Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 AKUREYRI V erslunarmenn: Samiðvið níu fyr- irtæki FÉLAG verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri samdi í gær við yinnuveitendur niu fyrirtækja um 42.000 þúsund króna lágmarks- laun og samsvarandi starfsaldurs- hækkanir, sem eru upprunalegar kröfur verslunarmanna. Jóna Steinbergsdóttir, formaður félagsins sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi vera ánægð með samkomulagið og vonast til að fleiri verslanir fylgdu í kjölfarið. Jóna sagði að með þessu hefði félag verslunarmanna á Akureyri ekki kúplað sig út úr heildarviðræð- unum sem nú eru í höndum ríkis- sáttasemjara og mun félagið eftir sem áður taka þátt í atkvæða- greiðslu um sáttatillöguna sem nú liggur fyrir. Fiðlarinn á þak- inu frumsýndur ND ER komið að síðustu frumsýningu Leikfélags Akureyrar á þessu leikári. Eins og hefð er hér nyrðra er árinu lokið með söngleik, að þessu sinni Fiðlaranum á þakinu, sem er einhver vinsælasti söngleik- ur seinni tíma og sýndur árlega viða um heim. Frumsýningin í Sam- komuhúsinu á Akureyri verður föstudagskvöldið 29. aprO og hefst klukkan 20.30. Morgunblaðið/Rúnar Þór Söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu flallar um líf í gyðingaþorpi í Rúss- landi. Fjallað er um mjólkurpóstinn Tevje í lífí og starfí, baráttu hans og Goldu, konu hans, við að leiða dætur sínar á rétta vegu samkvæmt lögmáli trúarinnar og það þegar maðurinn og umhverfíð hætta að leika sama leikinn og maðurinn verður að fara burt til að fínna lífí sínu nýjan farveg. Fiðlarinn á þakinu er mikil sýn- ing. Leikendur, söngvarar, dansar- ar og tónlistarfólk eru á sjötta tug manna. Stefán Baldursson er leik- stjóri, Siguijón Jóhannsson gerir Könnun Fjórðungssambands Norðlendinga: Aukið samstarf sveitarfélaga auðveldar lausn vandamála ^ Sameiningarmál sveitarfélaga eiga mjög lítinn hljómgrunn hjá sveitarstjórnum á Norðurlandi. Samstarf sveitarfélaga hefur stór- aukist undanfarin ár og hafa sveitarfélög þannig leyst ýmis verk- efni, án þess að tíl sameiningar hafi komið. Viðræður á milli sveitar- félaga um sameiningu hafa leitt tíl aukins samstarfs á milli sveitar- stjórna um lausn verkefna. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar sem Fjórðungssamband Norðlendinga hefur unnið að beiðni stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga á stöðu sameiningar sveitarfélaga á Norðurlandi. Mesta athygli vekur frumkvæði framhreppanna í Eyjafírði um rekstur sameiginlegrar skrifstofu, sem er vísir að nánara samstarfí og sameiningu síðar meir. Ljóst er að margir bíða átekta um hvemig þessari tilraun reiðir af og takist hún er lfklegt að fleiri slík samflot sveitarfélaga myndist. Mönnum er áð verða æ ljósara að mörg sveitar- félög eru of fámenn til að standa ein sér að lausn brýnustu verkefna. Hitt er líka jafnljóst að þorri sveitar- stjóma vill ekki leggja niður sveitar- félag sitt, þótt þeim sé ljós van- hæfni þess til að gegna vaxandi þjónustuhlutverki. Vanræksla sveit- arfélaga um samfélagsskyldur hef- ur haft áhrif á búsetuþróunina. Sveitarfélög geta ekki lengur smeygt sér undan ýmsum skyldu- verkefnum, sem áður þekktust að- eiris í þéttbýli, samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar. Þær tvær meginleiðir, sem sveit- arstjómarlögin benda á um stækk- ,un sveitarfélaga, virðast hvorugar ná tilætluðum árangri, að sögn Áskels Einarssonar framkvæmda- stjóra fjórðungssambandsins. Ljóst er að ákvæði um lágmarksíbúa- flölda sveitarfélags verða ekki í núverandi mynd nægilegt keyri til að knýja á um stækkun sveitarfé- laga svo að um muni. Nauðsyn er því að hækka lágmark íbúafjöldans stig af stigi næstu árin. Það verður líka að hafa hugfast að sum verk- efni sveitarfélaganna eru það nær- tæk íbúunum og þvf framkvæmd þeirra svo staðbundin að þau verða ' ékki leyst í samstarfí, t.d. í byggða- samlagi eða í héraðsnefnd. Þetta er hinsvegar mögulegt í samfloti sveitarfélaga. Oft vill gleymast að stækkun sveitarfélaga er meira hagsmuna- mál þeirra sjálfra en að samruni þeirra hafí verulega stjómsýslulega þýðingu varðandi aukna valddreif- ingu. Sveitarfélög af slíkri stærð- argráðu verða ekki mynduð með samruna eða valdboði, þar vegur meira landfræðileg skipting lands- ins og félagslegar aðstæður. Þess vegna mega menn ekki ofmeta stækkun sveitarfélaga sem lið í efl- ingu landsbyggðar. Sú breyting hefur orðið á að samnýting þjón- ustustofnana gerir það nauðsynlegt að sveitarstjómimar taki í vaxandi mæli meira tillit til félagslegra verk- efna, sem eru að verða megin þátt- urinn í starfí sveitarfélaganna, en ekki fjallskil og landbúnaðarmál- efni, eins og áður var. Samstarf í skólamálum getur orðið upphaf þess samstarfs, sem síðar getur leitt til sameiningar. Þetta eru stærstu og fjárfrekustu verkefni flestra dreifbýlishreppa, sem leysa verður í samstarfí, með sameiginlegri umsýslu, sem gæti orðið vísir að stjómsýsluþjónustu með sameiginlegri skrifstofuað- stöðu. Þegar innheimtustörfunum verður að mestu létt af oddvitunum virðist þetta auðveldara en sýnist í fyrstu. Veigamesta sporið er að við- komandi samflot ráði sér sameigin- Iegan starfsmann, t.d. sveitarstjóra, þrátt fyrir að hreppsnefndir starfí áfram og annist þau sérverkefni, sem ekki verða falin samstarfs- nefnd. Eftir að til sameiningar kem- ur geta hreppsnefndir starfað áfram sem svæðanefndir varðandi sérstök staðbundin mál, sem ekki verði rekin sameiginlega. Vafalaust þarf opinberan stuðning í einhverri mynd til að koma þessari þróun af stað, t.d. frá félagsmálaráðuneyti. Hugsanlegt er að nýta héraðs- nefndaformið til að stuðla að sam- runa sveitarfélaga. Sameinað sveit- arfélag verður að mynda miðstöð t.d. þar sem aðalstofnanir þess eru staðsettar. Menn verða að hafa það að markmiði að sameinað sveitarfé- lag tengist saman í eina landfræði- lega heild, en skiptist ekki varan- lega í sveitarhluta. Nánari skoðanir þurfa að koma fram á því hvort hugmyndir um svæðaskipan hér- aðsnefnda, sem fylgja sýsluskipun- . inni, vinni ekki beinlínis gegn sam- einingu sveitarfélaga og verði til að viðhalda vanmegnugum sveitar- félögum. Áskell sagði að í tillögum verka- skiptingamefndar milli ríkis og sveitarfélaga væri gert ráð fyrir sérstökum íbúaframlögum, sem yrðu mest til minnstu sveitarfélag- anna. „Er þetta ekki andvirk leið gegn samruna sveitarfélaga? Ætti ekki sú niðurgreiðsla, sem að er stefnt með framlögum úr Jöfnunar- sjóði, að miðast við hlutfall kostnað- ar við tiltekin verkefni og þá miðað við tekjumöguleika sveitarfélags? Hliðstæð sjónarmið spegluðust í úthlutun aukaframlaga Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga á síðasta ári sem telja má að séu andstæð þeirri við- leitni að stækka sveitarfélögin í landinu. Sveitarstjómarlögin leggja skyldur á herðar félagsmálaráðu- neyti um að hafa forystu um sam- mna sveitarfélaga. Meginmálið er að sveitarstjómimar sjái sér hag í að stækka sveitarfélögin. Leiðrétta þarf tekjuöflun dreifbýlissveitarfé- laga við endurskoðun skattalaga varðandi atvinnurekstur til að koma í veg fyrir að auknar jöfnunar- greiðslur, m.a. vegna breyttrar verkaskiptingar, verði til þess að minnka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra, en um leið að gera þau of háð kerfínu í landinu og þurfandi um opinberar tilfærslur um fyrirsjá- anlega framtíð," sagði Áskell. sviðsmynd og sér um búninga, Ingvar Bjömsson er höfundur lýs- ingar og stýrir ljósum, Magnús Blöndal Jóhannsson stjómar allri tónlist og Juliet Nylor semur dansa og stýrir þeim. Aðalhlutverkið, sjálfan Teyje, sem meðal annars syngur um það ef hann væri nú ríkur, leikur Theo- dór Júlíusson, en Anna Einarsdóttir leikur Goldu konu hans. Auk þeirra koma á svið fjölmargir leikarar í stærri og smærri hlutverkum auk kórs og dansara og í hljómsveitar- gryfjunni er þétt setinn bekkurinn. Leiksviðið er gert í anda Chagalls, byggt á myndverkum hans úr rússneskum gyðingaþorpum og raunar má segja að sviðið sé eitt risastórt málverk. Fmmsýning á Fiðlaranum er sem fyrr segir á föstudagskvöld klukkan 20.30, en uppselt er þá. Á laugar- dag og sunnudag eru sýningar klukkan 4 síðdegis. í næstu viku verða sýningar frá fímmtudegi til sunnudags og hefjast klukkan 20.30 hvert kvöld en alls hafa verið auglýstar fímm sýningar í þar næstu viku. í miðasölu Leikfélagsins fengust þær upplýsingar að töluvert væri þegar selt af aðgöngumiðum fram eftir maímánuði. Guðrún Stefáns- dóttir í miðasölunni kvaðst vona að verkfall verslunarmanna leystist fljótt svo það setti ekki strik í reikn- inginn, en nú sem fyrr er búist við mikilli aðsókn leikhúsgesta utan af landi. Guðrún benti á það nýmæli að flesta sunnudaga yrðu sýningar klukkan 4 síðdegis, enda á Fiðlarinn erindi til allra, burtséð frá aldri. Mikið er lagt í þessa sýningu á Fiðlaranum á þakinu og ærin ástæða til að hvetja fólk til að flykkjast í Akureyrarleikhúsið og njóta þar stundar við góða skemmt- Hótel Stefanía: Hlutafé nær sexfaldað í kjölfar eigendaskipta Fyrirhugað er að auka hlutafé Hótels Stefaníu um 14 milljónir á næstu vikum og mánuðum úr þremur milljónum króna. Heildar- hlutafé fyrirtækisins yrði þvi um 17 milljónir króna. Þá hefur það gerst f fyrirtækinu að samkomu- lag hefur tekist um að þeir Ólafur H. Jónsson, sem átti 25% hlutafj- ár, og Einar Marinósson, sem átti 24% hlutafjár, seldu hluti sfna til ýmissa smærri hluthafa. Stefán Sigurðsson framkvæmda- stjóri Stefaníu sagði í samtali við Morgunblaðið að hlutafjáraukningin hefði verið nauðsynleg þar sem þörf hefði verið á auknu fjánnagni inn í reksturinn og þar með væri hægt að renna styrkum stoðum undir fyrir- tækið. Sféfán sagði að hótelið yrði stækkað um fímm herbergi í sumar, um tíu herbergi til viðbótar næsta vetur auk þess sem gert væri ráð fyrir setustofu og hefði þá hótelið að loknum breytingum yfir að ráða 35 herbergjum. Stefán sagði að bókanir fyrir sumarið lofuðu góðu. Veturinn hefði verið mjög góður hvað aðsókn snert- ir og hefði nýting bæði á Stefaníu og KEA snaraukist á sfðustu þremur Ingunn Árnadóttir hótelstjóri. árum vegna aukins ráðstefnuhalds og Qölgunar skemmti- og skfðaferða aðkomumanna. „Hótelin, sem fyrir eru á Akureyri nú anna eftirspum- inni eftir gistirými nægjanlega, en ef hér risu fleiri heilsárshótel myndi það drepa niður alla okkar starf- Morgunblaðið/Rúnar Þór semi. Á síðasta ári nálgaðist Hótel Stefanfa 70% nýtingu á ársgrund- velli og virðist mér hótelið ætla að ná því marki í ár,“ sagði Stefán. Ingunn Ámadóttir, eiginkona Stefáns, verður hótelstjóri á Hótel Stefaníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.