Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Ásökunum stjóm- ar SINE svarað eftirBelindu Theriault Sæmundur málgagn SÍNE kom út um síðustu helgi. I blaðinu sem og í ályktun, er meirihluti stjórn- ar SINE hefur látið frá sér, er fjallað um kosningar þær sem nú fara fram innan SINE og er jafn- framt deilt hart á framboð nok- kurra einstaklinga. Einstakir frambjóðendur eru sakaðir um óheiðarleika vegna þess að þeir settu fram skoðanir sínar í sam- eiginlegu bréfi sem sent var til SINE-félaga um heim allan, eftir þvi sem efni leyfðu. Undirrituð getur ekki lengur látið ósvarað óréttmætum ásökunum meiri- hluta stjómar SINE í fjölmiðlum. Látum það vera að formaður SÍNE hafi frá byrjun lagst gegn ein- stökum framboðum. Látum það vera að núverandi stjóm hafi ekki séð ástæðu til að standa fyrir almenni- legri framboðskynningfu. Látum það vera að venja sé fyrir fyrir því að senda út Sæmund sem inniheldur framboðskynningu ásamt kjörgögn- um. Látum það vera að undirrituð hafi fengið tilkynningu með minna en sólarhrings fyrirvara um að hún mætti skila inn smá greinarstúf í þetta blað og hafi síðan næsta dag verið neitað um að fá greinina birta. Látum það vera að öllum frambjóð- endum sé meinað að tjá sig í þessu tölublaði Sæmundar, á meðan sumir núverandi stjómarmenn geta fjallað um kosningamar, og gagnrýnt frambjóðendur að vild. En að meiri- hluti núverandi stjómar með form- ann í fararbroddi skuli svo leyfa sér að veitast að frambjóðendum sem ákváðu að sýna framtakssemi er þeir sáu sig knúna til að standa að eigin kynninu er óskammfeilið í meira lagi. Varla getur það talist „moldvörpustarfsemi", svo ég noti orð formanns SÍNE, að koma skoð- unum okkar á framfæri við kjósend- ur? Orðið „moldvörpustarfsemi" ætti e.t.v. betur við um tilraunir form- anns SÍNE til að fara á bak við fram- bjóðendur og ógilda þau framboð sem eru honum ekki að skapi. Ánægjulegt hefði verið að fá full- nægjandi kynningu á vegum SÍNE og hefði undirrituð þá ekki séð ástæðu til að grípa til þess neyðarúr- ræðis að senda bréf ásamt öðmm frambjóðendum. Ég vil ítreka það hér að ekki er um listaframboð að ræða af hálfu þeirra er skrifuðu undir þetta bréf og bréfið sjálft hefði verið með öllu óþarft ef betur hefði verið staðið að framboðskynningu. Eigi getur talist óeðlilegt að ffarn- bjóðendur óski þess að koma sínum skoðunum á ffamfæri, og kjósendur eiga beinlínis rétt á því að heyra frá frambjóðendum. Mikillar tortryggni gætir hjá meirihluta stjómar SINE í garð fimmmenninganna er sendu út sameiginlega framboðskynningu. Virðist þeim sérstaklega erfitt að trúa að það hafi verið gert í spamað- arskyni. En ekki er á það minnst að stjómin beitir einmitt rökum um spamað fyrir því að hafa ekki leyft frambjóðendum að senda út fram- boðskynningu með kjörgögnum. Hefðu póstgjöldin þá hækkað, og að mati meirihluta stjómar SÍNE máttu samtökin alls ekki við þeim auknu útgjöldum. Því ætti stjómin sjálf best að skilja spamaðaraðgerð- ir frambjóðenda. Mikið veður hefur verið gert út af því að undirrituð skuli vera fram- kvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna. Það er engu líkara en að frambjóðendur megi ekki hafa pólitískar skoðanir, séu þær skoðanir ekki „réttar" að mati núverandi formanns SÍNE, sem siálfur er virkur á sviði stjómmála. Eg undirrituð tek ekki þátt í þessum kosningum sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, heldur sem fulltrúi allra íslenskra námsmanna erlendis. Kannski að þeir sem mest veður gera af þessum pólitísku skoðunum mínum, geri það einmitt vegna þess að þeir geta sjálfír ekki starfað í óháðum hagsmunasamtökum án þess að reyna að þröngva sínum pólitísku skoðunum upp á samtökin í heild. SÍNE styrkti t.d. framboð Röskvu, félag vinstrimanna í HÍ, með styrktarlínu í kosningabæklingi þeirra síðamefndu í stúdentaráðs- kosningum í vetur. Það hlýtur að teljast gjörsamlega óviðunandi að stjómarmenn SÍNE styðji stjóm- málaöfi, hvort sem er innlend eða Belinda Theriault erlend, í nafni SÍNE og það jafnvel með fjármunum félagsmanna. Það er skoðun mín að stjóm SÍNE geti „Ánægjulegt hefði ver- ið að fá fullnægjandi kynningn á vegum SINE og hefði undirrit- uð þá ekki séð ástæðu til að grípa til þess neyðarúrræðis að senda bréf ásamt öðr- um frambjóðendum. Ég vil ítreka það hér að ekki er um listafram- boð að ræða af hálfu þeirra er skrifuðu und- ir þetta bréf og bréfið sjálft hefði verið með öllu óþarft ef betur hefði verið staðið að framboðskynningu. “ ekki komið þannig fram fyrir hönd allra félagsmanna, og skiptir þá ekki máli hvaða stjómmálasam- tök eiga í hlut. Vissulega ætti það að vera áhyggjuefni þeirra sem notað hafa SÍNE í pólitískum tilgangi ef ég og aðrir frambjóðendur hygðumst feta í fótspor þeirra, nema i nafni annarr- ar stjómmálastefnu. En slíkar áhyggjur em ónauðsynlegar. Undir- rituð hefur ekki áhuga_ á að ala á flokkadráttum innan SÍNE. Gagn- legra væri að við ynnum saman að sameiginlegum hagsmunum og leyfðum síðan hverjum og einum félagsmanni um það að mynda sér eigin skoðanir á öðrum málefnum. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðis- manna ogíframboði tilstjómar SÍNE. 1. mai Næsti gjalddagi húsnæðislána MEÐ SKIIVISI HAGNAST ÞÚ Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostn- að af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú hagnast á skilvísinni því þú getur notað peningana þína til gagnlegri hluta, til dæmis í að: mála stofuna fyrir sumarið 1 setja ný - blöndunartæki á baðherbergið f eða leggja parket áforstofuna. Lán með lánskjaravísitöiu. Greiðslufrestur er til 15. maí. Þann 16. reiknast dráttarvextir. Lán með byggingarvísitö maí | Greiðslufrestur er til 31. maí. Þann 1. júní reiknast dráttarvextir. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÓLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öll- um bönkum og sparisjóðum landsins. ^ Uúsiiæðisstöfnun nkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 09 69 00 GYLMIR/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.