug- myndin að baki frumvarpinu er já- kvæð, en 1. minnihluti telur ekki tímabært að koma á nýju kerfí við hlið þess sem fyrir er án þess að heildarstefna sé mótuð og án þess að fjármagn sé tiyggt. Nefndinni gafst ekki tími til að vinna málið að neinu marki sem m.a. kemur fram í því að ekki vannst tfmi til að fá menn til viðtals við nefndina áður en málið var afgreitt. Kvennalistinn leggur áherslu á nauðsyn þess að endur- skoða húsnæðislánakerfið í heild, m.a. með það að markmiði að auka framboð á leiguhúsnæði, félagslegum íbúðum og fbúðum með búseturéttar- fyrirkomulagi." Með vísun til þessa lagði Kristín til að þeir aðilar sem til þess yrðu kvaddir að endurskoða húsnæðilög- gjöfína, mörkuðu einnig framtíðar- stefnu um kaupleiguíbúðir og málinu yrði með það í huga vísað til ríkis- stjómarinnar. Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) mælti fyrir áliti annars minnihluta félags- málanefndar. í nefndaráliti sfnu bendir Óli á að breyting á lögunum um Húsnæðisstofnun hefði verið sam- þykkt fyrr á þessu þingi hefði það verið gert með því fororði að um heildarendurskoðun yrði síðar að ræða á húsnæðislánakerfinu. „Hvergi virðist örla á raunhæfum vilja til að ráðast að kjama þess vanda sem hér er við að etja, þ.e. ranglæti lán- skjaravísitölunnar samkvæmt lögum nr 13/1979," segir í álitinu. í áliti sínu heldur Óli því ffarn að Borgaraflokkurinn sé eina stjóm- málaaflið á þingi sem lagt hafí fram mjög athyglisverðar tillögur um heildarlausn á húsnæðislöggjöf þjóð- arinnar og ítrekaði að menn yrðu að snúa sér að rótum meinsins. Hins vegar segir ðli f álitinu að þrátt fyr- ir að svo sé ekki gert vilji þingmenn Borgaraflokksins ekki standa í vegi fyrir umræddu frumvarpi. „Hug- myndin um kaupleigufbúðir er góðra gjalda verð og ætti vissulega rétt á sér sem einn valkosta f heilbrigðu húsnæðislánakerfí er stæði undir nafni og þjónaði á eðlilegan hátt þörf- um húsbyggjenda um land allt.“ Steingrfmur J. Sigfússon (Abl/Nle) sat fundi félagsmálanefnd- ar og lagði fram nokkrar breytingart- illögur við aðra umræðu. Meðal þeirra má nefna heimild til að hækka hlut- fall lána til félagslegra kaupleiguí- búða úr Byggingarsjóði verkamanna f allt að 95% þegar f hlut ættu sveitar- félög með svo veikan fjárhag að sýnt þyki að þeim sé ókleift að hafa for- göngu um byggingu kaupleigufbúða án sérstakrar aðstoðar. Minning: VilhjálmurK. Ingibei'gs- son - húsasmíðameistarí Fæddur 30. nóvember 1909 Dáinn 20. aprO 1988 í dag 28. apríl verður jarðsunginn frá safnaðarheimili Langholtskirkju tengdafaðir minn, Vilhjálmur Krist- inn Ingibergsson. Foreldrar hans voru Guðríður Árnadóttir og Ingi- bergur Þorsteinsson er bjuggu að Melhól í Meðallandi, Leiðvalla- hreppi, Skaftafellssýslu, og þar ólst Vilhjálmur upp. Foreldrar hans áttu 11 böm, auk þess átti Vilhjálmur 6 hálfsystkini. Barnahópurinn var stór eins og oft gerðist í þá daga, og marga munna þurfti að metta. Vilhjálmur fór því snemma að létta undir með heimilinu. Hann fór ungur til sjós og var margar vertíð- ir í Vestmannaeyjum og Keflavík, en hugur hans stefndi á aðrar brautir. Hann flutti til Reykjavíkur og lærði þar húsasmíði og vann í þeirri iðn eftir það. Þær eru orðnar margar byggingamar sem hann hefur lagt hönd að. Vilhjálmur kvæntist árið 1942 Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur úr Reykjavík og lifír hún mann sinn. Þau eignuðust fjögur böm, þau em: Guðbjörg, gift undirrituðum, Ingi- bergur, sambýliskona Ása As- mundsdóttir, Guðlaugur Jón, sam- býliskona Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Haukur, kvæntur Ólöfu Steinars- dóttur. Bamabömin em ellefu og bamabamabömin tvö, annað þeirra fæddist tveimur dögum eftir lát afa síns. Vilhjálmur var mjög kappsamur og dugmikill iðnaðarmaður, svo að eigi fylgdu honum allir eftir í störf- um. Ákvæðisvinnan setti kapp í menn að koma sem mestu af á sem stystum tíma. Svo mikið var þrek og dugnaður Vilhjálms þó aldur færðist yfír hann að sextíu og fjög- urra ára að aldri réðst hann í það mikla verkefni að byggja fjölskyldu sinni einbýlishús á Byggðarholti 4, Mosfellssveit, er þá hét, og bjuggu þau þar í 10 ár. Eftir að heilsan fór að bila fékk Vilhjálmur sér vél- ar og tæki, sem hann hafði heima og vann þar að ýmsum smærri verk- efnum í trésmíði uns þau hjónin fluttu á Elliheimilið Grund í Reykjavík. Vilhjálmur gat verið mjög rökfastur og ákveðinn. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á mörg- um málefnum og fór ekki dult með í umræðum. Svo vel tel ég mig þekkja til tengdaföður míns að hann vildi ætíð vera sjálfstæður og ekki upp á aðra kominn. Hann vildi hrein skipti í orðum og starfí. Það er táknrænt fyrir lífsstfl hans að hann endaði jarðvist sína síðasta vetrar- dag. v Hrein voru skil. Þessu er lokið, annað og nýtt tekur við. Svona man ég hann og þannig leit hann á hlut- ina. Hvfli þú í friði. Innilegar samúðarkveðjur til tengdamóður minnar/bama þeirra, annarra skyldmenna og vinna. Óli S. Runólfsson Gunnar Ingólfs- son - Kveðjuorð Fæddur 18. september 1955 Dáinn 19. aprU 1988 Besti vinur minn og frændi, Gunnar Ingólfsson, er látinn. Sú hörmulega frétt barst mér aðfara- nótt miðvikudags. Fyrsta viðbragð mitt var botnlaus reiði yfír þessu ranglæti lífsins, en síðan þyrmdi söknuðurinn yfir mig. Af hveiju Gunni, þessi stórbrotni persónuleiki, langt hafínn yfír alla meðalmennsku, og með þessa ein- stæðu kímnigáfu, sem gat fengið alla, jafnvel verstu fylupoka, til að hlæja. Gunni virkaði án efa köld og hijúf persóna á þá sem ekki þekktu hann, og hafa eflaust marg- ir gerst sekir um að dæma hann ranglega vegna þess, en við sem þekktum hann vissum að undir yfír- borðinu var blíður, viðkvæmur og yndislegur maður, sem var sannur vinur vina sinna, boðinn og búinn að hjálpa hvenær sem eitthvað amaði að. Það er sárgrætilegt til þess að hugsa, að sálsjúkur maður geti tekið sér það vald, að ákveða örlög Gunna, hann sem lét aldrei neinn vaða yfír sig, og enn síður taka ákvarðanir fyrir sig. Gunni rak í félagi við bestu vin- konu mína, Önnu Dóru, myndarlegt ijárbú á Hámundarstöðum í Vopna- fírði. Hámundarstaðir voru Gunna allt, þar leið houm best og þar vildi hann helst vera. Þær eru óteljandi ánægjustundimar sem ég hef átt þar í hestamennsku, sem var Gunna líf og yndi, og ýmsu sem tengdist sveitalífinu. Það væri of langt mál að rifja upp einstaka atburði, en víst er að minningamar oma um ókomna framtíð, því af nógu er að taka. Ekki veit ég hvað fyrir æðri máttarvöldum vakir með þessari snöggu og óhugnanlegu burtköllun, en einhver hlýtur tiigangurinn að vera, og vonandi líður Gunna vel þar sem hann er nú. Eitt veit ég þó með vissu, að skarð það er Gunni skilur eftir sig, verður aldrei fyllt, því hann átti engan sinn líka. Öllum aðstandendum, foreldrum, systkinum, Lóu, Lindu, Erlu Björgu og Önnu Dóru, votta ég mína inni- legustu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg sem á ykkur hefur verið lögð. Brynhildur Barðadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.