Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Reuter/DOD íranska freigátan Sahand í Ijósum logum eftir að skothrið hennar hafði verið svarað með sjáanleg- nm afleiðingum. Ekki hefur verið staðfest hvort Sahand sökk eður ei. Átökin á Persaflóa Bandaríska varnarmálaráðuneytið birt- ir myndir frá árásunum á borpallana EFTIR að bandaríska freigátan Samuel T. Roberts varð fyrir tundurdufli á Persaflóa, sem telja má fullvíst að íranir höfðu lagt skömmu áður, réðist Bandaríkjafloti á tvo olíuborpalla og eyðilagði þá. íranir brugðust hart við og reyndu árás á bandarísk skip, en guldu afhroð því Bandaríkjafloti sökkti fjórum varð- bátum og laskaði að minnsta kosti tvær freigátur. Onnur þeirra kann að hafa sokkið. Frekar en að aðhafast ekkert réðust íran- ir þá á olíuborpall í eigu Sharjah og eignuðust þá nýjan óvin, en Sharjah var síðasta ríkið við Persaflóa, sem ekki var íran óvinveitt. í gær birti bandaræíska vamarmálaráðuneytið þessar ljósmyndir, sem teknar voru af Iandgönguliðunum við árásina á borpallinn við Sassan. Þegar Bandaríkjamenn réðust gerðu, en Bandaríkjamenn segja á olíborpallana við Sassan og að íranir hafí stundað skipaárásir Sirri-eyju í fyrri viku voru áhafn- frá öðrum þeirra og notað hinn ir þeirra varaðar við og ráðlagt sem ratsjárstöð. Bandarískir land- að hafa sig á brott, hvað þær og gönguliðar fóru um borð í olíubor- Reuter/DOD Undirliðþjálfinn C. J. Kane stendur vörð á þaki olfuborpallsins við Sassans, skömmu eftir að félagar hans hófust handa við eyðileggingu borpallsins. Reuter/DOD Landgönguliðar um borð f bor- pallinum. pallinn við Sassan — þar sem þeir fundu loftvamarbyssur og flugskeyti — komu fyrir sprengi- efni og eyðilögðu borpallinn. Bor- pallurinn við Sirri-eyju var hins vegar skotinn í tætlur. Iranir létu sér þetta ekki að kenningu verða og réðust gegn bandarískum skipum. Tæknilegir yfírburðir Bandaríkjamanna voru þvílíkir, að meðan íransfloti mátti þola mestu niðurlægingu sína frá fomöld, misstu Bandaríkjamenn aðeins eina tvímennta þyrlu. Telja sérfræðingar að hér hafí fullkom- inn rafeindabúnaður ekki minnstu valdið. í átökum bandaríska og íranska flotans á mánudag í síöustu viku komu tæknilegir yfirburöir Bandaríkjamanna glögglega í Ijós. E-2C Hawkoyo Bandaríska skipiö droifir álræmum til þess aö leiða írönsku flug- , , skeytin á villigötur Hlutvork: Getur greint og fylgst meö um 600 skotmörkum á lanoi, legi og í lofti. Þjónar einnig sem stjórnstöö. Standard flugskeyti Flugþol:Um 300 km frá flugmóöurskipi eöa um 3-4 stundir. Ratsjárdrægni:Um 380 km Hámarkshraöi:600 km/klst. Vænghaf: 27 m. Longd: 19 m manns, SLQ-32: Rafoinda- hernaöarkerfi Greinir og ákvarðar uppruna ratsjárgeisla J____t og annarra rafeindaboöa. Getur sjálfkrafa sett annan búnaö í viðbragösstööu og dreift álræmum. A stærri skipum er einnig búnaöur til rafeindatruflana. ■''''X Skynjari SLQ-32 rafeinda- hernaöarkerfisins KRGN / MorgunblafiiA/ AM HEIMILDIR: Jane's Flghtlng Shlps. Weapons Systems, All the World's Alrcradt Alþjóðadómstóllinn um skrifstofu PLO í New York: Deilan verði lögð til úrskurð- ar gerðardóms Haag, Reuter. AlþjóðadómstóUinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að útkljá þyrfti með gerðardómi deilu Bandarílqa- manna og Sameinuðu þjóðanna um skrifstofu sendinefndar Frelsissamtaka Palestinumanna, PLO, hjá Sameinuðu þjóðunum. í tólf blaðsíðna álitsgerð Alþjóða- dómstólsins er fallist á rök Samein- uðu þjóðanna, sem vísuðu málinu til dómstólsins eftir að bandaríska þingið hafði samþykkt lög gegn hermdarverkastarfsemi til að loka skrifstofu sendinefndar PLO f New York. „Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Bandaríkjamenn yrðu að virða þá skyldu að fara fyrir gerðardóm," sagði Jose Maria Ruda, forseti Alþjóðadómstólsins, þegar hann las ályktunarorð 15 dómara sem úrskurðuðu í málinu. Dómsmálaráðuneyti Banda- rikjanna hafnar gerðardómi með þeim rökum að landslög hljóti að ganga fyrir alþjóðlegum skuldbind- ingum, og fór fram á við umdæmis- dómstólinn í New York að skrif- stofu PLO yrði lokað. Alþjóðadóm- stóllinn hafnaði þessum rökum. „Alþjóðalög vega þyngra en lands- lög,“ segir dómstóllinn. Bandarísku iögin hafa valdið mesta ágreiningi milli Bandaríkja- manna og Sameinuðu þjóðanna í sögu stofnunarinnar. George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur kallað afgreiðslu þeirra „eitt af því vitlausasta sem þingið hefur gert.“ Sameinuðu þjóð- imar líta á nýju lögin sem brot á samningi sem stofnunin gerði við Bandaríkjamenn um höfuðstöðv- amar í New York árið 1947. Sá samningur á að tryggja að allir þeir sem þátt eiga í starfí Samein- uðu þjóðanna geti haft aðgang að höfuðstöðvunum. Samningurinn veitir einnig Alþjóðadómstólnum umboð til að leggja til að gerðar- dómur úrskurði í deilum stofnunar- innar og gestgjafanna. August Fleishhauer, sá starfs- maður Sameinuðu þjóðanna sem hefur með lögfræðileg málefni að gera, fór þess á leit við Alþjóðadóm- stólinn 11. apríl að hann legði til að málið yrði lagt fyrir gerðardóm. Hann sagði að Sameinuðu þjóðimar hefðu reynt svo mánuðum skipti að leysa málið í viðræðum við bandaríska embættismenn en án árangurs. Bandaríkjamenn neituðu að senda fulltrúa fyrir Alþjóðadóm- stólinn á þeim forsendum að banda- rískur dómstóll væri að fjalla um málið. Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins í Haag vildi ekki tjá sig um niðurstöðu Alþjóðadómstólsins og ekki var ljóst hvort hún yrði til þess að Bandaríkjamenn féllust á gerðardóm. Heimildarmenn innan Sameinuðu þjóðanna segja að loki Bandaríkjamenn skrifstofu PLO gæti svo farið að Sameinuðu þjóð- imar tækju til athugunar að hýsa starfsmenn skrifstofunnar í höfuð- stöðvunum, sem em friðhelgar gagnvart bandarískum lögum. Mick Jagger ekki sekur um lagstuld White Plains, Bandaríkjunum, Reuter. " —— DÓMSTÓLL í New York í Banda- /wft , f ríkjunum kvað í gær upp þann dóm að rokksöngvarinn Mick Jagger hefði ekki gerst sekur um stuld er hann gaf út lag sitt „Just Another Night“ árið 1985. Reggí-söngvari einn, Patrick All- ey frá Jamaíka, höfðaði mál á hendur Jagger á þeim forsendum að hann hefði visvitandi stolið hluta úr lagi sinu frá árinu 1979. Krafðist Alley sjö milfjóna Bandaríkjadala (um 270 mil(j. isl. kr.) í skaðabætur. Mick Jagger, sem er einkum þekktur fyrir framlag sitt til rokk- tónlistarinnar með hljómsveitinni Rolling Stones, brosti sínu breiðasta er dómurinn var kveðinn upp og þakkaði lögfræðingum sínum vel unnin störf. „Nú ætla ég að bjóða lögfræðingum mfnum upp á bjór- kollu," sagði Jagger við fréttamenn sem sýnt höfðu málinu mikinn áhuga. Patrick Alley var hins vegar niðurlútur er niðurstaða dómsins hafði verið gerð opinber. „Ég veit að hann notaði lagið rnitt," var það eina sem hann vildi segja við frétta- menn. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur en lögfræðingur Alleys höfðaði málið á þeim forsendum að Jagger hefði stolið viðlagi úr einu sönglaga Alleys frá árinu 1979 og notað það í laginu „Just Another Night", sem kom út á hljómplötunni „Sheá the Boss“ árið 1985 og naut mikilla vinsælda. Lögfræðingur Jaggers byggði málsvömina á því að Jagger hefði sjálfur samið og útsett lagið og voru eldri segulbandsupptökur leiknar því til staðfestingar. Þá lagði lögfræðingurinn einnig á það ríka áherslu á texti laganna beggja gæti tæpast talist frumlegur. Mick Jagger. Fjöldi áhugamanna um rokktón- Iist fylgdist með réttarhöldunum og troðfylltu þeir dónissalinn í síðustu viku er það spurðist út að Jagger mjmdi taka lagið. Hljóðfærum og magnarakerfi var komið fyrir í dómssalnum en Jagger söng lagið umdeilda án undirleiks. Lögfræðingar beggja kölluðu virta kennara við marga þekktustu tóniistarskóla New York borgar sem vitni til að fá þá til að skera úr um hvort lag Jaggers gæti talist óeðlilega líkt því sem Alley gaf út árið 1979. „Þetta var allt tóm þvæla. Ég fæ ekki séð að lögin séu á nokkum hátt lík,“ sagði Jagger, sem orðinn er 43 ára að aldri, er dómurinn hafði verið kveðinn upp. Um eitt hundrað æstir aðdáendur söngvar- ans biðu hans er hann gekk út úr dómshúsinu og sté inn í glæsibif- reið sína í fylgd tveggja lífvarða. „Þetta er mikill léttir. Mannorð mitt er öldungis tandurhreint," sagði Jagger um leið og hann gaf einkabílstjóranum merki um að bruna á brott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.