Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Davíð Oddsson borgarstjóri: Jarðvinnu við ráðhús frestað til sunnudags nema byggingarnefnd afgreiði teikningar fyrr Davíð Oddsson, borgarstjóri, ritaði félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, eftirfarandi bréf á þriðjudag, 26. aprQ: Vísað er til bréfaskrifta okkar varðandi framkvæmdir við ráðhús Reykjavíkur, svo og til samtals okk- ar í dag. Eins og fram hefur komið er ekki eðlilegt að kærubréf, sem til ráðuneytisins kunna að berast, hafi áhrif á framkvæmdir meðan á meðferð þeirra stendur. Kæruefni það, sem nú síðast er til umflöllun- ar, er á mjög veikum grunni reist, svo ekki sé meira sagt. í þessari nýjustu kæru, er því skyndilega haidið fram, að byggingamefndum sé óheimilt að veita sérstakt leyfi til að heija grunnvinnu við bygging- ar. Siík leyfí hafa verið veitt af flest- um sveitarfélögum landsins, svo hundruðum skiptir, um langt ára- VEÐUR bil, enda byggjast þau beinlínis á bókstaf byggingariaganna. Félags- málaráðuneytinu og skipulagsstjóra ríkisins hefiir að sjálfsögðu verið fullkunnugt um þessa verklags- reglu, sem lögin gera beinlínis ráð fyrir og hlýtur því þessi kæra eink- um að teijast tilraun til að saka þessa aðila um stórkostlega van- rækslu í starfi. Aldrei nokkru sinni hefur nokkur kjörinn fulltrúi dregið þessa lagaheimiid í efa né fram- kvæmd hennar. í því fjaðrafoki, sem ákveðnir aðilar hafa reynt að þyrla upp vegna byggingar ráðhúss höfuðborgarinn- ar, hefur flest verið tínt til í sam- felldri ófrægingarherferð. 'Ijömin á að tæmast á augabragði. Nokkru síðar er talin hætta á að hún fyllist svo á örfáum árum að ráðhúsið sökkvi í sæ. Þá er fuliyrt að ekki sé vitað hver eigi Tjömina og þess krafíst að beðið sé með fram- kvæmdir þar til haft sé upp á eig- andanum. Og nú síðast að orðalag- ið, að ekki megi grafa grunn nema með leyfi byggingamefndar, þýði alls ekki að grafa megi grunn með leyfí byggingamefndar! Allur er þessi málatilbúnaður með miklum ólíkindum. Ekki fer á milli mála, að frestun framkvæmda eykur þann tíma sem byggingarsvæðið á hinum við- kvæma stað verður óhijálegt, öllum þeim sem starfa eða búa nálægt því til ama. Jafnframt mun sérhver / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 28.4. 88 YFIRL4T f gmr. Yfir Skandinavíu er 1.031 mb haaö og smálægð við suðausturströndina, en 1.022ja mb hæðarhryggur fyrir suðvest- uriand. Um 600 km suðsuöaustur af Hvarfi er 994 mb víðáttumik- ii lægð, sem hreyfist austnorðaustur. Hitl breytist Iftið. SPÁ: Austlæg átt, gola eða kaldi. Skýjað og dálftil súid við austur- og suðausturströndina, en bjart veður að mestu í öðrum lands- hlutum. Hiti 6—9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Austlæg átt og víða 4ra-8 stiga hiti. Skýj- að en úrkomulítið við suðaustur- og austurströndina, annars bjart íföðS A uíuGARDAG: Norðaustanátt og heldur kólnandi, jafn- vel hætt við næturfrosti. Bjart verður um mestallt land. ^ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * * # « Snjókoma * * # •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka ~ Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður frestur hafa griðarlegan kostnað í för með sér, eða um 400 þúsund krónur á dag, skv. lauslegum áætl- unum. Þá er ekki meðtalinn sá kostnaður, sem hlýst af því að fram- kvæmdatíminn verði fyrir vikið óhagstæðari en áætlanir miða við. Þrátt fyrir alla þessa annmarka, sem vissulega eru æmir, vill borgin koma til móts við tilmæli félags- málaráðherra, í trausti þess, að ekki verði um frekari tafir á að borgaryfirvöid geti fylgt fram þeim ákvörðunum, sem borgarstjóm hef- ur falið þeim að framkvæma, á sem skemmstum tíma og á sem hag- kvæmastan hátt. Verður jarðvinnu því frestað frá og með þessum degi til nk. sunnudags, nema byggingar- nefnd Reykjavíkur afgreiði bygg- ingamefndarteikningar endanlega fyrir þann tíma. Davíð Oddsson sagði m.a., að vinnu-við garð út í Tjörnina kringum ráðhúsgrunn hefði að óbreyttu lokið í dag, en bráðabirgðafyllingin yrði eins og kortið sýnir. Þessi fylling verður fjarlægð, þegar húsið hefur verið steypt upp. Framkvæmdasljórí GT húsgagna hf.: Tiu mánaða fanff- elsi fyrír fjársvík Sljórnarformaður og þrír starfs- menn hlutu einnig dóma %k)í VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 13 dtýjaö Reykjavlk 6 rign. og aúkl Bergen 8 lóttskýjað Helsinki +1 snjókoma Jan Mayen Kaupmannah. 7 úrkoma Narssarsauaq 1 snjóél Nuuk 0 snjókoma Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur 6 hálfskýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 20 skýjað Amsterdam 10 skýjað Aþena vantar Barcelona 16 alskýjað Berlín 8 lóttskýjað Chicago 8 skýjað Feneyjar 16 léttskýjað Frankfurt 12 skýjað Qlasgow 8 skýjað Hamborg 8 hálfskýjað Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 13 lóttskýjað Lúxemborg 12 lóttskýjað Madríd 12 rigning Malaga 19 hálfskýjað Mallorca 14 súld Montroal 6 léttskýjað New York 11 lóttskýjað Parfa 12 skýjað Róm 18 hálfskýjað Vln 14 lóttskýjað Washington 9 mlstur Wlnnipeg 5 lóttskýjað Velencla 17skýjað DÓMUR hefur fallið í Sakadómi Reykjavíkur i máli ákæruvalds- ins gegn tveimur forsvarsmönn- um og þremur starfsmönnum GT-húsgagna hf. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins var dæmdur í 10 mánaða fangelsi og gert að greiða 200 þúsund króna sekt fyrir söluskattssvik, fjárdrátt, undanskot eigna og rangan framburð fyrir skiptarétti um eignir. Stjómarformaður fyrir- tækisins var dæmdur í 4 mánaða fangelsi, þar af 2 mánuði skil- orðsbundið, fyrir fjárdrátt og útgáfu innistæðulausra tékka og honum gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Þá fengu þrir starfs- menn fyrirtækisins 45 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir rang- færslu á stimpilkortum fyrirtæk- isins. Bú GT-húsgagna hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í lok nóvember 1984, að beiðni stíómarformanns fyrirtækisins. Þann 16. janúar 1985 sendi fulltrúi skiptaráðandans í Reykjavík rikissaksóknara bréf, þar sem segir að við skiptameðferð á búinu hafi komið fram upplýsingar, sem tílefni þyki gefa til að ætla að fyrirsvarsmenn fynrtækisins og aðr- ir, sem tengjast því, kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi, sem gefi tilefni til tafarlausrar opin- berrar rannsóknar. Um sé að ræða ætluð vanskil á söluskatti, hvarf á munum úr vörslu hins gjaldþrota félags, ætlaður fjárdráttur fyrir- svarsmanna félagsins, ætluð fjár- svik, brot á bókhaldslögum og róng skýrslugerð til yfirvalaa. í kjölfar þessa fyrirskipaði ríkissaksóknari opinbera rannsókn á málinu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins var fundinn sekur um að hafa, á árinu 1984, vantalið söluskattskylda veltu fyrirtækisins á söluskatts- skýrslum um 7 milljónir og að hafa ekki jaftiharðan bokfært sölur á framleiðsluvömm, sem seldar vom með afborgunarkjömm, alls að upp- hæð rúmar 5 milijónir. Þá vom hann og stjómarformaður fyrirtækisins fundnír sekir um að hafa selt nokk- uð magn framleiðslunnar án þess að til stæði að bókfæra söluna og nam sú sala samtals rúmlega 616 þúsund krónum. Þá vom þeir sak- felldir fyrir að hafa, ýmist í samein- ingu eða hvor fyrir sig án vitundar E hins, dregið sér fé frá fyrirtækinu. Sameiginlega drógu þeir sér 182 úsuna krónur árið 1984, en fram- væmdastjórinn einn dró sér að auki 250 þúsund krónur. Þá var stjómar- formaðurinn fundinn sekur um að hafa dregið sér 20 þúsund krónur og var að auki sakfelldur fyrir útg- áfu innistæðulausra tékka. Framkvæmdastjórinn var fundinn sekur um að hafa gerst sekur um flárdrátt, undanskot eigna og rang- an framburð í tengslum við slit sam- búðar. Hann gaf ut ávísun á hlaupa- reikning fyrirtækisins að upphæð tæpar 53 þúsund krónur, en feð fór til greiðslu fasteignagjalda og skatta fymim sambýliskonu hans. Hann var og dæmdur fyrir að hafa dregið sér 200 þúsund krónur af fé fyrir- tækisins, en hann kvittaði fyrir fénu sem láni og notaði það til að kaupa hlut fyrrum sambýliskonu sinnar í húsi peirra. Þá var hann fundinn sekur um að hafa gert kaupsamning vegna hússins, sem hugsaður var sem málamyndagemingur til að forða þvi að lánadrottnar hans gætu gengið að eigninni. Um þetta var frátógn hans fyrir skiptarétti röng. Loks var hann dæmcfur fyrir flár- drátt með því að hafa notað 100 þúsund króna ávísun á reikning fyr- írtækisins til að greiða skuld þáver- andi sambýliskonu sinnar vegna bíiakaupa og fyrir að hafa síðar notað annan tékka úr hefti fyrirtæk- isins til að greiða um 137 þúsund króna bílaskuld hennar. Þrír starfsmenn fyrirtækisins vom dæmdir fyrir rangfærslu stimp- ilkorta og framkvæmdastjórinn fyrir hlutdeila I brotum eins þeirra. Dóm- ur framkvæmdastjórans hljóðaði upp á 10 mánaða fangelsi og 200 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Til frádrátt- ar refsingunni kemur um eins mán- aðar gæsluvarðhaldsvist árið 1985. Stjómarformaðurinn var dæmdur í 4 mánaða fangelsi, þar af 2 mánuði skilorðsbundið í 3 ár og honum gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Starfsmennimir þrír hlutu 45 daga fangelsisdóm hver, skilorðsbundið í 3 ár. Af málskostnaði greiðir fram- kvæmdastíórinn 50%, stjómarform- aðurinn 30% og starfsmennimir þrír saman 20%, auk þess sem öllum var gert að greiða málsvamarlaun til verienda. Dóminn kváðu upp Haraldur Henrysson, sakadómari, og með- dómandinn Sigurður Stefánsson, löggiltur éridúrskoðahdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.