Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Stuðningur við launa- baráttu verslunarfólks eftir ÓlafRagnar Grimsson Á undanfomum mánuðum hefur launafólk rejmt að knýja fram samninga sem tryggðu að lág- markslaun yrðu ekki undir 42.000—45.000 krónum á mánuði. Þessi krafa hefur átt sterkan hljóm- grunn. Það stríðir gegn réttlætis- kennd almennings að lágmarkslaun eiga áfram að vera undir skattleys- ismörkum. Samtök verslunarmanna hafa í tvígang fellt samninga vegna þess að hin eðlilega krafa um 42.000 kr. lágmarkslaun náðist ekki fram. Síðan hefur verið boðað til víðtæks verkfalls til að fylgja kröfunni eft- ir. Það er mikilvægt að verslunar- fólk fínni að það nýtur víðtæks stuðnings í þessari baráttu. Stuðningsyfirlýsing AI- þýðubandalagsins Á undanfömum vikum hefur Al- þýðubandalagið sett fram afdrátt- arlausa stefíiu í launamálum. Kjami hennar felst í skýrum tillögum um hvemig tryggja eigi lágmarkslaun og minnka launabilið. Launastefna Alþýðubandalags- ins felur í sér að lágmarkslaun verði ákveðin á bilinu 45.000—55.000 Blaðbemr Símar 35408 og 83033 ÚTHVERFI AUSTURBÆR Síðumúli o.fl. Stigahlíð 49-97 Sæviðarsund, hærri tölur Barónsstígur VESTURBÆR 1 SELTJARNARNES Framnesvegur1-35 Hofgarðar Barðaströnd krónur og hljóti þau fulla verð- tryggingu. Takist ekki í kjarasamn- ingum að ná fram þessu markmiði verði sett lög um slík lágmarks- laun. Launastefna Alþýðubanda- lagsins felur einnig í sér að í fram- tíðinni verði munur hæstu og lægstu launa ekki meiri en tvöfald- ur. Fyrstu skrefin að því markmiði verði stigin nú þegar með víðtæku samkomulagi um að strax verði bilið minnkað úr fímmtánföldum mun sem nú ríkir í þjóðfélaginu niður í tjórfaldan mun. Það var í samræmi við kjamann í þessari launastefnu að aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins, sem haldinn var fyrir rúmri viku, skoraði á launafólk um allt Iand að sýna í verki samstöðu með baráttu Verslunarmannafélags Reykjavíkur og annarra félaga verslunarfólks. í ályktuninni ervak- in athygli á því að iaunabarátta verslunarfólks er í raun háð fyrir hönd alls láglaunafólks f landinu. Ef krafan um 42.000 króna lág- markslaun næst fram þá hefur verslunarfólk tekið foiystuna í bar- áttunni fyrir réttlæti og mannrétt- indum í okkar þjóðfélagi. Þess vegna er brýnt að ailt launafólk sýni í verki samstöðu með verkfalli verslunarfólks. í ályktun verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins er þessi áskorun um stuðnng við verslunarfólk einnig áréttuð með eftirfarandi orðum: „Þegar einstök félög eru í farar- broddi baráttunnar er nauðsynlegt að önnur félög sýni stuðning sinn í verki. Það var fagnaðarefni að fjölmörg launamannfélög sendu fjárstuðning í verkfallssjóð Snótar í Vestmannaeyjum. Þeirri baráttu er ekki lokið og samtök verslunar- manna hafa nú einnig skipað sér í fremstu víglínu baráttunnar fyrir hækkun lágmarkslauna.“ Verkalýðsmálaráðið minnti á mikilvægi þess að Alþýðubandalag- ið vinni að framgangi launastefnu flokksins á öllum vettvöngum þjóð- félagsins og leiti eftir stuðningi annarra félagssamtaka. Það er því sérstakt fagnaðarefni að Verslunar- mannafélagið á Húsavfk hefur lýst yfír stuðningi við meginatriðin í til- lögum Alþýðubandalagsins um minnkun launabilsins i landinu. Tillaga Kristínar og Siguijóns Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, þau Siguijón Pétursson og Kristín A. Ólafsdóttir, hafa síðan fylgt eftir þessari launastefnu með því að beita sér fyrir því að flutt yrði tillaga í borgarráði og í borgar- stjóm um að gera kröfur verslunar- fólks um lágmarkslaun að stefíiu Reylqavíkurborgar. Kristín og Siguijón hafa kjmnt þessa tillögu í blaðagreinum og við- tölum við ijölmiðla og náð samstöðu annarra borgarfulltrúa minnihluta- flokkanna um málið. Sú samstaða ■ ' $S13I HiJj.IiiÍ Ólafur Ragnar Grímsson „Miðað við þær aðstæð- ur sem nú eru í þjóð- félaginu geta Alþýðu- bandalagið og Kvenna- listinn ekki sætt sig við að tillögur flokkanna um lágmarkslaun verði stöðvaðar í nefndum Alþingis. Þær eiga að koma til afgreiðslu með formlegri atkvæða- greiðslu svo að alþjóð sjái hverjir eru í reynd reiðubúnir að styðja réttlætiskröfuna um lágmarkslaunin og hverjir eru á móti henni.“ er mikilvæg því í þeim hópi eru fulltrúar tveggja af þremur ríkis- stjómarflokkum, Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins. Síðan er það alkunna að forseti borgarstjómar, Magnús L. Sveins- son, er einnig formaður VR og hef- ur eftir tvífellda kjarasamninga skipað sér í fararbrodd þeirra sem telja 42.000 kr. iágmarkslaun sjálf- sagða réttlætiskröfu. Birti Magnús grein hér í Morgunblaðinu sl. þriðju- dag til að rökstyðja hve eðlilegt og óhjákvæmilegt væri að lágmarks- launin væru ekki undir skattleysis- mörkum. Var það hin ágætasta grein. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa því talið eðlilegt að hafa forgöngu um það að Reykjavíkurborg gæfíst tækifæri til að staðfesta með samþykkt þessa skoðun forsetans og formanns VR. Slík samþykkt borgarstjómar væri mikill stuðningur við baráttu versl- unarfólks. Tillögur á Alþingi frá Al- þýðubandalagi og Kvenna- lista Á Alþingi hafa einnig verið lagð- ar fram tillögur um lágmarkslaun sem væru yfír skattleysismörkum. Alþýðubandalagið hefíir lagt fram ítarlega tillögu um lögbindingu lág- markslauna sem ákveðin yrðu á bilinu 45.000—55.000 krónur og einnig að dregið yrði úr hinum mikla launamun sem er í landinu. Kvenna- listinn hefur svo endurflutt fyrri tillögu sína um lögbindingu lág- markslauna. Með hliðsjón að yfírlýstum stuðn- ingi innan borgarstjómar Reykjavíkur við lágmarkslauna kröfur verslunarfólks er mikilvægt að fylgja eftir þessum tillögum á Alþingi. Alþýðubandalagið og Kvennalistinn ættu því að beita sér fyrir þvi að knúin verði fram á Al- þingi atkvæðagreiðsla um stefnuna í launamálum með því að þessar tillögur fíokkanna væm teknar til formiegrar afgreiðslu. Þegar borg- arstjóm Reykjavíkur er orðin vett- vangur fyrir stuðningsaðgerðir bar- áttunnar fyrir hækkun lágmarks- launa þá verður að beita líka því afli sem er á Aiþingi. Miðað við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu geta Alþýðu- bandalagið og Kvennalistinn ekki sætt sig við að tillögur flokkanna um lágmarkslaun verði stöðvaðar í nefndum Alþingis. Þær eiga að koma til afgreiðslu með formlegri atkvæðagreiðslu svo að alþjóð sjái hveijir era í reynd reiðubúnir að styðja réttlætiskröfuna um lág- markslaunin og hveijir era á móti henni. Á þann hátt gæti Alþingi einnig orðið vettvangur fyrir virkan stuðning við launabaráttu verslun- arfólks og annarra láglaunahópa. Lýðræðisleg bylting Kjarabarátta undanfarið hefur á margan hátt verið mikill umbrota- tími fyrir samtök launafólks. í ályktun aðalfundar verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins var bent á „nauðsyn þess að hreinskilin og opin umræða fari fram á næstu mánuðum í öllum samtökum launa- fólks um lærdómana af kjarabar- áttu undanfarinna missera". í ályktuninni segir síðan: „Það þarf að fara fram rækileg endur- skoðun á vinnubrögðum, starfs- háttum og skipulagi. Vandi verka- lýðshreyfíngarinnar er orðinn slíkur að það dugir ekkert minna en víðtæk lýðræðisleg bylting ef sam- tök launafólks eiga að öðlast þann baráttukraft sem nauðsynlegur er til að tryggja jöfnuð og réttlæti í málefnum launafólks. Það þarf að efla þátttöku almennra félaga, tryggja umræður á vinnustöðum og koma í veg fyrir að foiystan einangrist frá fólkinu." Þessi lýðræðislega bylting er höfuðnauðsyn. Hafí einhveijir áður dregið þörf hennar í efa hefur at- burðarásin í samtökum verslunar- fólks falið í sér ótvíræða sönnun um réttmæti fyrrgreindrar ályktun- ar. Forystan einangraðist frá fólk- inu. Þess vegna vora samningamir felldir tvívegis. Síðan tók fólkið völdin og hóf hina hörðu baráttu. Nú er þörf á víðtækum stuðningi við launabaráttu verslunarfólks. Höfundur er formaður Alþýðu- bandalagsins. Forráðamenn Granda hf. setja á stofn vinnumiðlun FORRÁÐAMENN Granda hf. og stjómar starf smannaf élags Granda hafa komið á fót vinnu- miðlun fyrir um 50 starfsmenn fyrirtækisins, sem sagt hefur verið upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Fólkinu var sem kunnugt er sagt upp störfum vegna versnandi af- komu fískvinnslu landsmanna og breytinga á vinnslukerfí og starfs- tilhögun í frystihúsi Granda í Norð- urgarði. Vinnumiðlunin er sett á stofn í samráði við Verkakvennafélagið Framsókn og unnið verður skipu- lega að því að útvega starfsfólkinu vinnu á höfuðborgarsvæðinu, segir í frétt frá Granda. Vinnumiðlun Granda hf. skipa Biynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Ragna Bergmann, formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar, Kristján Guðmundsson, formaður Starfsmannafélagsin8 og Pjetur Amason, varaformaður þess. Allir þeir aðilar sem leita að starfsfólki era beðnir að setja sig í samband við Einar Svein Ámason hjá Granda hf. Þegar hafa þijú fyrirtæki og stofnanir leitað eftir fólki hjá fyrir- tækinu. Á sunnudag var haldinn fundur í Granda hf. með starfsmönnum sem sagt var upp störfum og sátu rúmlega 30 manns fundinn. Þar var rædd staða mála og uppsagnimar, og greint frá vinnumiðluninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.